Morgunblaðið - 13.02.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
60 ára Björn ólst
upp í Fossvoginum í
Reykjavík en býr í
Garðabæ. Hann er
viðskiptafræðingur frá
HÍ og er forstöðu-
maður fyrirtækja-
miðstöðvar Íslands-
banka í Norðurturni.
Maki: Aldís Ingvarsdóttir, f. 1959,
sjúkraliði og vinnur við heimahjúkrun.
Synir: Sveinn, f. 1985, Ragnar, f.
1987, og Helgi, f. 1993. Barnabörnin
eru orðin fjögur, allt drengir.
Foreldrar: Helga Gröndal, f. 1930,
fyrrverandi skrifstofumaður á Borgar-
spítalanum, bús. í Reykjavík, og
Sveinn Björnsson, f. 1926, d. 2000,
forstjóri Iðnaðarmálastofnunar Íslands
og SVR.
Björn Sveinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í hita dagsins gefst oft lítill tími til
að hrósa mönnum fyrir þeirra framlag.
Taktu þig á í þeim efnum. Ekki sýna ákefð –
vertu kúl.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú fylgir sérviskulegum hugmyndum
þínum en leyfir þér einnig að fá dásamlegar
hugmyndir úr umhverfinu. Gleymdu því
ekki að heima bíða þínir nánustu og þurfa á
þér að halda.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Eitthvað verður til að hreyfa veru-
lega við tilfinningum þínum. Sýndu öðrum í
fjölskyldunni þolinmæði og mundu að allar
fjölskyldur ganga einhvern tímann í gegn-
um erfiðleika.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að hver er sinnar gæfu
smiður og þú getur ekki sakast við neinn
nema sjálfa/n þig ef málin eru komin í
óþægilegan farveg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Frelsinu fylgir mikil ábyrgð, sem þú
axlar um leið og þér er veitt frelsi og sjálf-
stæði í starfi. Betrumbættu þær kring-
umstæður sem angrað hafa þig að undan-
förnu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú verður að leggja þitt af mörkum
ef þú vilt hlutdeild í árangri og umbun.
Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nýttu þér þörfina fyrir að bæta skipu-
lag þitt í dag. Ekki einblína á það hver hefur
lagt mest af mörkum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert fær í listinni að leika
þér. Nei er orðið sem breytir lífi þínu til hins
betra, líkt og um töfra væri að ræða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er góð regla að vera við
öllu búin/n þannig að óvænt atvik setji ekki
allt úr skorðum. Gefðu þér góðan tíma til
íhugunar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Veittu því athygli hvað góðvild
fólksins í kringum þig skiptir þig miklu
máli. Ekki draga neinn á asnaeyrunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert svo kappsfull/ur að þér
hættir til að sýna öðrum óþolinmæði.
Leggðu metnað þinn í að ala hundinn þinn
vel upp.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er gott að eiga vin, sem óhætt
er að ræða við sín hjartans mál. Ekki láta
deigan síga. Þér eru allir vegir færir.
Ég seldi þá út um allt land og stór
viðskiptavinur minn var Raftækja-
verslunin Suðurveri. Ég fór með
fullan bíl þangað í hverri viku.“
Bertha og Jón ferðuðust mikið
saman bæði innanlands og erlendis
og fóru síðustu 17 árin sem Jón
lifði alltaf til Kanaríeyja í febrúar
og mars. Bertha er búin að vera
virkur þátttakandi yfir 47 ár í
Oddfellowreglunni. „Þær eru svo
yndislegar systur mína í reglunni
og hringja í mig öðru hverju. Ég
er núna á hjúkrunarheimilinu Ísa-
fold í Sjálandshverfinu í Garðabæ
undir hraun og maður hugsaði
hvenær kæmi að húsinu okkar en
það stóð og drengirnir mínir gátu
farið út í Eyjar og náð í dótið okk-
ar.“
Þegar komið var á fastalandið
hóf Bertha aftur skermagerð og
stofnaði fyrirtækið Skermagerð
Berthu, sem hún rak til áttatíu og
fimm ára aldurs. „Ég brotnaði þá
á úlnliðnum, en hefði alveg verið
til í að halda áfram. Ég byrjaði
með skermagerðina í Hafnarfirði
strax í júní 1973 og var bæði með
silkiskerma og úr hörðum efnum.
B
ertha María Gríms-
dóttir Waagfjörð
fæddist 13. febrúar
1926 í Reykjavík og
ólst þar upp, fyrir ut-
an þau ár sem hún glímdi við
berkla, en frá fjögurra ára aldri
var hún á Farsótt og síðar Vífils-
stöðum til 11 og hálfs árs aldurs.
Skólaganga Berhu hófst á Vífils-
stöðum og eftir að hún hafði náð
endanlegum bata gekk hún í Aust-
urbæjarskólann. „Síðar stóð til að
ég færi til náms í Ingimarsskólann
við Lindargötu, en læknirinn taldi
mig ekki þola að fara í langtíma-
nám og þar með lauk skólagöngu
minni,“ segir Bertha.
Hún lærði síðan skermagerð hjá
Edith Guðmundsson, eiginkonu
Eggerts Guðmundssonar lista-
manns, en hann var frændi henn-
ar. Þar kynnist hún Jóni Waag-
fjörð, verðandi eiginmanni sínum,
en hann leigði herbergi hjá Egg-
erti og Edith, og leiddu kynni þess
til að þau giftust 15. maí 1947 og
stofnuðu heimili á Rauðarárstíg 3 Í
Reykjavík. Þar fæddust tveir elstu
synir þeirra.
Þau fluttu í desember 1950 til
Vestmannaeyja og stofnuðu heimili
á Kirkjuvegi 14 (Garðhús), æsku-
heimili Jóns, en þar bjuggu einnig
foreldrar Jóns. „Ég hugsa að ég
hafi ekki gert mér grein fyrir þá
hversu mikil breyting það yrði að
flytja til Eyja, en ég sé alls ekki
eftir því. Þetta var dásamlegasti
tími ævi minnar.“
Í Eyjum stofnuðu þau Jón bak-
arí ásamt föður hans og bróður og
hóf hann bakaranám. Bertha hafði
ekki sagt skilið við skermagerðina
og vann við það í eitt til tvö ár en
svo stækkaði fjölskyldan og barna-
uppeldið tók því við, en í Eyjum
bættust við fjögur börn. Jón og
Berta ráku bakaríið fram að eld-
gosi í Eyjum 1973 eða í 23 ár. „Við
hröktumst þaðan í gosinu og húsið
okkar varð óíbúðarhæft, en það er
þó búið þar í dag. Aðeins tvö hús
hinum megin við götuna stóðu eftir
og hitt var bara bjarg. Það var
sagt frá því í fréttum í útvarpinu
að þessi og þessi gata hefði farið
og áður en veiran kom þá var allt-
af spilað brids í félagsheimilinu á
Strikinu 6. En eftir að veiran kom
þá hef ég bara verið að spila kana
hérna á hæðinni en ég hlakka til
að fara aftur að spila brids.“
Fjölskylda
Eiginmaður Berthu var Jón
Waagfjörð, f. 24.2. 1920, d. 17.9.
2005, málarameistari og bakara-
meistari. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Vigfússon Waagfjörð, f.
15.10. 1883, d. 2.3. 1969, málara-
meistari og bakarameistari, og
Kristín Jónsdóttir Waagfjörð, f.
7.8. 1890, d. 21.11. 1968, húsfreyja.
Börn Berthu og Jóns eru 1)
Halldór Waagfjörð, f. 2.5. 1947,
vélfræðingur í Vestmannaeyjum,
giftur Ástu Þorvaldsdóttur, f. 22.9.
1951, d. 17.4. 2016. Sonur þeirra er
Jón Waagfjörð, f. 1976, og sonur
Ástu var Þorvaldur Þórarinsson, f.
1969, d. 2019. Barnabörnin eru
fjögur; 2) Kristinn Waagfjörð, f.
27.11. 1949, múrarameistari í Mos-
fellsbæ, giftur Hjördísi Sigmunds-
dóttur. Börn þeirra eru Bertha
María, f. 1971, Þórir, f. 1974, Vikt-
or, f. 1982, Selma, f. 1988, og
Telma, f. 1988. Barnabörnin eru
13; 3) Þorvaldur Waagfjörð, f. 3.6.
1952, d. 16.9. 1979, sjómaður, börn
Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 95 ára
Fjölskyldan Bertha ásamt eftirlifandi börnum sínum á 90 ára afmæli sínu.
Hlakkar til að spila aftur brids
Hjónin Bertha og
Jón á balli hjá Odd-
fellow árið 2000.
Afmælisbarnið Bertha María.
40 ára Hrafn er
fæddur á Egilsstöðum
en fluttist til Akureyr-
ar 12 ára og býr þar.
Hann er tölvunarfræð-
ingur frá HA og vinnur
hjá hugbúnaðar-
fyrirtækinu Five De-
grees. Hrafn er ötull veiðimaður og situr í
stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs.
Maki: Sigrún Björk Sigurðardóttir, f.
1982, BA í samfélags- og hagþróunar-
fræði og MS í forystu og stjórnun og er
sérfræðingur hjá Skattinum.
Börn: Dagbjört Rós, f. 2007, Karen
Hulda, f. 2009 og Víkingur Kári, f. 2014.
Foreldrar: Jóhannes Hermannsson, f.
1960, sjávarútvegs- og viðskiptafræð-
ingur, og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir,
f. 1962, rekstrarfræðingur.
Hrafn Jóhannesson
Til hamingju með daginn
23
Ræktum og verndum geðheilsu okkar
Nýir skammtar daglega á gvitamin.is
Finndu og
ræktaðu
hæfileika þína
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is