Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 14

Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 14
14 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 10 gíra skipting, auto track milli- kassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markað- num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmímottu, sóllúga. VERÐ 13.380.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 10 gíra skipting, auto track milli- kassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markað- num ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmímottu, sóllúga. VERÐ 13.480.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Bjóðum upp á glæsilega 37” breytingu. Innifalið í TREMOR-pakkanum er læst framdrif, 2” upphækkun að framan, 35” dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar, minni svunta undir framstuðara, hærra loftinntak. Sem sagt original stórkostlegur OFF ROAD bíll! 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. VERÐ FRÁ 12.990.000 m.vsk 2021 Ford F-350 TREMOR Eigum á leiðinni nokkra Lariat, Lariat Sport og Platinum bíla. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þingmenn úr báðum deildum Banda- ríkjaþings voru í bráðri lífshættu þegar stuðningsmenn Donalds Trumps réðust inn í þinghús Banda- ríkjanna 6. janúar sl., að mati sak- sóknara fulltrúadeildarinnar, sem luku tveggja daga málflutningi sín- um um klukkan 21.30 að íslenskum tíma í gær. Verjendateymi forsetans fyrrver- andi fær svo daginn í dag og á morg- un til þess að leggja fram málsvörn Trumps, en upphaflega átti að gera hlé á réttarhöldunum í dag að beiðni Davids Schoen, annars verjenda Trumps, vegna hvíldardags gyðinga. Hann dró þá beiðni hins vegar óvænt til baka í fyrradag. Þegar verjendur hafa lokið mál- flutningi sínum fá þingmenn deild- arinnar fjóra klukkutíma til þess að spyrja bæði saksóknara og verjend- ur nánar út í málið. Gæti það farið fram nú á sunnudaginn, en í kjölfarið verður einnig rökrætt hvort kalla þurfi til vitni eða fá frekari sönnun- argögn. Á fyrri degi málflutnings síns fór saksóknarateymi fulltrúadeildarinn- ar rækilega í gegnum atburði 6. jan- úar með aðstoð myndbanda sem ekki höfðu komið fyrir sjónir almennings áður, en sumt af því var fengið úr ör- yggismyndavélum þingsins eða úr myndavélum sem lögreglumenn gengu með á sér þennan dag. Þar á meðal mátti sjá þegar líf- verðir Mike Pence, þáverandi vara- forseta, fylgdu honum og fjölskyldu hans í öruggt skjól frá múgnum, en á myndböndunum mátti sjá og heyra að hluti hans hafði í hyggju að vinna Pence mein, þar sem varaforsetinn hefði ekki framfylgt skipunum Trumps um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Var sýnt myndband, þar sem mót- mælandi með gjallarhorn las upp fyrir aðra mótmælendur skilaboð frá Trump á twitter, sem send voru meðan innrásin var í fullum gangi, þar sem Trump úthúðaði Pence. Vildu saksóknarar þar með tengja Trump við fyrirætlanir óeirðaseggj- anna, en áköll heyrðust meðal þeirra um að hengja bæri Pence í næsta tré. „Hvar ertu, Nancy?“ Saksóknarar sýndu einnig mynd- bönd sem sýndu mótmælendur leita skipulega að Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata í henni. „Nancy, hvar ertu, Nancy?“ kölluðu þeir á meðan þeir leituðu, en á sama tíma voru átta úr starfsliði Pelosi í felum bak við hurð sem hafði verið skorðuð af með húsgögnum. Pelosi þykir meðal umdeildari stjórnmálamanna Bandaríkjanna. Var hún sérstaklega óvinsæl hjá Trump, sem tísti oft og iðulega og fór um hana háðulegum orðum. „Við vit- um af þeirra eigin orðum að hefðu þeir fundið Pelosi þingforseta, hefðu þeir drepið hana,“ sagði Stacey Plas- kett, ein af saksóknurunum, en hún er áheyrnarfulltrúi í neðri deildinni frá Bandarísku Jómfrúaeyjum. Óvíst um áhrif málflutningsins Öldungadeildarþingmenn úr báð- um flokkum voru sammála um að málflutningur demókrata á fyrri degi hefði verið mjög kröftugur og vel framsettur. Nokkrir af þingmönnum repúblik- ana voru hins vegar ekki vissir um að verjendum hefði tekist að sanna að múgurinn hefði framið ofbeldisverk sín að fyrirskipan Trumps. Áætluðu háttsettir repúblikanar að líklega myndu á bilinu 5-6 þing- menn þeirra „svíkja lit“, en 17 repú- blikanar þurfa að snúast á sveif með 50 demókrötum til þess að Trump verði sakfelldur fyrir þær ásakanir sem fulltrúadeildin setti fram. Hugðust vinna þingmönnum mein  Saksóknarar fulltrúadeildarinnar luku málflutningi sínum gegn Donald Trump í gærkvöldi  Múgurinn leitaði að Pence og Pelosi  Óvíst hvort nokkur þingmaður muni skipta um skoðun í málinu AFP Innrásin Stuðningsmenn Donalds Trumps hugðust vinna þingmönnum mein 6. janúar sl. að mati saksóknaranna. Min Aung Hlaing, yfirmaður herfor- ingjastjórnarinnar í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, fyr- irskipaði í gær opinberum starfs- mönnum, sem tekið hafa þátt í alls- herjarverkfalli gegn valdaráni hersins, að snúa þegar í stað aftur til starfa. Sagði hann að ef ekki yrði orðið við kröfu sinni yrði gripið til „virkra aðgerða“. Mótmælt hefur verið í öllum helstu borgum Búrma undanfarna sex daga, og segjast mótmælendur ekki ætla að láta af andófi sínu gegn valdaráni hersins fyrr en Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins NLD, og Win Myint, forseta lands- ins, er sleppt úr haldi, ásamt öðrum sem herinn hefur tekið fasta í kjölfar valdaránsins. Eru nú um 200 manns í haldi herforingjastjórnarinnar. Lögregla og öryggissveitir hafa beitt sífellt meiri hörku til þess að brjóta mótmælin á bak aftur, einkum táragasi og gúmmíkúlum. Þá hefur frést af nokkrum tilfellum þar sem alvöruskotfærum var beitt gegn mótmælendum, en lögreglumenn í höfuðborginni Naypyidaw skutu konu í höfuðið í fyrradag. Hún berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild, og hafa mótmælendur notað myndir af henni til þess að ýta undir reiði og mótþróa gegn herforingjastjórninni. Bretar skoða frekari aðgerðir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar væru að skoða hvaða frekari refsiað- gerðir þeir myndu beita liðsmenn herforingjastjórnarinnar vegna valdaránsins, en nú þegar eru í gildi aðgerðir gegn tveimur af herforingj- unum vegna ofsókna þeirra á hendur róhingjum. Fagnaði Raab ákvörðun Joe Bi- dens Bandaríkjaforseta um að frysta eignir herforingjanna í Bandaríkjun- um, en aðgerðir Bandaríkjastjórnar snerta eignir sem metnar eru á um einn milljarð bandaríkjadala. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi valdaránið í síðustu viku og tók undir kröfur Bandaríkjamanna og annarra vest- rænna ríkja um að herforingjarnir létu strax af völdum. Þá hafa Bretar ásamt ríkjum Evr- ópusambandsins kallað eftir sér- stakri umræðu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, en sú umræða var sett á dagskrá ráðsins í dag eftir að 20 af þeim 47 ríkjum sem skipa ráðið tóku undir kröfuna. Þar verður farið yfir ályktun sem Bretar og ESB hafa lagt fram, þar sem valdaránið er fordæmt og þess krafist að öllum föngum herforingja- stjórnarinnar verði sleppt, auk þess sem lýðræði verði komið á að nýju. Ekki er víst hvort tillagan verði sam- þykkt. Skipar mótmælendum að snúa aftur til starfa  Bretar íhuga refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni AFP Valdarán Mótmælin hafa teygt sig til annarra ríkja, og var valdaráninu m.a. mótmælt við háskóla SÞ í Tókýó í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.