Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 59

Morgunblaðið - 04.02.2021, Page 59
Í gegnum tíðina hafa margir reynt að tengja sig við íþrótta- leiki sem órjúfanlegir partar af þeim. Ég er að sjálfsögðu að vísa í styrktaraðila og stórfyr- irtæki með þessum orðum mín- um en auðvitað hafa þjálfarar, leikmenn og stjórnendur reynt að binda þannig um hnútana að ekki sé hægt að spila fótbolta án þeirra. Eitt slagorð sem situr einna helst í mér tengt þessu er aug- lýsing frá bjórframleiðandanum Carlsberg. „Hluti af leiknum“ var slagorðið, eins og það sé ekki hægt að horfa á fótboltaleik án þess að fá sér bjór. Það er líka áhugavert að sjá íþróttavöru- framleiðendur reyna að selja takkaskóna sína. Það er oft eins og leikmönnum sé fyrirmunað að skora ef þeir spila ekki í Nike Mercurial eða einhverju álíka. Ekki misskilja mig samt, ég geri mér nokkurn veginn grein fyrir hagfræðihugtakinu fram- boð og eftirspurn, og föt sem áhrifamikill einstaklingur klæð- ist eru líklegri til þess að seljast frekar en ef Kalli úti í bæ væri að birta myndir af sér í her- mannalitaða Gucci-jakkanum sínum. Það var mikið fagnaðarefni þegar keppni í íþróttum hófst á nýjan leik hér á landi. Ég er bú- inn að vera nokkuð duglegur að mæta á völlinn enda var maður farinn að sakna þess virkilega að fylgjast með lifandi kappleik úr stúkunni. Það sem vantar hins vegar eru stuðningsmenn- irnir. Ég er ekki að skora á neinn að hleypa fólki á kappleiki að nýju, ég er ekki nægilega vitlaus til þess miðað við aðstæður í dag. Þegar ég virkilega hugsa þetta þá er bara einn órjúfan- legur hluti af íþróttum að mínu mati og það eru stuðningsmenn- irnir. Leikurinn er svo sann- arlega ekki eins án þeirra. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 FRJÁLSAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það eru bjartir tímar fram undan hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nýjan starfshóp í vikunni sem á að koma með tillögur að fyrirkomulagi nýs þjóðarleikvangs fyrir frjáls- íþróttafólk. Starfshópinn skipa þau Kristjana Ósk Birgisdóttir og Ómar Einarsson fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Þór- ey Edda Elísdóttir fyrir Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Marta Guðrún Skúladóttr og Örvar Ólafs- son fyrir mennta- og menningar- málaráðuneytið og Freyr Ólafsson formaður Frjálsíþróttasambands Ís- lands. „Þetta er fyrst og fremst mikið fagnaðarefni fyrir alla í frjáls- íþróttahreyfingunni,“ sagði Freyr Ólafsson í samtali við Morgunblaðið um fréttir vikunnar en hann hefur verið formaður FRÍ frá árinu 2016. „Ég er mjög ánægður með að þetta sé að raungerast eftir langa mæðu og þó að skipun starfshóps sé sjaldan nóg til þess að hrinda hlut- um í framkvæmd þá er þetta mjög sterk vísbending um að nú eigi loks- ins að loka hringnum og klára dæm- ið í Laugardalnum. Eins og allir vita er langt síðan samtalið milli Reykjavíkurborgar og KSÍ um nýjan Laugardalsvöll hófst. Það var öllum ljóst að ef það ætti að gera þjóðarleikvanginn í Laugardal að knattspyrnuvelli þá þyrfti að leysa mál frjálsíþróttanna. Það er þess vegna ekki seinna vænna að koma þessum hlutum á hreint og því fyrr því betra.“ Þá vonast hann til þess að verkið verði komið í farveg eftir tvö ár. „Við í starfshópnum munum að sjálfsögðu gera okkar besta og markmiðið er að skila af okkur góð- um og vel útfærðum tillögum fyrir 1. maí. Það á ennþá eftir að ganga frá endanlegu samkomulagi milli ríkis og borgar um framlag ríkisins í þessa uppbyggingu en Lilja [Al- freðsdóttir] stígur nú ákveðið fram í þessu máli, sem er traustvekjandi. Það eru mörg aðstöðumál í Laug- ardalnum sem þarf að leysa og íþróttafélögin Þróttur og Ármann hafa sem dæmi bæði beðið lengi eft- ir lausnum á sínum húsnæðismálum. Ég er hins vegar mjög vongóður um að kapallinn sé loksins að ganga upp, sem eru frábærar fréttir fyrir allt íþróttastarf í Laugardalnum. Það er nánast öruggt að það verði Reykjavíkurborg sem mun sjá um framkvæmd verksins og þetta tekur alltaf tíma eftir að það er búið að samþykkja drög að uppbyggingu leikvangsins. Árið er 2021 og ég hugsa að þetta verði aldrei að veru- leika fyrr en í fyrsta lagi 2023.“ Frábært tækifæri FRÍ hefur þegar hafist handa við að teikna upp drög að nýjum þjóð- arleikvangi. „Starfshópurinn var skipaður í gær [fyrradag] og fyrsta mál á dag- skrá er að boða til fundar. Mark- miðið er að fara af stað strax í næstu viku en á sama tíma er búið að leggja ákveðinn grunn að þessari vinnu sem við erum að fara út í. Við erum búin að vinna okkar heima- vinnu mjög vel hjá Frjálsíþrótta- sambandinu og Reykjavíkurborg hefur gert alls konar forkannanir í kringum verkefnið líka. Persónulega sé ég fyrir mér ann- ars vegar leikvang sem tryggir að við getum tekið þátt í alþjóða- samstarfi, sem er algjört lykilatriði. Eins sé ég fyrir mér opinn leikvang sem er tengdur við hlaupabrautir í Laugardalnum sem hleypir lýðheils- unni að vellinum með upphituðum og vel upplýstum brautum. Þetta er frábært tækifæri til þess að gera Laugardalinn að hjarta í hlaupum og almennri lýðheilsu, ekki bara þegar landsleikir eru. Þá væri frábært að geta tengt saman frjáls- íþróttahöllina í Laugardalnum og þennan nýja leikvang.“ Nýr þjóðarleikvangur er ekki bara mikilvægur fyrir afreks- íþróttafólk í frjálsum íþróttum held- ur líka fyrir unga og aldna. „Þetta er lykilforsenda; að geta haft spennandi og reglulega alþjóð- lega frjálsíþróttakeppni hér á landi. Við tökum virkan þátt í Norður- landa- og Evrópusamstarfi og það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla ungu íþróttamennina okkar að eiga kost á því að taka þátt í krefjandi verkefnum, bæði heima og heiman. Undanfarin ár höfum við algjör- lega verið úr leik þar sem við höfum ekki haft neinn vettvang fyrir þess- ar keppnir hér á landi. Við sjáum fram á þvílík tækifæri fyrir alla, ekki bara börn og unglinga heldur líka fyrir eldra fólk í frjálsum íþrótt- um. Það er fullt af stórum frjáls- íþróttamótum fyrir fólk í eldri kant- inum sem við missum af vegna aðstöðuleysis. Við erum í þröngri stöðu og búin að vera það ansi lengi og það er þess vegna virkilega gaman að sjá loks- ins ljós við enda ganganna,“ sagði Freyr í samtali við Morgunblaðið. Sér ljós við enda ganganna  Frjálsíþróttasamband Íslands sér fram á nýjan þjóðarleikvang á næstu árum  Staðan orðin þröng og margir íslenskir iðkendur úr leik vegna aðstöðuleysis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðarleikvangur Laugardalsvöllurinn er ekki lengur nothæfur sem alþjóðlegur keppnisvöllur í frjálsíþróttum og þörfin því mikil. Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik mætir í dag Grikklandi í undankeppni EM en leikið er í Lju- blijana í Slóveníu. Íslenski hóp- urinn fór utan á laugardag og gisti eina nótt í Hollandi á leið sinni til Slóveníu. Fyrirkomulag keppn- innar tekur mið af heimsfaraldr- inum og ferðalögum hefur verið fækkað. Mun íslenska liðið því leika tvo leiki í Slóveníu en hinn síðari verður gegn Slóveníu á laugardag- inn. Síðast lék íslenska liðið í nóv- ember og var þá svipaður háttur hafður á og var leikið á Krít. Leikið gegn Grikkjum í dag Ljósmynd/FIBA Undankeppni Dagbjört Dögg Karlsdóttir í leik á móti Slóveníu. Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, er ekki í leikmannahópnum sem Arsenal hefur tilkynnt fyrir leiki liðsins í út- sláttarkeppni Evrópudeildar UEFA. Þar sem takmarkaður fjöldi er- lendra leikmanna má vera í þeim 25 manna hópi sem hvert félag til- kynnir fyrir keppnina hefur Arsen- al skráð inn markverðina Bernd Leno og Mat Ryan og síðan verður einn af enskum unglingalandsliðs- markvörðum félagsins tilkynntur sem þriðji markvörður liðsins. Leikur ekki fleiri leiki í keppninni AFP Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í 25 manna hópnum. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: MVA-höllin: Höttur – Þór Ak.............. 18.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Haukar ... 19.15 Origo-höll: Valur – Þór Þ ..................... 20.15 Nj.gryfjan: Njarðvík – Stjarnan ......... 20.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – HK.......................... 20 Hertz-höll: Kría – Víkingur ................. 20.30 Í KVÖLD! Spánn Estudiantes – Zaragoza...................... 73:79  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og átti eina stoðsendingu á 23 mínútum. Evrópubikarinn 16-liða úrslit, H-riðill: Andorra – Gran Canaria .................... 74:79  Haukur Helgi Pálsson lék ekki með An- dorra vegna meiðsla.  Unics Kazan 4/0, Andorra 2/2, Mornar Bar 1/3, Gran Canaria 1/3. Litháen Siaulai – Juventus ............................... 92:87  Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig fyrir Siauliai, átti sex stoðsendingar og tók tvö fráköst á 27 mínútum. NBA-deildin Orlando – Toronto ............................ 108:123 Brooklyn – LA Clippers................... 124:120 Indiana – Memphis........................... 134:116 Washington – Portland .................... 121:132 Utah – Detroit................................... 117:105 Golden State – Boston...................... 107:111   Gylfi Þór Sigurðsson hefur nú skor- að gegn átján af þeim tuttugu fé- lögum sem nú leika í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu og gegn 27 félögum samtals. Hann skoraði sitt 64. mark á ferlinum í deildinni í gær- kvöld þegar Everton lagði Leeds að velli, 2:1, á Elland Road og bætti þar með Leeds á listann yfir þau félög sem hann hefur skorað gegn. Einu félögin sem nú leika í úrvals- deildinni sem Gylfi hefur ekki skor- að hjá eru Wolves og Brighton. Gylfi skoraði strax á 9. mínútu og Dominic Calvert-Lewin bætti við marki fyrir hlé upp úr hornspyrnu Íslendingsins. Rapinha minnkaði muninn fyrir Leeds í byrjun síðari hálfleiks en Everton stóðst þunga pressu og lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar.  Manchester City náði þriggja stiga forystu með því að vinna Jó- hann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley á útivelli, 2:0. Gabriel Jesus og Raheem Sterling skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum.  Tveimur leikjum í deildinni var ólokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. AFP Mark Gylfi Þór Sigurðsson sendir boltann í mark Leeds á 9. mínútu eftir fyrirgjöf frá Lucas Digne og skorar sitt 64. mark í úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað gegn 27 liðum  Fyrsta markið hans gegn Leeds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.