Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 4

Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við vinnum eftir þeirri skýru stefnu að vera til staðar um land allt en breyta jafnframt þjónustunni í takti við þarfir samtímans,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, þegar hún er spurð um ástæðu þess að bankinn er með mun fleiri útibú og afgreiðslur á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu en hinir stóru viðskipta- bankarnir. Landsbankinn er með 36 útibú og afgreiðslur, þar af 29 á landsbyggð- inni, fleiri en hinir stóru viðskipta- bankarnir eru með samtals. Í um- fjöllun um útibú viðskiptabankanna sem birtist í blaðinu í gær vantaði að geta um afgreiðslur Landsbankans á Þórshöfn og Borgarfirði eystra. Veitum þjónustu við hæfi „Við hugsum um Landsbankann sem þjónustufyrirtæki, lítum til þess hvar fyrirtækin og viðskiptavinir okkar eru og hvernig þjónustu þeir nýta sér. Við lítum til þess hvernig við getum veitt þjónustuna á hag- kvæman og skil- virkan máta. Einnig lítum við til þess hvernig við getum veitt þjónustu við hæfi, en við erum sífellt að meta þörfina,“ segir Lilja um útibúanetið. Hún segir að þjónustan hafi verið að þróast og ýmsar breytingar verið gerðar á rekstrinum. Nefnir styttri almennan afgreiðslutíma. Það hafi leitt til fækkunar starfs- fólks. Metið sé reglulega hvar sé þörf á að vera. Þá sé smám saman verið að draga úr húsnæðiskosti. Nefnir Lilja söluna á hinu merka Landsbankahúsi á Selfossi og sömu- leiðis hafi Landsbankahúsið á Ísa- firði verið sett á sölu. Húsin séu áfram á stöðunum en fái nýtt hlut- verk og bankinn fari í minna og hentugra húsnæði. Á Djúpavogi sé bankinn að fara úr allt of stóru húsi inn í verslunarmiðstöðina sem íbú- arnir sækja. Jafnframt sé fólki og fyrirtækjum um allt land þjónað með öflugum netbanka, fyrirtækja- banka og góðum viðskiptatengslum. Verðmæt reynsla starfsfólks Það sést á viðbrögðum á stöð- unum þegar þjónustustofnunum er lokað að fólk er viðkvæmt fyrir slík- um breytingum. Þau rök eru gjarn- an færð fyrir lokun bankaútibúa að fólk hafi lítið þangað að sækja, það stundi öll sín bankaviðskipti í heima- bankanum. Lilja segir að Landsbankinn búi að reynslumiklu starfsfólki og það búi um allt land. Bankinn nýti reynslu fólksins með því að fela því verkefni. „Við lítum á reynslumikið starfsfólk sem verðmæti sem við viljum nýta sem allra best. Fólk kýs að búa um allt land og við viljum að það hafi tækifæri til að færa sig á milli staða, eftir því sem aðstæður þess breytast,“ segir Lilja en bætir því við að vissulega sé kjarni starf- seminnar á einum stað. Í því felist hagkvæmni. Hún á von á því að í framtíðinni muni verða einhver sam- þjöppun á starfsemi bankans á landsbyggðinni, að kjarnar á stærri stöðum styrkist. Morgunblaðið/Eggert Höfuðstöðvar Landsbankinn hefur haft höfuðstöðvar við Austurstræti í Reykjavík frá árinu 1925. Viljum vera þar sem viðskiptavinir okkar eru  Bankastjóri Landsbankans segir að þjónustan breytist Lilja Björk Einarsdóttir Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðar- stigi niður á hættustig vegna kór- ónuveirufaraldursins. Fjórir greind- ust innanlands á fimmtudag með veiruna en allir voru í sóttkví. Neyðarstigi var lýst yfir 4. októ- ber 2020 þegar þriðja bylgja farald- ursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í til- kynningu frá almannavörnum. Þessi breyting hefur þó ekki áhrif á þær sóttvarnaráðstafanir, skv. reglu- gerðum heilbrigðisráðherra, sem í gildi eru. Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir, 6. mars 2020, hafa 6.033 smit verið staðfest, yfir 46.005 farið í sóttkví og 488.851 sýni verið tekið innanlands og á landamærum. Tutt- ugu og níu einstaklingar hafa látist vegna Covid-19. Hópsmit komu upp á nokkrum stöðum frá því neyðar- stig var sett á sem kallaði á hertar sóttvarnareglur og frekari takmörk- un á samkomum,“ segir í tilkynn- ingu almannavarna. Smitin sem greindust innanlands á fimmtudag tengjast landamæra- smiti og eru allir smituðu í sömu fjöl- skyldu sem öll var í sóttkví. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir í samtali við mbl.is. Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Lokið hefur verið við að bólusetja 5.538 Íslendinga. Smit í sömu fjölskyldu  Almannavarnastig vegna faraldursins fært af neyðarstigi niður á hættustig Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Almannavarnastig ríkislögreglu- stjóra var í gær fært úr neyðarstigi niður í hættustig. Ákvörðunin er tekin í samráði við almannavarnir og er til marks um þá góðu stöðu sem uppi er í kórónuveirufaraldr- inum á Íslandi um þessar mundir. Neyðarstigið hafði verið í gildi frá 4. október, þegar þriðja bylgja farald- ursins fór að láta á sér kræla og smitum fjölgaði hratt. Nú er öldin önnur. Fjögur kór- ónuveirusmit greindust að vísu á fimmtudag, en þeir sem greindust voru allir í sóttkví og tengdust sama manni sem reyndist smitaður við landamæraskimun. Aðeins hafa níu smit greinst innanlands síðustu tvær vikur, og nýgengi veirunnar því um 2,5 (8,2 séu landamærasmit meðtalin). Á uppfærðum lista Sótt- varnastofnunar Evrópu sem gefinn var út í gær fær Ísland, eitt landa, græna einkunn en flest ríki álfunnar eru rauð ef ekki dökkrauð. Afhendingu bóluefna flýtt Útlit er fyrir að Íslendingar fái um 57 þúsund fleiri skammta af bóluefni frá Pfizer á öðrum ársfjórð- ungi en áður hafði verið gert ráð fyrir. Það nægir til að bólusetja nærri 28.500 manns. Greint var frá því í gær að Evr- ópusambandið hefði samið við Pfiz- er um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni umfram það sem áður hafði verið samið um, og auk þess kauprétt að 100 milljónum skammta til viðbótar. Hluta þessa verður úthlutað strax á öðrum árs- fjórðungi. Í frétt norska ríkisútvarpsins seg- ir að Norðmenn fái 840.000 skammta til viðbótar frá Pfizer á öðrum ársfjórðungi. Þar sem bólu- efnum er úthlutað til Evrópuríkja í beinu hlutfalli við íbúafjölda má ætla að það samsvari um 57 þúsund skömmtum fyrir Ísland. Bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hefur enn fremur gefið út að það hafi nú „fundið“ fleiri skammta af bóluefni í verksmiðjum sínum og muni geta aukið fram- leiðslu sína um allt að 50% frá því sem til stóð. Evrópusambandið hefur beitt fyrirtækið miklum þrýstingi fyrir að hafa ekki getað staðið við fyrri af- hendingaráætlanir. 170.000 bólusettir fyrir sumar Sé miðað við áætlanir Norðmanna um heildarfjölda bólusettra fyrir sumarið ættu um 170.000 Íslending- ar að hafa fengið bólusetningu fyrir sumarið eftir nýjustu tíðindi. Heilbrigðisráðherra hefur ítrekað talað um að þorri þjóðarinnar verði bólusettur fyrir lok annars ársfjórð- ungs, þ.e. júnílok, án þess þó að treysta sér til að gefa skýrari fyrir- heit. Ljóst er þó að búist er við að bólusetningar komist á skrið í vor. Enn sem komið er hafa aðeins 5.538 lokið bólusetningu á Íslandi, en 3.010 til viðbótar fengið fyrri skammt af tveimur. Neyðarstigi vegna veirunnar aflétt  Hættustig í stað neyðarstigs  Engin áhrif á takmarkanir  Fjögur smit í gær – allir í sóttkví  Ísland eina græna landið í Evrópu  Pfizer og AstraZeneca fjölga skömmtum til Íslands og ESB Morgunblaðið/Eggert Bylgjulok Ekki er lengur talin ástæða til að viðhalda neyðarstigi almanna- varna vegna veirunnar. Táknræn endalok þriðju bylgju, segði einhver.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.