Morgunblaðið - 13.02.2021, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess í gær að
herforingjastjórnin í Búrma léti af völdum og hætti að beita
friðsama mótmælendur ofbeldi. Nada al-Nashif, aðstoðar-
Valdaráninu var mótmælt í öllum helstu borgum landsins í
gær, sjöunda daginn í röð. Kom sums staðar til átaka milli
lögreglu og mótmælenda, og beitti lögreglan m.a. táragasi.
framkvæmdastjóri ráðsins, sagði á fundi þess að heims-
byggðin öll fylgdist með gangi mála í landinu og að ekki yrði
horft framhjá brotum á mannréttindum almennings.
AFP
„Heimsbyggðin er að fylgjast með ykkur“
Rússneski stjórnarandstæðingurinn
Alexei Navalní var í gær færður fyr-
ir dómara á nýjan leik, að þessu
sinni til þess að verja sig í meiðyrða-
máli. Er Navalní gefið að sök að hafa
meitt æru nokkurra manna, sem
birtust í auglýsingu til stuðnings
stjórnarskrárbreytingum í Rúss-
landi síðasta sumar.
Sagði Navalní mennina vera
„þjóðarskömm“ og föðurlandssvik-
ara. Á meðal þeirra sem standa að
meiðyrðamálinu er 94 ára gamall
uppgjafahermaður í Rauða hernum í
seinni heimsstyrjöld. Liggur allt að
tveggja ára fangelsisvist við meint-
um brotum Navalnís.
Navalní var dæmdur í upphafi
þessa mánaðar til fangelsisvistar í
tvö ár og átta mánuði fyrir að hafa
rofið skilorð sitt þegar hann var í
Þýskalandi síðasta haust að jafna sig
eftir eitrun.
Réttarhöldin í gær þóttu skraut-
leg og einkenndust af upphrópunum
og köllum milli Navalnís, saksókn-
arans og dómarans í málinu. Gerði
Navalní m.a. athugasemd við að
stríðsferill hermannsins var lesinn
upp sem hluti af vitnisburði hans.
Navalní dreginn fyrir dóm
Sakaður um meiðyrði í garð hermanns úr seinna stríði
Verjendateymi Donalds Trumps,
fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hélt
því fram í gær að málatilbúnaður
fulltrúadeildarinnar gegn Trump
stæðist ekki stjórnarskrá Bandaríkj-
anna, og að málið allt væri drifið
áfram af „pólitískri hefnigirni“ gagn-
vart Trump.
Hvatti Michael van der Veen, ann-
ar verjenda hans, öldungadeildar-
þingmennina 100 til þess að afgreiða
málið skjótt með sýknu Trumps, en
verjendateymi hans hugðist ein-
göngu nota um fjórar klukkustundir
af þeim sextán sem þeim var úthlut-
að til þess að setja fram málsvörn
sína.
Hugðust Van der Veen og David
Schoen, sem skipa verjendateymið,
einkum einblína á það hvort ræða
Trumps, þar sem hann hvatti stuðn-
ingsmenn sína til þess að halda að
þinghúsinu, gæti talist hvatning til
innrásarinnar, en í gögnum sem þeir
lögðu fram við upphaf máls settu
þeir fram þau rök, að ræðan væri
varin af fyrsta viðauka stjórnar-
skrárinnar, sem bannar stjórnvöld-
um að takmarka málfrelsi fólks.
Um 144 sérfræðingar í stjórnskip-
unarrétti Bandaríkjanna og fyrsta
viðaukanum rituðu hins vegar at-
hugasemd og birtu í bandaríska dag-
blaðinu New York Times í síðustu
viku, þar sem þeir sögðu þá rök-
semdafærslu ekki geta staðist, þar
sem viðaukinn verndaði ekki hvatn-
ingar til ofbeldis, né heldur ætti
hann við í málaferlum þings á hend-
ur handhöfum framkvæmdavalds
fyrir embættisafglöp.
Í dag munu þingmenn öldunga-
deildarinnar fá fjórar klukkustundir
til þess að spyrja bæði saksóknara
og verjendur spurninga, og svo eru
aðrar fjórar klukkustundir eyrna-
merktar umræðu um hvort kalla eigi
til vitni eða biðja um frekari gögn,
óski lögmannateymin eftir því. Ólík-
legt þykir að deildin muni hefja
vitnaleiðslur, og gæti málinu því ver-
ið lokið um helgina. sgs@mbl.is
AFP
Þinghúsið Þjóðvarðliðar frá Kaliforníu eru meðal þeirra sem gæta nú þing-
hússins dag og nótt eftir árásina, en þeim gafst í gær stund milli stríða.
Málið rekið af
„hefnigirni“
Málflutningi lokið í öldungadeildinni