Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan og Afturelding eru bæði
með ellefu stig í Olísdeild karla í
handbolta eftir sigra í gærkvöldi.
Afturelding vann Stjörnuna 26:23 á
heimavelli og Selfoss vann þægileg-
an sigur á ÍR á útivelli, 28:18.
Selfyssingar eru á miklu skriði og
eru ríkjandi Íslandsmeistararnir
búnir að vinna alla þrjá leiki sína eft-
ir hlé með samtals 25 mörkum.
Ragnar Jóhannsson hefur komið
gríðarlega sterkur inn í lið Selfoss,
markvarslan er betri en oft áður og
Guðmundur Hólmar Helgason stýr-
ir leik liðsins af mikilli fagmennsku.
Þá eru Selfyssingar með einn besta
línumann landsins í Atla Ævari Ing-
ólfssyni og Sveinn Aron Sveinsson
hefur komið vel inn í hornið. Þá er
meiri breidd hjá Selfossi en flestum
liðum deildarinnar. Selfoss mætir
Fram í næstu umferð og svo Hauk-
um í leik sem lofar afar góðu, en
Haukar eru önnur meistaraefni.
ÍR á lítið erindi í deildina í ár og er
liðið án stiga eftir átta leiki og með
markatöluna 71 mark í mínus.
Afturelding er komin aftur á sig-
urbraut eftir tvö töp í röð gegn FH
og Haukum. Hinir ungu Guðmundur
Bragi Ástþórsson og Þorsteinn Leó
Gunnarsson spiluðu virkilega vel
fyrir Aftureldingu og þá var Arnór
Freyr Stefánsson glæsilegur í mark-
inu. Afturelding hefur gert mjög vel
í að vinna KA og nú Stjörnuna eftir
hlé, þrátt fyrir mikil meiðslavand-
ræði. Yngri menn hafa fengið stærri
tækifæri og nýtt þau vel. Það verður
gaman að sjá hvað Afturelding gerir
þegar liðið er fullskipað á ný.
Það hefur gengið illa hjá Stjörn-
unni að halda forskoti eftir hléið.
Stjarnan var yfir gegn FH þegar
skammt var eftir en tapaði, rétt
slapp gegn ÍBV eftir að hafa verið
með sex marka forskot og í gær
skoraði Afturelding fjögur síðustu
mörkin. Andlegi þátturinn virðist
ekki alveg í lagi hjá Stjörnunni, sem
brotnar auðveldlega. Patrekur Jó-
hannesson er besti maðurinn til að
laga það.
Selfyssingar ógnarsterkir
Afturelding á sigurbraut ÍR á lítið erindi í deildina Stjarnan brothætt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Breiðholti ÍR-ingurinn Logi Ágústsson (44) reynir að stöðva Selfyssinginn Magnús Öder Einarsson.
Aron Pálmarsson og samherjar
hans í Barcelona unnu góðan 37:33-
útisigur á Zagreb í Meistaradeild
Evrópu í handknattleik í gær.
Aron skoraði þrjú mörk úr jafn-
mörgum skotum og gaf fimm stoð-
sendingar. Barcelona hefur unnið
alla ellefu leiki sína í A-riðli.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skor-
aði þrjú mörk fyrir Kielce í 30:35-
tapi á útivelli gegn Brest. Haukur
Þrastarson lék ekki með Kielce
vegna meiðsla. Þrátt fyrir tapið er
Kielce í toppsæti A-riðils með 15
stig, eins og Flensborg.
Ellefti sigurinn
hjá Barcelona
AFP
Mikilvægur Aron Pálmarsson átti
þátt í mörgum mörkum Barcelona.
Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn
landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins
í knattspyrnu, hefur valið 26 leik-
menn til æfinga síðar í mánuðinum.
Sextán af tuttugu og sex leik-
mönnum hópsins hafa ekki spilað
A-landsleik.
Íslenska liðið átti að spila á
sterku æfingamóti í Frakklandi í
febrúar en vegna kórónuveirunnar
gekk það ekki eftir. Þess í stað æfir
liðið hér á landi frá 16. - 19. febr-
úar. Aðeins leikmenn sem spila hér
á landi komu til greina en hópinn
má sjá á mbl.is/sport.
Sextán nýliðar
hjá Þorsteini
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Nýliði Karen María Sigurgeirs-
dóttir úr Þór/KA er í hópnum.
Yoshiro Mori, formaður skipulags-
nefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, mun
væntanlega segja af sér eftir að hafa
sætt gagnrýni fyrir óviðeigandi um-
mæli um konur. Í síðustu viku lét hann
hafa eftir sér að konur tali of mikið og
að ef fjöldi kvenna í stjórn nefnd-
arinnar yrði aukinn tækju fundir lengri
tíma en áður. Skipulagsnefndin hafði
mælst til þess að auka hlutfall kvenna
í nefndinni upp í 40 prósent, en sem
stendur eru fimm af 24 nefnd-
armönnum konur. Hann baðst afsök-
unar á ummælunum en sagðist ekki
ætla að hætta. Eftir mikla gagnrýni,
þar á meðal frá einum af stærsta
styrktaraðila Ólympíuleikanna, Toyota,
er nú búist við því að Mori stígi form-
lega til hliðar á sérstökum nefnd-
arfundi í dag. Auk gagnrýni úr röðum
Toyota hafa 400 manns dregið til baka
umsóknir sínar um að vera sjálf-
boðaliðar á leikunum.
Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í
gær að markvörðurinn Auður Svein-
björnsdóttir Scheving sé gengin til
liðs við ÍBV á ný og muni leika með lið-
inu í sumar. Kemur hún á lánssamningi
frá Val, en hún var sömuleiðis í láni hjá
ÍBV á síðasta tímabili. Þá lék Auður 14
af 16 leikjum ÍBV í úrvalsdeildinni. Hún
er 18 ára gömul og hefur leikið sam-
tals 21 leik fyrir yngri landslið Íslands.
Hin eþíópíska Gudaf Tsegay setti
nýtt heimsmet í 1.500 metra hlaupi
innanhúss þegar hún kom fyrst í mark
í heimsmótaröðinni í frjálsum íþrótt-
um í Liévin í Frakklandi. Tsegay, sem er
24 ára gömul, kom í mark á tímanum
3:53,07 mínútum og bætti gamla met-
ið sem Genzebe Dibaba frá Eþíópíu
setti árið 2014 um rúmlega tvær sek-
úndur. „Ég er virkilega stolt og glöð
með þennan árangur,“ sagði Tsegay í
samtali við ESPN. „Ég hef æft af mikl-
um krafti undanfarna mánuði og
markmiðið var að bæta heimsmetið,“
bætti Tsegay við. Tsegay varð í 3. sæti
á HM í Doha 2019 í 1.500 metra hlaupi.
Á miðvikudag var dregið í riðla í úr-
slitakeppni B-deildar Evrópumóts U-17
og U-19 ára landsliða kvenna í hand-
knattleik. U-17 ára landsliðið mun spila
sinn riðil í Litháen og U-19 ára lands-
liðið mun spila sinn riðil í Norður-
Makedóníu. Riðlana má sjá í frétt um
málið á mbl.is/sport/handbolti.
Hin bandaríska Sofia Kenin, meist-
ari á Opna ástralska meistaramótinu í
tennis frá því í fyrra, er úr leik á
mótinu í ár eftir tap gegn Kaiu Kanepi
frá Eistlandi í 2. umferð keppninnar í
Melbourne. Kenin, sem er í fjórða sæti
heimslistans, tapaði 6:3 og 6:2 en hún
vann Garbine Muguruza frá Spáni í úr-
slitaleik á síð-
asta ári. Sig-
urinn í fyrra
var hennar
fyrsti á risa-
móti.
Eitt
ogannað
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt
mark og lagði upp önnur þrjú í 5:4
sigri Everton gegn Tottenham
Hotspur í ensku bikarkeppninni í
knattspyrnu á miðvikudagskvöld.
Með því varð hann fyrsti leikmað-
urinn sem leggur upp þrjú mörk í
sama leiknum fyrir Everton síðan
Steven Pienaar gerði það gegn Ful-
ham í ensku úrvalsdeildinni í apríl
2012.
Duncan Ferguson, aðstoðarþjálf-
ari Everton, hrósaði Gylfa í hástert
eftir leik: „Dominic Calvert-Lewin
var góður en Gylfi Sigurðsson var
magnaður í leiknum. Það spiluðu
margir vel hjá okkur,“ sagði Fergu-
son í samtali við BT Sport eftir leik.
„Gylfi spilaði mjög vel, var með
mikil gæði á boltanum og mjög góð-
ur án hans. Þetta var mjög góð
frammistaða. Okkur hefur alltaf lík-
að við hann, við höfum trú á honum.
Gylfi er góður knattspyrnumaður
eins og sést. Hann sýndi það sann-
arlega í þessum leik. Hann var góð-
ur í spilinu og var feiknalega dugleg-
ur. Hann er að standa sig vel hjá
okkur,“ sagði Ferguson einnig, í
samtali við staðarblaðið Liverpool
Echo.
Gylfi sagði sjálfur í samtali við BT
Sport að leik loknum að það hefði
örugglega verið gaman að sitja
heima og horfa á leikinn. „Ég get
ímyndað mér að það hafi verið stór-
kostlegt að sitja heima og horfa á
leikinn en að okkar mati var leik-
urinn of opinn, of mikið af mörkum.
En það var frábært að koma til
baka. Þetta var magnaður bikar-
leikur og það er mjög ánægjulegt að
vera enn með í keppninni. Við feng-
um á okkur þrjú mörk eftir föst leik-
atriði og það er eitthvað sem við
þurfum að vinna í. En andinn sem
liðið sýndi með því að koma til baka
og komast áfram í næstu umferð var
frábær,“ sagði hann í samtali sínu
við BT Sport. gunnaregill@mbl.is
AFP
Fyrirliði Gylfi Þór Sigurðsson leiddi Everton til sigurs gegn Tottenham.
„Gylfi var magn-
aður í leiknum“
Gylfi Þór sá fyrsti í níu ár
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla:
Njarðvík: Njarðvík – ÍR .......................18:15
Hlíðarendi: Valur – Keflavík ................20:15
1. deild karla:
Álftanes: Álftanes – Skallagrímur.......19:15
Smárinn: Breiðablik – Sindri ...............19:15
Hveragerði: Hamar – Hrunamenn......19:15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Dalhús: Fjölnir – Valur U..........................18
Selfoss: Selfoss U – Haukar U.............19:30
Kórinn: HK – Fram U ..........................19:30
Dalhús: Vængir Júpíters – Kría ...............21
Í KVÖLD!