Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is www.danco.is
Heildsöludreifing
Loksins er Greppikló og sögupersónur komar
í yndislega fallega mjúka línu af böngsum
- Tilvalið að safna öllum sem elska þessa yndislegu sögupersónur
Sagan um Greppikló hefur notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin
ár og er hefur bókin með vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns verið vinsæl
í skólum og leikskólum ásamt öllum bókaunnendum hér á landi.
Greppikló 23 c
Greppikló 41 cm
Mouse 23 cm
m
Mouse 41 cm
Greppikló
fingrabrúður
5 teg. 20 cm
Greppikló
- tuskudýr 5 teg.
Displ-12. 18 cm
-
Greppikló
- lykklakippa
12 cm
Það fór fyrir draumnum um hjarð-ónæmisrannsókn Pfizer eins og
hverju öðru Evróvisjón: Islande, nul
points. Við sem vorum meira að
segja farin að skreyta og gera fínt í
Laugardalshöll.
Einn hópur hrósaðiþó vafalaust
sigri yfir þessum lykt-
um, en það eru
siðapostularnir fimm,
sem undir forystu Vil-
hjálms Árnasonar siðfræðings skrif-
uðu grein í Fréttablaðið um „áleitn-
ar spurningar um Ísland sem
tilraunaland“.
’’
Um leið og viðurkennt er að
það sé siðferðilega vafasamt
að reyna að fá sérstakan forgang
fram yfir aðrar þjóðir sem búi við
alvarlegri vanda en Íslendingar, er
því haldið á lofti að um yrði að ræða
mikilvæga rannsókn sem gagnast
myndi allri heimsbyggðinni.“
Að vísu var ekkert sagt um afhverjum það væri „viðurkennt“
að rannsóknin væri „siðferðislega
vafasöm“. Greinin vekur hins vegar
áleitnar spurningar um siðferði höf-
unda.
Hefði greinin birst í ágúst síðast-liðnum, þegar íslensk stjórn-
völd ákváðu að taka þátt í Evrópu-
samstarfi um öflun bóluefna, hefðu
þessi sjónarmið mögulega verið tæk
til umræðu. En nei, þá kom ekki
múkk.
Það var fyrst nú, þegar möguleikivar á að Íslendingar yrðu bólu-
settir án atbeina Evrópusambands-
ins (sem sérhæfir sig í að bólusetja
ekki fólk), sem siðfræðingunum of-
bauð. Skítt með Botswana, Filipps-
eyjar og Perú, það fólk skiptir sið-
fræðingana engu. En ef það skyldi
nú halla á Belgíu, Frakkland eða
Portúgal, þá er þeim að mæta!
Vilhjálmur
Árnason
Siðlausir
siðfræðingar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
BSRB kallar eftir aðgerðum fyrir
tekjulága og atvinnulausa og vísar til
niðurstaðna úr nýbirtri könnun
Vörðu – rannsóknastofnunar vinnu-
markaðarins um stöðu launafólks.
Fer bandalagið fram á að tímabil at-
vinnuleysisbóta verði lengt tíma-
bundið í fjögur ár og að stjórnvöld
grípi til frekari aðgerða til að bæta
kjör atvinnulausra og lágtekjufólks.
Formannaráð BSRB fundaði í
gær og krefst þess í ályktun sem
samþykkt var um vanda lágtekju-
fólks að stjórnvöld grípi þegar í stað
til tímabundinna aðgerða til að bæta
kjör atvinnulausra og auki einnig
stuðning við lágtekjufólk til lengri
tíma.
Fram kom í könnuninni að um
fjórðungur launafólks og helmingur
atvinnulausra eiga erfitt með að ná
endum saman og segir formannaráð
BSRB að niðurstöðurnar sýni að sér-
staklega þurfi að bregðast við erfiðri
fjárhagsstöðu og slæmri heilsu hjá
innflytjendum, ungu fólki og konum.
Þá leggur formannaráð BSRB
ennfremur til að grunnbætur at-
vinnuleysisbóta verði hækkaðar.
Hækka verði einnig barnabætur,
vaxtabætur og húsnæðisbætur og
auka verði framlög til byggingar
leiguhúsnæðis í almenna íbúða-
kerfinu.
Bótatímabilið verði lengt í 4 ár
BSRB kallar eftir aðgerðum vegna
vanda atvinnulausra og lágtekjufólks
Morgunblaðið/Golli
Vilja úrbætur Formannaráð BSRB
krefst aðgerða stjórnvalda strax.
Á 112-deginum í gær var tilkynnt
um val á Sólveigu Ásgeirsdóttur, 27
ára konu í Reykjavík, sem skyndi-
hjálparmanni ársins 2020. Svo vildi
til í júlí á sl. ári að Súsanna Helga-
dóttir fór í hjartastopp á heimili sínu
þegar Sólveig var þar stödd.
Tveggja ára sonur Súsönnu lá sof-
andi í herbergi sínu þegar atvikið
átti sér stað.
Vinkonurnar sátu að spjalli þegar
Súsanna missti skyndilega meðvit-
und. Sólveig gerði sér strax grein
fyrir því að eitthvað alvarlegt amaði
að vinkonu sinni og hringdi strax í
Neyðarlínuna 112. Þegar þarna var
komið sögu var Súsanna ekki með
púls, hætt að anda og var orðin blá í
framan. Með leiðsögn neyðarvarðar
hjá 112 hóf Sólveig endurlífgun og
hnoðaði Súsönnu og blés þangað til
sjúkraflutningamenn komu á stað-
inn. Þeir fluttu Sólveigu á sjúkrahús,
hvar hún var í tvær vikur. Í ljós kom
að Súsanna var með leyndan hjarta-
galla en hefur í dag náð ótrúlegum
bata. Er hún með bjargráð og hefur
lokið endurhæfingu.
Sólveig segist þakklát fyrir að
hafa verið stödd hjá vinkonu sinni
þetta kvöld og geti tæpast hugsað
hver atburðarásin hefði orðið við
aðrar aðstæður. „Ég er óendanlega
þakklát því að Sólveig kom óvænt í
heimsókn og sýndi hárrétt viðbrögð
sem björguðu lífi mínu,“ sagði Sús-
anna í samtali við mbl.is í gær.
Árlega er óskað eftir tilnefningum
til skyndihjálparmanns ársins í
tengslum við 112-daginn. Alls bárust
að þessu sinni tilnefningar vegna
alls 17 atvika, að sögn Brynhildar
Bolladóttur, upplýsingafulltrúa
Rauða krossins. Tilnefningin og um-
fjöllun henni tengd á að vekja at-
hygli almennings á mikilvægi
skyndihjálpar og hvetja sem flesta
til að vera undirbúnir að veita hjálp
á vettvangi slysa og alvarlegra veik-
inda. sbs@mbl.is
Bjargaði vinkonu
Sólveig Ásgeirs-
dóttir skyndihjálpar-
maður ársins 2020
Ljósmynd/RKÍ
Skyndihjálp Súsanna Helgadóttir,
til vinstri, og Sólveig Ásgeirsdóttir.