Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 62

Morgunblaðið - 04.02.2021, Síða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021 AF BÓKUM Hannes Hólmsteinn Gissurarson hannesgi@hi.is Íupphafi málsvarnar Jóns Ás-geirs Jóhannessonar, sem Ein-ar Kárason rithöfundur færði í letur og kom út í janúar 2021, líkir hann málum gegn honum við Drey- fusarmálið franska, þegar franskur liðsforingi af gyðingaættum var hafður fyrir rangri sök um njósnir, jafnvel þótt yfirvöld vissu eða hefðu rökstuddan grun um, hver væri sek- ur. Þessi líking er fráleit. Saga Jóns Ásgeirs á sér hins vegar tvær hlið- stæður í íslenskum bókmenntum. Önnur er helgisaga Jóns biskups Ögmundarsonar, sem Gunnlaugur Leifsson munkur skráði í því skyni að fá biskup tekinn í heilagra manna tölu. Bera þar samtíðarmenn Jóns vitni um manngæsku hans. Sams konar vitnisburði vina og samstarfs- manna Jóns Ásgeirs getur að líta í bók þeirra Einars: Hann sé stilltur, fámáll, talnaglöggur, umtalsfrómur, duglegur, þolinmóður, örlátur og raungóður. Hin hliðstæðan er Píslarsaga Jóns Magnúsarsonar (Jóns þumlungs), þar sem hinn vest- firski klerkur lýsir af mergjaðri mælsku göldrum gegn sér. Galdra- kindurnar eru nú ekki Jón Jónsson og börn hans Jón og Þuríður, eins og í dæmi Jóns þumlungs, heldur Davíð Oddsson, forsætisráðherra 1991- 2004 og seðlabankastjóri 2005-2009. Afreksmaður verður píslarvottur Ég efast ekki um, að Jón Ásgeir hafi flesta þá mannkosti til að bera, sem vinir hans og samstarfsmenn vitna um. Sjálfur kann ég vel við hann og hef átt ánægjuleg samtöl við hann, eins og hann minnist á, og er allt rétt, sem þeir Einar segja um mig. Í fyrsta hluta bókarinnar grein- ir frá því afreki Jóns Ásgeirs og föð- ur hans, Jóhannesar Jónssonar í Bónus, að hefja verslunarrekstur ár- ið 1989 með tvær hendur tómar, leggja áherslu á lítinn tilkostnað og lágt vöruverð almenningi til hags- bóta. Er sú saga hin ævintýralegasta og besti hluti bókarinnar. Undir for- ystu Davíðs Oddssonar var að renna upp á Íslandi ný öld, þar sem lánsfé var ekki skammtað eftir flokks- skírteinum, heldur mati fjár- málastofnana á endurgreiðslugetu lántakenda (og vonum þeirra um þóknanir). Jafnframt voru fjár- magnshöft í erlendum viðskiptum afnumin. Þeir feðgar nutu útsjónar- semi sinnar og dugnaðar og urðu brátt ríkir á íslenskan mælikvarða. Ég var einn þeirra, sem dáðist að þeim. En mikið vill meira. Þegar rík- ið seldi helminginn í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins árið 1999, hóf Jón Ásgeir samstarf um kaup á hon- um við hinn umdeilda fjármálamann Jón Ólafsson, sem Davíð hafði litlar mætur á, ekki síst eftir að hann studdi R-listann fjárhagslega í Reykjavík 1994 og reyndi að fá vinstri flokkana til að mynda stjórn undir forystu Halldórs Ásgríms- sonar 1999. Davíð er eins og dýrið í söngleiknum franska. Það er ægi- lega grimmt: það ver sig, ef á það er ráðist. Jafnframt því sem Jón Ásgeir hóf að fjárfesta í fyrirtækjum óskyldum smásöluverslun, jókst hlutdeild Bónusfeðga, sem nú kenndu sig við Baug, í smásöluverslun. Í krafti auð- æfa sinna og lánstrausts keyptu þeir upp hvert fyrirtækið af öðru. Jó- hannes í Bónus hafði sagt, að ekkert fyrirtæki á smásölumarkaði ætti helst að ráða meira en 10 hundraðs- hlutföllum af markaðnum, en Baug- ur réð miklu meira. Víða lá við, að þeir næðu einokunaraðstöðu. Davíð taldi þá beita þessari aðstöðu til að halda vöruverði hærra en eðlilegt mætti teljast. Kvað hann hugsanlegt að skipta slíku fyrirtæki upp, eins og gert var í Bandaríkjunum á önd- verðri tuttugustu öld. Furðu sætir, þegar Einar segir frá þeirri yfirlýs- ingu (bls. 187), að hann þegir um, að hún var í svari við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni, þá for- manni Samfylkingarinnar, á þingi í janúar 2002 um, til hvaða ráða væri rétt að grípa til að afstýra hringa- myndun í smásöluverslun. Jón Ásgeir hafði tekið illa and- stöðu Davíðs árið 1999 við kaup þeirra Jóns Ólafssonar á banka. Jón Ásgeir tók enn verr varnaðarorðum Davíðs á þingi árið 2002 um fákeppni og hringamyndun. Davíð fékk síðan fregnir af því, að Jón Ásgeir hefði velt því fyrir sér, hvort ekki mætti bera fé á sig. Sjálfur sagði Jón Ás- geir mér í spjalli okkar 23. mars 2003, að mútumálið væri mjög orðum aukið. Hann hefði setið eitt kvöldið með tveimur samstarfsmönnum sín- um, sem hann nafngreindi. Talið hefði borist að andstöðu Davíðs við Baug. Þá hefði þetta verið orðað í gamni í sambandi við orðróm um, að Decode hefði mútað Davíð. Ég sagði Jóni Ásgeiri, að sumt ætti ekki einu sinni að nefna í gamni, og forsætis- ráðherra hefði tekið þetta óstinnt upp. Allir, sem þekktu Davíð, vissu, hversu fáránlegt þetta væri. Upphaf Baugsmálsins Þá hugmynd Jóns Ásgeirs, að Davíð ofsækti sig, má því rekja til sölu helmingshlutar í FBA 1999 og umræðna um hringamyndun og fá- keppni í smásöluverslun að frum- kvæði Össurar Skarphéðinssonar 2002. En nú var Ísland orðið of lítið fyrir Jón Ásgeir. Hann naut hér nær ótakmarkaðs lánstrausts. Íslenskir bankamenn höfðu ofurtrú á honum. „Jón Ásgeir is a winner,“ sagði Sig- urjón Þ. Árnason bankastjóri hróð- ugur við mig. Jón Ásgeir taldi sig koma auga á góð viðskiptatækifæri í smásöluverslun erlendis, og hann var að undirbúa kaup á breska stór- fyrirtækinu Arcadia sumarið 2002, þegar efnahagsbrotadeild lögregl- unnar gerði 28. ágúst húsleit hjá Baugi, en það varð til þess, að kaupin á Arcadia fóru út um þúfur, þótt Jón Ásgeir græddi síðan morð fjár á sölu hlutabréfa sinna í fyrirtækinu. (Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér um, að á þeim tíma væri hagstætt að kaupa í Arcadia.) Jón Ásgeir taldi Davíð hafa sigað lögreglunni á sig, og hófst nú sú píslarsaga, sem hann segir af sjálfum sér. Þótt Einar endurtaki í bókinni þessar ásakanir Jóns Ásgeirs, eru þær með öllu tilhæfulausar. Davíð var vissulega oft gagnrýninn á Baug og sparaði þá ekki alltaf stóru orðin í einkasamtölum, en það var vegna þess, að hann hafði (eins og Össur þá) þungar áhyggjur af hringa- myndun og fákeppni. Var eðlilegt, að forsætisráðherra landsins léti sig þetta varða. En Davíð hafði hlotið góða menntun sem lögfræðingur og gætti þess vandlega sem forsætis- ráðherra að virða lögmætisregluna, en hún er, að hverju valdi er af- markað svið, sem ekki má fara yfir. Til er miklu einfaldari skýring á húsleit lögreglunnar í ágúst 2002. Baugsfeðgar höfðu aflað sér tveggja hatrammra andstæðinga. Jón Ger- ald Sullenberger, sem annaðist við- skipti fyrir Baug í Bandaríkjunum, taldi Jón Ásgeir hafa gerst nær- göngulan við konu sína, og er ekki ofmælt, að hann réð sér ekki fyrir reiði. Jónína Benediktsdóttir hafði verið í sambandi við Jóhannes, föður Jóns Ásgeirs, en upp úr því hafði slitnað, og taldi Jónína Baugsfeðga bera ábyrgð á gjaldþroti hennar. Var henni líka heitt í hamsi og sagði hverjum sem er (þar á meðal mér) ófagrar sögur um viðskiptahætti feðganna. Jónína reyndi hvað eftir annað að ná tali af Davíð til að rekja raunir sínar, en Davíð kærði sig ekki um að hafa nein afskipti af þessu máli og hitti hana því aldrei. Jón Gerald lagði sumarið 2002 fram kæru á Jón Ásgeir fyrir að hafa látið sig útbúa háan reikning, 62 milljónir, sem var tekjufærður hjá Baugi, þótt hann hefði ekki verið greiddur. Var bókhald fyrirtækisins þannig fegrað. Kvaðst hann hafa grun um, að margt fleira væri at- hugavert við rekstur fyrirtækisins, og vakti það áhuga efnahags- brotadeildar lögreglunnar. Það styrkti eflaust málstað Jóns Geralds í augum lögreglumanna, að hann hafði útvegað sér einn öflugasta lög- fræðing landsins, Jón Steinar Gunn- laugsson, en hann hafði raunar var- að Jón Gerald við því, að hann hefði ekki síður en Jón Ásgeir brotið bók- haldslög með því að útbúa þennan reikning. Höfðu sambærilegar hús- rannsóknir verið gerðar áður hjá ýmsum íslenskum stórfyrirtækjum. Baugsmálinu lauk með því, að þeir Jón Ásgeir og Jón Gerald fengu báðir skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa útbúið og tekjufært þennan reikning upp á 62 milljónir, sem upphaflega var kært fyrir, og þannig fegrað bókhald Baugs. Í rannsókn málsins varð líka uppvíst, að Jón Ásgeir hafði látið fjölskyldu- fyrirtæki sitt, Gaum, kaupa á laun fyrirtækið Vöruveltuna og ári síðar selt það miklu dýrar Baugi, sem þá var almenningshlutafélag. (Mun- urinn var rösklega 300 milljónir að teknu tiiliti til eignasölu, á meðan fyrirtækið var í eigu Gaums.) Ég hef aldrei skilið þá niðurstöðu dómstóla, að það hafi aðeins verið venjuleg við- skipti. Einkennilegar sögur Ég held, að Jón Ásgeir sé þrátt fyrir marga góða kosti ekki sá sak- leysingi, sem Einar Kárason vill vera láta í þessari bók. Það er frekar Ein- ar sjálfur, sem er sakleysinginn. Sumt í frásögn hans gengur ekki upp. Hann skráir til dæmis sam- viskusamlega eftir lögfræðingi Jóns Ásgeirs (bls. 270), að lán Glitnis til Baugs hafi snarhækkað, eftir að Jón Ásgeir tók stjórnina í bankanum vor- ið 2007, af því að gengi krónunnar hafi fallið, og við það hafi allar upp- hæðir hækkað. En hefðu lán til ann- arra aðila þá ekki átt að hækka að sama skapi? Í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis kom einmitt fram, að hlutfall lána Glitnis til Baugs af heildarútlánum jókst veru- lega, eftir að Jón Ásgeir náði yfir- höndinni í bankanum. Af einhverjum ástæðum birti rannsóknarnefndin ekki neitt samanburðarlínurit um þróun lána bankanna til stærstu við- skiptahópanna. Ég gerði hins vegar slíkt línurit eftir tölum nefndarinnar, og af því sést, að sú niðurstaða henn- ar er rétt, að Jón Ásgeir var í sér- flokki um skuldasöfnun við bankana. Einar gengur eins og rannsóknar- nefnd Alþingis fram hjá mikilvægri spurningu: Hvernig í ósköpunum gat einn aðili safnað skuldum upp á mörg hundruð milljarða króna í ís- lensku bönkunum? Raunar skín í til- gang Jóns Ásgeirs með banka- kaupum, þegar hann segir um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (bls. 45): „Menn sáu að ef þessi banki lenti inni í gömlu klíkunum yrði lítið fé að hafa til framkvæmda fyrir aðra.“ Einar skráir af sömu stöku sam- viskuseminni sögu eftir Kristínu Þorsteinsdóttur. Hún hafi verið kunnug norska lögfræðingnum Evu Joly, á meðan báðar bjuggu í Noregi. Þess vegna hafi hún verið boðin í kvöldverð í norska sendiráðinu með Evu, þegar hún kom hingað til lands vorið 2009 í því skyni að veita lög- regluyfirvöldum ráðgjöf um rann- sókn efnahagsbrota. Þar hafi margir frammámenn lögreglunnar verið staddir, þar á meðal ríkislög- reglustjóri og ríkissaksóknari. Um- ræður undir borðum hafi aðallega snúist um, hvernig koma mætti Baugsmönnum í fangelsi. Kristín hafi loks verið spurð um starf sitt, og þegar hún sagðist vera í vinnu fyrir Baug, hafi veislugestir snarlega þagnað og hraðað sér burt (bls. 358- 359). En getur verið, að íslenskir lög- reglumenn, sem voru að rannsaka Baugsmálið, hafi ekki vitað, að Krist- ín vann fyrir Baug? Og hefðu þeir notað kvöldverðarboð hjá Norð- mönnum til að ráða ráðum sínum? Og hefði sendiráð erlends ríkis verið réttur vettvangur umræðna um lög- reglurannsókn? Hér er augljóslega eitthvað mál- um blandið. Annaðhvort hafa hinir norsku stjórnarerindrekar eða ís- lensku lögreglumennirnir farið í samtölum langt út fyrir það, sem eðlilegt gat talist, nema Kristínu misminni hrapallega. Það er hins vegar rétt, eins og Einar nefnir og vísar um til skýrslu minnar um bankahrunið, að norsk yfirvöld reyndust Íslendingum illa eftir bankahrunið. Þótt banki Glitnis í Noregi væri traust eign, neitaði norski seðlabankinn að veita honum lausafjárfyrirgreiðslu, og skilastjórn Glitnis var neydd til að selja hann hópi norskra lífeyrissjóða fyrir brot af eigin fé, og stórgræddu kaup- endur á viðskiptunum. Svipað var að segja um blómlegt verðbréfafyrir- tæki Glitnis í Noregi. Trúnaðarbrot? Sumt af því, sem þeir Jón Ásgeir og Einar segja í bókinni, virðist fela í sér trúnaðarbrot heimildarmanna þeirra. Einn þeirra er Ólafur R. Grímsson forseti, sem kveður Davíð hafa sagt honum undir fjögur augu vorið 2004, að forsvarsmenn Baugs ættu eftir að enda í fangelsi (bls. 237). Reglulegir fundir þeirra Ólafs og Davíðs, forseta og forsætisráð- herra, voru bundnir ströngum trún- aði, og hefur Davíð aldrei sagt mér neitt um það, sem þeim fór í milli. Mér datt þess vegna ekki í hug að leita til hans um þetta. Annar heim- ildarmaður þeirra Einars er Jóhann R. Benediktsson, sem var um skeið sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Hann segir Harald Johannessen rík- islögreglustjóra hafa tilkynnt Davíð að sér viðstöddum í forsætisráð- herrabústaðnum á Þingvöllum snemma sumars 2002, að nú ætti að láta til skarar skríða gegn Baugi (bls. 173). Davíð hafi fyrst við og „sussað“ á Harald. Ég spurði Davíð um þetta, og tók hann því víðs fjarri. Þetta væri fullkominn uppspuni. Hófið á Þingvöllum var haldið til að þakka lögreglunni fyrir hennar þátt í að vernda forseta Kína, sem kom við nokkurt andóf í opinbera heimsókn til Íslands í júní 2002. Var sam- kvæmið fjörugt og fjölmennt og hefði lítt hentað til launmála. Sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli kemur við sögu á öðrum stað í bókinni. Segist Jóhann hafa fengið beiðni um það frá efnahags- brotadeild lögreglunnar, eftir að gerð var húsleit hjá Baugi 28. ágúst 2002, að færa Jón Ásgeir, sem væntanlegur var með flugi frá Lund- únum daginn eftir, til yfirheyrslu. Hafi hann neitað að verða við þeirri beiðni, og einn „samstarfsmaður“ sinn hafi látið Jón Ásgeir vita af fyrirætlun efnahagsbrotadeild- arinnar (bls. 66). Eftir að Jón Ásgeir fékk þessar upplýsingar, brá hann á það ráð að afpanta ekki flugmiða sinn, en leigja einkaþotu, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli, og þaðan hélt hann að eigin frumkvæði í yfir- heyrslu hjá lögreglunni. Það blasir við, hver „samstarfsmaðurinn“ var. En Jóhann skýrir líka frá því að sögn Einars, að fréttamenn Sjónvarpsins hafi haft samband við sig og beðið leyfis til að mynda, þegar Jón Ásgeir yrði gómaður við heimkomuna. Sé þetta rétt, þá hefur þetta verið brot lögreglunnar á trúnaði og mjög ámælisvert af hennar hálfu. Hitt er annað mál, hvort embættismanni Píslarsaga Jóns hin síðari » Baugsmálið átti ræt-ur að rekja til óvild- armanna Baugsfeðga, sem töldu hafa verið brotið á sér. Morgunblaðið/Eggert Útflutningur Ólafur Ragnar Grímsson veitir Baugi Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.