Morgunblaðið - 12.02.2021, Page 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott,
hollt
og næringar
ríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
„AUÐU NAFNSPJÖLDIN VORU TÆR
SNILLD.”
„ÞETTA ER GARÐAR, SÉRFRÆÐINGURINN
OKKAR Í HITABELTISSJÚKDÓMUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlúa að því sem
skiptir máli.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, ÁST
ÞÚ INNISKÓNA MÍNA?”
„SVARAÐU
MÉR!”
SVARIÐ MYNDI
VERA JÁ
HEPPNIR VIÐ! ÉG HEYRÐI ÞÁ SEGJA AÐ
ÞEIR HEFÐU PANTAÐ SÉR PÍTSU! Ó?
BORÐAR
ÞÚ
PÍTSU?
ALDREI! EN PÍTSUSENDILL VÆRI
GRÁUPPLAGÐUR AUKABITI!
Börn Skúla og Guðrúnar eru: 1)
Ólöf Arnfríður Skúladóttir, f. 7.12.
1954, stuðningsfulltrúi, Reykjavík.
Maður hennar er Bent S. Einarsson
framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru
þrjú og barnabörnin fimm. 2) Helga
Skúladóttir, f. 30.1. 1956, skrifstofu-
maður, Garðabæ. Maður hennar er
Gestur Gunnarsson flugvirki. Börn
þeirra eru tvö og barnabörnin þrjú.
3) Ásta Jóna Skúladóttir, f. 9.5. 1959,
hjúkrunarfræðingur, Hafnarfirði.
Maður hennar, Hinrik A. Hansen
kerfisfræðingur, er látinn. Barn
þeirra er eitt og barnabarn eitt. 4)
Kristín Skúladóttir, f. 28.4. 1960, við-
skiptafræðingur, Reykjavík. Maður
hennar var Hálfdán Daðason lög-
reglumaður. Börn þeirra eru þrjú og
barnabörnin fjögur. 5) Jónas Skúla-
son, f. 28.5. 1963, skrifstofustjóri,
Kópavogi. Kona hans er Unnur Vala
Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Börn
þeirra eru þrjú. 6) Inga Margrét
Skúladóttir, f. 13.4. 1966, kennari,
Borgarnesi. Maður hennar er Ingi
Tryggvason héraðsdómari. Börn
þeirra eru tvö.
Systkini Skúla: Bjarni Jónasson, f.
16.8. 1905, d. 5.4. 1906, á 1. ári. Ásta
María Jónasdóttir hjúkrunarkona í
Reykjavík, f. 18.1. 1909, d. 18.6. 1967,
57 ára; Bjarni Jónasson, f. 1.2.1911,
d. 1.1. 1915, 3 ára; Þ. Ragnar Jónas-
son, bæjargjaldkeri og fræðimaður á
Siglufirði, f. 27.10. 1913, d. 6.10. 2003,
89 ára; Guðmundur Jónasson, f.
21.11. 1916, d. 6.12. 1916, á 1. ári;
Guðmundur Jónasson, bústjóri og
útibússtjóri á Siglufirði, f. 10.2. 1918,
d. 4.11. 2016, 98 ára; Ingiríður Jónas-
dóttir Blöndal, húsfreyja á Siglufirði
og í Reykjavík, f. 9.10. 1920, d. 8.3.
2005, 84 ára; Aðalheiður Jónasdóttir,
starfsstúlka í Reykjavík, f. 30.12.
1922, d. 16.2. 1995, 72 ára.
Foreldrar Skúla voru hjónin Jónas
Guðmundsson, bóndi á Eiðsstöðum í
Blöndudal, f. 19.1. 1879, d. 25.9. 1933,
54 ára, og Ólöf Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 3.8. 1884, d. 18.7. 1957, 72
ára.
Skúli Jónasson
Árni Jónsson
bóndi í Litla-Vatnshorni í Haukadal,Dal.
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Litla-Vatnshorni
Guðmundur Árnason
bóndi í Víðimýrarseli og Syðra-Tungukoti
Ingiríður Þorbergsdóttir
húsfreyja í Víðimýrarseli í Skagafirði
og Syðra-Tungukoti í Blöndudal
Jónas Guðmundsson
bóndi á Eiðsstöðum
Þorbergur Jónsson
bóndi í Kirkjuskarði
Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja í Kirkjuskarði
á Laxárdal fremri,A-Hún.
Sveinn Jónsson
bóndi í Bárusgerði á Miðnesi,Gull.
Gróa Bjarnadóttir
húsfreyja í Bárusgerði
Bjarni Sveinsson
smiður og sjómaður í Garði
Ásta María Sveinsdóttir
húsfreyja í Garði í Gullbringusýslu
Sveinn Guðmundsson
bóndi á Valdalæk
Ólöf Gísladóttir
húsfreyja á Valdalæk á Vatnsnesi, V-Hún.
Úr frændgarði Skúla Jónassonar
Ólöf Bjarnadóttir
húsfreyja á Eiðsstöðum í Blöndudal
Ingólfur Ómar sendi mér póst ámiðvikudaginn og sagði: „Nú
hefur aðeins snjóað í nótt sem leið
og jörðin er orðin hvít. Þó skín sólin
glatt, það er orðið lygnt og það er
óhætt að segja að veðrið leikur við
okkur hér syðra um þessar mund-
ir:“
Lægir vind og léttir til
ljósar myndir skarta.
Veitir lyndi vonaryl
veðrið yndisbjarta.
Sama dag sagði Hinrik Bjarna-
son: „Læt fylgja hér með stöðumat
dagsins skv. morgunathugunum.“
Jafnvægi
Við Grímsey skelfur nú grund og sær.
Í Grindavík skorða menn bekki.
Þrúgandi kófið þokast æ nær.
Þórólfur haggast ekki.
Á Alþingi viðra þau veirutjöld
í válegum pestarmekki.
Þing skal brátt kosið, þjarkað um völd.
- Þórólfur haggast ekki.
Að Trump sé horfinn af torgi valds
er trúlegt að Pútín svekki.
Þjóðirnar leita síns þrautahalds.
- Þórólfur haggast ekki.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
um „Vott brúðkaup“:
Í bjórinn hún blandaði skudda,
því blaut úr hófi var Gudda,
og koníakk
á knæpu drakk,
og giftist Grími í sudda.
Halldór Halldórsson segir á
Boðnarmiði: „Ég þykist vita að ég
hafi þótt vera lítið kvensamur um
ævina; en það helgast auðvitað af
ægifegurð þeirra skólasystra
minna sem umvöfðu mig í Lang-
holts- og Vogaskóla! Ég náði þó
vopnum mínum um síðir og gerði
„mína pligt“!“
Fyrr en sjálfur héðan hverf
og háttalag er vegið;
af ástum hef ég haft minn skerf
og hvergi undan dregið!
Eggert J. Levy yrkir „Ljósið
bjarta“:
Ljósið bjarta lifir skært
logar sem sagt betur.
Láttu ætíð loftið tært
lýsa þér í vetur.
Sigurður Helgason á Jörfa orti:
Við skulum róa og raula þá,
rýjan góa, góa,
síðan hóa sauði á
suður í flóa, flóa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nú snjóaði og
Grímsey skelfur