Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 58
Morgunblaðið/Eggert
Ógnandi Guðmundur Hólmar Helgason sækir að varnarmönnum Vals sem
virðast hálfhræddir við Selfyssinginn. Guðmundur skoraði fimm mörk.
HANDBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Haukar urðu í gær fyrsta liðið til að
leggja Mosfellinga að velli í Olís-
deild karla í handknattleik á þessu
keppnistímabili. Haukar unnu Aft-
ureldingu, og þar með sinn gamla
þjálfara Gunnar Magnússon, 30:24.
Þar með hafa öll lið í deildinni tapað
leik en Afturelding hafði leikið fimm
fyrstu leikina án þess að tapa.
Með sigrinum fóru Haukar upp
fyrir Aftureldingu og eru með 10
stig en Afturelding er með níu stig.
Forföll eru í liði Aftureldingar eins
og fram hefur komið en Afturelding
hafði þó tveggja marka forskot að
loknum fyrri hálfleik 15:13. Eftir um
tíu mínútna leik í síðari hálfleik náðu
Haukar þriggja marka forskoti og
juku forskotið smám saman það sem
eftir lifði leiks.
„Hafnfirðingar byrjuðu leikinn
illa og voru lengi í gang. Björgvin
Páll Gústavsson hélt þeim inni í
leiknum með nokkrum góðum
vörslum í upphafi leiks. Þeir virtust
svo vera að ná undirtökunum í leikn-
um undir lok fyrri hálfeiks en tókst
aftur að missa leikinn frá sér á
klaufalegan hátt.
Það var allt annað lið sem mætti
til leiks í síðari hálfleik og varnar-
leikur þess var miklu betri. Aron
Kristjánsson breytti úr 6-0-vörn í
5-1-vörn og það var lykillinn að sigri
Hauka. Eins var Aron duglegur að
hreyfa við sínu liði og það voru því
nánast alltaf ferskir fætur á vell-
inum í kvöld.
Mosfellingar virkuðu vel gíraðir í
upphafi leiks og þrátt fyrir að missa
fyrirliða sinn Einar Inga Hrafnsson
af velli meiddan, snemma leiks, virt-
ist það ekki riðla leik liðsins neitt
sérstaklega mikið. Þá ber að hrósa
Aftureldingu fyrir að koma til baka í
fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir.
Liðið byrjaði hins vegar seinni
hálfleikinn illa og átti engin svör
gegn 5-1-vörn Hauka. Eftir því sem
leið á leikinn fjaraði mikið undan lið-
inu enda hópurinn þunnskipaður og
margir lykilmenn að glíma við
meiðsli. Liðið skoraði ekki mark á
tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og
það reyndist dýrt.
Haukar eru með góða breidd sem
þeir nýta vel. Allir leikmenn liðsins
virðast vera með hlutverk sín á
hreinu og það eru allir tilbúnir að
leggja sitt á vogarskálarnar,“ skrif-
aði Bjarna Helgason meðal annars í
umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Seigla hjá Seltirningum
Nýliðar Gróttu sýndu seiglu eina
ferðina enn og náðu í stig í Vest-
mannaeyjum þegar ÍBV og Grótta
gerðu jafntefli 32:32. Hornamað-
urinn Andri Þór Helgason skoraði
jöfnunarmarkið úr vítakasti þegar
leiktíminn var liðinn og einungis
vítakastið eftir.
„Eyjamenn voru með unninn leik í
höndunum þegar 14 sekúndur voru
eftir en þá tók ÍBV leikhlé. Liðinu
tókst þó að tapa boltanum á fimm
sekúndum. Gestirnir hirtu boltann
og komust í sókn þar sem brotið var
á þeim í dauðafæri og vítið dæmt.
Andri skoraði eins og áður segir á
vítalínunni en hann hafði klikkað á
vítinu á undan,“ skrifaði Guðmundur
Tómas Sigfússon meðal annars í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján
Kristjánsson var illviðráðanlegur og
skoraði 10 mörk fyrir ÍBV. Ásgeir
Snær Vignisson sneri aftur eftir
meiðsli og skoraði sex mörk og
brenndi ekki af skoti. Birgir Steinn
Jónsson skoraði átta mörk fyrir
Gróttu.
Framarar safna stigum
Fram nældi í bæði stigin þegar
Þór og Fram mættust í Höllinni á
Akureyri. Fram sigraði 22:19 og
fylgdi þar með eftir góðum sigri
gegn Val í síðustu umferð. Fram er
nú með sjö stig en Þór er með tvö
stig.
„Þórsarar komust í tveggja marka
forystu í upphafi síðari hálfleiks en
eftir það gengu Framarar á lagið og
náðu undirtökunum. Lárus Helgi
varði vel í marki Framara og vörnin
góð fyrir framan, þó var munurinn
aðeins eitt mark þegar um korter
var eftir. Þá sigu gestirnir fram úr
og unnu að lokum 22:19-sigur,“
skrifaði Baldvin Kári Magnússon
meðal annars í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is.
Igor Kopishinsky var markahæst-
ur Þórsara með fimm mörk. Ólafur
Jóhann Magnússon var markahæst-
ur Framara einnig með fimm mörk.
Eftir leikinn eru Framarar með sjö
stig eftir sjö umferðir, heimamenn
eru hins vegar með tvö stig eftir sjö
leiki.
Ragnar öflugur á Hlíðarenda
Leik Vals og Selfoss lauk skömmu
áður en blaðið fór í prentun. Selfoss
hafði betur á Hlíðarenda 30:24.
Ragnar Jóhannsson stimplaði sig
vel inn eftir margra ára dvöl erlend-
is og skoraði fimm mörk fyrir Sel-
fyssinga. Finnur Ingi Stefánsson
var langmarkahæstur hjá Val með
níu mörk.
Ævintýralegur lokakafli var hjá
FH og KA í Kaplakrika í Hafn-
arfirði. Á 58. mínútu var FH yfir
31:27 en KA-menn skoruðu síðustu
fjögur mörkin og tryggðu sér annað
stigið. Eins og í Eyjum kom jöfn-
unarmark úr vítakasti undir lokin en
markið skoraði Andri Snær Stef-
ánsson. Einar Rafn Eiðsson skoraði
sjö mörk fyrir FH og Einar Birgir
Stefánsson skoraði átta mörk fyrir
KA og var með 100% skotnýtingu.
Leik ÍR og Stjörnunnar var
ekki lokið þegar blaðið fór í prentun
í gærkvöld. ÍR-ingar voru stigalaus-
ir og Stjarnan þriðja neðst með þrjú
stig fyrir leikinn. Úrslit leiksins er
hægt að finna á mbl.is ásamt um-
fjöllun um leiki gærdagsins.
Haukar tóku
toppsætið í
Mosfellsbæ
Fyrsta tap Aftureldingar Drama-
tísk jafntefli í Eyjum og Kaplakrika
Morgunblaðið/Eggert
Slagur Einar Ingi Hrafnsson hjá Aftureldingu reynir að koma í veg fyrir að
Geir Guðmundsson Haukamaður nái skoti að marki Mosfellinga.
58 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
England
Leeds – Everton....................................... 1:2
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Ever-
ton, skoraði fyrra markið og átti þátt í því
seinna, og fór af velli á 90. mínútu.
Burnley – Manchester City .................... 0:2
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley.
Fulham – Leicester.................................. 0:2
Aston Villa – West Ham........................ (0:2)
Liverpool – Brighton............................. (0:1)
Tveimur síðustu leikjunum var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/
enski.
B-deild:
Rotherham – Derby ................................. 3:0
Deildabikar kvenna, undanúrslit:
Chelsea – West Ham................................ 6:0
Dagný Brynjarsdóttir var ekki í leik-
mannahópi West Ham.
Danmörk
OB – Lyngby............................................. 0:1
Aron Elís Þrándarson, Sveinn Aron
Guðjohnsen og Teitur Magnússon voru all-
ir utan hóps hjá OB.
Frederik Schram var varamarkvörður
Lyngby í leiknum.
Staðan:
Midtjylland 13 8 3 2 23:14 27
Brøndby 13 9 0 4 26:19 27
Randers 14 8 1 5 24:12 25
AGF 14 7 4 3 26:16 25
København 14 7 2 5 25:23 23
SønderjyskE 13 6 3 4 21:17 21
AaB 14 5 4 5 17:21 19
Nordsjælland 13 4 4 5 22:19 16
OB 14 4 4 6 18:21 16
Vejle 14 4 4 6 18:24 16
Lyngby 14 1 4 9 13:30 7
Horsens 14 1 3 10 10:27 6
Belgía
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Waasland-Beveren – Oostende.............. 2:3
Ari Freyr Skúlason var ekki í leik-
mannahópi Oostende.
Grikkland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, seinni leikir:
Larissa – PAOK ....................................... 1:2
Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik-
mannahópi PAOK.
PAOK áfram, 7:1 samanlagt.
Olympiacos – Panetolikos ...................... 3:0
Ögmundur Kristinsson varði mark
Olympiacos í leiknum.
Olympiacos áfram, 6:0 samanlagt.
Ungverjaland
Újpest – Ferencváros.............................. 0:4
Aron Bjarnason var allan tímann á vara-
mannabekk Újpest.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Essen – Leverkusen........................ (frl.) 2:1
Dortmund – Paderborn................... (frl.) 3:2
Werder Bremen – Greuter Fürth........... 2:0
RB Leipzig – Bochum.............................. 4:0
Wolfsburg – Schalke ................................ 1:0
Olísdeild karla
Afturelding – Haukar .......................... 24:30
ÍBV – Grótta ......................................... 32:32
Þór Ak. – Fram..................................... 19:22
Valur – Selfoss ...................................... 24:30
FH – KA................................................ 31:31
ÍR – Stjarnan ..................................... (23:23)
Ekki lokið áður en blaðið fór í prentun.
Sjá mbl.is/sport/handbolti.
Staðan fyrir leik ÍR og Stjörnunnar:
Haukar 6 5 0 1 170:142 10
FH 7 4 1 2 198:179 9
ÍBV 6 4 1 1 174:161 9
Afturelding 6 4 1 1 146:144 9
Valur 7 4 0 3 204:190 8
Selfoss 5 3 1 1 130:124 7
Fram 7 3 1 3 162:162 7
KA 6 1 3 2 151:151 5
Grótta 7 1 3 3 169:174 5
Stjarnan 5 1 1 3 129:138 3
Þór Ak. 7 1 0 6 162:188 2
ÍR 5 0 0 5 121:163 0
Evrópudeild karla
D-riðill:
Kadetten – RN Löwen ........................ 27:34
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyr-
ir Löwen.
RN Löwen 9, GOG 6, Trimo Trebnje 4,
Kadetten 4, Pelister 3, Tatabánya 0.
Danmörk
Fredericia – Kolding........................... 31:38
Ágúst Elí Björgvinsson varði 22 skot í
marki Kolding, 22 prósent markvarsla.
GOG 32, Aalborg 29, Holstebro 24, Bjerr-
ingbro/Silkeborg 23, SönderjyskE 19,
Skjern 19, Kolding 19, Fredericia 18, Skan-
derborg 18, Ribe-Esbjerg 15, Aarhus 14,
Mors 13, Ringsted 5, Lemvig 2.
Svíþjóð
Alingsås – Helsingborg ...................... 36:27
Aron Dagur Pálsson skoraði 4 mörk fyr-
ir Alingsås.
Efstu lið: Malmö 33, Ystad IF 33, Alings-
ås 29, Sävehof 28, Skövde 25.
Jana Sól Valdimarsdóttir, 17 ára
knattspyrnustúlka úr Stjörnunni,
er gengin til liðs við Val og hefur
skrifað undir samning við Hlíðar-
endafélagið. Jana Sól, sem leikur
stöðu kantmanns, hefur spilað í
þrjú ár með meistaraflokki Stjörn-
unnar þrátt fyrir ungan aldur. Hún
á að baki 21 leik með Garðabæjar-
liðinu í úrvalsdeildinni og hefur
skorað í þeim þrjú mörk en Jana
spilaði tólf af sextán leikjum liðsins
í deildinni á síðasta tímabili. Þá á
hún að baki níu leiki með yngri
landsliðum Íslands.
Jana Sól komin
í raðir Vals
Ljósmynd/Valur
Valur Jana Sól Valdimarsdóttir
kemur frá Stjörnunni.
Ágúst Elí Björgvinsson landsliðs-
markvörður í handknattleik átti
sannkallaðan stórleik í dönsku úr-
valsdeildinni í gærkvöld þegar lið
hans Kolding vann góðan útisigur á
Fredericia. Lokatölur í miklum
markaleik urðu 38:31 fyrir Kolding
en samt var Ágúst með hvorki
meira né minna en 45 prósent
markvörslu og varði 22 skot heima-
manna. Með þessum úrslitum höfðu
liðin sætaskipti en Kolding er nú í
7. sæti með 19 stig úr 19 leikjum en
Fredericia er í áttunda sæti með 18
stig úr 18 leikjum.
Ágúst var frábær
í Fredericia
Morgunblaðið/Eggert
22 Ágúst Elí Björgvinsson var í
miklum ham í gærkvöld.