Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
✝ Hafsteinn Lin-net fæddist í
Hafnarfirði 1. jan-
úar 1954. Hann lést
27. janúar 2021.
Hann var sonur
hjónanna Málfríðar
Maríu Linnet, f. 17.
maí 1929, d. 21. júlí
2012, og Hans
Adolfs Linnet, f. 8.
október 1930, d. 12
apríl 2019.
Systkini Hafsteins eru Óli
Kristján Olsen, f. 16. júlí 1948, d.
23. desember 2001, Gunnar, f.
29. nóvember 1955, og Rósa Guð-
rún, f. 2. ágúst 1958.
Eftirlifandi eiginkona Haf-
steins er Anna Snjólaug Arn-
ardóttir, f. 21. september 1967,
1995. 4) Guðrún Alda, f. 18. júní
2004.
Hafsteinn fór í nám til Bret-
lands til að læra vélaviðgerðir og
kláraði síðan nám í vélvirkjun.
Lengst af ævi sinnar rak Haf-
steinn ásamt öðrum vélaverk-
stæðið Hafás, en sérsvið hans var
viðhald og uppsetningar á vélum
og rafstöðvum.
Hafsteinn var flugáhuga-
maður og sinnti fluginu af mikl-
um krafti. Hann nýtti sér flugið
til að sinna þjónustu við vélar um
allt land.
Jarðsett verður frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 12. febr-
úar 2021, og hefst athöfnin kl.
11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins
aðstandendur og nánustu vinir
viðstaddir athöfnina og henni
verður streymt:
https://youtu.be/dP43AuEZzt4
og virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
en þau giftust 19.
janúar sl.
Börn Hafsteins
og Susan M. Black
eru: 1) Helga, f. 15.
maí 1974, maki
Stefán Hreinn Stef-
ánsson. Börn þeirra
eru Viktoría Rós, f.
5. október 1991,
Sandra Dís, f. 30.
júlí 1994, og Hólm-
fríður Sunna, f. 28.
mars 2002. 2) Jóhann, f. 6. júlí
1981. Börn hans eru Sigrún Ang-
ela, f. 2. september 2004, og
Amilia Gudrun, f. 21. september
2010.
Börn Hafsteins og Guðríðar
Elísabetar Bentsdóttir eru: 3)
Logi Þröstur, f. 19. september
Það er skrítið að segja að
pabbi sé dáinn! Það getur ekki
verið rétt því hann var magnað
eintak af mannveru. Hann var
besti pabbi sem hugsast gat.
Hann var líka besti afi í heimi
sem fékk alltaf barnabörnin til
að skríkja af ánægju um leið og
hann birtist í dyragættinni.
Leiddist aldrei að svara þeim í
símann „krakkar mínir komið
þið sæl, ég er jólasveinninn“.
Hann var meinstríðinn líka og
það þótti barnabörnunum hrika-
lega skemmtilegt. Hann gat líka
sest niður og verið á alvarlegri
nótum og þá að kenna þeim allt
um lífið, tilveruna og það sem
fylgir. Hann var fróður um svo
margt og gerði allt sem hann gat
til að deila þeirri visku bæði til
barnanna sinna sem og barna-
barna. Alltaf gat maður hringt í
pabba og spurt hann út í ótrú-
legustu hluti og ávallt gaf hann
sér tíma til að segja manni og
kenna hversu tímabundinn sem
hann var. Hann var bara aldrei
tímabundinn þegar eitthvað
sneri að börnunum hans eða
barnabörnum. Vinnan mátti bíða
ef svo bar undir en aldrei börnin
hans. Hann var samt afar iðju-
samur og vann sína vinnu og
rúmlega það. Hann var vel liðinn
alls staðar þar sem hann birtist.
Hann þekkti marga og aldrei
heyrði ég hann hallmæla nein-
um. Allir voru hans vinir.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn var eins og hann hefði verið
að eignast barn sjálfur. Hann
tók litla englinum af svo mikilli
ást og vildi helst ekki víkja frá
henni. Hann eyddi eins miklum
tíma með henni og hann mögu-
lega gat. Svo fluttum við mæðg-
ur út á land og heyrði ég það
rétt áður en pabbi dó að það
allra versta sem hann upplifði
var þegar við fluttum út á land
og hann gat ekki eytt svona
miklum tíma með Viktoríu Rós.
Hann sagði mér þetta aldrei og
lét aldrei á neinu bera hversu
vonsvikinn hann var að missa
okkur svona langt í burtu. Hann
var samt mjög duglegur að
heimsækja okkur mæðgur og
notaði hann flugvélina óspart til
að koma í heimsókn því fyrir
vestan bættist við ein afastelpa
til viðbótar.
Við flytjum svo aftur suður
þegar yngri stelpan veikist al-
varlega. Þá steig pabbi aftur inn
og tók Viktoríu Rós upp á sína
arma þar sem ég var inni á spít-
ala með Söndru Dís. Hann stóð
svo þétt mér við hlið allan tím-
ann. Hann kom upp á spítala
nánast upp á hvern dag alla þá
mánuði sem stelpan dvaldist þar.
Ef hann komst ekki þá hringdi
hann til að athuga okkur. Hann
var svo þakklátur öllum þeim
sem komu að umönnun stelpunn-
ar og sá jafnframt að það vantaði
ákveðin tæki til að létta starfs-
fólkinu lífið á deildinni svo hann
gerði sér lítið fyrir og keypti
nokkra hluti og gaf barnadeild-
inni. Þarna hitti hann í mark og
var vel þekktur innan spítalans
án þess að hann hefði verið að
sækjast eftir því. Hann var bara
svo góðhjartaður og vildi allt fyr-
ir alla gera. Hann var einfald-
lega besti pabbi í heimi og stoð
og stytta okkar systkina allt þar
til hann þurfti að kveðja þessa
tilvist. Ég minnist pabba með
þakklæti, ást og alúð. Hann
verður ávallt í hjarta okkar.
Helga Linnet.
Í dag kveð ég föður minn, sem
var mín stoð og stytta í mínu lífi.
Ég minnist þess þegar ég
snögglega reiddist, og hann var
fljótur að tala mig niður. Þegar
ég grét fékk hann mig til að
brosa, þegar allt virtist vera von-
laust tók hann mig upp.
Frá unga aldri lenti ég í ýms-
um ævintýrum með pabba, hann
var klár, stundum tók hann
áhættu sem í dag myndi kannski
ekki þykja við hæfi, en alltaf var
ég til í að fara á vit ævintýra
með honum.
Seint um vetur árið 1991 fór-
um við í túr til Engeyjarvita í
frekar leiðinlegu veðri á gúmmí-
bát og hafði systir mín nýlega
átt sitt fyrsta barn og var hún að
mig minnir enn á fæðingardeild-
inni.
Hann var nefnilega með um-
sjón á rafal fyrir vitann og hafði
rafallinn ekki farið í gang um
kvöldið og því mjög mikilvægt að
koma vélinni í gang svo skipin
gætu komið til hafnar í Reykja-
vík.
Ferðin gekk vel út í Engey,
en þegar komið var að því að
fara heim eftir viðgerð var það
undir mér komið að ýta bátnum
frá landi meðan pabbi startaði
mótornum og rak í bakkgírinn
svo að við enduðum ekki í fjöru-
borðinu.
Ekki vildi betur til en þegar
ég ýtti bátnum skolaðist hann
frá akkúrat þegar ég ætlaði að
hoppa um borð. Báturinn hafði
sína leið á þessu og færði sig á
því augnabliki sem ég sleppti
fótfestu í hoppinu um borð, og
endaði því í sjónum.
Kallinn hann pabbi var snögg-
ur að vanda, greip í handlegg
minn á sama tíma sem hann
bakkaði frá fjörunni og klettun-
um og vippaði mér um borð.
Hann hefur örugglega verið
feginn að ég vó ekki meira en
rúmlega ferðataska á þeim tíma.
Ég átti alltaf æðislega tíma
með pabba og þegar við gátum
fórum við í flugferðir, oftar en
ekki var ég í vinstra sæti og
hafði hann gaman af því að ég
flygi vélinni.
Frá unga aldri sat hann með
mér fyrir framan tölvuna þar
sem við flugum í flughermi og
kenndi mér að fljúga eftir kort-
um, og þá vitneskju hef ég ennþá
með mér í dag.
Kæri pabbi. Ég gæfi allt til að
geta fengið þig til baka, en það
eina sem ég get huggað mig við
er að við munum hittast aftur
þegar minn tími er kominn.
Mun ávallt elska þig.
Þinn kæri sonur,
Jóhann Linnet.
Í nokkrum orðum vil ég minn-
ast bróður míns, Hafsteins.
Ég naut þess að eiga eldri
bróður sem ég leit upp til. Hann
nennti að hafa litla bróður með
og fékk ég að elta hann í öllum
hans uppátækjum.
Hann var strax mjög laghent-
ur og hugmyndaríkur. Hann var
mjög iðinn við að prófa nýja hluti
og reyna sig. Uppátækin voru
endalaus og misgáfuleg. Fyrir
vikið gisti hann oft á spítala.
Ástæðan var aldrei hin sama, en
hann skar nánast af sér þum-
alfingurinn við að renna sér á
járnplötu í snjónum, alvarlegt
brunasár þegar suðupottur í
þvottahúsinu helltist yfir hann,
magalenti á eldhúsborði og rann
svo niður á gólf eftir að hafa tek-
ið eldhúsgluggann úr og glerbrot
um allt eftir smá hjólakeppni,
svo nokkur atriði séu nefnd.
Hann kunni fljótt á vélar og
tæki og kom það engum á óvart
að hann lærði vélvirkjun. Tók
hiklaust í sundur tæki og setti
saman sér til dundurs og þjálf-
unar. Strax upp úr 10 ára aldr-
inum var hann farinn að laga
tæki og færði sig stöðugt upp á
skaftið með því að laga flóknari
tæki. Fljótlega var hann farinn
að gera við skellinöðrur stóru
krakkanna. Það var því ekki
neitt óvænt að hann keypti sér
skellinöðru um leið og hann varð
15 ára og keypti sinn fyrsta bíl
um leið og hann fékk bílpróf 17
ára.
Flugið var alltaf hans helsta
áhugamál og átti gjarnan hlut í
mörgum mismunandi flugvélum.
Hann var búinn að taka „solo“-
flugpróf áður en hann tók öku-
prófið og einkaflugmanninn
stuttu síðar. Hann nýtti sér
áhugamálið vegna vinnu sinnar,
en hann þjónustaði rafstöðvar
um allt land.
Hjálplegur var hann og óeig-
ingjarn. Ef hann frétti af ein-
hverjum sem átti í vandræðum
með tæki eða annað sem hann
gat hjálpað með, þá var hann
boðinn og búinn að rétta hjálp-
arhönd.
Hin síðustu ár voru honum
erfið en veikindin stöðvuðu hann
lítið í því sem hann þurfti að
gera. Að hans mati voru veik-
indin léttvæg og hann myndi
fljótt ná heilsu og fara að vinna
af fullum krafti. Síðasta kvöldið
talaði hann við mig um hvað
hann ætlaði að gera um leið og
hann útskrifaðist af spítalanum.
Fengi einhver nákominn honum
smá pest, var það miklu alvar-
legra en hans veikindi. Hann
vildi ekki að neinn hefði áhyggj-
ur af hans heilsu.
Ég vil senda Önnu Snjólaugu
og börnunum hans mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þinn bróðir,
Gunnar.
Góður vinur og samstarfsmað-
ur, Hafsteinn Linnet, er fallinn
frá eftir löng og oft á tíðum erfið
veikindi. Þó ég muni það ekki
nákvæmlega þá er líklegt að
okkar leiðir hafi fyrst legið sam-
an fyrir u.þ.b. 55 árum. Haf-
steinn bjó þá á Selvogsgötu en
ég átti heima í Kinnunum. Á
unglingsárunum var endalaust
verið eitthvað að bralla, fyrst
voru það skellinöðrurnar og í
beinu framhaldi af því komu
mótorhjólin og bílarnir. Eftir að
foreldrar Hafsteins fluttu í nýja
húsið sitt á Svöluhrauni var ég
þar heimagangur í mörg ár. Við
Hafsteinn vorum í bílskúrnum
öll kvöld að koma í stand BSA-
mótorhjólinu sem hann hafði
keypt og þurfti að yfirfara og
laga. Í þá daga voru engin
vandamál, bara lausnir, t.d. þeg-
ar við sóttum BSA-hjólið sem þá
var ógangfært og geymt í
skemmu hjá Lýsi & Mjöli var
ekkert verið að brasa með sendi-
bíl eða kerru til að flytja gripinn
heldur var Óli bróðir látinn
koma á VW-bjöllunni sem Hans
pabbi þeirra átti og bjallan notuð
til að draga Hafstein á hjólinu
heim á Svöluhraun. Þegar hjólið
var komið í lag var farið víða um
og meðal annars fórum við í ferð
til Þorlákshafnar. Hafsteinn
keyrði en ég sat aftan á og átti
oft fullt í fangi með að hanga á
sætinu enda vegurinn ekki góð-
ur. Í byrjun áttunda áratugarins
hóf Hafsteinn störf hjá Vélasöl-
unni hvar hann starfaði síðan
óslitið í 27 ár. Á vegum Vélasöl-
unnar fór Hafsteinn í nám til
Lister í Bretlandi og lærði sam-
viskusamlega allt sem í boði var
um þá vélategund sem átti eftir
að fylgja honum það sem eftir
var ævinnar. Samhliða starfi
sínu hjá Vélasölunni lærði Haf-
steinn vélvirkjun hjá Vélav. Sig-
urjóns Jónssonar, þar kynntist
hann einnig öðrum vélategund-
um eins og Detroid Diesel sem
Vélaverkstæði Sigurjóns sér-
hæfði sig í. Á þessum árum fór
Hafsteinn víða um land til að
gera við vélar í bátum, togurum
og á sveitabæjum. Hafsteinn
stofnaði ásamt Ásgrími Einars-
syni fyrirtækið Hafás ehf. árið
1991 sem þeir svo ráku í u.m.þ.b.
20 ár. Eftir andlát Ásgríms varð
það úr að við Hafsteinn stofn-
uðum Hafás Rafstöðvar ehf. sem
við höfum rekið saman í góðri
sátt í 11 ár.
Vinna okkar í Hafás hefur
breyst úr því að vera hefðbundn-
ar vélaviðgerðir í það að vera
meira tengd stjórnbúnaði raf-
stöðva, en á því sviði var Haf-
steinn sérstaklega vel að sér og
gjarnan fremstur á meðal jafn-
ingja að finna réttu lausnirnar.
Hjá okkur í Hafás er verulegt
skarð fyrir skildi að geta ekki
lengur sótt í reynslubanka Haf-
Hafsteinn Linnet
Elsku vinkona,
mikið vorum við
systkinin og
mamma heppin að
kynnast þér fyrir ca. 30 árum.
Minningarnar sitja eftir í hugum
okkar um yndislega vinkonu sem
gaf okkur svo mikið. Þú hafðir
magnaða frásagnarhæfileika þar
sem þú hreifst alla með þér um
sögusvið ímyndunaraflsins og við
munum ekki eftir þér öðruvísi en
með fallega brosið þitt og glettni í
augum. Það var ekki bara gaman
að hlusta á þig heldur hafðir þú
alltaf áhuga á því sem við vorum
að gera og spurðir reglulega um
okkar líf. Við áttum svo skemmti-
legar stundir og stendur upp úr
gamlárskvöld þar sem var mikið
hlegið, smá dansað, sungið og
skálað. Þú varst svo falleg í rauða
kjólnum þínum, alltaf svo glæsi-
leg. Minningar um ferðalag á þín-
ar heimaslóðir, heimsóknir í
Kristjana
Heiðberg
Guðmundsdóttir
✝ Kristjana Heið-berg Guð-
mundsdóttir fædd-
ist 20. janúar 1932.
Hún lést 29. janúar
2021. Útför Krist-
jönu fór fram 5.
febrúar 2021.
Kópavoginn þar
sem maður var allt-
af velkominn og við
fengum að nýta að-
stöðu til að læra ef
svo bar undir og síð-
ast en ekki síst
minningar um
drottninguna á
græna prinsinum.
Þegar þú keyptir
nýja græna bílinn
byrjaði bílnúmerið á
DP. Auðvitað fékk bíllinn þá
strax nafnið „Drauma-Prinsinn“
og fór ekki á milli mála hver var á
bak við stýrið þegar hann rann
eftir götum bæjarins en við hlæj-
um að því er við lítum til baka og
minnumst þess að þú varst svolít-
ill glanni og þú áttir göturnar …
svona eins og drottning.
Það var auðvelt að líta upp til
þín, þú varst bara þannig týpa.
Ákveðin, kát, ljúf og umhyggju-
söm. Þó svo við höfðum ekki náð
mörgum stundum saman síðast-
liðin ár þá erum við óendanlega
þakklát fyrir þær stundir sem við
áttum saman.
Hvíl í friði, elsku vinkona, við
munum aldrei gleyma þér.
Bryndís Erla, Arnar Þór
og Berglind Lóa.
Okkar ástkæra,
AGNES STEINA ÓSKARSDÓTTIR,
leikskóla- og sérkennari,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á hjartadeild Landspítalans
laugardaginn 6. febrúar.
Útför fer fram í kyrrþey.
Ævar Ragnarsson
Óskar Ævarsson Andrea Vikarsdóttir
Bryndís Ævarsdóttir Þorvaldur Friðþjófsson
Jóhann Ævarsson Eva Rowan Ævarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir,
JÓHANNA DÓRA JÓHANNESDÓTTIR,
sem lést 12. janúar á Skjóli, verður
jarðsungin frá Vesturkirkjunni í Þórshöfn í
Færeyjum laugardaginn 13. febrúar
klukkan 14. Athöfninni verður
sjónvarpað á www.vesturkirkjan.fo.
Innilegar þakkarkveðjur til allra sem sýnt hafa samúð
og kærleika.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Jóhann Valbjörn Long Ólafsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
AÐALHEIÐUR RÍKARÐSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
10. febrúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 19. febrúar klukkan 15.
Höskuldur Höskuldsson
Rakel Sara Höskuldsdóttir Guðbjartur Örn Gunnarsson
Lea Ösp Höskuldsdóttir
Elsa Guðbjartsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar