Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 14

Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Forsvarsmenn héraðsfréttablaða telja að sá stuðningur við einka- rekna fjölmiðla sem kveðið er á um í fjölmiðafrumvarpinu muni ekki duga fyrir rekstur svæðisbundinna miðla og vilja að gerðar verði breyt- ingar á því. Lagt er til í umsögnum að heild- arframlagið hækki úr 400 millj- ónum kr. í a.m.k. 500 milljónir. Sérstaklega er gagnrýnt að með seinustu breytingum á frumvarp- inu, sem nú er til umfjöllunar í alls- herjar- og menntamálanefnd, hafi skilyrði um lágmarksútgáfutíðni og um ritstjórnarefni, sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla, verið felld út. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, segir í umsögn að með því að fella út kröfur um út- gáfutíðni muni fjölmargir örfjöl- miðar bætast í pottinn, „fjölmiðlar sem jafnvel eru gefnir út sem áhugamál útgefenda eða/og eru fag- rit íþróttagreina og ættu því frekar að falla undir stuðning við íþrótta- félög en flokkast sem fjölmiðill. Sú viðbót mun rýra hlut þeirra fjöl- miðla sem gegna breiðara hlutverki í samfélögum þeim sem þeir starfa í,“ segir í umsögn hans. Útgáfufélag Austurlands fagnar því að reynt sé að koma til móts við minni miðla í frumvarpinu en gagn- rýnir harðlega í umsögn til þing- nefndarinnar að skilyrði á borð við kröfur um útgáfutíðni og um lág- mark ritstjórnarefnis séu ekki leng- ur fyrir hendi í frumvarpinu. Fjölmiðlar séu ein af stoðum lýð- ræðis og með rekstrarstuðningi sé ríkið bæði að viðurkenna mikilvægi þeirra og treysta stoðina. Miðlar sem sannarlega sinni því hlutverki eigi að njóta forgangs. Vandasamt sé að réttlæta stuðning til miðla sem hvorki hafi það markmið að efla lýðræðið né sinna sjálfstæðri efnisöflun, að því er segir í umsögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra og Sverris Mars Albertssonar stjórnarformanns. Óttast að hlutur héraðsmiðla verði rýr  Gagnrýnt að kröfur um útgáfutíðni voru felldar út Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Fjölmiðlafrumvarpið er nú í allsherjar- og menntamálanefnd. Bláa lónið verður opnað á ný í dag en það hefur verið lokað síðastliðna fjóra mánuði, eða frá 8. október sl. Bláa lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa lónsins í Svartsengi verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum. Re- treat hótel og veitingastaðurinn Moss verða einnig opnuð en með takmörkuðum afgreiðslutíma. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að Lava muni bjóða upp á dögurð, eða brunch, alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í lóninu. „Núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir er fylgt í hvívetna á öllum starfs- töðvum Bláa lónsins. Vegna tak- markana eru gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum,“ segir í tilkynningu frá Bláa lóninu. Bláa lónið opnað  Opið í lónið um helgar fram á vor Ljósmynd/Bláa lónið Heilsulind Eftir lokun síðan í október verður Bláa lónið opnað í dag. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert samkomulag um samstarf við undirbúning og framkvæmd þróun- ar- og rannsóknarverkefnis í Grunn- skólanum í Vestmannaeyjum. Mark- miðið er að efla læsi og bæta líðan nemenda. Nemendum verður fylgt eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra haustið 2021 og til loka hennar eftir tíu ár. Yfirskrift viljayfirlýsingarinnar er „Árangur og áhugahvöt – kveikjum neistann“. Þar kemur fram að til grundvallar samstarfinu liggi breytt- ar áherslur í framkvæmd og skipu- lagi skólastarfs með hagsmuni nem- enda að leiðarljósi, þar með talið mismunandi þarfir kynjanna. Sérstök áhersla verður lögð á að bæta stöðu drengja. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Þær tengjast þróun á kennsluháttum, kennsluefni og starfsþróun og ráðgjöf til kennara og skólastjórnenda. Árangur og afurðir verkefnisins verða nýtt í þágu allra grunnskóla- nemenda á Íslandi. Stofnað verður menntarannsóknasetur sem mun annast undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Mennta- og menningar- málaráðuneytið mun leggja mennta- vísindasviði Háskóla Íslands til tíu milljónir króna á þessu ári á grund- velli viljayfirlýsingarinnar. Framlag HÍ verður einnig í formi hálfrar pró- fessorsstöðu. Vestmannaeyjabær mun leggja verkefninu til tíu milljónir á þessu ári. Aðilar tengdir Samtökum atvinnulífsins skuldbinda sig til að leggja til fjárhæð sem er ígildi tveggja 20% staða gestaprófessora við rannsóknasetrið. Stefnt er að því að ganga frá samningi um nánari verkaskiptingu, tíma- og fjárhags- áætlun í maí. Undirbúningur að verk- efninu er hafinn og mun halda áfram í vetur. Verkefnið hefst svo í Grunn- skólanum í Vestmannaeyjum í haust. Menntamálaráðherra og stjórn- endur menntavísindasviðs HÍ fund- uðu einnig með kennurum og stjórn- endum Grunnskóla Vestmannaeyja. gudni@mbl.is Ljósmynd/Vestmannaeyjabær Undirritun Helgi Rúnar Óskarsson, Lilja Alfreðsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Jón Atli Benediktsson skrifuðu undir yfirlýsinguna í Vestmannaeyjum. Neistinn kveiktur í Vestmannaeyjum Viljayfirlýsing » Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Helgi Rúnar Óskarsson frá Samtökum at- vinnulífsins og fleiri fóru til Vestmannaeyja og undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum ásamt Írisi Ró- bertsdóttur bæjarstjóra.  Vilja efla læsi nemenda í Eyjum Útgefendur Kópavogsblaðsins og Hafnfirðings, Auðun Georg Ólafsson og Olga Björt Þórðardóttir, segja óljóst hvort frumvarpið nái tilgangi sínum yfirleitt fyrir smáa staðbundna miðla og benda m.a. á í umsögn til Al- þingis að færst hafi í vöxt að opinberir aðilar nýti alþjóðlega netrisa á borð við Google og Facebook til að ná til almennings. Þeir hafi lögvernd- að forskot á einkarekna íslenska miðla, því að þeir greiði ekki skatta hér á landi og lúti ekki sömu reglum og þeir íslensku, sem verði af þessum sökum undir í samkeppninni. „Því skal ekki leyna að hlutfall ritstjórnarefnis í héraðsfréttamiðlum eins og okkar hefur dregist saman vegna aukins kostnaðar við miðlun og harðrar samkeppni við fyrrgreinda netrisa, auk þrýstings frá auglýs- endum um afslætti í því hallæri sem ríkt hefur frá því að kórónuveiru- faraldurinn tók að geisa,“ segir í umsögn þeirra til þingnefndarinnar. Benda þau á að stærsti kostnaðarliðurinn í útgáfu beggja miðlanna sé miðlunin sjálf, nánar tiltekið prentun og dreifing í bréfalúgur og póst- kassa. „Miðlunin er grundvöllur þess að við fáum auglýsingatekjur og getum náð til lesenda okkar sem eru íbúar sveitarfélaganna. Meðal slíks efnis eru tilkynningar á vegum ríkis, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila sem erfitt er að dreifa til íbúa með annars konar miðlun.“ Lögverndað forskot netrisa ÚTGEFENDUR KÓPAVOGSBLAÐSINS OG HAFNFIRÐINGS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.