Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Elsku amma. Það er enn hálf- óraunverulegt að nú sért þú far- in. Mér finnst ég enn geta tekið upp símann og hringt í þig eða komið við hjá þér og spjallað. Yf- irleitt þegar ég kom til þín þá gleymdi ég tímanum og allt í einu voru klukkutímar liðnir þar sem við sátum og ræddum allt milli himins og jarðar. Mér fannst ég alltaf léttari og glaðari á eftir enda varstu einstakur gleðigjafi, alltaf kát og í góðu skapi. Þú varst með mikinn húmor og hlóst mikið, mest gerðir þú þó grín að sjálfri þér. Hláturinn þinn var smitandi og gleðin einhvern veginn geisl- aði frá þér. Þannig sé ég þig alltaf fyrir mér. Þú varst dálítið á undan þinni samtíð. Þú hefðir notið þín svo vel hefðir þú fæðst í dag með alla möguleikana á að ferðast, mennta þig og upplifa heiminn. Þú hefðir farið í háskólanám, sem ekki stóð þér til boða á sínum tíma, og ferðast meira en þú gerðir. Þú varst heimsborgari í eðli þínu og ferðaðist m.a. með systr- um þínum til Rómar, Parísar og London, sem var einstakt á þeim tíma, ásamt því að fara til Suður- Evrópu og til Ameríku áður en það var á allra færi. Þú hefðir nýtt þér tæknina og netið til að afla þér þekkingar, enda klár, fróðleiksfús og vel að þér á flest- um sviðum. Þú kaust mun frekar að borða sushi, pizzur, pasta og salat, eða jafnvel eitthvað meira framandi, heldur en hinn hefð- bundna íslenska heimilismat sem þú varst alin upp við. Við vorum með ótrúlega svipaðan smekk á mörgu og náðum svo vel saman. Þú varst ekki bara amma mín, heldur líka vinkona mín. Við höfum átt svo ótal margar góðar stundir. Við áttum ein- staka tíma saman í Neskaupstað þar sem ég var svo heppin að fá að eyða hluta úr sumri á hverju ári með ykkur afa, allt frá því ég var þriggja ára gömul og þar til þið fluttuð í bæinn. Þaðan á ég margar góðar minningar. Ég hugsa líka með hlýju til ferðalag- anna með þér um landið og til allra notalegu stundanna heima. Mér þykir sárt að samveru- stundirnar hafi verið færri síð- ustu mánuðina vegna heimsókn- artakmarkana. Mér þykir líka afskaplega sárt að þú hafir ekki fengið að sjá langömmubarnið sem er nú væntanlegt eftir aðeins nokkrar vikur. Ég er þó þakklát fyrir öll eftirminnilegu símtölin sem við áttum síðustu mánuði þar sem við ræddum barnið. Þú hlakkaðir svo til að fá að hitta hana. Ég er líka þakklát fyrir tímann sem ég fékk með þér á gamlársdag þegar aðeins var dregið úr heimsóknartakmörk- unum. Sú minning er nú ómet- anleg en þér fannst svo gaman að fá að sjá óléttukúluna. Elsku amma, takk fyrir allt. Ég hefði ekki getað getað átt betri ömmu og ég mun sakna þín mikið. Katla Lovísa Gunnarsdóttir. Það er erfitt að kveðja. Þegar ég rifja upp þær stundir sem ég fékk að deila með ömmu Jóhönnu einkennast þær allar af hlýju, gleði og húmor. Amma hafði ein- staka nærveru og ég gekk alltaf út í betra skapi en ég var í áður en ég hitti hana. Það er að mínu mati besti eiginleiki sem mann- eskja getur búið yfir. Mínar eftirminnilegustu æskuminningar af ömmu eru frá Neskaupstað. Hápunktur ársins var alltaf þegar við barnabörnin fengum að koma í heimsókn til ömmu og afa. Amma var vön að sitja með okkur tímunum saman í stofunni á Melagötu 2 að spila og spjalla og afi duglegur að fara með okk- ur á bryggjuna að dorga. Amma var alltaf mjög áhugasöm um allt það sem snerti barnabörnin og hún talaði ætíð um það hversu stolt hún væri af öllum afkom- endum sínum. Hún var mjög hvetjandi og hafði mikla trú á fólkinu sínu. Eftir því sem árin liðu áttaði ég mig alltaf betur og betur á því hversu stórkostleg og áhugaverð amma var. Ég kom oft í heimsókn til hennar í Boðaþingið þegar hún bjó þar og síðar Hrafnistu og við sátum tímunum saman og spjöll- uðum um heima og geima. Það skipti engu máli hvað var rætt, amma var endalaus uppspretta af áhugaverðri vitneskju um alla hluti, hvort rætt var um sögu, tónlist, slúður eða fótbolta, amma var með allt á hreinu. Amma var öllum góðum kost- um gædd og ég mun sakna henn- ar. Hvíl í friði elsku amma Jó- hanna. Bogi Agnar Gunnarsson. Elsku amma Jóhanna. Það sem við erum heppin að hafa átt þig að. Þú kenndir okkur að líta á björtu hliðarnar, koma vingjarn- lega fram við aðra og hlæja að því sem fór úrskeiðis án þess að missa móðinn. Þú lést okkur átta okkur á þeim forréttindum sem aðgengileg menntun er og taldir okkur trú um að með vinnu og dugnaði gætum við allt sem við vildum. Það var alltaf skemmti- legt að koma í heimsókn og heyra sögurnar þínar, horfa á Animal planet, spila spil og fá nóg af kexi og súkkulaðirúsínum. Við gátum hlegið endalaust að sögunum þín- um, bröndurunum og fyndnu vís- unum, sem við systkinin syngjum enn í dag og koma okkur alltaf í gott skap. Frá unga aldri varst þú alltaf tilbúin að hlusta og tala við okkur. Við elskuðum að halda tónleika fyrir þig og hlusta á þig fræða okkur um skáldin. Okkur fannst alltaf jafn aðdáunarvert hvað þú vissir mikið um tónlist- arheiminn. Takk fyrir að hafa endalausa trú á okkur og hvetja okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við gætum ekki hafa átt betri fyrirmynd en þig. Hvíldu í friði elsku amma okk- ar. Arnkatla, Hrafnkatla Dahl- mann og Ívar Kristján. Fallin er frá ástkær frænka okkar, Jóhanna Dahlmann eða Hanna frænka, síðust Dahlmann- systkina frá Ísafirði. Hanna frænka bjó um áratugaskeið með sinni stóru og góðu fjölskyldu fyr- ir austan í Neskaupstað og þegar við systur vorum að alast upp var það ævintýri líkast að fá að dvelja í stóru húsi fjölskyldunnar á Melagötu 2. Þær heimsóknir tengdust iðulega árlegum veiði- ferðum stórfjölskyldunnar í Vest- urdalsá í Vopnafirði. Það sem ein- kenndi heimili Hönnu og Guðmundar í hugum okkar var glaðværð, líflegar samræður, ákveðið frjálsræði, tónlist og hlát- ur. Hönnu frænku fylgdi hlátur, innilegur og smitandi, svo tárin streymdu úr augum hennar. Okkur er minnisstætt að ein áramótin vorum við svo heppnar að Hanna frænka og öll hennar samheldna og hnyttna fjölskylda kom til að fagna nýju ári á bernskuheimili okkar í Vestur- bergi. Aldrei nokkurn tímann hefur áramótaskaupið verið eins skemmtilegt. Mest hló Hanna frænka sem bókstaflega grét úr hlátri og þá var ekki annað hægt en að hlæja með. Hanna frænka var gædd mörgum góðum kost- um. Hún var listelsk, greind og vel lesin. Í hugum okkar voru þó hennar stærstu kostir hlýjan og kímnin en hvort tveggja skein úr augum hennar og öllu látbragði. Innileg- ar samúðarkveðjur, kæru Sigurð- ur Bragi, Gunnar Karl, Heimir, Hanna Guðlaug, Bryndís og fjöl- skyldur. Blessuð sé minning okk- ar kæru frænku. Auður og Dagmar Arnardætur. ✝ Stefanía SjöfnSófusdóttir fæddist í Reykja- vík 9. október 1940. Hún lést á krabbameinsdeild- inni á Landspít- alanum 31. janúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sófus Guðmunds- son skósmiður, f. 28. ágúst 1897, d. 3. apríl 1978, og Oddný Guðný Ásgeirsdóttir húsmóðir, f. 20. apríl 1910, d. 5. nóvember 1980. Systkini Stefaníu: Ásgerður Sigríður, f. 6. mars 1933, d. 8. maí 1984. Hörður, f. 15. október 1935. Árni Halldór, f. 31. maí 1946. Samfeðra systkin: Jóhann Kristinn Baldur, f. 25. febrúar 1925, d. 24. ágúst 2008. Hilmar, er Agnar Daði, f. 6.1. 1993. 3) Ásgeir Arnar Jónsson, f. 23.4. 1962, kvæntur Ragnheiði Björgu Harðardóttur, f. 10.5. 1964, dætur þeirra eru: Stef- anía, f. 28.10. 1986, og Arndís, f. 23.9. 1992. Stefanía ólst upp í foreldra- húsum í Vesturbænum í Reykja- vík. Ung stofnaði hún fjölskyldu ásamt eiginmanni sínum, Jóni Levý. Hún stundaði ýmis störf þ.á m. við afgreiðslu og bók- band. Hún var heimavinnandi þar til börnin uxu úr grasi. Þá hóf hún störf í Stimplagerðinni, síðar Borgarprent, vann þar í mörg ár. Árið 1994 sótti hún um vinnu hjá Landsvirkjun, þar starfaði hún í sextán ár. Til margra ára söng hún og ferðað- ist með Landsvirkjunarkórnum. Hún hætti hjá Landsvirkjun 2010 sökum aldurs. Eftir fráfall Jóns hitti Stefanía gamlan vin, Kristinn Stefánsson nutu þau samvista og ferðuðust víða sam- an. Útför Stefaníu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 12. febr- úar 2021, kl. 13. f. 4. mars 1932, d. 17. desember 1977. Stefanía giftist Jóni Levý Guð- mundssyni vél- virkja, f. 13. júní 1936, d. 20. júní 2004, þann 20. apríl 1958. Börn Stefaníu og Jóns eru: 1) Guðmundur Emil, f. 5.11. 1957, kvæntur Margit Elvu Ein- arsdóttur, f. 21.10. 1963, synir þeirra eru Arnar Pálmi, f. 3.3. 1992, og Emil Árni, f. 18.1. 1999. Börn Guðmundar Emils frá fyrra hjónabandi eru: Jón Levý, f. 19.8. 1981, Selma, f. 12.6. 1984, og Elva Björk, f. 11.2. 1989. 2) Oddný, f. 19.7. 1960, gift Jóni Inga Theodórs- syni, f. 17.1. 1953, sonur þeirra Elsku amma mín. Nú hefur afi tekið á móti þér í sumarlandinu góða og bæst hefur í hóp þeirra sem yfir okkur hinum vaka. Undanfarna daga hefur hug- urinn reikað til æskuminning- anna í Ferjubakkanum. Ég ætla ennþá að hafa það þannig að barnalagið „afi minn og amma mín úti á Bakka búa“ sé um þig og afa. Þú tókst alveg undir það með mér hvað mér fannst það stór- merkilegt að um ykkur hefði ver- ið samið lag. Það mátti líka gera allt í Ferjubakkanum. Kaupa nammi fyrir bréfpen- ing, drekka grape, ráða kvöld- matnum, vaka lengi, horfa á wrestling með afa, eigna sér seglana á ísskápnum. Nú hangir einn slíkur á mínum ísskáp, það er kannski óvenjulegur segull en alveg í þínum anda og mun ég alltaf hugsa til þín og brosa út í annað þegar hann kemur mér fyrir sjónir. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Takk fyrir að vera yndisleg amma barnanna minna. Íris mín hélt mikið upp á þig og Didda vin sinn og Blossi þinn fær að heyra sögur af þér og Nonna afa. Þangað til við hittumst næst. Þín nafna, Stefanía. Elsku Stebba frænka er farin. Ég á eftir að sakna hennar mik- ið. Erfitt að hafa ekki séð hana lengi, nema í mýflugumynd þeg- ar við hittumst fyrir tilviljun á Landspítalanum í sumar. Ég man ekki eftir mér án Stebbu frænku og Nonna. Í minningunni finnst mér að ég hafi verið hjá þeim á Túngötunni flestar helgar sem barn. Þau voru ekki amma og afi og ekki mamma og pabbi, en einhvern veginn þarna mitt á milli. Það var mjög spennandi sem krakki að fá að vera í þýska sendi- ráðinu, það var eitthvað svo er- lendis. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var dekrað við mig. Það var nefnilega bara hjá Stebbu sem ég fékk rúgbrauð með smjöri og sykri og alltaf kókómalt með. Svo ekki var skrítið að ég hætti að komast á milli rimlanna á hliðinu en það var aldrei minnst á það einu orði. Elsku Gummi, Geiri, Oddný og fjölskylda, ég votta ykkur mína innilegustu samúð, en jafn- framt þakklæti fyrir ómetanleg- ar stundir og minningar. Heiðveig. Í dag kveð ég yndislega vin- konu mína og ef ég á að lýsa henni þá var hún hreinskilin, lífs- glöð, skapgóð, trygglynd, bein- skeytt og forvitin. Það geislaði af henni hlýjan og umhyggjan. Hún var ekki allra og átti til að setja klærnar út ef það var eitt- hvað sem henni líkaði ekki. Ég kynntist Stefaníu fljótlega eftir að ég hóf aftur störf hjá Landsvirkjun árið 2000 og við urðum góðar vinkonur. Hún var svo skemmtilega forvitin um menn og málefni og þess vegna held ég að við höfum kynnst svo fljótt. Hún var fljót að átta sig á því að ég var allt of grönn og kannski ekki alltaf til fara eins og henni líkaði og aldrei með varalit. Hún tók líka eftir því hvernig líðanin var hjá mér hverju sinni. Hún tók eftir öllum svipbrigðum, klæðaburði og hvernig hár- greiðslan var hjá vinnufélögun- um. Ég hef hana grunaða um að hafa verið hrifnari af elsku Bjarna mínum því fljótlega myndaðist mikil og góð vinátta á milli þeirra. Hún átti í honum hvert bein og hann sjarmeraði hana upp úr skónum. Bjarni minn sótti mikið í að fara til hennar og Nonna sem bjuggu nálægt okkur og þau pössuðu hann oft fyrir mig þau þrjú ár sem við bjuggum í Maríu- bakkanum. Það var líka engin nema hún sem mátti nudda fæt- urna á honum, mamma var alveg ómöguleg og kunni það ekki. Þegar ég kom í heimsókn á Ferjubakkann tók ég fljótlega eftir að Stefanía var kattþrifin og oftast með tuskuna á lofti, í dag hefði hún trúlega verið greind með áráttuhegðun eða geðrösk- un. Alltaf var vel tekið á móti mér hjá Stefaníu og Nonna og nota- legt að heimsækja þau. Vinkona mín bauð oftast upp á „einn kald- an“ og svo slúðruðum við í eld- húsinu. Hún gat stundum gengið fram af mér með talsmátanum en fljótlega vandist ég því og við hlógum saman. Nonni lést árið 2004 og var það mikill missir fyrir Stefaníu, þau höfðu verið saman síðan 1956 eða hátt í 50 ár. Nonni missti heilsuna aðeins fertugur að aldri og sinnti hún honum af alúð alla tíð. Kvöldið sem hann dó höfðu þau verið í kvöldmat hjá okkur Bjarna. Ég var svo þakklát fyrir að hafa komið því í verk að bjóða þeim til okkar og við söknuðum hans mikið. Stefanía kynntist svo Didda og fljótlega fóru þau að búa saman. Enginn kom í staðinn fyrir Nonna hjá elsku Bjarna mínum en Diddi náði fljótlega að verða vinur hans. Það var mikil gæfa fyrir þau bæði að hittast aftur en Nonni og Diddi voru vinir og þau voru bæði búin að missa maka sinn. Þau áttu mörg góð ár saman og voru mjög hamingjusöm, þau fóru oft utan og ferðuðust líka innanlands. Það voru gleðistund- ir hjá Stefaníu þegar þau fóru í nokkur skipti til Tenerife. Ég kveð vinkonu mína með söknuði og votta Didda, Gumma, Oddnýju, Geira og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minning þín lifir elsku Stef- anía. Elín Pálsdóttir. Elsku mamma, tengda- mamma, amma, langamma og langalangamma. Okkar missir er mikill, en við getum huggað okkur við það að þú ert laus við alla verkina. Þú barðist hetjulega í veikindum þínum, ætlaðir ekki að gefast upp. Þú fórst langt á góða skap- inu, jákvæðninni og með góða umönnun. Við trúum því að þú sért komin á góðan stað og að það hafi verið vel tekið á móti þér. Fyrir hönd afkomenda, Guðmundur Emil Jónsson. Stefanía Sjöfn Sófusdóttir Tveir mánuðir, Pétur. Við þekkt- umst í tvo mánuði. Mér líkaði vel við þig. Mjög vel. Þú gerðir tals- vert grín að sjálfum þér og sagðir oft skemmtisögur af ein- hverju sem þú varst að gera, en áttir til að vera alvörugefinn og einlægur. Þú varst fljótur að vinna traust mitt. Þú varst kaffidrykkjumaður og kaffibollinn var heilagur fyr- ir þér. Þú lýstir sjálfum þér sem trukkabílstjóra sem ætti bara að vinna ruddavinnu og fara síðan heim og spila tölvu- leiki! En ég áttaði mig á því að það var miklu meira spunnið í þig en þú sýndir. Kannski vissir þú af þessu sjálfur. Ég geri mér ekki grein fyrir hve mikla innsýn þú hafð- Guðni Pétur Guðnason ✝ Guðni PéturGuðnason fæddist 10. nóv- ember 1989. Hann lést 21. janúar 2021. Útförin fór fram 5. febrúar 2021. ir í eigið ágæti. Þú varst að vinna með skjólstæðingum sem voru að berj- ast við erfiða sjúk- dóma og lést líta fyrir að það væri auðvelt. Þú varst þolinmóður við fólkið sem þú ann- aðist. Þú sýndir því væntumþykju og ástúð, settir mörk en með mik- illi virðingu. Ég hugsaði með mér að þú ættir að leggja þessa vinnu fyrir þig vegna þess að það sem þú gafst til starfsins var einstakt og ég vona að þú hafir vitað það. Ég vona að þú hafir vitað að þú varst með náðargáfu. Ég hefði viljað kynnast þér miklu betur. Hugur minn er hjá öllum sem þekktu þig. Ég samhrygg- ist innilega foreldrum þínum og systkinum og þeim sem unnu með þér í lengri tíma. Ég vona að minningin um þig veiti þeim einhverja gleði og huggi þau á þessum erfiða tíma. Jens Ívar. Elsku Hiddi frændi er farinn frá okkur. Skemmtilegi, hlýi og hláturmildi Hiddi frændi. Farinn á vit nýrra ævintýra með henni Svövu sinni, sem kvaddi okkur allt of snemma. Minningar um Hidda frænda streyma um hugann, svo ljóslif- andi. Hiddi var alltaf svo glað- ur að sjá okkur systur, tók á móti okkur með opinn faðminn og breiða brosið sem hlýjaði okkur um hjartað. Hann sýndi alltaf mikinn og einlægan áhuga á því sem við vorum að bralla og síðar meir þegar fjöl- skyldur okkar stækkuðu tók hann eins á móti eiginmönnum og börnum. Hann var stór maður með stórt hjarta. Minningar frá Hilmar Kristinn Adolfsson ✝ Hilmar Krist-inn Adolfsson fæddist 10. mars 1935. Hann lést 22. janúar 2021. Útför Hilmars fór fram 1. febrúar 2021. æskuárunum standa upp úr. Heimsóknir til Hidda og Svövu í Hlaðbrekkuna, hin- ar fjölmörgu tjaldútilegur með stórfjölskyldunni, dagsferðirnar með teppi og nesti upp á Þingvöll, heim- sóknir í hesthúsið, jólaboðin og þorra- blótin. Alltaf var Hiddi hrókur alls fagnaðar. Og þegar við hugsum til Hidda er Svava ávallt honum við hlið. Við systur erum heppnar að hafa átt svona dásamlegan frænda. Við kveðjum hann með sökn- uði en um leið þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Við vottum Önnu Björgu, Berglindi, Hauki og fjölskyld- um þeirra innilega samúð okk- ar. Megi Hiddi frændi hvíla í friði í faðmi Svövu sinnar. Helga, Sigurbjörg og Hildur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.