Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Hristum þetta af okkur L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s 2m Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var í upphafi svolítið hrædd við að skrifa þessa bók, af því hún fjallar um ofbeldi, sérstaklega gagnvart börnum. Einnig er mikil reiði í henni, reiði sem tengist fjölskyldum og tengslum á milli foreldra og barna, tengslum móður og barns. Í fyrra- vetur fór ég til Þingeyrar til að skrifa og vinna í allt öðru verkefni, en vet- urinn var mjög þungur og myrkur og þegar ég byrjaði að skrifa í þessum nýju og framandi aðstæðum hárra fjalla hér á Vestfjörðum, umvafin myrkri og kulda, þá losnaði um alls- konar tilfinningar hjá mér. Ég um- faðmaði þær og þá komu sögurnar í þessari bók til mín,“ segir Helen Cova, en hún sendi nýlega frá sér smásagnasafn fyrir fullorðna, bók sem ber titilinn Sjálfsát – Að éta sjálfan sig. Bókin kom út bæði á ís- lensku og ensku og er hver saga myndskreytt af Rubén Chumillas. Harðneskjulegt uppeldi Helen er fædd og uppalin í Vene- súela og í bókinni hennar kynnist lesandinn töfraraunsæi hins suður- ameríska heims, þar fléttast saman raunsæislýsingar á hversdagslegum atburðum og smáatriðum við draum- kennda veröld. Í sögum Helenar renna myrk suðræn ævintýri saman við íslenska firði og snjóþunga vetur og úr verður einhvers konar blanda af karabísku andrúmslofti og ís- lensku. „Sögurnar í bókinni tengjast mikið upplifun minni frá bernskuárunum, þær koma inn á persónulega reynslu mína frá því uppeldi sem ég hlaut í Karakas í Venesúela, þar sem ég fæddist. Vissulega eru sumar sög- urnar nokkuð harðneskjulegar, full- ar af ofbeldi, blóði, limslestingum og reiði, enda var uppeldi mitt harð- neskjulegt. Ég bjó ekki við skort, fá- tækt eða slíkt, en ég var barn sem lifði við afar strangt uppeldi. Því miður viðgengst það enn í Suður- Ameríku að foreldrar séu mjög strangir og beiti börn sín hörðum aga. Sumt í þessari bók er einnig tengt reynslu minni hér á Íslandi, sérstaklega upplifun minni á nátt- úrunni og öllu sem henni tengist, sem er mjög ólík því sem ég á að venjast.“ Húmor er nauðsynlegur Að segja sögur með þeim hætti sem Helen gerir, með grimmu draumaraunsæi, eða töfraraunsæi eins og það er stundum kallað, er hrífandi og óþægilegt í senn. Þetta er sannarlega áhrifamikil leið til að koma til skila því sem fólk vill segja. Sögur Helenar eru ljóðrænar, líkam- lega ágengar og jafnvel sjokkerandi, fyrir þá sem ekki eru vanir slíku. „Þegar ég var að skrifa þessar sögur þá var afar mikilvægt fyrir mig að vera sönn, sjálfri mér sam- kvæm. Þegar fólk hefur upplifað erf- iða hluti þá er líka nauðsynlegt að leyfa sér að hafa húmor og fyrir vikið set ég fram það sem ég er að segja frá mjög hreint og beint. Ég segi frá með einföldum og skýrum hætti með svolitlu af svörtum húmor. Það er einmitt einn ávinningurinn af því að hafa upplifað eitthvað erfitt, að ég get tekið reynslu mína eins og leir og mótað hana upp á nýtt, jafnvel talað um hana sem fasteign og tekið mér grínleyfi. Auðvitað er þetta samt ekki sjálfsævisöguleg bók, þó hún sé byggð á ýmsu sem ég upplifði í bernsku minni.“ Fjölbreytni skiptir máli Helen segir að óhjákvæmilega gæti áhrifa hjá henni frá suður- amerískum og latín-amerískum rit- höfundum. „Ég er heilluð af höfundum eins og Gabriel García Márquez, Julio Cor- tázar, Horacio Quiroga, Isabel All- ende og nýlega Samanta Schweblin. Ég veit að sögurnar í bókinni minni, bæði efnið og hvernig það er sett fram, er mjög ólíkt íslenskum bók- menntum, en mér finnst skipta miklu máli að koma með fjölbreytni inn í íslenskar bókmenntir. Bókin hefur fengið mjög góðar viðtökur hér, þó svo að sumir eigi erfitt með að skilja hvað þar er um að vera, af því þeir eru ekki vanir að meðtaka sögur settar fram með þessum hætti, en þeir sem skilja þetta algerlega virðast kunna vel að meta sögurnar mínar og fagna þeim. Mér finnst gaman að víkka út hugtakið íslensk- ar bókmenntir með því að bera á borð slíka bók, eitthvað allt annað en fólk býst kannski við frá íslenskum bókmenntum, bók sem færir fólki sýn inn í aðra menningarheima, í reynslu, stíl og framsetningu.“ Okkar raddir þurfa að heyrast Bókin er gefin út af fjöltyngdu út- gáfunni Ós Pressunni, félagssamtök- um sem ekki eru rekin í hagnaðar- skyni. „Við í þessu félagi erum flestar kvenkyns rithöfundar frá öðrum löndum en Íslandi og erum búsettar hér, en meðal félagsmanna eru líka Íslendingar. Tilgangur Ós Pressu er að gefa öllum höfundum pláss, líka íslenskum. Við erum með vinnu- smiðjur og við gefum út eitt tímarit á hverju ári, Ós-The Journal. Við höf- um í þessi fimm ár sem við höfum starfað látið okkur dreyma um að gefa út bækur eftir höfunda af er- lendum uppruna, og því er það fagn- aðarefni að þessi bók mín er sú fyrsta. Ég trúi einlæglega á að bókin mín hafi mikið gildi og ég gaf hana út sjálf, þó hún komi út í nafni Ós Pressunnar. Við hvetjum fólk til að gefa sjálft út sínar bækur, en Ós Pressan getur þá verið vettvangur og stuðningur fyrir viðkomandi höf- und,“ segir Helen og bætir við að Ís- lendingar þurfi að sjá og heyra radd- ir íbúa hér á landi sem eru af erlend- um uppruna. Saknar hengirúms og hita „Mér finnst líka áríðandi að við veltum fyrir okkur hvað geri íslensk- ar bókmenntir að íslenskum bók- menntum. Er bókin mín til dæmis ekki íslenskar bókmenntir af því ég fæddist ekki og ólst ekki upp á Ís- landi? Samt er Ísland orðið mitt heimaland núna og hefur verið í fimm ár. Ég elska Ísland og allt sem er íslenskt, náttúruna, fólkið og sam- félagið. Ég hef lært íslenska tungu- málið og kynnt mér menningu ykkar og hér á ég heima. Spurningin er samt hvort sú list sem ég skapa hér á landi, nú þegar ég bý hér, sé ekki flokkuð sem íslenskar bókmenntir? Skiptir máli að ég er ekki með ís- lenskt eftirnafn? Með öðrum orðum: Hvað gerir íslenskar bókmenntir að íslenskum bókmenntum? Ós Pressan vill opna og víkka þetta hugtak og hleypa fleirum að og auka fjöl- breytnina,“ segir Helen sem gaf út barnabók árið 2019, Snúlla finnst gott að vera einn, og kom hún út á ís- lensku, ensku og spænsku. Nú vinn- ur hún að nýrri bók fyrir krakka og unglinga. „Það stóð ekki til að ég færi að búa hér á Íslandi þegar ég kom hingað fyrir fimm árum, en þá var ég á ferðalagi um Evrópu. Ég kynntist ís- lenskum manni og við urðum ást- fangin og ég ákvað að setjast hér að. Nú búum við á Þingeyri, sem er ynd- islegur staður, en ég sakna stundum uppruna míns. Á dimmum köldum vetrarkvöldum undrast ég stundum sjálfa mig og spyr mig hvers vegna ég sé ekki að rugga mér í hengirúmi á sólríkum heitum stað í Karíba- hafinu.“ Vefsíða Helenar: helencova.com og vefsíða myndskreytisins Rubén: rubenchumillas.com. Ljósmynd/Sigurður Grétar Jökulsson Alsæl Helen kann vel við sig á Íslandi, hér er hún í flæðarmálinu í Dýrafirði og snæviþakin fjöll í nágrenninu. Að vera sjálfri sér samkvæm  Helen Cova tekur erfiða reynslu sína eins og leir og mótar hana upp á nýtt í smásögum sínum  Líkamlega ágengar sögur, jafnvel sjokkerandi  Blanda af karabísku andrúmslofti og íslensku Þegar ég hjó af mér höndina með sveðju sauð mamma súpu handa þeim fátæku upp úr hendinni. Þeir fátæku sögðu að súpan hefði bragðast betur ef við hefðum gert hana úr vinstri hendinni en ég er örvhent. Þegar ég spurði mömmu hversvegna hún lagaði súpu úr hægri hendinni minni svaraði hún að það væri alltaf einhver sem hefði not fyrir það sem öðrum þætti ofaukið og að sú lexía myndi kenna mér að höggva aldrei aftur af mér höndina. Dálítið ýkt, finnst mér, þar sem ég hefði ekki verið fær um að höggva þá sem eftir var af mér sjálf hvort sem er. Mamma spurði mig ekki hversvegna ég hjó af mér höndina. Hún kippti sér ekki upp við blóðið eða að ég hefði limlest sjálfa mig með sveðju. Mörgum árum áður hafði hún sjálf sagað af sér höndina vegna þess að hún vildi heldur ekki vera sú eina í þorpinu með tvær hendur. SVEÐJA FYRSTA SAGAN Í BÓKINNI HENNAR HELENAR Myndskreyting við söguna eftir Rubén Chumillas.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.