Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hrein skuld ríkissjóðs jókst um 240
milljarða króna frá lokum janúar
2020 til loka janúar 2021, eða úr
618,5 milljörðum í 859,3 milljarða.
Þetta má lesa úr markaðsupplýs-
ingum á vefnum Lánamál.is sem
heyrir undir Seðlabankann.
Hreinar skuldir jukust því um
660 milljónir króna á dag frá lokum
janúar 2020 til loka janúar 2021,
eða um tæpa hálfa milljón á mínútu.
Þróun ríkisskulda er sýnd á grafi
hér til hliðar. Þar er ekki tekið með
750 milljóna lán í evrum sem var
tekið 28. janúar en greitt út 4. febr-
úar. Nam lánið að jafnvirði 117
milljörðum króna miðað við gengi
þess tíma. Skal tekið fram að út-
gáfa sem þessi telst ekki skuld fyrr
en ríkið hefur fengið fjármunina í
hendur.
Sé þessi erlenda útgáfa tekin
með hafa hreinar skuldir ríkissjóðs
aukist um 357 milljarða króna frá
lokum janúar 2020 og fram til 4.
febrúar og nálgast aukningin þá
milljarð króna á dag.
Gengisþróunin hefur áhrif
Gengisþróunin hefur áhrif á
eignir og skuldir ríkissjóðs í er-
lendri mynt en krónan veiktist til
dæmis um 12,6% gagnvart evru frá
lokum janúar 2020 til loka janúar
2021.
Erlend sjóðsstaða ríkissjóðs nam
214 milljörðum króna í lok janúar sl.
og eykst um 117 milljarða með út-
gáfu á bréfum fyrir 750 milljónir
evra hinn 4. febrúar síðastliðinn.
En fram kom á vef fjármálaráðu-
neytisins að skuldabréfin bera 0%
fasta vexti og voru þau gefin út til
sjö ára á ávöxtunarkröfunni 0,117%.
Björgvin Sighvatsson, forstöðu-
maður Lánamála ríkisins, segir
þetta óvenju hagstæða fjármögnun
sem gagnist ekki aðeins til að mæta
halla ríkissjóðs heldur dragi hún úr
þörf fyrir innlenda fjármögnun.
Þrýstingur á innlendan lánamarkað
vegna kórónuveirukreppunnar verði
því minni en ella.
Engu að síður er stefnt að tölu-
verðri útgáfu innlendra ríkisbréfa til
að mæta fjárlagahallanum.
Samkvæmt ársáætlun Lánamála
er stefnt að því að gefa út ríkisbréf
fyrir 200 milljarða í ár. Er það hluti
af ráðstöfunum til að bregðast við
auknum hallarekstri ríkissjóðs í kór-
ónuveirufaraldrinum.
Nettóaukningin 72 milljarðar
Fram kemur í ársáætlun Lána-
mála að útgáfa ríkisbréfa verði 72
milljarða umfram gjalddaga á þessu
ári. Þ.e.a.s. að nettóaukning á inn-
lendum ríkisskuldabréfum verði 72
milljarðar króna í ár.
Næsta erlenda lán ríkissjóðs sem
fellur á gjalddaga eru eftirstöðvar af
1 milljarðs dala láni sem greiðist upp
í maí 2022. Eftirstöðvarnar eru nú
95 milljónir dala eða um 12 millj-
arðar króna á núverandi gengi. Því
næst er 500 milljóna evrulán á gjald-
daga í desember 2022. Mun því ekki
vera sérstakur þrýstingur á upp-
greiðslu erlendra lána á þessu ári.
Fjórar meginleiðir færar
Björgvin benti á að fjórar leiðir
væru færar til að takast á við hall-
ann af rekstri ríkissjóðs.
Í fyrsta lagi með útgáfu á innlend-
um markaði. Það fyrsta sem ríki geri
jafnan þegar þau lendi í svo gríð-
arlegum halla á skömmum tíma sé
að ráðast í útgáfu á ríkisvíxlum. Síð-
an sé fjármögnun smátt og smátt
færð yfir í útgáfu á lengri bréfum.
Það sé almennt þróunin í nágranna-
löndum.
Í öðru lagi með útgáfu skulda-
bréfa á erlendum markaði. Í þriðja
lagi með því að ganga á sjóðsstöðu
ríkissjóðs í Seðlabankanum og í
fjórða lagi með sölu ríkiseigna.
Björgvin benti á að eignasala taki
yfirleitt lengri tíma en útgáfa
skuldabréfa eða sú leið að ganga á
sjóðsstöðuna. „Sagt er að lántakar
fái bestu lánakjörin þegar þeir þurfa
ekki á peningunum að halda,“ sagði
Björgvin sem taldi rétt af ríkissjóði
að nota tækifærið og sækja erlend
lán á hagstæðari kjörum en nokkru
sinni í sögu landsins.
'20 '21
Skuldir ríkissjóðs
Frá ársbyrjun 2020, milljarðar króna
Þróun skulda ríkissjóðs
1.600
1.200
800
400
0
Milljarðar króna Jan. 2020 Jan. 2021
Óverðtryggðar skuldir 425 676
Verðtryggðar skuldir 270 304
Erlendar skuldir 187 246
Samtals 882 1.225
...sem % af VLF* 28,3% 40,6%
Hrein skuld ríkissjóðs 619 859
...sem % af VLF 19,9% 28,5%
*Samkvæmt nýjustu spá SÍ. Heimild: Lánamál.is
Hreinar skuldir
Heildarskuldir
Heildarskuldir sem % af VLF
Hreinar skuldir sem % af VLF
Jókst um 240 milljarða króna
Hrein skuld ríkissjóðs jókst um 240 milljarða frá janúar 2020 til janúar 2021
Við það bætist útgáfa á 750 milljóna evra bréfum og frekari útgáfa á árinu
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Snorri Jakobsson, hlutabréfagrein-
andi hjá Jakobsson Capital, segir í
samtali við Morgunblaðið að fljótt á
litið sé Arion banki sá af viðskipta-
bönkunum þremur sem sé að koma
best út úr Covid-árinu 2020. „Hann
er að koma ótrúlega sterkt út úr
þessu. Íslandsbanki heldur sjó, en
Landsbankinn kemur verst út úr
árinu,“ segir Snorri, en bankarnir
skiluðu allir ársuppgjörum sínum
fyrr í þessari viku.
Samanlagður hagnaður eykst
Eins og sjá má í töflunni hér til
hliðar, og fjallað var um í Morg-
unblaðinu í gær, þá jókst saman-
lagður hagnaður viðskiptabank-
anna þriggja milli ára. Hann var
27,8 milljarðar króna árið 2019 en
árið 2020 var hann samtals 29,7
milljarðar. Munurinn er næstum
tveir milljarðar króna, eða sjö pró-
sent.
Snorri segir að hjá Arion sé mest-
ur rekstrarbati og aukin skilvirkni í
rekstrinum, sem sjáist í auknum
þjónustu- og vaxtatekjum. „Bank-
inn er að skila meiri framlegð út úr
rekstrinum. Þeir ná meira út úr
eignasafninu en hinir bankarnir, á
sama tíma og kostnaður dregst
saman.“
Spurður um líklegar ástæður fyr-
ir niðurstöðu Landsbankans segir
Snorri að líklega sé Landsbankinn
með mest útlán til ferðaþjónustunn-
ar af bönkunum þremur, en það er
sú atvinnugrein sem farið hefur
verst út úr faraldrinum.
Arion banki komið best
út úr kórónuveiruárinu
Landsbankinn með lökustu niðurstöðuna en Íslandsbanki heldur sjó
Afkoma viðskiptabankanna 2019 og 2020
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
40.000
30.000
20.000
10.000
0
-10.000
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Vaxtatekjur Þjónustu-
tekjur
Aðrar rekstrar-
tekjur
Rekstrartekjur 2019-2020
38.074 33.371
-1.194
31.158
11.642
4.8937.638
-7.459
Allar tölur eru í milljónum kr.
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Hagnaður bankanna árið 2019
3.875
3.247
4.329
6.784
1.671
2.0862.120
2.577
-2.775
761
2.096
1.018
Hagnaður alls: 8.454 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 4,80%
Hagnaður alls: 18.235 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 7,90%
Hagnaður alls: 1.100 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 0,60%
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Hagnaður bankanna árið 2020
Hagnaður alls: 6.755 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 7,60%
Hagnaður alls: 10.521 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 4,30%
Hagnaður alls: 12.469 m.kr.
Arðsemi eigin fjár: 6,50%
3.525
5.761
3.986
3.361
3.966
1.245
4.913
-3.628 -1.376 -2.171
9.822
341
10.525
2018 2019
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj.13. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.28
Sterlingspund 177.54
Kanadadalur 101.29
Dönsk króna 20.947
Norsk króna 15.184
Sænsk króna 15.447
Svissn. franki 144.21
Japanskt jen 1.2256
SDR 185.03
Evra 155.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.1622
Hrávöruverð
Gull 1841.7 ($/únsa)
Ál 2070.5 ($/tonn) LME
Hráolía 61.01 ($/fatið) Brent
Bjarni Jónsson,
formaður stjórn-
ar Íslandspósts,
segir hvergi
koma fram í
fundargerðum
fyrirtækisins að
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra
hafi tjáð for-
manni og vara-
formanni stjórnar Póstsins að fé-
lagið ætti að gera ráð fyrir 490
milljóna framlagi ríkisins til félags-
ins í áætlunum fyrir rekstrarárið
2020. Var þessu haldið fram í frétt
Viðskiptablaðsins en fjallað var um
málið í Morgunblaðinu í gær.
Þá hafi svar forstjóra Póstsins til
Morgunblaðsins verið fyrir hönd
þeirra beggja – annað hafi mátt
skilja af frétt blaðsins – enda full-
nægjandi að forstjóri yrði til svara.
Í þriðja lagi segir Bjarni unnið að
því, að hans ósk, að fundargerðir
stjórnar, sem staðfestar hafa verið
með undirritun stjórnarmanna,
verði settar á netið þar sem þær
verði öllum aðgengilegar.
Ekkert
loforð frá
Bjarna
Bjarni
Jónsson