Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
✝ Ingibjörg Þor-kelsdóttir
fæddist 20. júlí
1923 í Reykjavík.
Hún andaðist 4.
febrúar 2021 á
Landakoti.
Foreldrar Ingi-
bjargar voru Þor-
kell Þorkelsson
veðurstofustjóri, f.
6. nóv. 1876, d. 7.
maí 1961 og kona
hans Rannveig Einarsdóttir, f.
3. jan. 1890, d. 1. maí 1962.
Ingibjörg var næstyngst 6
systkina. Systkini hennar voru
Gísli, f. 2. okt. 1912, Sigurður,
f. 1. feb. 1914, Sigríður, f. 6.
júní 1915, Rögnvaldur, f. 23.
sept. 1916 og Einar, f. 31.
ágúst 1925. Þau eru öll látin.
Ingibjörg giftist 1. maí árið
1948 Kristni Helgasyni, f. 9.
maí 1922, d. 11. maí 2003, inn-
kaupastjóra og blómarækt-
anda. Foreldrar hans voru
Helgi Dagbjartsson verkamað-
ur, f. 1. ágúst 1877, d. 6. mars
1941 og kona hans Ágústa
Guðmundsdóttir, f. 21. júlí
mars 1952. Sambýliskona
Ragna Þórisdóttir leikskóla-
kennari, f. 10. júní 1957.
Þeirra börn eru: a) Kamilla, f.
30. nóvember 1989, og b) Mal-
ín, f. 5. september 1991.
3) Gunnar Helgi, prófessor
við HÍ, f. 19. mars 1958. Eig-
inkona María Jónsdóttir fé-
lagsráðgjafi, f. 9. ágúst 1966.
Börn þeirra eru: a) Úlfhildur,
f. 7. september 1993, og b)
Ingibjörg, f. 25. október 1994.
Auk þess átti María fyrir son-
inn Jón Reyni Magnússon, f. 2.
maí 1990, sambýliskona hans
er Aldís Erna Pálsdóttir og
sonur þeirra er Gauti Páll.
4) Axel sagnfræðingur, f. 21.
október 1959.
Ingibjörg ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur til 9 ára aldurs er
fjölskyldan fluttist að Seg-
ulhæðum í Rafstöðvarhverfinu
við Elliðaár. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MR og vann á
Veðurstofunni í nokkur ár eft-
ir það. Hún lauk síðar kenn-
araprófi og starfaði sem kenn-
ari við Breiðagerðisskóla,
einnig sem yfirkennari. Hún
vann töluvert að gerð náms-
efnis í stærðfræði fyrir Náms-
gagnastofnun.
Útför Ingibjargar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
12. febrúar 2021, og hefst at-
höfnin kl. 13.
1885, d. 11. okt.
1943.
Ingibjörg og
Kristinn eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: 1) Þóra, fv.
kennari, f. 14. júní
1950, gift Þorvaldi
Karli Helgasyni,
fv. biskupsritara,
f. 9. apríl 1950.
Þeirra börn eru: a)
Ingibjörg, f. 13.
september 1973, eiginmaður
Vilhjálmur Kvaran. Börn henn-
ar af fyrra hjónabandi eru
Kristinn Helgi, Sólveig og
Steinunn, b) stúlka, f. 5. júní
1975, d. sama dag, c) Helga, f.
15. ágúst 1976. Börn hennar
eru Jóhannes, Þóranna og
Kristinn, d) Rannveig, f. 16.
mars 1980, eiginmaður Sverrir
Scheving Thorsteinsson. Dæt-
ur þeirra eru Áslaug, Ingi-
björg og Þóra og e) Kristinn, f.
25. október 1981, eiginkona
Fríður Skeggjadóttir Þormar.
Börn þeirra eru Þuríður Katr-
ín og Gunnar Helgi.
2) Gylfi sérkennari, f. 24.
Ingibjörg tengdamóðir mín
var einstök kona og langt á
undan sinni samtíð. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1942. Hún
ferðaðist, las heimsbókmenntir,
lék á píanó og hefði farið í frek-
ara háskólanám ef færi hefði
gefist. Því var ekki til að dreifa
þótt hún væri afburða náms-
maður. Hún átti samt alla tíð
bækurnar í læknisfræði sem
hún keypti sér og átti það til
síðar að glugga í þær þegar
ömmubörnin voru veik. Ástin
tók völdin þegar hún kynntist
Kristni Helgasyni, giftist og
eignaðist fjögur börn með hon-
um, framtíðardraumar um að
ganga menntaveginn þurfti að
víkja í bili. Þegar Ingibjörg var
á fimmtugsaldri fór hún í Kenn-
araskólann, lauk prófi þaðan og
starfaði sem farsæll kennari og
yfirkennari þar til hún fór á eft-
irlaun. Ingibjörg var heiðarleg,
réttsýn og rökföst kona sem
fylgdist einstaklega vel með
þjóðfélagsumræðunni, sótti list-
viðburði og bar hag fólks fyrir
brjósti. Hún var í kór, Senjór-
ítunum, og kom síðast á svið í
Hörpu þegar hún var níræð en
henni fannst smá erfitt að
standa svona. Fróðleiksþorsti
hennar og þörfin fyrir að læra
voru aldrei langt undan og hún
var komin á níræðisaldur þegar
hún skráði sig í spænsku hjá
endurmenntun Háskóla Íslands
ásamt Diddu systur sinni. Mað-
ur kom aldrei að tómum kof-
unum hjá henni og hún gat leið-
beint manni um flest, hvort sem
það var garð- og blómarækt,
handavinna, eldamennska eða
yfirlestur á texta svo fátt eitt sé
talið. Ingibjörg var mikil fjöl-
skyldumanneskja og var mikill
aðdáandi barnabarna og lang-
ömmubarna sinna sem hún
sinnti af mikilli alúð. Börnin
mín voru svo lánsöm að njóta
ástríkis hennar og kennsluhæfi-
leikanna þar sem hún sýndi
mikla þolinmæði og þrautseigju
og þau komu aldrei að tómum
kofunum enda hafði hún sjálf
komið að því að skrifa stærð-
fræðibækur. Þegar hún var ní-
ræð þrælaði hún sér í gegnum
kennslubók í latínu til að hjálpa
ungviðinu en hún varð að játa
að hún hefði nú aðeins þurft að
hafa fyrir því. Ég mun minnast
tengdamóður minnar með hlý-
hug og samverustundanna sem
við áttum. Spjallið, röltið um
fallega garðinn hennar á sumrin
sem var þakinn alls konar blóm-
um sem hún kunni öll deili á eru
meðal þess sem kemur upp í
hugann. Ég vissi fátt betra en
þegar hún bauð okkur í læri á
sunnudögum eða kaffi og kökur.
Hún bar aldurinn ótrúlega vel
og lét í rauninni fyrst á sjá eftir
að hún slasaðist 94 ára, hún var
alltaf ung í anda og líkamlega
fær alveg fram að þeim tíma og
var mjög umhugað um allt og
alla.
Minning um einstaka konu
lifir og ég er mjög þakklát fyrir
mína hönd og barnanna minna
að hafa notið samfylgdar henn-
ar.
María.
Ég man svo vel þegar ég hitti
Ingibjörgu tengdamóður mína í
fyrsta sinn fyrir 36 árum í
Grundargerðinu. Hún var kom-
in yfir sextugt en leit alls ekki
út fyrir það. Hún var nýmóðins
kona í gallabuxum og smart
peysu. Hún var glaðleg og
kannski örlítið feimin, snögg í
hreyfingum og fljót að hlaupa
upp og niður stigana í Grundó.
Kannski voru það stigarnir sem
héldu henni svona ungri fram
yfir nírætt.
Margar minningar koma upp
í hugann þegar ég hugsa til
baka.
Ingibjörg var mjög hagsýn
kona og nýtin. Hún dró stund-
um fram eldgömul föt og fór í
og alltaf var hún flott. Eitt sinn
kom hún með 30 ára gamla
sandala sem voru orðnir nýmóð-
ins aftur, alveg heilir og fínir og
við hlógum mikið að þessu.
Ingibjörg var mikill sælkeri
og átti alltaf til kökur sem hún
hafði bakað. Ég man sérstak-
lega eftir góðu súkkulaðikök-
unni hennar, kakan var alltaf
eins í öll þessi ár. Þegar stelp-
urnar okkar Gylfa voru litlar
langaði Ingibjörgu voða mikið
til að gefa þeim súkkulaði og
fannst ómögulegt hvað við vor-
um stíf og vildum ekki leyfa
henni það. Ingibjörg hafði gam-
an af að spila við barnabörnin
og tók þau gjarnan í aukatíma í
stærðfræði ef þess þurfti, enda
með margra ára reynslu sem
kennari.
Ingibjörg keypti dönsku blöð-
in og las þau örugglega upp til
agna. Þau voru alveg nauðsyn-
leg til að hún gæti ráðið dansk-
ar krossgátur. Hún var mjög
viðræðugóð og hafði áhuga á
öllu mögulegu en var um leið
mjög hógvær manneskja. Hún
var dugleg að læra eitthvað nýtt
allt lífið, m.a. fór hún á spænsk-
unámskeið og lærði að vatnslita
eftir að hún fór á eftirlaun.
Ingibjörg var flink í að skipta
um umræðuefni ef umræður
urðu heitar á heimilinu, t.d. um
þjóðfélagsmál, og það gerðist
nú oft í minningunni. Þá bauð
hún upp á kaffi og eitthvað gott
og beindi athyglinni að öðru.
Mér eru minnisstæðar ferðir
okkar í sumarbústaði, sérstak-
lega kemur upp í hugann ferð á
Snæfellsnes þar sem hún var að
verða níræð og gekk endalaust
með okkur og skoðaði kennileiti.
Hún viðurkenndi aldrei að hún
væri þreytt. Að gefast upp var
ekki í boði hjá Ingibjörgu. Ég
held samt að hún hafi verið al-
veg uppgefin eftir daginn.
Þegar við komum í Grundó
og sólin skein fannst Ingibjörgu
nauðsynlegt að setjast út í garð
og bjóða upp á kaffi og meðlæti.
Í minningunni var einhvern
veginn svo oft sól og hiti í fal-
lega skjólgóða garðinum þeirra
Ingibjargar og Kristins. Garð-
urinn í Grundó var fullur af æv-
intýrum og fallegum plöntum og
barnabörnin nutu þess að
hlaupa um og leika í garðinum.
Maður upplifði sig oft eins og að
vera í útlöndum þar.
Ingibjörg var þrautseig og
gafst ekki upp fyrr en rétt í lok
lífsins.
Nú er hún elsku Ingibjörg
laus við þjáningar og komin á
betri stað. Ég þakka henni sam-
fylgdina í öll þessi ár. Blessuð
sé minning Ingibjargar Þorkels-
dóttur.
Ragna Björg Þórisdóttir.
Ingibjörg og Kristinn,
tengdaforeldrar mínir, voru
glæsileg hjón. Þau kynntust á
Keflavíkurflugvelli, en þar
starfaði hún þá hjá Veðurstof-
unni og Kristinn var lögreglu-
þjónn. Síðar var hann við störf
hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York og í Palestínu 1950-51 og
dvaldi Ingibjörg hjá honum í
Palestínu í nokkra mánuði. Með
eldri börnin fluttu þau í tvö ár
til Ísafjarðar þar sem Kristinn
var yfirlögregluþjónn. En
lengst bjuggu þau í Reykjavík.
Þau byggðu parhús í Grund-
argerði með Sigríði systur Ingi-
bjargar og manni hennar. Í
meira en 50 ár bjuggu þær syst-
ur hlið við hlið og samgangur
var mikill. Þau voru meðal
frumbyggja í Smáíbúðahverfinu.
Í Grundargerði 9 var heimili
hennar í 64 ár eða til æviloka.
Fljótlega hófu þau að rækta
garðinn við húsið sitt og varð
hann að sannkölluðum skrúð-
garði sem hlaut verðskuldaða
athygli. Kristinn varð einn af
brautryðjendum í að rækta dalí-
ur. Margar blómstrandi plöntur
mátti sjá í tveimur gróðurhús-
um sem stóðu á lóðinni og heill-
uðu unga sem aldna. Garðurinn
og gróður voru líka yndi Ingi-
bjargar sem var alin upp við
ræktun og garðyrkju og meðan
kraftar leyfðu gerði hún sitt til
að halda garðinum við. Þarna
leið henni vel.
Ingibjörg settist á skólabekk
þegar yngsta barnið hóf skóla-
göngu og lauk kennaraprófi.
Síðar bætti hún við sig á sviði
kennslu, einkum í stærðfræði og
sótti námskeið erlendis. Strax
að námi loknu varð hún kennari
við Breiðagerðisskóla. Hún var
svo yfirkennari þar í áratug og
einn vetur gegndi hún stöðu
skólastjóra. Hún vann einnig
fyrir Námsgagnastofnun. Áhugi
hennar var á sviði stærðfræði
og átti hún þátt í að rita
kennslubækur í þeirri grein fyr-
ir grunnskólanemendur. Við
þau störf eignaðist hún góðar
vinkonur. Hún naut sín í góðum
félagsskap í saumklúbbi og
meðal samstúdenta og annarra
er hún átti samleið með. Ingi-
björg var samviskusöm og
skynsöm, glaðvær og gestrisin
og tók vel á móti öllum sem
hana sóttu heim.
Þegar gamall skólamaður
norður í landi, kvæntur frænku
minni, heyrði hverrar ættar
tengdamóðir mín væri sagði
hann: „Já, þetta gáfufólk.“ Ingi-
björg var gáfuð og skarpgreind,
alin upp á menntaheimili. Faðir
hennar var stærðfræðingur og
eðlisfræðingur sem hélt fyrir
aldamótin 1900 til Kaupmanna-
hafnar að loknu stúdentsprófi til
frekari mennta. Bræður Ingi-
bjargar fóru líka til þangað til
framhaldsnáms á sviði raunvís-
inda og urðu allir verkfræðing-
ar. Það er því ekki að undra að
stærðfræði yrði áhugasvið Ingi-
bjargar. Reyndar hafði hún í
huga að nema veðurfræði í Nor-
egi, en þá kom Kristinn inn í
myndina og lífið tók aðra
stefnu.
Hún var vel að sér um mý-
margt og fylgdist með sam-
félagsmálum af áhuga. Hún
vildi alltaf hafa eitthvað fyrir
stafni, sótti myndlistarnám-
skeið, nam spænsku um tíma,
settist stundum við píanóið,
greip í prjónana, leysti kross-
gátur á dönsku.
Hún var stolt af börnum sín-
um sem öll eru vel menntuð,
greind og áhugasöm um menn
og málefni. Náið og gott sam-
band var milli hennar og dótt-
urinnar og víst er að Þóra mun
sakna móður sinnar mikið. Við
áttum notalegar morgunstundir
með henni hin seinni ár, sem
alla tíð bjó í húsinu. „Mikið er
gaman að sjá ykkur,“ voru jafn-
an orð hennar, þótt við hefðum
nýlega komið. Axel var stoð
hennar og stytta síðustu árin og
án hans hefði hún ekki getað
búið heima svona lengi. Hún
lést á 98. aldursári. Blessuð sé
minning Ingibjargar.
Þorvaldur Karl Helgason.
Þá er komið að kveðjustund
amma mín. Efst í huga er þakk-
læti fyrir fjölmargar samveru-
stundir okkar. Sumar í Vaðnesi,
aðrar á Spáni en flestar þeirra í
Grundargerðinu. Heimilið sem í
huga mér er jafn órjúfanlegur
hluti af þér og Kristinn afi, þó
að það séu að verða 18 ár frá
því að hann kvaddi okkur.
Amma og afi í Grundó. Hjá ykk-
ur var gott að vera, úti sem
inni. Í ilmandi gróðurhúsinu
með dalíum og öðrum framandi
blómum.
Það er eins og sumarið byrji
alltaf fyrr í Grundargerðinu og
hvort sem við sátum við gos-
brunninn eða á veröndinni að
framan var oft eins og ég væri
skyndilega staddur í útlöndum
þegar við komum í heimsókn.
Móttökurnar þínar svo hlýjar
og innilegar að ég vissi að ég
var alltaf velkominn inn á heim-
ilið og þar leið mér alla tíð vel.
Hægt var að ganga að því með
nokkurri vissu hvaða kökur og
veitingar væru á boðstólum,
sem veitti notalega tilfinningu
og tilhlökkun. Eftir því sem ár-
in liðu fékk ég tækifæri til þess
að sjá aðra hlið á þér, þessari
glæsilegu konu sem ég fékk að
kalla ömmu. Þú leyfðir mér að
kynnast þér sem einstaklingi.
Það var gaman að koma til þín
og ræða um pólitík og heimsmál
þótt við værum alls ekki alltaf
sammála. Rökræður og skoð-
anaskipti urðu áreynslulaus í
notalegu stofunni með kökud-
iskinn í seilingarfjarlægð. Ég
man eftir að hafa hugsað hvort
nemendur þínir hefðu fengið að
sjá þessa hlið á þér en mér
fannst þú alltaf hafa mikinn
áhuga á öðru fólki og þá sér-
staklega yngra fólki. Það fékk
ég að upplifa eftir að ég sjálfur
varð foreldri og er ég ánægður
að eiginkona mín Fríður og
börnin mín, Þuríður Katrín og
Gunnar Helgi, hafi fengið að
kynnast þér og Grundargerð-
inu. Minningin þegar þú sann-
færðir sex ára gamla Þuríði
Katrínu um að hún væri að
kenna þér, spilamanneskjunni
miklu, ólsen-ólsen mun lifa með
okkur um ókomin ár og fram-
kalla bros fallegra minninga og
góðra stunda.
Hvíli í friði elsku amma,
hvíldu í ró með afa.
Kristinn Þorvaldsson.
Heppin var ég með hana
ömmu mín hana Ingibjörgu,
sem tók alltaf á móti mér með
bros á vör og náði alltaf að fylla
heilt borð af bakkelsi á auga-
bragði þótt maður kæmi óvænt.
Hún gaf stórfjölskyldunni sam-
verustundir með laufa-
brauðsbakstri. Amma virtist
alltaf eiga óþrjótandi magn lít-
illa litskrúðugra páskaeggja um
páskana.
Við amma höfðum alltaf um
nóg að spjalla, hvort sem það
var um pólitík, það sem ég var
að læra um í skólanum eða um
það sem hún hafði upplifað á
sinni ævi. Ég hef alltaf verið
mjög stolt af henni ömmu
minni. Þegar ég var lítil lærði
ég stærðfræði upp úr bók sem
hún hafði samið og seinna fór
ég svo í aukatíma í stærðfræði
til hennar. Hún virtist hafa
endalaust þol, ég þurfti að biðja
um pásu eftir tvo tíma, en hún
hefði getað haldið áfram. Amma
kenndi mér líka 7up, kóngakap-
al og þrautseigju. Þegar ég var
að byrja í háskólanum var ég
svo lánsöm að amma bauð mér
að búa hjá sér. Þá var hún tæp-
lega níræð. Það var svo gaman
að spjalla við ömmu og fá henn-
ar skoðanir á málefnum líðandi
stundar. En ég er líka þakklát
fyrir rólegu og hversdagslegu
stundirnar sem við áttum sam-
an yfir morgunkaffi og súkku-
laðibita. Í sólinni úti í garðinum
að dást að rósunum eða að
hlusta saman á útvarpið hvor í
sínu horni með eitthvað að lesa.
Ég man sérstaklega eftir einu
sinni í janúar, eftir marga
dimma daga og þungan vetur,
þegar allt í einu dró frá sólu og
geislarnir fylltu stofuna hennar.
Amma vökvaði blómin og stakk
svo upp á því að við héldum upp
á sólina með smá kaffi og köku.
Ég er þakklát fyrir að hafa
átt ömmu mína að og hafa feng-
ið að deila með henni bæði
litlum og stórum stundum í líf-
inu.
Þín
Kamilla.
Ég kynntist Ingibjörgu og
Kristni fyrir rúmlega fjórum
áratugum þegar þau hjónin
opnuðu í reynd heimili sitt fyrir
mér og tóku mig inn í fjölskyld-
una sem tengdadóttur. Ég átti
lengi skjól í Grundargerðinu og
á ótal fallegar minningar þaðan.
Það var gott að vera tengda-
dóttir þeirra hjóna og það var
ómetanlegt að eiga þau áfram
að vinum eftir að leiðir okkar
Gunnars Helga skildi.
Eftir að ég flutti af landi
brott árið 1998 og stofnaði nýja
fjölskyldu, nærðum við Ingi-
björg áfram okkar vináttu með
reglulegum bréfaskriftum og
tækifærisgjöfum og ég var
ávallt velkomin í heimsókn í
Grundargerðið þegar ég átti
leið um. Þegar ég les bréfin
hennar núna aftur, blasir við
mér þessi ótrúlega gáfaða og
trygglynda kona, kona sem bar
hag allra sinna svo ríkulega fyr-
ir brjósti, kona sem fylgdist svo
vel með og hafði skoðanir á
þjóðfélagsmálum, kona sem
ræktaði sinn eigin hug eftir ótal
leiðum – kær vinkona.
Takk elsku Ingibjörg fyrir
vináttuna og tryggðina. Megir
þú hvíla í friði!
Þóra Magnúsdóttir.
Ingibjörg var samstarfskona
okkar um langt árabil, nánar til-
tekið á 8. og 9. áratug síðustu
aldar. Starf okkar fólst í náms-
efnisgerð í stærðfræði sem við
unnum að ásamt nokkrum öðr-
um á vegum skólarannsókna-
deildar menntamálaráðuneytis-
ins sem svo hét þá en deildin
hafði það hlutverk að standa
fyrir endurskoðun námsefnis í
grunnskóla.
Það eru engar ýkjur að segja
að Ingibjörg hafi verið eins kon-
ar mentor okkar sem urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að
vinna með henni. Þrátt fyrir að
Ingibjörg hafi verið um 20 árum
eldri en við fundum við aldrei
fyrir aldursmuninum í hinni ein-
staklega jákvæðu og skemmti-
legu samvinnu. Ingibjörg var
nefnilega óvenjuopin fyrir nýj-
ungum, ávallt leitandi, sveigj-
anleg í hugsun, tilbúin til að
skoða ólíkar hugmyndir og fús
að læra eitthvað nýtt. Jafnframt
var hún afar rökföst og fylgin
sér – samt alltaf á mjúku nót-
unum. Samvinnan var því æv-
inlega skemmtileg, jákvæð og
afar menntandi, sem var ekki
síst Ingibjörgu að þakka. Þegar
Ingibjörg las yfir efni frá okkur
gátum við verið þess fullvissar
að engar villur fengju að laum-
ast að. Sagt var um Ingibjörgu,
bæði í gríni og alvöru, að hún
hefði röntgenaugu en með því
var átt við að engin vitleysa
færi fram hjá henni.
Vinátta okkar hélst eftir að
samstarfinu lauk og hittumst
við annað slagið alveg fram á
síðasta ár þegar kórónuveiran
kom í veg fyrir kaffisamdrykkj-
ur okkar þriggja. Það var alltaf
jafn ánægjulegt að hitta Ingi-
björgu. Hún fylgdist vel með
málefnum sem efst voru á baugi
í samfélagsumræðunni, ekki síst
þróuninni í skólamálum, og var
einstaklega áhugasöm og athug-
ul. Hún fylgdist vel með okkur
og spurði ætíð frétta af fjöl-
skyldunum, einkum börnunum
okkar. Á síðustu æviárum Ingi-
bjargar minnkaði hreyfigeta
hennar og heyrn. Það voru einu
aldurseinkennin sem við urðum
varar við en kímnigáfan, minnið
og ekki síst frjó og skýr hugs-
unin gáfu ekkert eftir.
Sem dæmi um jákvæðni og
húmor Ingibjargar má nefna
hvernig hún lýsti dagdvöl eldri
borgara á Vesturgötu. Hún út-
málaði hversu mikil tilbreyting
væri fólgin í að fara út úr húsi,
hitta skemmtilegt fólk og ekki
síst að sitja og sauma með
bekkjarbræðrum sínum, „strák-
unum úr stærðfræðideildinni“.
Það er gæfa að fá að eldast
eins vel og Ingibjörg og búa við
jafn góðar aðstæður og hún í
ellinni. Hún bjó heima með að-
stoð barna sinna en í sama húsi
bjó sonur hennar sem var henni
mikill styrkur.
Við minnumst Ingibjargar
með söknuði og þakklæti fyrir
ómetanlega vináttu.
Hanna Kristín Stefánsdóttir
og Ragnhildur Bjarnadóttir.
Ingibjörg
Þorkelsdóttir