Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 40
FERM
IN
GAR
TILBO
Ð
ÍFULLUM
GANGI
R10.000 kr.AFSLÁTTUR AFHEILSURÚMUM
25%
AFSLÁTTUR AF
MJÚKVÖRU
VIÐ DÝNUKAUP
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir af völdum kórónuveir-
unnar heldur Bubbi Morthens sína árlegu valentínusar-
tónleika, „Það er gott að elska“, í Hlégarði á sunnudags-
kvöldið kemur kl. 20. Í stað þess að gestir leggi leið sína í
Hlégarð verða tónleikarnir sendir út í streymi og geta því
allir sem áhuga hafa á notið flutnings Bubba og gesta
hans heima í stofu. Gestir sem kynntir hafa verið eru
tónlistarkonan GDRN og söngelsku bræðurnir Jón Jóns-
son og Frikki Dór. Miðasala er á tix.is.
Valentínusartónleikar Bubba og
gesta hans verða í streymi í ár
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 43. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Höttur frá Egilsstöðum og Tindastóll frá Sauðárkróki hafa
unnið þrjá af síðustu fjórum leikjunum í Dominos-deild
karla í körfuknattleik. Fjórir leikir fóru fram í gær og Hött-
ur vann Hauka en sá sigur gæti reynst dýrmætur þegar
upp verður staðið. KR skellti Stjörnunni og skoraði 100
stig en KR er nú í 4. sæti.
Velgengni Þórs frá Þorlákshöfn heldur áfram og er liðið
með jafn mörg stig og Stjarnan í 2. - 3. sæti deildarinnar.
Eru liðin tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. »34
Höttur og Tindastóll hafa unnið
þrjá leiki af síðustu fjórum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Leiðsöguhundur stuðlar að auknu
sjálfstæði og bætir öryggi notenda,“
segir Már Gunnarsson, tónlistar-
maður og sundkappi. Í tengslum við
verkefni Blindrafélagsins vegna
kaupa á hundum til leiðsagnar stígur
Már fram og segir sína sögu. Hund-
um er úthlutað einu sinni á ári af
Þjónustumiðstöð blindra og sjón-
skerta – en Blindrafélagið kaupir þá
og gefur stofnuninni.
Löng bið er slæm tilhugsun
Fullþjálfaðir, komnir til Íslands frá
Svíþjóð eða Noregi, kosta hundar 4-6
milljónir króna. Svigrúm er til þess
að kaupa tvo hunda á ári, á sama tíma
og 18 væntanlegir notendur eru á
biðlista. „Að þurfa að bíða í mögulega
átta ár eftir hundi er slæm til-
hugsun,“ segir Már, sem er 21 árs að
aldri, búsettur í Reykjanesbæ.
„Þegar ég byrjaði í grunnskóla
fékk ég ekki þá hjálp sem þurfti svo
ég gæti verið jafnsettur öðrum. Fjöl-
skyldan flutti því til Lúxemborgar
þar sem ég fékk frábæra þjónustu,
svo sem í að nota hvíta stafinn, lesa
blindraletur og fleira sem gerir mér í
dag mögulegt að eiga sjálfstætt líf.
Ég er með meðfædda hrörnun í
augnbotnum. Sjónin var 8% þegar ég
fæddist en er nú hálft prósent, sem
þýðir að ég rétt greini mun dags og
nætur.“
Söngur og sund
Eins og margir þekkja hefur Már
látið til sín taka í tónlist og sendi 2019
frá sér sólóplötuna Söngur fuglsins.
Þá hefur Már haldið veglega tónleika
hér á landi og erlendis. Einnig er
skemmst að minnast þess að saman
sungu þau Már og söngkonan Íva
Marín lagið Barn, eftir Ragnar
Bjarnason við ljóð Steins Steinars,
sem var sumarsmellur í fyrra. Þá er
Már öflugur sundmaður, hefur tekið
þátt í fjölda alþjóðlegra keppna og
náð góðum árangri. Stefnir á gull-
verðlaun á ÓL fatlaðra í Tókýó í sum-
ar.
„Ég hef alltaf verið félagslega virk-
ur og tek þátt í því sem lífið býður.
Séu rétt skilyrði sköpuð má ryðja úr
vegi þeim hindrunum sem blindum
mæta víða. Með hvíta stafnum geta
blindir eftir nokkra þjálfun greint
kanta, tröppur og fleira. Allar óvænt-
ar hindranir eru slæmar, til dæmis
verklegar framkvæmdir sem maður
veit ekki af. Margt í ys nútíma-
samfélags og umhverfis er hindrun
þeim sem ekki sjá. Hljóðlausir raf-
magnsbílar eru varasamir. Lífið væri
því enn auðveldara fái ég leið-
söguhund, vonandi sem allra fyrst,“
segir Már.
Allir vegir færir
„Hundar bæta aðgengi og eru not-
endum ómissandi. Að safna fyrir
fleirum eins og Blindrafélagið gerir
nú með því að selja dagatöl er við-
leitni. Við þurfum bara að safna fé
með fleiri leiðum og fá meiri stuðning
frá ríkinu. Hundaþjálfarar og aðrir
sem þekkja til segja að þegar blindir
eða sjónskertir hafa hund, hvítan staf
og síma með leiðsögubúnaði séu allir
vegir færir. Því er til mikils að vinna,
svo fleiri geti tekið virkan þátt í sam-
félaginu til jafns við aðra,“ segir Már
að endingu.
Tengsl Már Gunnarsson með leiðsöguhund sem hann þarf svo mjög að fá til að geta tekið betur þátt í samfélaginu.
Hundar gegn hindrunum
Már segir sína sögu Blindur bíður eftir leiðsöguhundi