Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
er skrýtið að hugsa til þess að
við erum flutt á nýjan stað sem
þú hefur ekki komið á og við eig-
um ekki minningar um þig hér í
nýja húsinu. Við reynum bara að
ímynda okkur þig hér í stofunni
og við eldhúsborðið að segja
okkur hvað maturinn hennar
mömmu er góður. Það er algjör
klassík. Elsku amma, ég vona að
þú hafir fullt af brjóstsykur-
spokum og vaselíntúpum á nýj-
um stað. Ég er viss um að nú
færð þú að ferðast í náttúru
Sumarlandsins og tínir þar ber
með langafa, alveg laus við verki
í hnjánum þínum. Knús og koss-
ar.
Móeiður Anna
Margeirsdóttir.
Það er undarleg tilfinning að
finna systur sína horfna af sjón-
arsviðinu eftir að hafa verið
samferða henni meira og minna
í 90 ár. Það vekur fram ýmsar
minningar úr okkar sambandi á
æviskeiðinu, gamlar minningar
um samskipti og ferðalög sem
við höfum átt í sameiningu í
gegnum ævina. Við höfum farið
ótal ferðir saman, ýmist tvö ein
á unglingsárum eða með fjöl-
skyldum okkar eftir að stofnað
var til þeirra. Einnig sá Maddí
um fjármál mín á meðan ég var
að læra í Kaupmannahöfn á ár-
unum 1951 til 1954. Maddí var
miklu duglegri að læra en ég.
Hún var einu ári á eftir mér í
skólunum, fyrst í Miðbæjarskól-
anum og síðan í Menntaskólan-
um í Reykjavík. Hún varð stúd-
ent einu ári á eftir mér og skyldi
alltaf hafa vinninginn í öllum út-
komum. Maddí stofnaði til heim-
ilis með manni sínum honum
Halla árið 1955 og var ég mikill
heimilisvinur á því heimili. Kom
ég þangað mjög oft og naut veit-
inga, því Maddí var sko dugleg
að baka í þá tíð. Fyrstu árin í
búskapnum fóru í barneignir og
uppeldi eins og gengur. Árið
1963 fórum við þrjú Maddí, Halli
og ég í ferðalag til Noregs og
fluttum bíl með okkur. Vorum
við um þrjár vikur í ferðalaginu
og skemmtum okkur prýðilega.
Fórum við frá Osló um Vestur-
Noreg og allt til Þrándheims og
síðan aftur til Oslóar, um Suður-
Svíþjóð, um Gautaborg, Hels-
ingborg og til Kaupmannahafn-
ar og þaðan heim. Eftir það fór-
um við í margar ferðir saman,
meðal annars til Hornafjarðar
áður en Skeiðarárbrúin var
byggð. Maddí hafði verið á Hof-
felli í Nesjum í heilt ár á ung-
lingsaldri og var hún að heim-
sækja vinkonur sínar þar, þær
Fríðu og Unni, í þessari ferð
okkar þangað. Eftir að ég gifti
mig fórum við systkinin, Dúna,
Maddí og ég, í fjölskylduferðir á
hverju ári í mörg ár og var und-
irbúningur þeirra og ferðirnar
sjálfar okkur mikið ánægjuefni.
Eftir að makar okkar Maddíar
féllu frá héldum við áfram að
ferðast saman en nú voru ferð-
irnar yfirleitt styttri, bara eins
dags eða hluta úr degi. Oft fór-
um við út á Seltjarnarnes að
skoða fugla og annað skemmti-
legt og fórum svo á kaffistofu á
eftir til að svala kaffiþorstanum.
Einnig fórum við einu sinni
hringferð um landið og komum
þá að sjálfsögðu við á Hoffelli
hjá Fríðu og vorum þar í smá-
tíma. Nú síðustu árin hefur sam-
vera okkar farið minnkandi
vegna elli og vanheilsu. Ég
hugsa þó með gleði til þeirra
daga sem við áttum sameigin-
lega í gegnum lífið og færi af-
komendum Maddíar mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón (Nonni) bróðir.
Maddí föðursystir okkar hef-
ur kvatt okkur í hinsta sinn.
Hún hafði í nokkurn tíma verið
tilbúin að komast til hans Halla
síns sem lést fyrir 11 árum.
Margs er að minnast. Fyrir
okkur systkinin voru þær syst-
ur, Maddí og Dúna, nokkurs
konar ömmur. Mikill samgangur
var á milli fjölskyldnanna og
mikil vinátta milli pabba og
þeirra systra alla tíð en Dúna
lést árið 2007. Maddí sýndi okk-
ur systkinunum alltaf mikinn
áhuga og örlæti, hún fylgdist
með okkar skólagöngu og hvatti
okkur til náms, allar gjafir til
okkar voru mjög veglegar og
páskaeggin stór. Margir hafa
notið góðs af örlæti hennar. Hún
var líka höfðingi heim að sækja
og minnumst við afmælanna
sem haldin voru á Flókagötunni
þar sem fjölskyldan gerði sér
glaðan dag og svo var farið heim
með síðasta strætó. Aldrei lét
hún sig vanta í veislur eða
mannfagnaði og hafði ávallt
gaman af.
Ferðalög voru stór hluti af lífi
Maddíar, bæði innanlands og ut-
an. Fjölskylduferðirnar sem
farnar voru um landið þar sem
farið var á fallega staði og tjald-
að við góðan læk eru dýrmætar
minningar fyrir okkur, þar sem
eldri kynslóðin kenndi þeirri
yngri að umgangast landið af
virðingu. Maddí fór einnig oft í
löng ferðalög til Bandaríkjanna
að heimsækja dóttur sína og
dótturson og þar var iðulega
lagst í ferðalög um landið.
Eftir að hafa bæði misst maka
sína eyddu Maddí og pabbi okk-
ar miklum tíma saman og hvern-
ig þau voru félagsskapur fyrir
hvort annað og samstíga í öllu
var dýrmætt fyrir þau bæði. Það
eru ófáar kaffihúsaferðirnar sem
þau hafa farið síðustu ár og
óteljandi bíltúrar þar sem þau
fóru að skoða eitthvað áhuga-
vert, en alltaf endaði ferðin á
kaffisopa og meðlæti. Oft var
verkaskiptingin sú að pabbi sá
um skutlið, þar sem Maddí var
ekki með bílpróf, og hún bauð
svo upp á kaffi í staðinn.
Maddí talaði um það síðustu
ár hvað hún saknaði þess að
hafa börnin sín tvö nær sér, en
tæknin hjálpaði þó mikið til við
að minnka fjarlægðina. Hún átti
góða að og að öðrum ólöstuðum
var dótturdóttir hennar, Bára,
hennar stoð og stytta. Maddí
fylgdist vel með barnabörnunum
og hafði mjög gaman af lang-
ömmubörnunum og almennt öll-
um börnum í fjölskyldunni.
Síðustu tvö ár voru erfið,
vindhviða breytti lífinu þegar
Maddí höfuðkúpubrotnaði og
náði hún sér ekki eftir það. Í
kjölfarið komu fleiri áföll sem
drógu hana að lokum til dauða.
Síðasta árið dvaldi hún á Skjóli
og þar var fyrir tæpu ári haldið
upp á 90 ára afmælið hennar.
Það var góður dagur þar sem af-
mælisbarnið fékk að njóta sín
með fólkinu sínu og erum við
þakklát fyrir þann dag því í kjöl-
farið brast á heimsfaraldur með
takmörkunum og lokunum
hjúkrunarheimila. Síðasta ár var
því erfitt og leiðinlegt hversu fá-
ar heimsóknir hún gat fengið.
Minningin um stórkostlega
frænku mun lifa með okkur og
fjölskyldum okkar.
Við vottum Áslaugu, Stefáni
og og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur, Elín og Ása.
Hvíl í friði, elsku Maddí. Ég
veit að þú ert hvíldinni fegin og
kveður södd lífdaga en það tek-
ur okkur tíma að kveðja og finna
taktinn að nýju án þín. Við höf-
um átt góðan tíma saman og ég
er þakklátur fyrir hann. Maddí
var einstök, hún var falleg að
innan sem utan og bauð mig
hjartanlega velkominn í fjöl-
skylduna frá upphafi eins og ég
væri eitt af barnabörnum henn-
ar og tilfinningin mín gagn-
kvæm því mér finnst hún eig-
inlega hafa verið amma mín líka.
Minningar og sögur Báru eru
margar og samofnar okkar til-
veru. Bára hefur margoft sagt
mér sögur af því þegar hún
heimsótti þig á skrifstofuna þína
í félagsmálaráðuneytinu og fékk
hjá þér prins póló og appelsín.
Þar varst þú mikils metin og
sinntir starfinu af alúð og dugn-
aði og þær minningar eru Báru
kærar. Sögur af árunum þínum í
Menntaskólanum þegar þú
gekkst menntaveginn eru marg-
ar og standa manni ljóslifandi
fyrir sjónum. Þú varst stolt af
farsælli menntaskólagöngunni
og þú varðveittir vinatengsl
menntaskólaáranna vel. Það
voru því mikil fagnaðarlæti í
Hvassaleitinu þegar Yngvi litli
tilkynnti þér að hann ætlaði að
setjast á gamla skólabekkinn
þinn eftir að grunnskólagöngu
hans lauk, enda átti Menntaskól-
inn í Reykjavík sérstakan stað í
hjarta þér.
Hver annar en þú getur enn
munað stúdentsprófseinkunnina
sína á 91sta aldursári? Þú fylgd-
ist náið með framvindu námsins
öll árin þrjú hans þar og stapp-
aðir í hann stálinu þegar þurfti.
Ógleymanleg er stundin þeg-
ar Yngvi veifaði þér frá bíla-
stæðinu fyrir utan Skjól síðast-
liðið vor með hvíta kollinn á
útskriftardaginn hans. Þá fengu
allir viðstaddir ryk í augun og ég
náði einni af bestu ljósmyndun-
um sem ég hef tekið. Þú varst
svo stolt af drengnum okkar og
Móu og Hrafnhildi Ýri líka.
Börnin okkar eru lánsöm að eiga
bestu langömmu veraldar og
búa vel að því að hafa þig að fyr-
irmynd. Klár og dugleg kona
sem var svo trú og góð og lét sér
annt um þau á djúpan hátt og
sýndi öllu í þeirra lífi svo mikinn
áhuga.
Ástin þín á Íslandi og ferða-
lögum fylgir minningum okkar
og ferðalögum.
Það er varla sá staður á land-
inu sem Bára hefur ekki sögur
að segja okkur frá þegar við
komum þangað. Bára ferðaðist
um svo til hverja þúfu með ykk-
ur Halla á sumrin og segir okk-
ur sögur þegar við ferðumst.
Slíkar sögur eru fjársjóður og í
gegnum þær finnum við náin
tengsl hennar við ömmu og afa.
Slíkar samverustundir eru dýr-
mætar og síðsumars skemmtum
við okkur í berjamó og hlýðum á
frægðarsögur Báru af þér sem
einum afkastamesta berjatínara
landsins. Í ófá skipti hefur Bára
tekið myndir af lyngi sem er
svart af berjum og sýnt þér við
innilegan fögnuð.
Þið Bára eruð um margt líkar
og það er sannarlega ekki leið-
um að líkjast, ég nýt til dæmis
mjög góðs af sérstöku dálæti
ykkar á hreinum rúmfatnaði.
Sprell og hlátur hefur alltaf
fylgt samveru okkar og sérstök
er nú minningin um góðu sósuna
hennar Báru sem þú lofaðir
fram á síðasta dag.
Sú minning kallar alltaf fram
hlátur og sprell í hvert sinn sem
við rifjum hana upp við góða
máltíð. Kæra María, ég bið að
heilsa Halla og kveð í bili.
Jón Margeir Þórisson.
Það er komið að kveðjustund.
María Áslaug Guðmundsdóttir
lést hinn 22. jan. sl. á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli. Maddí var
gift Haraldi Þórðarsyni móður-
bróður mínum, sem lést fyrir 11
árum. Hún starfaði í félagsmála-
ráðuneytinu í áratugi. Við áttum
samleið í 24 ár í sama húsi en
þær mágkonur bjuggu þar sam-
an í um 40 ár. Heimili þeirra
hjóna var mér ávallt opið og þar
eignaðist ég margar góðar
minningar.
Við mamma og amma bjugg-
um á 1. hæð en þið í risinu, sem
Haraldur hafði byggt fyrir ykk-
ur og börnin, Áslaugu og Stefán.
Maddí var eiginlega mín fyrir-
mynd og þau bæði gagnvart
heimili og fjölskyldu.
Fiskurinn með bleiku sósunni
er sterkur í minningunni sem og
brúntertan með hvíta kreminu.
Á gamlársdag var boð og okkur
börnunum styttar stundir fyrir
kvöldið.
Öll mín bernskuafmæli voru
haldin hjá ykkur hjónum, þú
stóðst fyrir þessu öllu saman.
Það voru ófáar stundirnar sem
ég stóð límd við hrærivélina þína
þegar þú bakaðir terturnar,
lærði þar handtökin.
Þær voru flottar kökurnar
sem þú bakaðir fyrir ferming-
arveisluna mína en þar á meðal
var ný terta, peruterta, sem þú
gerðir svo listavel.
Minningarnar reika til þess
þegar þú sast við prjónavélina
og framleiddir fallegar flíkur á
börnin þín.
Þú gafst mér líka fallega
peysu og gerðir fallega kjóla á
dúkkurnar mínar, takk elsku
Maddí.
Öll ferðalögin þar sem ég var
með ykkur. Dagsferðirnar á
Reykjanesið, skíðaferðirnar í
Hveradali þar sem Flenginga-
brekka var kjörin til að kenna
okkur á skíðin, vorferðirnar í
Valból þar sem Farfuglar mættu
til að sá í moldarflög, planta og
græða upp gróðurvin. Þegar við
fórum að skoða Heklugosið og
komum heim undir morgun. Úti-
legurnar þegar við mamma fór-
um með ýmist að Skógum, norð-
ur í Skagafjörð eða
Þórsmerkurferð með Farfugl-
um.
Þið mamma gerðust ferða-
félagar síðustu árin þegar þið
fóruð saman til Áslaugar þinnar
í Ameríku en áður höfðu þið
ferðast þessa leið með Haraldi.
Þær urðu nokkrar ferðirnar
ykkar saman. Alaskaferðin er
mömmu minnisstæð. Þið fóruð
fjórar í það ferðalag og þrjár af
ykkur voru með stafi, allar nema
mamma. Þess vegna voru þið
kallaðar stafagengið. Þar voru
þið leiddar inn í ævintýraheim
dýralífs Alaska, ógleymanleg
ferð.
Það má ekki gleyma morg-
unkaffinu hjá ykkur á Flókó
meðan þið bjugguð þar.
Skemmtilegur fjölskyldusiður
sem þið hélduð við áfram á nýj-
um stað eftir því sem kraftar og
heilsa leyfðu. Mamma naut þess
að koma og hitta fjölskylduna.
Einnig myndaðist skemmtileg
samverustund hér heima þegar
þið mæðgur og mamma komuð í
morgunkaffi þegar Áslaug var
stödd á Íslandi. Þetta voru gef-
andi og dýrmætar samveru-
stundir með ykkur mæðrum
okkar.
Sorg þín var mikil þegar lífs-
förunautur þinn og sálufélagi
kvaddi. Einnig hafa síðustu ár
verið þér erfið, líkaminn farinn
að gefa sig. Brottför þín var
engu að síður óvænt.
Hugur okkar er hjá eftirlif-
andi ástvinum. Elsku Áslaug
mín, Stefán og fjölskyldur, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi minningin vera ljós ykkar
og styrkur.
Eyrún Inga Péturs-
dóttir, Pétur Rafn
Sveinsson, Gerða
Eiríksdóttir.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Hjartans þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR HAFSTEINSDÓTTUR
kennara,
Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ
sunnudaginn 10. janúar.
Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir
Bjarnveig Pálsdóttir
Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson
Hrönn Pálsdóttir Magnús Alexíusson
Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir
Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir
Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir
Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir
barnabörn, makar og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, systir, tengdamóðir
og amma,
HRÖNN GEIRLAUGSDÓTTIR,
flugfreyja og fiðluleikari,
lést miðvikudaginn 20. janúar.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 5. febrúar klukkan 13.
Vegna aðstæðna eru ættingjar og vinir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Athöfninni verður einnig streymt á
www.sonik.is/hronn.
Freyr Ómarsson Sigrún Ásta Einarsdóttir
Katrín María Freysdóttir
Sigríður Hulda Geirlaugsd. Paulo Weglinski
Þór Weglinski
Jóhanna Weglinski
Okkar elskaði, yndislegi og hjartahlýi sonur,
bróðir, mágur, frændi og vinur,
GUÐNI PÉTUR GUÐNASON,
Sólheimum 7, Reykjavík,
lést af slysförum fimmtudaginn 21. janúar.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 5. febrúar klukkan 15.
Vegna aðstæðna í samfélaginu og fjöldatakmarkana verða
aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður
streymt á slóðinni https://youtu.be/SwN9JcNNnFY.
Einnig má nálgast hlekk á mbl.is/andlat.
Guðni Heiðar Guðnason Sigrún Drífa Annieardóttir
Edgar Smári Gerður Steinarsdóttir
Bjarki Enok
frændfólk og vinir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og vinur,
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Espigerði 2, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu föstudaginn
22. janúar, verður jarðsungin frá kirkju
Óháða safnaðarins við Háteigsveg föstudaginn 5. febrúar
klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og
vinir viðstaddir, en athöfninni verður streymt á slóðinni
https://tinyurl.com/kirkjaohada
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast Guðnýjar er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Friðjón Hallgrímsson
Bent Russel Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Rúnar Russel Tuti Ruslaini
Frank Russel
Ólafur Björn Ólafsson Jolanta Marzina Glaz
Þorsteinn Bjarki Ólafsson Tatiana Malai
Helga Kristín Friðjónsdóttir Mike Klein
Rannveig Þöll Þórsdóttir Ólafur Sveinbjörnsson
Solveig Björk Sveinbjörnsd.
ömmubörn og langömmubarn