Morgunblaðið - 13.02.2021, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
✝ Sólbjartur Sig-urður Júlíus-
son fæddist á
Hnausum í Breið-
víkurhreppi á
Snæfellnesi þann
11. september
1933. Hann and-
aðist þann 20. jan-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru Júlíus Sól-
bjartsson, f. 24.7.
1897, dáinn 9.7. 1977, og Guð-
rún Ágústa Sigurgeirsdóttir, f.
14.8. 1905, dáin 25.12. 1984.
Sólbjartur var einn af 11
systkinum, 5. í röðinni. Systk-
ini Sólbjarts; 1. Sigvaldi Krist-
inn, f. 6.10. 1926, dáinn 1985,
Oddgeir Sigurberg, f. 6.2.
1928, dáinn 2003, Sólmundur
Gunnar, f. 10.5. 1929, dáinn
1980, Áslaug Klara, f. 2.2.
1932, dáin 2007, Hörður, f.
18.6. 1936, Halldór Rúnar, f.
5.7. 1937, dáinn 1968, Hilmar,
f. 24.9. 1938, dáinn 2009,
Hjálmtýr Ragnar, f. 30.6.
1940, dáinn 2009, Jón Guð-
björn, f. 24.4. 1944, dáinn
2020, Kristjana Hulda, f. 6.4.
1947, Róbert Hólm, f. 29.11.
1948.
Sólbjartur ólst upp á Grund
ari Ragnarssyni, f. 1965. Börn:
a) Alexander Ragnar, b) Sól-
björt Lind.
Sólbjartur var búsettur á
Arnarstapa og lauk þaðan
grunnskólanámi, hann og
systkini hans unnu við ým-
islegt til að aðstoða foreldra
sína þar sem þetta var stórt
heimili, hann fluttist síðan til
Ólafsvíkur 1963 þá þrítugur
að aldri, hann vann við ým-
islegt þar og þar á meðal við
höfnina í Ólafsvík og fór þá
oft í mötuneyti nokkurt í há-
degismat þar sem Ingveldur
vann og kynntist hann þar
framtíðarkonu sinni. Seinna
fór hann að vinna á sjónum
sem vélstjóri og vann sem vél-
stjóri á skipum í 30 ár, en árið
1984 byrjar hann að vinna sem
vélgæslumaður á Lóranstöð-
inni Gufuskálum. Árið 1985
fluttust þau að Gufuskálum og
seldu hús sitt í Ólafsvík. Þau
bjuggu á Gufuskálum í þrjú ár
eða þar til 1988, en fluttust þá
til Reykjavíkur. Sólbjartur
starfaði fyrst hjá ÁTVR í
nokkur ár en fór svo að starfa
hjá RSK og starfaði hann þar
allt þar til hann hætti fyrir
aldurs sakir. Sólbjartur og
Ingveldur ferðuðust bæði hér-
lendis og erlendis og fóru oft
ein utan, það voru einnig ófá-
ar útilegurnar sem farnar
voru.Útför Sólbjarts fór fram
frá Grafarvogskirkju þann 28.
janúar 2021. Jarðsett var í
Grafarvogskirkjugarði.
á Arnarstapa hjá
foreldrum sínum
og móðurömmu
sinni Sigríði Gest-
ínu Gestsdóttur
sem hann hélt
mikið upp á. Þann
26. desember 1965
giftist hann Ing-
veldi Alfonsdóttur,
f. 31.8. 1935, d.
16.3. 2017, dóttur
hjónanna Alfonsar
Kristjánssonar, f. 8.12. 1905,
d. 4.8. 1961, og Ásthildar Guð-
mundsdóttur, f. 8.3. 1910, d.
20.5. 1989.
Sólbjartur og Ingveldur
eignuðust þrjú börn, en fyrir
átti Ingveldur Hildi Ölmu
Björnsdóttur, f. 10.5. 1958
(uppeldisdóttur Sólbjartar),
kvænt Ómari Ívarssyni, f.
1957. 1. Alfons, f. 27.6. 1965,
kvæntur Ingibjörgu Steindórs-
dóttur, f. 1969. Börn: a) Júlía
Inga. b) Sigurður Örn, fyrir
átti Ingibjörg Birgi Jensson. 2.
Halldóra, f. 27.6. 1968, sam-
býlismaður Guðmundur
Yngvason, f. 1961. Börn: a)
Friðrik Atli. b) Hinrik Þór. c)
Heiðdís Tinna, fyrir átti Guð-
mundur Birnu Dögg. 3. Linda
Dröfn, f. 3.6. 1973, gift Ingv-
Elsku pabbi minn, þú og
mamma eruð okkar fyrirmynd í
lífinu, en nú eruð þið bæði farin
inn í draumalandið. Það er svo
skrýtið að hafa ykkur ekki
lengur hér og geta ekki heim-
sótt ykkur í Mosarimann, en ég
veit að mamma hefur tekið vel á
móti þér og að þið eruð loks
saman á ný. Þú varst alltaf svo
mikil stoð og stytta, varst alltaf
til staðar fyrir alla, þú hafðir
svo marga góða kosti sem geta
prýtt einn mann, þú varst dug-
legur, stálheiðarlegur, með ein-
dæmum skapgóður og blíður,
betri föður og afa var ekki hægt
að hugsa sér. Þú lýstist allur
upp við að sjá barnabörnin og
langafabörnin þín, sem elskuðu
að heimsækja afa og ömmu og
fá ís hjá þér, en þau eiga svo
margar skemmtilegar minning-
ar um ykkur. Eitt sinn þegar
við vorum öll boðin í mat til
ykkar þá vildir þú fara að út-
deila ís til barnanna, en mamma
sagði að þú ættir að bíða, þar
sem það væri að koma matur,
en tveimur mínútum seinna
sátu þau laumuleg fyrir utan að
fela sig fyrir ömmu með ís auð-
vitað.
Þú varst með eindæmum
mikið snyrtimenni, rakaðir þig
á hverjum degi og settir á þig
rakspíra, það var alltaf svo góð
lykt af afa, segja barnabörnin
þín. Þetta breyttist ekkert
þrátt fyrir aldur og veikindi, þú
vildir alltaf vera snyrtilegur og
fínn. Þú hugsaðir líka afar vel
um bílana þína, en eitt sinn
þegar ég kom í heimsókn til
ykkar mömmu þá lyktaði allt
húsið af bílabóni, mömmu til
mikils ama, þar sem þú kominn
á áttræðisaldur hafðir verið að
þvo og bóna bílinn inni í bíl-
skúr. Við eigum svo margar
góðar minningar með ykkur
pabbi minn, en það sem stendur
upp úr eru allar sumarbústaða-
ferðirnar á Laugarvatn í vél-
stjórabústaðina og þær voru
allnokkrar, við fórum oftast öll
fjölskyldan og tókum þá stund-
um 2-3 bústaði á leigu, sérstak-
lega þegar þú hélst upp á af-
mælið þitt þar, þessar
minningar eru okkur dýrmætar
perlur.
Pabbi, þú varst afar metn-
aðargjarn og varst svo stoltur
ef við börnin þín eða barnabörn
lukum einhverjum áfanga í líf-
inu. Það var þér að þakka að ég
fór út til Kanada sem skipti-
nemi, sem var eitt það besta
sem ég hef gert. Elsku pabbi
minn, þakka þér fyrir allt, okk-
ur skorti aldrei neitt og áttum
alltaf öruggt skjól hjá þér og
mömmu.
Hvíl í frið elsku pabbi. Við
elskum þig.
Þín dóttir,
Halldóra.
Nú er elsku afi kominn í faðm
ömmu.
Afi var góður maður. Hann
var brosmildur, blíður og kær-
leiksríkur. Afi var alltaf vel til-
hafður og það var svo góð lykt af
honum. Þegar hann sá okkur
barnabörnin og barnabarna-
börnin ljómaði hann og gaf okk-
ur alltaf risastórt knús. Afi var
svo barngóður og elskaði lítil
börn. Brosti sínu breiðasta til
þeirra barna sem á vegi hans
urðu.
Heimili ömmu og afa var allt-
af opið fyrir okkur barnabörnin
og var þeirra heimili hálfgerð fé-
lagsmiðstöð fyrir okkur. Þau
dekruðu við okkur og afi var
fljótur að bjóða okkur ís eða
annað gúmmelaði.
Mikið sakna ég þeirra tíma
núna og vildi óska þess að ég
gæti lifað þá aftur. Hvíldu í friði,
elsku afi minn. Þar til við hitt-
umst næst.
Harpa Ýr Ómarsdóttir.
Sólbjartur Sigurður Júlíusson
(Baddi) frá Grund á Arnarstapa
á Snæfellsnesi er nú horfinn,
Baddi var fæddur á Arnarstapa
árið 1933. Hann andaðist 20. jan.
2021 og var jarðsettur 28. jan.
Hann var mikið snyrtimenni og
góður félagi.
Við brölluðum margt saman
sem ekki verður nefnt hér. Við
krakkarnir á Stapa og Hellnum
lékum okkur mikið saman sér-
staklega á veturna á skautum og
öðrum leikjum, ýmist á Stapa
eða á Hellnum en tjarnir voru á
báðum stöðunum og rúmur hálf-
tími var að fara á milli staðanna,
yfir svart Hellnahraunið.
Séra Þorgrímur Sigurðsson á
Staðastað og Finnbogi organisti
á Laugarbrekku gengust fyrir
því að stofna barnakór og barna-
félag sem störfuðu í nokkur ár
og vorum við Baddi þar einnig
saman. Grund var næsti bær
fyrir ofan Sjónarhól og vorum
við og Hörður bróðir hans mikið
saman.
Þegar voraði og góðviðri
komu langaði okkur að fara á
sjó, en Bjössi í Eiríksbúð átti
góða skektu sem við sóttum um
að fá lánaða, hann spurði alltaf
hvort við hefðum fengið leyfi hjá
foreldrum okkar og ef það var
þá fengum við bátinn. Ég held
að við höfum alltaf fengið eitt-
hvað af fiski og var kærkomið að
fá nýjan fisk í pottinn. Eftir
fermingu mína fórum við að róa
á skak með pabba og Begga
bróður Badda. Pabbi pantaði
bússur á okkur Badda en ekki
voru til minni en nr. 8 sem voru
allt of stórar, svo við vorum eins
og stígvélaði kötturinn. Pabbi
hafði keypt hest frá Skógarnesi
sem strauk flest sumur þangað.
Þegar ég var 15 ára hafði hann
enn strokið. Fékk pabbi þá
Badda til að fara með mér að
sækja hestinn. Við fórum með
bíl frá KST (Kaupfélag Stykk-
ishólms) suður að Neðri-Hól í
Staðarsveit, fengum við þar tvo
hesta að láni. Riðum síðan á
þeim suður að Stakkhamri, þar
fengum við upplýsingar um leið-
ina suður Löngufjörur í Skóg-
arnes, okkur var sagt að við yrð-
um að koma fjörurnar til baka
því mýrarflóinn væri ófær hest-
um. Við riðum nú suður í Skóg-
arnes og tók nokkurn tíma að
finna hestastóðið og hestinn. En
þegar við snerum við sáum við
að ófært yrði að fara fjöruna þar
sem aðfallið var orðið það mikið.
Nú voru góð ráð dýr, degi tekið
að halla og rigning og kalsa-
veður.
Tókum við þá ákvörðun að
bjóða klárunum að fara á mýrina
ef þeir vildu og láta þá ráða ferð-
inni. Löbbuðu þeir af stað og
skiluðu okkur yfir slysalaust.
Við gistum svo á Neðri-Hól
um nóttina og komumst heim
daginn eftir.
Þegar Baddi var 16 ára fór
hann til Grindavíkur og vann
þar yfir vetrarvertíðina og einn-
ig næstu vertíð, en síðan fór
hann til Ólafsvíkur og vann lengi
þar á vertíðarbátum. Í Ólafsvík
náði hann sér einnig í stúlku,
hana Ingveldi Alfonsdóttur en
hún lést fyrir nokkrum árum.
Seinni hluta vertíðar 1955
sem var mjög góð sáum við að
auglýst var ferð til útlanda sem
hét sex landa sýn, og þar sem
við vorum vel fjáðir eftir vertíð-
ina ákváðum við að fara í ferðina
sem var mjög skemmtileg, en þá
voru slíkar ferðir fátíðar.
Við hjónin Kristófer Sæland
Jónasson og Auður Böðvarsdótt-
ir sendum öllum aðstandendum
Badda samúðarkveðjur.
Kristófer Sæland Jónasson.
Sólbjartur Sigurð-
ur Júlíusson
Elsku Silli ástin
mín/okkar, ég
bjóst aldrei við því
að kveðja þig
svona.
Ég vil að þú vitir að ég er
ótrúlega stolt af þeirri vinnu
sem við vorum farin í saman og
stolt af þér að þora að takast á
við alla þína fortíðardrauga og
vera tilbúinn í það fyrir okkur,
það segir mér svo mikið um
það sem við áttum saman.
Þegar við loksins áttuðum
okkur á því hversu rík við vor-
Sigurþór
Arnarsson
✝ Sigurþór Arn-arsson fæddist
17. ágúst 1971.
Hann lést 26. jan-
úar 2021.
Útförin fór fram
10. febrúar 2021.
um, þrátt fyrir allt
sem á undan hafði
gengið, þá vorum
við ekki tilbúin að
missa það sem
skipti okkur mestu
máli sem var hvort
annað og börnin.
Þú baðst mín á að-
fangadag og Logi
æstist allur upp og
kallaði til þín: ertu
loksins að fara að
giftast mömmu.
Dagarnir á eftir voru
ógleymanlegir þegar við vorum
að opna okkur upp og vera
heiðarleg og hreinskilin hvort
við annað, það gaf sambandinu
okkar það sem upp á vantaði,
það kviknaði bál því neistinn
var alltaf til staðar.
Ég skil betur í dag ástæðuna
fyrir þessum hækjum þínum
sem drógu fram svarta mynd af
annars svo fallegum manni. Ég
get ekki setið hér og sagt að
lífið hafi verið dans á rósum
alla daga með skuggana sem
héngu yfir okkur sem í raun
aldrei tilheyrðu okkur. Þó ég
hefði viljað að við værum hér
saman í þessari vinnu þá vil ég
að þú treystir því að ég geri
það sem ég get til að gera þig
stoltan og klára það sem við tvö
byrjuðum á.
Þessi fallegi maður sem þú
varst og ert, þú gekkst syni
mínum í föðurstað og tókst
ekkert annað í mál en að gera
allt sem í þínu valdi stóð til að
vera hans föðurímynd.
Takk fyrir gullið hana dóttur
okkar sem þú skildir hérna eft-
ir hjá mér, ég þarf ekki annað
en að horfa í augun á henni eða
fylgjast með henni þá sé ég þig.
Takk fyrir allt í blíðu og stríðu,
ég passa alla demantana okkar.
Elska þig að eilífu og alla daga,
þangað til næst, þín að eilífu.
Berglind.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug við fráfall próferssors
ERLENDAR HARALDSSONAR.
Björg Jakobsdóttir
Haraldur Erlendsson
Anna Haraldsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dynjanda á
Hjúkrunarheimilinu Ísafold fyrir góða og
hlýja umönnun.
William Þór Dison
Eðvarð Þór Williamsson Sigurbjörg Sigurðardóttir
Stefanía Sif Williamsdóttir Óskar Þór Gunnarsson
William Þór, Snædís Líf, Hrannar Þór, Nökkvi Þór, Elísa
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og stuðning við andlát og útför
okkar ástkæra
HEIÐARS ÁRNASONAR,
Southport, Englandi.
Ouza Kwanashie
Helena Rún Heiðarsdóttir
Lucas Árni Heiðarsson
Árni Ragnarsson Ásrún Guðmundsdóttir
Laufey Árnadóttir Kristinn Harðarson
Ingvar Árnason Sigríður Anna Ólafsdóttir
Gauti Árnason
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar