Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Hafnargata 29 í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is 2 nýjar fullbúnar 4ra herberga íbúðir í vönduðu fjölbýli. Nýjar íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 49.800.000 121,7 m2 Það er áreiðanlega ekki of-sagt þegar því er haldiðfram að skáksaga 20. ald-ar hafi rekist utan í flesta stórviðburði aldarinnar sem leið. Lubomir Kavalek, sem féll frá á dögunum, gat vitnað um það. Hann fæddist 9. ágúst 1943; fimm mán- uðum áður hafði annað barn verið í heiminn borið og átti eftir að velkj- ast um í sérkennilegum afkima kalda stríðsins: Bobby Fischer. Jafnaldrarnir áttu samvinnu á ýmsum tímum, ekki síst hér í Reykjavík sumarið 1972. Kavalek og Hort voru fram- bærilegustu ungu skákmenn Tékka á sjöunda áratugnum. En leiðir skildi þegar Kavalek sat að tafli á skákmóti í Póllandi í ágúst 1968 og herir Varsjárbandalags- ríkjanna réðust inn í Tékkóslóv- akíu. Hann ákvað að snúa ekki aft- ur. Leiðin til frelsis var vörðuð nokkrum landamærahliðum og af frásögn hans af þeirri reisu má ætla að Kavalek hafi þekkt vel sitt heimafólk. Fyrir verðlaunafé birgði hann sig upp af vodkaflösk- um og við hvert hlið bauð hann glundrið fyrir annan greiða. Hann settist að í V-Þýskalandi og þaðan lá síðan leiðin til Bandaríkjanna. Kavalek kom til landsins meðan á einvígi Fischers og Spasskís stóð og sat með Bobby langt fram eftir nóttu yfir einhverri mögnuðustu biðskák sem um getur. Fyrr um kvöldið hafði Fischer rekið kvef- aðan séra Lombardy út úr her- bergi 470 með þeim orðum að hann hefði ekki efni á því að kvefast. Kavalek kvaðst upp frá því hafa tekið að sér hlutverk aðalaðstoðar- mannsins, sem stangast raunar á við frásagnir Lombardys. Kavalek, sem var sigursæll á ferli sínum, eftirsóttur þjálfari, skipuleggjandi stórra skákviðburða og margverð- launaður penni, sagði svo frá sam- vinnu sinni við Fischer við rann- sóknir á biðstöðunni í New in chess: Reykjavík 1972; 13. einvígis- skák: Boris Spasskí – Bobby Fischer Staðan á borðinu var eins og jarðsprengjusvæði. Hvert skref varð að stíga með mikilli aðgætni. Við fylgdum leið sem virtist greið- fær. Að lokum kom upp hjá okkur staða þar sem hrókur svarts var lokaður af. Spasskí þurfti samt að kljást við fimm frípeð, en hann hélt kóngi svarts frá. „Hafðu engar áhyggjur, ég þvæli h-peðinu upp í borð og kóngurinn sleppur inn,“ sagði hann. Við höfðum rakið stöð- una áfram um 20 leiki frá biðstöð- unni og það voru mörg hliðar- afbrigði. Og ég tók eftir því að hann skrifaði ekkert hjá sér – lagði allar rannsóknirnar á minnið. Nóttin langa tók enda og Fischer mætti í Laugardalshöll 21 mínútu of seint. 42. Kg3 Biðleikur Spasskís. 42. … Ha3+ 43. c3 Ha8 44. Hh4 e5 45. Hh7+ Ke6 46. He7 Kd6 47. Hxe5 Hxc3+ 48. Kf2 Hc2+ 49. Ke1 49. … Kxd7 50. Hexd5+ Kc6 51. Hd6+ Kb7 52. Hd7+ Ka6 53. H7d2 Hxd2 54. Kxd2 b4 55. h4 Kb5 56. h5 c4 57. Ha1 gxh5 58. g6 h4 59. g7 h3 60. Be7 Hg8 61. Bf8 h2 62. Kc2 Kc6 63. Hd1 b3 64. Kc3 „Við höfðum gert ráð fyrir þess- ari stöðu,“ skrifaði Kavalek. Ein- hverjar vomur virtust á Fischer og hann gerði sér grein fyrir að það var engan vinning að hafa. Hann hugsaði og hugsaði. Eftir 45 mín- útur lék hann loksins en þá var eins og einbeitni Spasskís slævðist. 64. … h1(D) 65. Hxh1 Kd5 66. Kb2 f4 67. Hd1 Ke4 68. Hc1 Kd3 69. Hd1+? Tapleikurinn. Eftir 69. Hc3+! er staðan jafntefli. 69. … Ke2 70. Hc1 f3 71. Bc5 Hxg7 72. Hxc4 Hd7 73. He4 Kf1 74. Bd4 f2 - og Spasskí gafst upp. Magnaðasta biðskákin og framlag Kavaleks Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Jafnan reynir á mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs í meiðyrðamálum en dómur í einu slíku máli féll nýlega í Hæstarétti, máli Benedikts Bogasonar gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarmáli nr. 9/ 2020. Athyglisvert er í því máli að þótt fimm manna dóm- ur Hæstaréttar skiptist í þriggja manna meirihluta og tveggja manna minnihluta voru allir dóm- arar sammála um að þau ummæli sem til umfjöllunar voru teldust gildisdómar en ekki fullyrðingar um staðreyndir. Þýðingarmikið er fyrir almenn- ing að gera greinarmun á þessu tvennu þar eð rýmra frelsi er til að setja fram fullyrðingar í formi gild- isdóma en þegar þær eru settar fram í búningi staðreynda. Það eykur sem sagt líkurnar á að full- yrðingar um annað fólk séu ekki meiðyrði ef framsetningin er með tilteknum hætti fremur en öðrum. Sem dæmi er líklegra að það sé ekki meiðyrði að segja að „heyrst hefur“ að tiltekin persóna gangi er- inda skipulagðra glæpasamtaka í stað þess að fullyrt sé án fyrirvara að viðkomandi sinni slíkum erinda- gjörðum. Gagnrýni á íslenska dómstóla og kerfislægur þagnarhjúpur Í áðurnefndu meiðyrðamáli komst meirihluti Hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ekki skyldi ómerkja þau ummæli sem um var deilt í málinu. Að mínu viti var sú niðurstaða rétt. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að téð ummæli voru að lágmarki sett fram á óvarfærinn hátt, þ.e. hægt var að tjá hina umdeildu skoðun með sama efnislega hætti án þess að ganga svo nærri starfsheiðri þeirra sem gátu talið að sér vegið. Það var því skiljanlegt að um þessi ummæli væri tekist á fyrir dóm- stólum. Að þessu sögðu er það þó staðreynd að löglærðir einstaklingar hér á landi veigra sér oft við að gagnrýna störf dómstóla þar eð þá eiga viðkomandi á hættu að einstaka dómarar taki það illa upp og það geti síðan bitnað á hagsmunum umbjóðenda og skjól- stæðinga viðkomandi. Kerfið hér á landi, m.a. vegna smæðar, býður því upp á óbeina þöggun valda- manna innan dómskerfisins. Þessi tilhneiging leiðir svo ósjaldan til sjálfritskoðunar þeirra sérfræð- inga, sem helst eru færir um að tjá sig um mikilvæg málefni tengd dómstólum. Andrúmsloft af þessu tagi er vart æskilegt. Mikilvægur dómur til lengri tíma litið Mörk tjáningarfrelsis og vernd einkalífs, með tilliti til réttar til að gagnrýna störf dómstóla, voru með ýmsum hætti skýrð í margnefndum hæstaréttardómi. Til lengri tíma litið er dómurinn mikilvægur, m.a. vegna þess að hann getur veitt þeim einstaklingum, sem hugrekki hafa og þekkingu, hvata til að tjá sig um störf dómstóla á yfirveg- aðan og hreinskilinn hátt. Um gildisdóma í meið- yrðamálum og gagn- rýni á störf dómstóla Eftir Helga Áss Grétarsson »Nýlegur hæstarétt- ardómur í meiðyrða- máli getur verið til þess fallinn að efla gagnrýna umræðuhefð um störf dómstóla. Á slíkri þróun er þörf. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er lögfræðingur. helgigretarsson@gmail.com Jóhann Ögmundur Oddsson fæddist 12. febrúar 1879 á Odd- geirshólum í Flóa. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Ög- mundsson, f. 1841, d. 1919, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1840- 1916. Jóhann Ögmundur var kaup- maður í Reykjavík 1907-1928. Hann varð gjaldkeri Stórstúk- unnar 1915 og stórriddari 1917. Hann gegndi því embætti til 1954. Árið 1927 varð Jóhann Ög- mundur framkvæmdastjóri tímaritsins Æskunnar sem var blað Stórskútunnar og óx blað- ið mjög á þeim tíma sem hann sá um það. Hann hóf líka bóka- útgáfu á vegum Æskunnar. Kom fyrsta bókin út 1930, en alls gaf Æskan út 113 bækur þegar Jóhann Ögmundur var við stjórn, en hann lét af störf- um 1961. Jóhann Ögmundur átti mik- inn þátt í stofnun Dýravernd- arfélags Íslands 1914 og sat í stjórn þess. Hann tók að sér af- greiðslu fyrir blað þess, Dýra- verndarann, og skrifaði margar greinar í blaðið. Jóhann Ög- mundur fékk fálkaorðuna 1959. Eiginkona Jóhanns var Sig- ríður Halldórsdóttir, f. 1880, d. 1947. Börn þeirra sem upp komust voru sex. Jóhann lést 25. október 1964. Merkir Íslendingar Jóhann Ögmundur Oddsson Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Stærsti sigurinn Vignir Vatnar Stefánsson vann alla helstu keppinauta sína á Skákþingi Reykjavíkur og varð einn efstur með 8 vinninga af 9. Hjörvar Steinn Grétarsson varð annar og Guðmundur Kjartansson varð í þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.