Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir ætla að endurbyggja
Verbúðarbryggjuna í Gömlu höfninni
í Reykjavík á þessu ári. Hún hefur
verið dæmd ónýt og verður rifin.
Bryggjan er fyrir framan Sjó-
minjasafnið og hafa varðskipið Óðinn
og dráttarbáturinn Magni gamli legið
við hana undanfarin ár. Bryggja þessi
hefur stundum verið nefnd Óðins-
bryggja.
Hönnun bryggjunnar er langt
komin hjá verkfræðistofunni Eflu og
er reiknað með að bjóða framkvæmd-
ina sjálfa út í vor, að því er Inga Rut
Hjaltadóttir, forstöðumaður tækni-
deildar Faxaflóahafna, upplýsti
Morgunblaðið um. Um síðustu helgi
var auglýst útboð á söguðum harðvið
og staurum í bryggjuna og verða til-
boð opnuð 1. mars.
Bryggjan verður 60 metra löng og
sjö metra breið timburbryggja á
timburstaurum. Hún verður end-
urbyggð með svipuðu formi og nú er.
Kostar 120 milljónir
Áætlaður heildarkostnaður við
framkvæmdirnar er um 120 milljónir
króna. Þar af eru efniskaup um 45
milljónir. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist á öðrum ársfjórð-
ungi. Reiknað er með að verkið taki
4-6 mánuði, segir Inga Rut.
Í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar í
Reykjavík eru fjórar timburbryggj-
ur. Sú ysta, Síldarbryggjan, hefur
verið breikkuð og endurbætt á síð-
ustu áratugum og telst í þokkalegu
ástandi. Innri bryggjurnar þrjár, við
Kaffivagninn, kallast einu nafni Ver-
búðabryggjur. Ytri bryggjurnar tvær
voru opnaðar, tekinn af þeim mesti
hallinn og þær endurnýjaðar upp úr
1990.
Innsta bryggjan við Sjóminjasafn-
ið hefur lítið viðhald fengið síðustu
áratugi. Hún var dæmd ónýt árið
2018 og ákvað stjórn Faxaflóahafna
að láta vinna að hönnun nýrrar
bryggju og nú er komið að fram-
kvæmdum.
Morgunblaðið/sisi
Óðinsbryggjan Bryggjan er afar illa farin eins og sjá má. Hún verður rifin áður en endurbygging hefst.
Óðinsbryggjan
verður endurbyggð
Bryggjan við Sjóminjasafnið dæmd ónýt og verður rifin
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Áform eru uppi um að breyta fyrir-
komulagi tryggingagjaldsins sem
launagreiðendur greiða sem skatt af
heildarlaunum launafólks. Samtök at-
vinnulífsins og Samtök iðnaðarins
leggja til í umsögn um frumvarps-
drög um þessar fyrirhuguðu breyt-
ingar að Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur verði lagður niður í núverandi
mynd og annað fyrirkomulag tekið
upp. Ástæðulaust sé að viðhalda þeim
misskilningi að hann sé raunveruleg-
ur sjóður því hann safni engum fjár-
munum né njóti vaxtatekna og sé arf-
leifð löngu liðins tíma.
Tryggingagjaldið er veigamikill
tekjustofn, um 97 milljarðar á
greiðslugrunni á fjárlögum yfirstand-
andi árs, og er ráðstafað í atvinnu-
leysisbætur Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs, Fæðingarorlofssjóð og til
almannatrygginga, m.a. jöfnunar á
örorkubyrði lífeyrissjóða. Breytingar
og sveiflur hafa verið tíðar á umliðn-
um árum og þegar útgjöld þessara
sjóða hafa verið hærri en nemur
mörkuðum tekjum af tryggingagjald-
inu brúar ríkissjóður bilið af almennri
skattheimtu.
Sjá má að gjaldið hefur ekki dugað
til að fjármagna lífeyristrygginga-
kerfið. Árið 2015 voru 77% af útgjöld-
um lífeyristrygginga greidd með al-
menna tryggingagjaldinu en það stóð
einungis undir 49% á seinasta ári.
Hafa bein framlög úr ríkissjóði til að
rísa undir útgjaldavextinum því farið
vaxandi. Fjármálaráðuneytið hefur
birt áform um breytingarnar á trygg-
ingagjaldinu í samráðsgátt, þar sem
lagt er til að prósentur tekna vinnu-
markaðssjóðanna af gjaldinu og vægi
gjaldsins í útgjöldum lífeyris- og
slysatrygginga verði stillt af til að
samræma tekjurnar betur við fjár-
þörf sjóðanna á komandi árum.
Styrkja á sveiflujöfnunarhlutverk At-
vinnuleysistryggingasjóðs og taka
upp ný viðmið fyrir ákvörðun stjórn-
valda um breytingar á trygginga-
gjöldum í framtíðinni. Framlög eiga
ekki að skerðast við þetta.
Telur ráðuneytið „að það fyrir-
komulag á tekjuöflun og stuðningi við
fólk á vinnumarkaði og atvinnuleit-
endur sem mundi samrýmast best
lögum um opinber fjármál væri að
mörkun á tekjustofnum til fjármögn-
unar á vinnumarkaðssjóðunum væri
afnumin að fullu þannig að bótakerfin
verði fjármögnuð beint úr ríkissjóði.“
Eru uppi hugmyndir um að stilla af
prósentustig gjaldsins frá svonefndu
„metnu jafnvægisatvinnuleysi“.
SA og SI segja að þessar breyt-
ingar ættu að auka fyrirsjáanleika,
trúverðugleika og sjálfbærni trygg-
ingakerfisins en leggja fram ýmsar
tillögur, m.a. að atvinnutrygginga-
gjaldið verði ákveðið til fimm ára í
senn. ASÍ leggst í umsögn eindregið
gegn öllum breytingum sem veikt
gætu tekjuöflun ríkisins og telur
varasamt að mörkun tekna vinnu-
markaðssjóða verði afnumin.
Framlögum til jöfnunar á
örorkubyrði ekki jafnt skipt
Til skoðunar er hvort rétt sé að
endurskoða viðmið við útreikning á
framlögum ríkisins til jöfnunar á ör-
orkubyrði lífeyrissjóða og að þeir fái í
staðinn framlag á fjárlögum. Í ljós
kemur að misræmi er á jöfnunar-
framlögunum. Í umsögn SA og SI
kemur fram að í fyrra fengu þrír sjóð-
ir 65% af jöfnunarframlaginu en þeir
greiddu 40% af örorkulífeyri allra líf-
eyrissjóða. Fimm aðrir sjóðir fengu
25% af framlaginu en greiddu 46%
alls örorkulífeyris.
Áforma breyt-
ingar á trygg-
ingagjaldi
SA og SI leggja til að Atvinnuleysis-
tryggingasjóður verði lagður niður
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
50-70%
afsláttur
af útsöluvörum
ÚtsölulokKjötframleiðsla hefur vaxið sam-hliða neyslu og innlend matvæla-
framleiðsla stendur fyrir stórum
hluta fæðuframboðs á Íslandi, eink-
um próteini. Garðyrkjan sér fyrir
um 43% af framboði grænmetis, bú-
fjárrækt um 90% af kjöti, 96% af
eggjum og 99% af mjólkurvörum en
aðeins 1% af korni til manneldis er
framleitt hér á landi.
Þetta kemur fram í skýrslu Land-
búnaðarháskóla Íslands um fæðuör-
yggi, sem kynnt var í gær, en skýrsl-
an var unnin að beiðni Kristjáns
Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór sagði á opnum kynn-
ingarfundi um skýrsluna í gær, að
niðurstöðurnar sýni sterka stöðu
innlendrar matvælaframleiðslu en
einnig hvað sé hægt að gera betur.
Fram kemur í skýrslunni að kjöt-
framleiðsla hafi farið vaxandi á Ís-
landi samhliða aukinni neyslu frá ár-
unum 1983 til 2019. Einnig hafa
eggjaframleiðsla og mjólkurfram-
leiðsla aukist síðustu áratugina.
„Kjötframleiðsla hefur vaxið í takt
við fólksfjölgun og ferðamanna-
straum,“ sagði Jóhannes Svein-
björnsson dósent, sem kynnti niður-
stöður skýrslunnar á fundinum.
Skýrsluhöfundar segja m.a. tæki-
færi liggja í því að efla framleiðslu á
korni, bæði sem fóður fyrir búfé og
til manneldis, efla útiræktun græn-
metis og efla innlenda áburðarfram-
leiðslu með bættri nýtingu hráefna.
Háð innflutningi
Fram kemur í skýrslunni, að inn-
lend matvælaframleiðsla sé háð inn-
flutningi á aðföngum og þá sérstak-
lega eldsneyti og áburði en einnig
fóðri, sáðvöru, tækjum og rekstrar-
vörum til framleiðslunnar.
Þá sé eiginlegt fæðuöryggi Íslend-
inga háð m.a. þeirri forsendu að auð-
lindir framleiðslunnar séu til staðar,
s.s. fiskistofnar og land til ræktunar,
auk þekkingar á framleiðslu og að
tæki til framleiðslu séu til staðar.
Sterk staða mat-
vælaframleiðslu
Kjötframleiðsla vex samhliða neyslu
Fæðuöryggi Staða innlendrar
matvælaframleiðslu er sterk.