Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 ✝ Jóhanna Da-hlmann fædd- ist á Ísafirði 18. október 1933. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hrafn- istu við Laugarás 29. janúar 2021. Foreldrar Jóhönnu voru Sigurður J. Dahlmann, um- dæmisstjóri Pósts og síma á Ísafirði, f. 31. mars 1899 á Seyðisfirði, d. 19. nóvember 1955 og Guð- laug Margrét Dahlmann, f. 7. ágúst 1907 á Tannstaðabakka í Hrútafirði, d. 24. júní, 1993. Systkini Jóhönnu voru Ebba, f. 1932, d. 2014, Jón, f. 1938, d. 2013 og Svanborg, f. 1943, d. 2001. Þann 7. júní 1958 giftist Jóhanna Guðmundi Ásgeirs- syni, f. 1927 í Reykjavík, d. 2006. Foreldrar hans voru Ás- geir Ásgeirsson frá Fróðá, f. 1897, d. 1978 og Karólína Sveinsdóttir, f. 1895, d. 1991. Börn Jóhönnu og Guðmundar eru: 1) Sigurður Bragi verk- fræðingur, f. 1958, sambýlis- kona hans er Irina Kiry læknir, sonur þeirra er Agnar Ingi, f. 2005. Sigurður Bragi var kvæntur Sólveigu Hjaltadóttur. lækni. Þeirra dætur eru Jó- hanna Clara, f. 1997, sambýlis- maður Helgi Ragnar Gunn- arsson, Mathilda Evelyne, f. 2005 og Magdalena, f. 2008. 5) Bryndís viðskiptafræðingur, f. 1972, gift Ívari Kristjánssyni, MBA. Þeirra börn eru Arn- katla, f. 2000, Hrafnkatla Dahl- mann, f. 2003 og Ívar Kristján, f. 2009. Dóttir Ívars er Solveig María, f. 1991. Jóhanna Ingibjörg Sigurð- ardóttir Dahlmann fæddist á Ísafirði og bjó þar á Aðalstræti 18 fram að sautján ára aldri, en flutti þá til Reykjavíkur. Jó- hanna lauk gagnfræðaprófi og lærði á píanó í Tónskóla Ísa- fjarðar hjá Ragnari H. Ragnar og Sigríði Jónsdóttur og stund- aði síðan píanónám við Tónlist- arskólann í Reykjavík, í tvo vet- ur, hjá Árna Kristjánssyni. Jóhanna vann síðan hjá Lands- banka Íslands, á árunum 1953- 1967. Jóhanna og Guðmundur bjuggu lengst af á Grenimeln- um. Þau fluttu til Neskaupstað- ar árið 1967 og bjuggu þar á Melagötu 2 til ársins 2000. Jó- hanna vann þar í útibúi Lands- bankans. Árið 2000 fluttu Jó- hanna og Guðmundur frá Neskaupstað á Álftanes. Eftir andlát Guðmundar flutti Jó- hanna í Boðaþing í Kópavogi og síðan á Hrafnistu við Laug- arás sumarið 2019. Útför Jóhönnu fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 12. febrúar, klukkan 15. Þau skildu. Þeirra börn eru Birkir Karl, f. 1996, sam- býliskona Birna Sif Árnadóttir, og Signý Ósk, f. 2000). Dóttir Birkis er Tanja Lea, f. 2017. 2) Gunnar Karl hagfræðingur, f. 1959, kvæntur Hrefnu Lovísu Hrafnkelsdóttur, þjónustufulltrúa hjá Icepharma. Þeirra börn eru Katla Lovísa, f. 1989, lögmaður, gift Erni Er- lendssyni verkfræðingi, og Bogi Agnar, f. 1993, lögfræðingur, sambýliskona hans er Rósa Stefánsdóttir ljósmyndari. 3) Ásgeir Heimir viðskiptafræð- ingur, f. 1962, kvæntur Mar- gréti Helgadóttur fjölmiðla- fræðingi. Þeirra börn eru Sindri Hrafn, f. 1991, hagfræð- ingur, Hanna Margrét, f. 1997, sambýlismaður hennar er Frið- bert Elí Gíslason, og Harpa Kara, f. 2002. Áður átti Heimir Birnu, f. 1983, ferðamálafræð- ing. Tvíburasynir hennar eru Bjarni Dagur og Bragi Leó, f. 2008. 4) Hanna Guðlaug, list- fræðingur og sagnfræðingur, f. 1969, gift Bertrand Lauth Ástkær móðir mín, Jóhanna Dahlmann, oftast kölluð Hanna Dahlmann, lést föstudaginn 29. janúar. Fráfall hennar kom okk- ur á óvart, henni heilsaðist vel og var lífsglöð. En allt í einu var tími mömmu minnar liðinn, engin leið að vera undir það búinn. Það er erfitt að rita minning- argrein um móður sína, því hvað á meira sameiginlegt en móðir og barnið hennar sem hún hefur borið í eigin líkama, fætt og alið upp. Mamma var einstök að mati allra þeirra sem henni kynntust. Hún var gáfuð, skemmtileg og glaðlynd, vel að sér í bókmennt- um og listum, ráðagóð fram á síð- asta dag og með einstakt jafnað- argeð og kímnigáfu. Hún lærði píanóleik og hafði alla tíð yndi af klassískri tónlist. Mamma var fjöltyngd, víðlesin og gaf okkur systkinunum því ómetanlegt menningarlegt uppeldi. Hún var líka afburðanámsmaður en röð tilviljana gerði það að verkum að hún gat ekki farið í háskólanám. Móðir mín átti okkur fimm systkinin og tileinkaði líf sitt upp- eldinu á okkur, var ánægð með hlutskipti sitt í lífinu og ætlaðist til einskis í staðinn. Hún einbeitti sér að því að við hefðum það ávallt sem best og fengjum þá menntun sem hún fór á mis við. Var hún því ánægð að við skyld- um öll ljúka háskólanámi. Ekki man ég eftir að hún hafi nokkru sinni eignast óvin heldur þvert á móti var hún vel liðin af öllum þeim sem henni kynntust og það voru margir enda heimilið okkar ætíð öllum opið og mikill gestagangur. Það var gæfuspor þegar við fjölskyldan fluttum til Neskaup- staðar seint á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Þar var gott að alast upp og við systkinin fengum þar gott atlæti, í senn skemmtilegt og fræðandi. Móðir okkar var alltaf til staðar þegar við systkinin komum heim úr skólanum og þá gat maður rætt og fengið ráð- leggingar hjá henni um allt milli himins og jarðar. Móðir mín var gift föður mín- um Guðmundi Ásgeirssyni sem lést árið 2006 og var það hjóna- band einstaklega farsælt og þau mjög samrýmd. Ekki man ég eft- ir því að hafa orðið vitni að ósam- lyndi þeirra á milli. Þau voru hin- ir bestu foreldrar og hef ég alið börn mín upp með þau sem fyr- irmynd. Þegar mamma var spurð hvort hún væri „A“-manneskja sem fer snemma að sofa eða „B“-mann- eskja sem fer seint að sofa sagð- ist hún vera „C“- manneskja, sú sem færi mjög seint að sofa. Og það var einmitt seint að nóttu sem hún tók sín seinustu skref. Móðir mín vildi aldrei láta „hafa fyrir sér“ og þó að ég ítrekaði við hana að ýta á neyðarhnappinn ef hún kenndi sér meins þá vissi ég að hún myndi aldrei ýta á hann, hún vildi ekki frekar en áður valda öðrum ónæði … og þannig kvaddi elsku móðir mín. Móðir okkar var einstaklega heiðarleg og vel gerð kona. Mikið þótti mér vænt um hana alla tíð. Minningarnar um mömmu mína spanna frá því að ég var lít- ill strákur og til fullorðinsaldurs, virðist örstutt stund í huga mín- um þegar litið er um farinn veg. Sakna ég löngu liðinnar tíðar sem eitt sinn var líðandi stund. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, elsku mamma. Betri móður hefði ég ekki getað eignast. Sigurður Bragi Guðmundsson. Þegar árunum fjölgar er það oft fyrst þá sem margir átta sig á því að ástríkt samband foreldra og barna er einhver mikilvægasti farangurinn út í lífið. Við systk- inin urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa við mikið ástríki og öryggi og fengum oft að heyra það frá foreldrum okkar að við værum mesta blessunin og stærsta afrekið í lífi þeirra. Sjálf átti mamma góða for- eldra og yndislega æsku á Ísa- firði. Mamma var afburðanáms- manneskja og píanónemandi. Hugur hennar stefndi á nám í Englandi og fékk hún inngöngu í skóla þar en að öðrum kosti vildi hún fara menntaskóla. En örlög- in og tíðarandinn höguðu því þannig að það gekk ekki upp. Hún tók upp á sitt eindæmi sautján ára að fara suður og hefja framhaldsnám í píanóleik í Tón- listarskóla Reykjavíkur. Mamma fékk því miður ekki tækifæri til að ljúka píanónáminu því hún þurfti að hætta vegna veikinda föður hennar og fara að vinna. Hóf hún störf í Landsbankanum og kynntist pabba okkar nokkr- um árum síðar. Var það gæfa þeirra beggja enda hjónabandið einstaklega farsælt. En menntunarþrá hennar hélt áfram. Þegar hún var búin að eignast bræður okkar þrjá fór hún í kvöldnámskeið í frönsku og innritaði sig einnig í Gamla Kennaraskólann árið 1967, en um það leyti varð sú breyting á lífi þeirra að pabba bauðst vinna í Neskaupstað og þangað austur flutti fjölskyldan. Á æskuheimili okkar á Mela- götu 2 ríkti glaðværð og ákaflega afslappað andrúmsloft. Mamma var ekki að æsa sig yfir smámun- um eins og of mörgum skópörum í forstofunni eða ryki á hillum. Hún lagði frekar áherslu á að hlusta á okkur, fræða, hvetja og gefa góð ráð. Mamma leyfði okk- ur systrum að setja upp leikhús í kjallaranum, fimleikaaðstöðu á efri hæðinni, hafði gaman af uppátækjum okkar og tók jafnvel þátt í þeim. Hún hafði einstak- lega létta lund og góða kímni- gáfu. Mamma las fyrir okkur á kvöldin og þá gjarnan þjóðsögur, ævintýri eða dönsk Andrésblöð sem hún snaraði með hraði yfir á íslensku. Þegar tími gafst til hjá mömmu gat hún gleymt sér yfir lestri góðra bóka, handavinnu, dönskum krossgátum eða að spila á píanóið og varð Chopin oft fyrir valinu. Þegar sú eldri af okkur systr- um lauk grunnskóla lá leiðin í menntaskóla í Reykjavík og þá vildi sú yngri líka fara suður og klára þar grunnskóla. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir mömmu og pabba að sjá á eftir okkur fara til Reykjavíkur. En ekki ætlaði mamma að standa í vegi fyrir menntunaráformum dætra sinna. Við vorum ef til vill of ungar en vissum hvað við vildum, eins og mamma forðum. Hún var svo sterk fyrirmynd. Þegar pabbi dó urðum við mæðgur enn samrýndari og hitt- umst oft í viku. Við fórum oft út að borða, en einnig í fjölmargar sumarbústaðaferðir og ógleym- anlegar borgarferðir til London, Parísar og Kaupmannahafnar. Ávallt ríkti mikil kátína. Nú þegar við kveðjum mömmu með miklum trega og söknuði er það ekki síst óendanlegt þakklæti sem býr í hjörtum okkar og mun hjálpa okkur að yfirstíga sorgina. Við eigum svo margar yndislegar minningar um einstaka mömmu, sem var okkur svo margt og gaf okkur svo mikið. Hanna Guðlaug og Bryndís. Kæra Jóhanna. Ég kynntist þér fyrir 29 árum þegar þið Guð- mundur buðuð okkur Hönnu Guðlaugu á flottasta veitingahús þess tíma í Reykjavík. Á þessum árum, áður en við Hanna Guðlaug fluttum til Íslands, gáfust fjöl- mörg tækifæri til að kynnast þér betur með reglulegum heimsókn- um til Neskaupstaðar og á Álfta- nesið. Ég man hversu vel var tek- ið á móti okkur, ekkert var til sparað. Afar góðar minningar eru síðan um nokkur ferðalög okkar í Frakklandi sem voru einnig tækifæri til samveru og margra umræðna. Í gegnum þig kynntist ég á svo margan hátt ís- lenskri menningu og tungu, sögu og sál, sem var mér afar dýr- mætt. Þú reyndist mér góður ís- lenskukennari. En umfram allt kynntist ég líka hugsunarhætti sem einkenndist af jákvæðni, um- burðarlyndi og altrúisma, þvílík- ur lærdómur í þessum heimi. Undanfarna mánuði hafa þín veikindi og, mest af öllu, farald- urinn fjarlægt þig frá okkur sem var sársaukafullt. Núna átti loks- ins að rjúfa einangrun þína og færa okkur aftur margar gleði- legar samverustundir, þegar þú kvaddir. Kæra Jóhanna, ég er þakklát- ur fyrir að hafa átt þig fyrir tengdamóður og eiga þessar góðu stundir til að heimsækja í huganum. Foreldrar mínir vilja einnig þakka þér góð kynni og vináttu í gegnum árin og senda fjölskyldunni allri sínar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Þinn tengdasonur, Bertrand. Tengdamamma mín var ein- stök manneskja. Víðlesin, fróð, ofboðslega fyndin og skemmtileg. Það sem við gátum hlegið saman að vitleysunni hvor í annarri. Hún sýndi mér alltaf svo mikinn áhuga, þekkti mitt fólk með nafni og spurði alltaf frétta. Kötlu og Boga var hún einstaklega ljúf og góð amma og fylgdist svo vel með því sem þau voru að fást við. Sumrin þeirra í Neskaupstað hjá ömmu og afa voru svo skemmti- leg. Afi og amma endalaust að sinna þeim, leika, spjalla og fræða. Þar mátti allt Það var alveg sama hvort um- ræðuefni okkar Hönnu var Justin Bieber, pólitík, tónlist eða danska drottningin. Hún var mér fremri á öllum sviðum. Mér leið alltaf svo vel eftir spjall í síma eða heimsókn. Hún var óspör á hól, tók eftir nýjum klippingum, fötum og slíku. Gaf af sér mikla hlýju og væntum- þykju. Ég kveð yndislega tengda- mömmu með söknuði. Nú er hún komin til Gumma síns sem hún saknaði svo mikið. Síðustu mán- uðir hafa verið erfiðir og ég hafði ekki tækifæri til að heimsækja hana vegna þeirra takmarkana sem við höfum þurft að lúta. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Hrefna Lovísa. Það er komið að kveðjustund. Með sorg í hjarta og söknuði kveð ég nú elskulega tengdamóð- ur mína, Jóhönnu Dahlmann. Allt frá því hún bauð mig velkomna í fjölskylduna fyrir rúmum þrem- ur áratugum hafa samverustund- irnar verið margar og einstak- lega ánægjulegar. Það eru margar góðar minn- ingar sem nú koma upp í hugann frá heimsóknum okkar Heimis til Hönnu og Guðmundar austur til Neskaupstaðar. Þangað var gott að koma. Börnin okkar bættust við hvert af öðru og alltaf var glatt á hjalla. Jafnan var slegið upp veislu þegar von var á okkur í bæinn með viðeigandi kræsing- um. Sérstaklega var passað upp á að öllum liði vel meðan á dvölinni stóð og minnast börnin okkar með miklum hlýhug þessara ferða austur, líkt og við hjónin. Eftir að Hanna og Guðmundur fluttu í bæinn urðu samveru- stundirnar fleiri og eftir sem áð- ur alltaf skemmtilegar. Þau bjuggu sér gott heimili í bænum og þangað var gott að koma. Það var mikill missir fyrir Hönnu þegar Guðmundur féll frá árið 2006. Þau voru einstaklega sam- rýnd hjón og samband þeirra fal- legt. Hanna spurði mig oft hvaðan ég væri að koma eða hvert ég væri að fara. Hún hafði ákaflega gaman af því að heyra frásagnir af ferðalögum og nýjum ævintýr- um og samgladdist okkur yfir þeim tækifærum sem við höfðum til að skoða heiminn og upplifa nýja hluti. Hún lifði sig svo inn í frásögnina að það var oft eins og hún væri með í för. Síðustu tvö árin bjó Hanna á Hrafnistu við Laugarás. Dæturn- ar Hanna Guðlaug og Bryndís höfðu fundið henni öruggan og góðan dvalarstað og þar leið henni vel. Hanna var ákaflega létt í skapi. Hún var mikill húmoristi og það var alltaf stutt í hláturinn. Hún dvaldi stutt við umræðu um heilsu sína og líðan og sagði gjarnan „Æ, tölum um eitthvað skemmtilegra“. Allir þessir kost- ir hafa eflaust hjálpað henni í gegnum þá erfiðu tíma sem síð- ustu mánuðir hafa verið. Sökum sóttvarna hafa heimsóknir og samverustundir með stórfjöl- skyldunni verið af skornum skammti þótt börn hennar hafi skipst á að sinna henni af ein- stakri umhyggjusemi á þessu erf- iða tímabili. Hittingur stórfjölskyldunnar á nýársdag var ógleymanleg stund. Með hjálp tækninnar söfnuðust allir saman, hver fjölskylda við sinn skjá, til að fagna nýju ári. Stoltið og gleðin leyndi sér ekki þegar Hanna leit yfir hópinn sinn. Hún ljómaði og hafði á orði hversu mikið ríkidæmi hennar væri. Nú hefur Hanna lagt af stað í sitt síðasta ferðalag. Hún heldur áfram að vera hluti af okkur í gegnum ljúfar minningar. Góða ferð elsku Hanna mín. Þín verður sárt saknað. Margrét Helgadóttir. Elsku elsku amma, þú varst og verður alltaf í minningunni já- kvæðasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Þú kenndir mér hvað það er mikil- vægt að vera þakklát fyrir litlu hlutina. Það situr sterkt í mér þegar við systkinin og pabbi komum til þín út á Álftanes og það þurfti ekki meira en KFC til að sjá þig brosa og koma þér í gott skap. Ég ætla að gera allt til þess að horfa á lífið eins og þú gerðir. Þú varst á undan þinni kynslóð, ég heyrði þig aldrei tala illa um neinn eða neitt og varst þú að því leyti fyrirmynd í alla staði. Það verður sárt að kveðja en ég veit svo sannarlega að minning þín mun lifa um ókomna tíð. Vertu sæl elsku amma. Signý Ósk Sigurðardóttir. Elsku amma okkar. Það er svo margt sem við vilj- um geta sagt við þig. Við erum full af sorg og söknuði eftir að þú fórst frá okkur. Það sem við vild- um að við gætum knúsað þig einu sinni enn og sagt þér hversu stór- an stað þú átt í hjarta okkar. Þó er það huggun að vita af þér á stað þar sem þú ert laus frá öllum meinum og komin aftur í faðm afa. Efst í huga okkar er fyrst og fremst mikið þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa getað kallað svona stórkostlega konu eins og þig ömmu okkar. Takk fyrir jákvæðnina og þann einstaka eiginleika sem þú hafðir að geta umvafið mann hlýju og gleði með nærveru þinni. Takk fyrir að hafa haft góða kímnigáfu og vera svona hlátur- mild. Þegar farið er yfir myndir af þér varstu annaðhvort skæl- brosandi eða hlæjandi. Þú varst afburðagreind og vissir svo margt og mikið. Það var alltaf hægt að tala við þig um alla mögulega hluti. Takk fyrir ómetanlega tíma sem við áttum með þér og afa bæði í Neskaupstað og á Álfta- nesinu, þeir eru okkur svo dýr- mætir. Við vildum óska þess að við gætum eignast fleiri minning- ar með þér en við fengum mögu- leika á, en fyrir þig, elsku amma, ætlum við að brosa í gegnum tár- in og vera jákvæð eins og þú. Það er svo sannarlega stórt skarð sem er skilið eftir í fjöl- skyldunni, en minningarnar um þig munu lifa áfram með okkur um ókomna tíð og ylja okkur. Með þungum harmi kveðjum við þig og minnumst þín með ást og söknuði. Við elskum þig af öllu hjarta, elsku amma. Frá nöfnum þínum, Jóhanna Clara Lauth, Hanna Margrét Heimisdóttir. Elsku amma. Þetta hafa verið erfiðir og skrítnir tímar. Það er svo erfitt að þú sért farin, þú varst svo stór hluti af okkar lífi. En núna ert þú örugg hjá afa, sem þér og okkur þótti svo vænt um. Þú varst alltaf svo jákvæð og bjartsýn sem skiptir svo miklu máli. Þú kenndir okkur það. Þú kenndir okkur að finna alltaf hið jákvæða og góða í öllu. Svo margt sem við hefðum viljað gera með þér. En við eigum svo margar dýr- mætar minningar um þig sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar. Okkur mun alltaf þykja svo vænt um þig. Við vonum að við höfum gert þig stolta, elsku amma. Þú hrósaðir okkur oft og varst svo góð við okkur. Við vor- um svo stoltar að eiga þig fyrir ömmu. Mathilda og Magdalena. Jóhanna Dahlmann Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.