Morgunblaðið - 04.02.2021, Side 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2021
eins og Jóhanni hafi verið stætt á að
neita beiðni efnahagsbrotadeild-
arinnar.
Vinnubrögð í efnahags-
brotamálum
Jón Ásgeir á auðvitað heimtingu á
réttlátri málsmeðferð eins og allir
aðrir borgarar. Ég staldra við eina
sögu bókarinnar. Guðjón Steinar
Marteinsson héraðsdómari á að hafa
hringt í Ólaf Þór Hauksson, sér-
stakan saksóknara, áður en svokall-
að Aurum-mál gegn Jóni Ásgeiri var
tekið fyrir og skýrt honum frá því, að
meðdómari yrði Sverrir Ólafsson,
sem væri bróðir Ólafs Ólafssonar
fjármálamanns (þótt Ólafur væri
raunar hvergi viðriðinn Aurum-
málið). En eftir að Jón Ásgeir var
sýknaður, kvaðst sérstakur saksókn-
ari ekki hafa vitað um tengsl Sverris
og Ólafs. Sverrir reiddist þessu og
lét frá sér fara óheppileg ummæli um
saksóknarann, svo að sýknudóm-
urinn var ógiltur í Hæstarétti, en eft-
ir aðra meðferð málsins var aftur
sýknað í því (bls. 374-375). Stendur
hér orð gegn orði, og er óneitanlega
vandséð, hvað dómaranum ætti að
ganga til með því að segja ósatt um
samtal sitt við saksóknarann. Hér
þarf Ólafur Þór að gera hreint fyrir
sínum dyrum.
Setjum svo rökræðunnar vegna,
að Jón Ásgeir hafi sætt óþarflega
harðri meðferð lögreglu og ákæru-
valds. Það væri þá ekkert einsdæmi.
Í Bandaríkjunum þykir saksókn-
urum fátt eftrsóknarverðara en taka
auðmenn fasta og setja í handjárn
fyrir framan suðandi sjónvarps-
myndavélar. Þeir vita sem er, að það
er vel til vinsælda fallið, þótt oft séu
fórnarlömb þeirra síðan sýknuð, eftir
að þau hafa fært fram varnir sínar.
Rudy Giuliani varð til dæmis borgar-
stjóri í New York fyrir slíka fram-
göngu. Eftir reynslu sína í Frakk-
landi ráðlagði Eva Joly sérstökum
saksóknara feimnislaust að gera ís-
lenskum auðmönnum eins erfitt fyrir
og hægt væri um að verja sig, til
dæmis með því að kyrrsetja eignir
þeirra, afla nýrra og óvæntra gagna
með húsrannsóknum hjá þeim og
niðurlægja þá fyrir framan alþjóð.
Mér finnst þetta ekki til fyrir-
myndar, en hér skiptir höfuðmáli, að
það þarf engan Davíð til að skýra
slíka tilhneigingu lögreglumanna.
Afskipti Jóns Ásgeirs
af fjölmiðlum
Menn skynja heiminn á ólíka vegu.
Ég efast ekki um, að Jón Ásgeir hafi
talið sig ofsóttan. Sannfæring hans
um sök Davíðs í því efni virðist vera
eins bjargföst og Jóns þumlungs
forðum um galdra þeirra Jóns Jóns-
sonar og tveggja barna hans. Það er
eins og Jón Ásgeir geti ekki horfst í
augu við þá staðreynd, að kvennamál
þeirra feðga höfðu aflað þeim
skæðra andstæðinga, sem lögðu nótt
við dag í baráttunni við þá og töldu
sig hafa engu að tapa. Eftir húsleit-
ina í Baugi þyrptust að Jóni Ásgeiri
eiturtungur, sem eygðu fjárvon með
því að hvísla óhróðri í eyru hans, en
æpa uppspuna eftir pöntun út í bæ.
Þar var fyrirferðarmestur Gunnar
Smári Egilsson blaðamaður, sem átti
að baki langa þrotasögu. Gerðist
hann eins konar áróðursstjóri Jóns
Ásgeirs, sem keypti upp nær alla ís-
lensku einkamiðlana, sjónvarpsstöð,
dagblöð og tímarit. Brátt varð Ísland
of lítið líka fyrir Gunnar Smára, og
vorið 2006 hófu þeir Jón Ásgeir út-
gáfu dansks auglýsingablaðs, Ny-
hedsavisen. Ég hef orðið þess
áþreifanlega var, að það fyrirtæki
hleypti illu blóði í ráðamenn í dönsku
viðskiptalífi og jók tortryggni í garð
íslensku bankanna, enda gaf Danske
Bank út skýrslu skömmu seinna um,
að þeir væru sennilega ekki sjálf-
bærir. Sleit bankinn öllum viðskipta-
tengslum við íslensku bankana og
tók stöður gegn þeim á alþjóðlegum
mörkuðum. Einar hefði haft gott af
því að lesa bók eftir tvo danska
blaðamenn um þetta ævintýri, sem
Jón Ásgeir tapaði að minnsta kosti
sjö milljörðum króna á, Alt går efter
planen. Sýndi Jón Ásgeir þar ótrú-
legt dómgreindarleysi. Menn, sem
afhenda Gunnari Smára ávísana-
hefti, eiga skilið að tapa fé.
Jón Ásgeir sagði mér sjálfur, að
viðskiptasjónarmið ein hefðu ráðið
því, að hann keypti upp nær alla ís-
lensku einkamiðlana. Hann hefði
verið að lækka auglýsingakostnað
hjá sér, og þessir fjölmiðlar hefðu
borið sig. Ég hristi höfuðið og brosti.
Í bókinni heldur Einar því blákalt
fram, að Jón Ásgeir hafi aldrei skipt
sér af ritstjórn fjölmiðla sinna. Það
er ekki rétt. Auðvitað þurfti hann
sjaldnast að beita hörðu, því að flest-
ir starfsmenn vissu vel, hver eigand-
inn væri og hvað væri honum
þóknanlegt. Eitt fyrsta dæmið um
afskipti var raunar, áður en hann
keypti upp fjölmiðlana. Þá hafði gljá-
tímaritið Séð og heyrt birt myndir af
snekkju, sem Jón Gerald hafði rekið
fyrir feðgana á Florida. Var heftið
með myndunum snarlega tekið úr
sölu í öllum verslunum Baugs, en það
olli útgefandanum verulegum búsifj-
um. Til er talsvert af tölvuskeytum,
sem Jón Ásgeir sendi stjórnendum
fjölmiðla sinna til að kvarta undan
skrifum einstakra starfsmanna, og
voru þeir sumir reknir. En hvert áttu
þeir að fara? Ríkisútvarpið og
Morgunblaðið voru einu alvöru fjöl-
miðlarnir auk Baugsmiðlanna. Segja
má, að ástandið á fjölmiðlamark-
aðnum íslenska hafi verið eins og það
er nú á samfélagsmiðlum í Banda-
ríkjunum, þar sem örfáir menn ráða
öllum flutningi frétta og gagna. Jón
Ásgeir sýndi afl sitt, þegar hann fékk
forseta Íslands sumarið 2004 til að
synja samþykkis fjölmiðlafrumvarpi,
þar sem gert var ráð fyrir hömlum
við einokun. Var það í fyrsta sinn í
sögunni, að forseti gekk gegn
ákvörðun Alþingis, en besti vinur
Ólafs R. Grímssonar og kosninga-
stjóri í forsetakjöri, Sigurður G.
Guðjónsson, var sjónvarpsstjóri Jóns
Ásgeirs, og dóttir hans starfaði hjá
Baugi. Mér er ljóst, að bók Einars er
varnarrit fyrir Jón Ásgeir, og er ekk-
ert að því, en var ekki óþarfi að af-
neita alkunnum staðreyndum?
Afskipti Jóns Ásgeirs
af flokkum
Tangarhaldi Jóns Ásgeirs á ís-
lenskum fjölmiðlum má líkja við það,
ef Jón þumlungur hefði fengið að
stjórna einu prentsmiðju landsins á
sautjándu öld. Ef til vill skiptir ekki
öllu máli, að Jón Ásgeir lét reka
nokkra fréttamenn, af því að honum
líkuðu ekki fréttir þeirra. Þetta gera
allir eigendur blaða. En fyrir tvenn-
ar kosningar var fjölmiðlaveldi hans
beitt gegn Sjálfstæðisflokknum með
markvissum lekum. Í fyrra sinn var
það í aðdraganda kosninganna 2003.
Þá birti Fréttablaðið stóra frétt á
forsíðu, sem sótt var í fundargerðir
stjórnar Baugs, og átti hún að vera
Davíð Oddssyni óhagstæð. Hann
hefði vitað meira um deilur Jóns
Geralds Sullenbergers við Jón Ás-
geir en hann hefði sagst vita.
Stjórnarmenn undu að vonum þess-
um leka illa, og sögðu tveir þeirra sig
úr stjórninni. Jón Ásgeir birti yfir-
lýsingu um það, að lekinn væri ekki
frá sér kominn. Áróðursstjóri hans,
Gunnar Smári Egilsson, sagðist geta
staðfest þetta. Reynir Traustason
skrifaði fréttina upp úr fundargerð-
unum. En í bók Reynis, Afhjúpun,
sem kom út 2014 og Einar styðst
sums staðar við í bók sinni, kemur
fram (bls. 97), að þessi yfirlýsing
Jóns Ásgeirs hafi verið ósönn. Lek-
inn var frá honum kominn, eins og lá
raunar í augum uppi. Af hverju lét
Einar þess ekki getið?
Fyrir kosningarnar 2009 birti
sjónvarpsstöð Jóns Ásgeirs frétt um
það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
fengið 30 milljónir króna í styrk frá
FL-Group. Þessi uppljóstrun mælt-
ist illa fyrir, enda var greiðslan há.
Flýttu allir flokkar sér að upplýsa,
hvað þeir hefðu þegið í styrki frá
fyrirtækjum árið 2006, áður en tak-
markanir voru settar á slíkar upp-
hæðir. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist
hafa fengið 81 milljón í framlögum
yfir milljón. Samfylkingin sagðist
hafa fengið 36 milljónir í framlög yfir
500 þúsundum. Með þessa vitneskju
fóru kjósendur inn í kjörklefann og
refsuðu Sjálfstæðisflokknum. En í
skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í
janúar 2010 kemur fram, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk samtals 104
milljónir í framlög frá fyrirtækjum
árið 2006, og er sú tala í góðu sam-
ræmi við fyrri upplýsingar, því að
munurinn felst í framlögum lægri en
milljón. Samfylkingin fékk hins veg-
ar hvorki meira né minna en 102
milljónir í framlög frá fyrirtækjum
þetta ár, og hefur aldrei fengist nein
skýring á hinu hróplega misræmi á
milli 36 og 102 milljóna. Hver skyldi
síðan hafa lekið þessari frétt í sjón-
varpsstöð Jóns Ásgeirs? Svarið er
augljóst, ekki síst þegar bók Einars
er lesin (bls. 272). Skýrsla Ríkisend-
urskoðunar sýnir líka, að Baugur og
skyld fyrirtæki lögðu ekki jafnt til
flokkanna, þótt Einar hafi eftir Jóni
Ásgeiri, að sú hafi verið stefnan.
Framlög til Samfylkingar og Fram-
sóknarflokks voru verulegar, en til
Sjálfstæðisflokksins óverulegar. Til
dæmis lagði Baugur fram 5 milljónir
til Samfylkingarinnar 2006, FL
Group 8 milljónir og fjölmiðlafyr-
irtæki Jóns Ásgeirs, Dagsbrún, 5
milljónir, samtals 18 milljónir. Einar
nefnir þetta ekki. En eins og Hall-
grímur Helgason rithöfundur sagði í
viðtali við DV 21. ágúst 2009: „Fyrir
um það bil ári hitti ég háttsettan
Baugsmann sem gumaði af því að
hann gæti notað sína miðla eins og
hann vildi. Þetta var sorgleg upp-
götvun og ég hugsaði með mér:
Fjandinn hafi það, Davíð Oddsson
hafði rétt fyrir sér. Þetta voru og
eru Baugsmiðlar.“ Auðvitað getur
Einar þess ekki.
Kaupin á Glitni
Jón Ásgeir reifar enn þá fráleitu
samsæriskenningu, að helsta áhuga-
mál Davíðs Oddssonar í banka-
hruninu hafi verið að svipta sig eign-
um. En hin alþjóðlega lausafjár-
kreppa, sem hófst haustið 2007 og
náði hámarki ári síðar, átti sér tvær
meginorsakir. Í fyrsta lagi höfðu
seðlabankar skapað peningaþenslu
árin á undan með of lágum vöxtum
og allt of ríflegum heimildum til hús-
næðislána. Í öðru lagi hafði ný fjár-
málatækni, sem átti að auðvelda mat
á útlánaáhættu, haft þveröfugar af-
leiðingar. Þegar fjármálastofnunum
varð þetta ljóst, kipptu þær að sér
höndum. Afleiðingin varð alþjóðleg
lausafjárþurrð. Íslendingar fengu
hvergi lán erlendis. Seðlabankinn
gat prentað krónur til að bæta úr
lausafjárþurrð, en hann gat ekki
prentað dali, pund eða evrur. Til-
raunir hans til að gera gjaldeyris-
skiptasamninga var alls staðar hafn-
að. Einn aðstoðarseðlabankastjóri
Englandsbanka sagði mér, að ein
ástæðan væri, að bankamönnum
hefði ekki litist á stærstu viðskipta-
vini íslensku bankanna, sérstaklega
Jón Ásgeir. Ég held þó, að það hafi
ekki ráðið neinum úrslitum, heldur
hitt, að með innlánasöfnun sinni á
evrópska efnahagssvæðinu ollu ís-
lensku bankarnir uppnámi á fjár-
málamörkuðum.
Þegar fyrsti bankinn til að biðja
Seðlabankann um neyðarlán reynd-
ist vera Glitnir, brá ríkisstjórnin að
tillögu Seðlabankans á það ráð að
leggja bankanum frekar til hlutafé
og færa eignir núverandi hluthafa
niður. Gylfi Magnússon prófessor
sagði opinberlega, að þetta væri
„eftir bókinni“, og það er rétt. Þetta
var til dæmis gert í lausafjárkreppu
í Svíþjóð 1992. Jón Ásgeir var þá í
nánum tengslum við Björgvin G.
Sigurðsson bankamálaráðherra og
spyr í bók þeirra Einars (bls. 294):
„Hugsa sér, bankamálaráðherrann
var ekki einu sinni látinn vita af því
að þjóðnýta ætti einn af stærstu
bönkum landsins. Er þetta eitthvað
annað en valdarán?“ Ég er sammála
Jóni Ásgeiri um, að þetta var óeðli-
legt. En í skýrslu minni um banka-
hrunið er frásögn, sem þeir Davíð,
Geir Haarde og Árni Mathiesen
vottuðu allir. Davíð spurði, hvort
ætti að halda Björgvini utan við
ákvörðuna. Hann sagðist vilja heyra
það af munni Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur sjálfrar. Hún staðfesti
það beint við Davíð, þegar Geir
hringdi til hennar úr skrifstofu
Árna. Ég held, að þetta hafi verið al-
varlegasta brotið á stjórnsýslu-
reglum í bankahruninu, og á því bar
Ingibjörg Sólrún fulla og óskipta
ábyrgð, en rannsóknarnefnd Al-
þingis gerði samt ekkert úr þessu.
Auðvitað átti bankamálaráðherrann
að koma að kaupum ríkisins á banka.
Ég er hissa á Einari og Jóni Ásgeiri
að sleppa þessu.
Einar endurtekur líka gamla og
tilhæfulausa slúðursögu um sam-
skipti Tryggva Þórs Herbertssonar
og Davíðs. Þegar kaupin á Glitni
voru til umræðu, komu starfsmenn
Seðlabankans að Tryggva Þór í sal-
erni Seðlabankahússins að tala lág-
um hljóðum í síma við Jón Ásgeir og
skýra honum frá þróun mála. Davíð
reiddist og sagði Tryggva, að hann
kæmi ekki aftur inn í þetta hús, ef
hann héldi uppteknum hætti. Ég
spurði Tryggva Þór eitt sinn, hvort
það væri rétt, að hann hefði verið í
símasambandi við Jón Ásgeir við
þetta tækifæri, og umlaði eitthvað í
honum, sem ég skildi sem viður-
kenningu. Davíð sagði Tryggva Þór
ekki, að hann fengi ekki að koma aft-
ur til Íslands, enda hafði hann auð-
vitað ekkert vald til að banna það.
Orsakir bankahrunsins
Bankahrunið var vitanlega ekki
Jóni Ásgeiri að kenna, en hóflaus
skuldasöfnun hans árin á undan
bætti ekki um. Það er hins vegar al-
veg rétt, sem hann leggur áherslu á,
að á móti skuldunum stóðu oft góðar
eignir, sérstaklega í Bretlandi. Þeir
Ásgeir Jónsson og Hersir Sigur-
geirsson leiða sterk rök að því í hinni
ágætu bók sinni um bankahrunið, að
eignasöfn íslensku bankanna hafi
hvorki verið betri né verri að gæðum
en eignasöfn banka víðast annars
staðar. Menn fá skakka mynd af
þessum eignasöfnum með því að ein-
blína á brunaútsölurnar strax eftir
hrun. Þar sem uppgjör fóru fram á
skaplegan hátt, til dæmis á Heritable
Bank og KSF í Bretlandi, reyndust
bankarnir eiga vel fyrir skuldum
ólíkt sumum öðrum bönkum, sem
ríkisstjórn breska Verkamanna-
flokksins bjargaði, til dæmis RBS,
Royal Bank of Scotland. Hefðu RBS
í Skotlandi, UBS í Sviss og Danske
Bank í Danmörku ekki fengið þá
lausafjárfyrirgreiðslu, sem Íslend-
ingum var neitað um, þá hefðu þeir
fallið.
Bankahrunið varð ekki vegna
Glitniskaupanna, heldur vegna þess
að innlánasöfnun íslensku bankanna
á evrópska efnahagssvæðinu hafði
mælst illa fyrir, jafnframt því sem
ríkisstjórn breska Verkamanna-
flokksins ákvað að bjarga öllum öðr-
um bönkum en þeim, sem voru í eigu
Íslendinga. Hún hleypti þannig af
stað atburðarás, sem lauk með falli
þeirra allra þriggja. Skýringin á
ákvörðun þeirra Gordons Browns
forsætisráðherra og Alistairs Dar-
lings fjármálaráðherra er nærtæk:
Þeir vildu sýna skoskum kjósendum
sínum, að sjálfstæði væri hættulegt,
enda var dæmið af íslensku bönk-
unum óspart notað fyrir þjóðar-
atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði í
Skotlandi 2014.
Saga um ofmetnað
Jón Ásgeir viðurkennir í bókinni,
að hann og aðrir útrásarvíkingar hafi
farið of geyst. Mér finnst saga hans
ekki vera píslarsaga og því síður
helgisaga, heldur um ofmetnað, sem
Grikkir kölluðu hybris. Þessi geðs-
legi og prúði maður kunni ekki að
setja sér mörk. Hann fór fram úr
sjálfum sér. Hann blindaðist af vel-
gengni sinni. Þegar hann kvartar
undan ofsóknum gegn sér, er rétt að
hafa í huga, að hann var um skeið
einn auðugasti maður Íslands.
Fórnarlömb þeysa venjulega ekki
um í einkaþotum og lystisnekkjum.
Og Jón Ásgeir hefur haft efni á að
ráða sér bestu lögfræðinga og skrá-
setjara, sem völ er á. Einar leysir
verkefni sitt af prýði, þótt hann vinni
það sér til hægðarauka að taka alloft
upp beina kafla úr ritum annarra.
Hann leynir því ekki heldur, að þetta
er ræða verjanda (eða eftir atvikum
ákæranda) og ekki ígrundaður dóm-
ur, þar sem reynt er að komast að
rökstuddri niðurstöðu með því að
skoða öll málsgögn.
Morgunblaðið/RAX
Bónufeðgar Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson í árdaga Bónuss.