Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.02.2021, Blaðsíða 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 Opnunarmynd Frönskukvikmyndahátíðarinnarþetta árið, Sumarið ’85,er leikstýrt og skrifuð af kvikmyndagerðarmanninum François Ozon. Ozon er þekktur fyrir að gera kvikmyndir með mjög reglulegu millibili. Frá því ferill hans fór á flug undir aldamót hefur hann sent frá sér næstum eitt verk á hverju ári. Fagmannlegt hand- bragð og klassísk efnistök með hin- segin áherslum og umfjöllunar- efnum einkenna kvikmyndir Ozons (vissulega er hér um einföldun að ræða). Sumarið ’85 segir þroska- sögu Alexis, 16 ára unglingspilts sem ratar í samkynhneigt ástar- ævintýri. Þetta er fært í form spennusögu en beiting þess er ögn klunnaleg. Tvær óljósar verur ganga inn dimman gang, myndin skýrist og ungur fölleitur maður í handjárnum kemur í ljós, teymdur af fangaverði. Sögumannsrödd tekur yfir hljóðrás- ina og segir frá í fyrstu persónu: „Ég hlýt að vera viti fjær, ég hefði átt að sjá þetta allt fyrir.“ Mjög kunnuglegt stef, miðlað á bók- menntalegan máta. Mælandi er söguhetjan Alex sem hefur komist í hann krappan og hyggst greina frá atburðarásinni. Hann er hugfanginn af dauðanum, þó ekki líkum. Á með- an ferðast myndavélin yfir sólríka strönd og kynnir sögusviðið – Le Tréport, bæ við sjávarsíðu Norm- andí – og tíðarandann (árið er 1985 með hjólaskautum og tilheyrandi fjöri). Líðandi för myndavélarinnar endar á ljóshærðri aðalpersónunni þar sem hún situr á bekk í blíðunni, horfir beint í auga vélarinnar og ávarpar áhorfandann eitthvað í átt- ina: „Ef þér fellur þetta ekki í geð þá er þetta kannski ekki saga fyrir þig.“ Á þennan hátt hrópar frásögn- in: „Ég er meðvituð!“ á meðan „In- between Days“ með hljómsveitinni The Cure hljómar undir. Lagið er mjög gleðilegt en texti þess tvinnar saman hugmyndir um ástina og dauðann – sem kjarnar hugarheim myndarinnar nokkuð vel. Sagan er sögð á tveimur tímalín- um og flakkar á milli þeirra. Annars vegar nútíð, sem Alex mælir úr og glímir við (ástar)sorg og afleiðingar sumarsins og hins vegar sumarið sjálft, meginatburðirnir sem er litið aftur á og hægt og bítandi er flett ofan af. Sólardaginn sem fléttan hefst fer Alex út á haf á seglbáti og dormar. Er hann rankar við sér er óveður í aðsigi og í óðagoti hvolfir hann skútunni. Honum til bjargar kemur David, ögn eldri strákur. Þegar í land er komið býður David Alex heim í hús móður sinnar og þeir tengjast skjótt vinaböndum. Alex er innan handar í verslun þeirra feðgina og smátt og smátt þróast vinskapurinn út í meira. Meðan þessu vindur fram fljóta hugleiðingar sögumannsins með – við fyrstu kynni hans við David, er persónunni lýst sem „framtíðarlíki“ og því alltaf víst í hvað stefnir. Spurningin er hvernig og af hverju. Einnig er hoppað við og við í nútíð- ina þar sem Alex, náfölur og sleg- inn, glímir við skólakennara, félags- ráðgjafa og foreldra sína. Í ljós kemur að hann þykir ágætispenni og kennari hans hefur fengið hann til að færa atburðina í bókmennta- form, sem skýrir frásagnarform myndarinnar. Félix Lefebvre og Benjamin Voisin, sem fara með hlutverk elsk- endanna Alex og Davids, eru mynd- vænir með eindæmum. David er ákveðin erkitýpa – óútreiknanlegur og spennusækinn, nærri því að springa af lífsorku. Hávaxinn með há kinnbeinn og blásið hár í galla- jakka minnir hann á James Dean og George Michael – svolítið ómót- stæðilegt. Ráðrík og áhyggjufull móðir hans er fegin að Alex sé kom- inn til sögunnar þar sem David hafði verið til eintómra vandræða frá því faðir hans dó. Alex er örlítið óviss með sjálfan sig, hlédrægari og meira petit – hefðbundnir eiginleik- ar aðalpersónu unglingasagna. Funheitur rómansinn varir í sex vikur – þeir bruna um á mótorhjóli, dansa á diskóteki og lenda í útistöð- um við jafnaldra í tívolíinu. Auga Ozons og Alaouié myndar þá gjarn- an saman í ramma og stillir klipp- ingu innan atriða í hóf og fær því samleikur þeirra að njóta sín. Frásögnin líður þó fyrir flókna byggingu og sakamálaupplegg. Hlutirnir fá ekki að anda þar sem flakkað er í tíma í gríð og erg og mörg söguatriði þurfa að koma fram. Þráður með prófessor og félagsráðgjafa þreytti hvað mest. Þegar komið er að leiðarlokum virð- ist þvinguð fléttan og bygging hennar sérstaklega óþörf, þar sem sakamálaþátturinn er í raun svo léttvægur. Glæpalinsan er líklega höfð á til að spegla forboðið ástar- samband strákanna og stöðu sam- kynhneigðra innan samfélags þess tíma. En þó að Sumarið ’85 sé eilítið ójöfn og gölluð er hér þó ýmislegt til að heillast af, ekki síst ungæði aðalleikaranna tveggja og útitekinn tíðarandi níunda áratugarins. Einn hápunkta myndarinnar er sérstak- lega eftirminnilegt „campy“ atriði undir lokin sem inniheldur líkhús og drag. Strákagredda í sólinni Flókin „Frásögnin líður þó fyrir flókna byggingu og sakamálaupplegg. Hlutirnir fá ekki að anda þar sem flakkað er í tíma í gríð og erg og mörg söguatriði þurfa að koma fram,“ skrifar gagnrýnandi meðal annars um Sumarið ’85. Franska kvikmyndahátíðin/ Bíó Paradís Sumarið 8́5/Été 8́5 bbbnn Leikstjórn: François Ozon. Handrit: François Ozon, Aidan Chambers. Klipp- ing: Laure Gardette. Kvikmyndataka: Hichame Alaouié. Aðalleikarar: Félix Lefebvre, Benjamin Voisin, Philippine Velge, Valeria Bruni-Tedeschi. Frakkland, 2020. 100 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Holbrook lék í fjölda kvik- mynda og sjón- varpsþátta á meira en sex ára- tuga ferli. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki í Into the Wild (2007) en hlaut líka mikið lof fyrir leikinn í kvikmynd- um á borð við All the President’s Men (1976), þar sem hann lék per- sónuna Deep Throat, og Lincoln (2012). Þá hreppti hann fimm Emmy-verðlaun fyrir leik í sjón- varpi, meðal annars sem Lincoln forseti í samnefndum þáttum (1974) og fyrir leikinn í The Bold Ones: The Senator (1970). Einna þekkt- astur var Holbrook þó fyrir túlkun sína á höfundinum Mark Twain en í sex áratugi lék hann Twain á sviði og í kvikmyndum. Leikarinn Hal Holbrook látinn Hal Holbrook Markús Bjarna- son og Árni Þór Árnason opna myndlistarsýn- inguna Kortér í sól í Núllinu gall- eríi, Bankastæti 0, í dag kl. 17 og stendur sýningin yfir til 7. febrúar. Galleríið verður opið frá klukkan 11 til 20. Kortér í sól er skírskotun í bið okkar eftir bjartari tímum. Einnig hljómar kortér í sól eins og kortisól sem er lífsnauðsynlegt hormón í líkama okkar. Kortisól er oft nefnt streitu- hormónið en bæði hefur of mikið og of lítið magn slæm áhrif,“ segir m.a. í tilkynningu og að undanfarið ár hafi tilfinningar og vonir fólks verið í hálfgerðum rússíbana. Árni Þór og Markús hafi verið að skoða þetta ástand með ólíkum hætti. Markús sýnir línuteikningar en Árni myndir unnar m.a. í sóttkví á Íslandi. Kortér í sól í Núll- inu í Bankastræti Markús Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.