Morgunblaðið - 13.02.2021, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
www.borgarsogusafn.is
Sjó
min
jas
afn
ið í
Rey
kja
vík
frá
bæ
rum
Lan
dná
ms
sýn
ing
in
safnE
itt
Árb
æja
rsa
fn
Ljó
sm
ynd
asa
fn R
eyk
jav
íku
r
á fi
mm
Við
ey
stö
ðu
m
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Rumi hefur verið í hávegum hafður
í sínum heimshluta í gegnum ald-
irnar. Persaveldið dreifði sér yfir
stórt svæði þegar Rumi var uppi og
hann er talinn meðal þjóðskálda
þriggja þjóða, í Íran, Tyrklandi og
Afganistan. Síðustu ár og áratugi
hafa vinsældir hans aukist mjög á
Vesturlöndum einnig, samfara fleiri
útfgáfum og þýðingum á verkum
hans, en ef til vill líka af því að ljóð
hans ríma við vakningu og auknar
vinsældir austrænnar speki,“ segir
Kristinn Árnason, rithöfundur og
þýðandi, sem sendi nýlega frá sér
bókina Ljóðasafn Rumi – Söngur
reyrsins. Bókin sú geymir ljóð og
textabrot sem Kristinn hefur valið
úr þeim bálkum sem persneska
skáldið Jalaluddin Rumi skildi eftir
sig, en hann var uppi fyrir mörg
hundruð árum, fæddur 1207.
„Rumi er sennilega stærsta nafn-
ið meðal súfískra og persneskra
miðaldaskálda en þessi ljóðahefð er
um margt stórmerkileg. Þetta er í
raun lífsspeki eða viskubrot í ljóða-
formi, en ljóðið er leið eða form sem
súfískir spekingar hafa notað í
gegnum aldirnar og hæfir þeirra
frjálslyndu nálgun. Það má segja að
þessi kveðskapur sé ekki „list fyrir
listina“ heldur er þetta frekar ein-
hverskonar brýning til fólks til and-
legrar vakningar. Samkvæmt heim-
ildum fór Rumi sjálfur varlega í að
kalla sig ljóðskáld,“ segir Kristinn
og bætir við að innihald textanna sé
óneitanlega af andlegum toga.
„Þetta er sett fram með skyldum
hætti og sum austræn trúarbrögð
og lífsspeki og það eru sambæri-
legir þræðir í textum Rumi og ann-
arra súfískra skálda. Súfisminn á
ýmislegt skylt með búddisma og það
má sjá skyldleika með Rumi og
Bókinni um veginn, svo eitt dæmi sé
tekið. Að sumu leyti tónar Rumi líka
við margt í jógískri speki.“
Léttleikandi súfískur andi
Kristinn segir að ekki hafi áður
verið gefið út heildstætt safn verka
Rumis á íslensku, en að einhverjir
hafi þýtt ljóð eftir hann, til dæmis
Gyrðir Elíasson.
„Ég kynntist Rumi og textum
hans fyrst fyrir áratug, ásamt öðr-
um skáldum honum skyldum. Þá
var ég að gramsa í austrænni speki
og Rumi hafði strax góð áhrif á mig.
Eitt af ljóðasöfnum hans hefur fylgt
mér allar götur síðan,“ segir Krist-
ingar sem halda sig nær frumtext-
anum. Það var annars mjög ánægju-
legt að vinna við þessar þýðingar
því þetta er kveðskapur sem hefur
hugvekjandi og upplífgandi áhrif á
mann. Það var gott fyrir mig að
þekkja Rumi vel og að hafa kynnst
honum yfir langan tíma og öðrum
verkum af skyldum toga. Ég gekk
út frá því að hafa hinn léttleikandi
súfíska anda í íslensku útgáfunum
og reyna að gæta þess að fara ekki
af leið merkingarlega. Ég fékk góða
aðstoð á seinni stigum sérstaklega,
en vinnan var ekki síst fólgin í því
að velja ljóðin því það er gríðarlega
mikið af textum til eftir Rumi, þetta
eru miklir bálkar og við reyndum að
rata eins konar milliveg með þessu
safni, varðandi umfang.“
Rumi brýnir okkur til að vakna
Þegar Kristinn er spurður að því
hvort Rumi hafi með skrifum sínum
haft áhrif á líf hans, játar hann að
svo sé að einhverju leyti.
„Ekki síst kannski hvað skynjun
varðar, gagnvart manni sjálfum og
umhverfinu. Rétt eins og í aust-
rænni speki og búddisma, þá snýst
það um að leitast við að sjá hlutina
eins og þeir eru, ómengaða af okkar
eigin hugmyndum. Þó textar Rumis
séu af andlegum toga og jafnvel
trúarlegum, þá er þessi kveðskapur
á sama tíma mjög laus við dogma-
tík. Súfismi er afskaplega frjálslynd
andleg hefð sem hefur haft óvænt
og gott erindi í mínu lífi, svona per-
sónulega,“ segir Kristinn sem fæst
við skriftir og þýðingar og gaf með-
al annars út ljóðabókina Regntíma-
bilið árið 2019 og árið 2018 kom hjá
Sæmundi út þýðing hans á bókinni
Frelsi mannsins, eftir J. Krishna-
murti.
„Áhugavert er að lesa Rumi út
frá listrænu sjónarhorni líka, þannig
hefur hann haft áhrif á mig, með
svipuðum hætti og til dæmis Bókin
um veginn. Þetta eru rit sem fjalla
um grundvöll hreinnar skynjunar
og tjáningar og benda til mögu-
leikans á að vinda ofan af því ein-
staklingsbundna, að opna hjarta sitt
og meðtaka augnablikið og lífið með
öllu því sem þar rúmast. Í textum
Rumis eru brýningar um að vakna
betur til vitundar um samhengi
hlutanna, eitthvað stærra en hugs-
anir okkar, að það sé til þögn og
eitthvað stórt þar sem hugsunum
okkar sleppir. Það er viljandi að
hafa stundum í þýðingunni stóran
staf þar sem stendur Ég, en stund-
um lítinn staf. Stóra ég og litla ég
standa þá annars vegar fyrir egóið
og hins vegar fyrir eitthvað stærra
og dýpra sem við erum hluti af, þeg-
ar einstaklingssjálfinu sleppir,“ seg-
ir Kristinn.
– Kannski veitir ekkert af að
minna okkur Vesturlandabúa á
þetta, sem æðum sjálfhverf í gegn-
um lífið í neysluhyggju okkar og
göngum á gæði móður náttúru. Við
erum jú hluti af lífríkinu öllu. Svo
gróflega gengur mannskepnan fram
að jafnvel verður ekki byggilegt fyr-
ir okkur í náinni framtíð á jarðar-
kúlunni. Þá veitir ekki af að Rumi
veki okkur?
„Jú, ég held að það sé einmitt
hluti af aðdráttaraflinu sem Rumi
hefur í dag, einhverskonar þorsti
eftir einhverju öðru en eðli og hraða
nútímans. Rumi beinir fólki til nú-
vitundar og vitundar um eitthvað
æðra og stærra samhengi, um að
eitthvað býr að baki okkar eigin
litlu hugsunum um okkur sjálf og
heiminn. Ég myndi segja að hann
eigi gott erindi við okkur í dag á
tuttugustu og fyrstu öldinni.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýðandinn „Rumi bendir á möguleikann að vinda ofan af því einstaklingsbundna, opna hjarta sitt og meðtaka
augnablikið,“ segir Kristinn Árnason um skrif skáldsins Rumi sem er talinn meðal þjóðskálda þriggja þjóða.
Lífsspeki eða viskubrot í ljóðaformi
„Þetta er kveðskapur sem hefur hugvekjandi og upplífgandi áhrif á mann,“ segir Kristinn Árna-
son, þýðandi bókarinnar Ljóðasafn Rumi – Söngur reyrsins Þrettándu aldar skáld sem á erindi
Málþing verður haldið í Listasafn-
inu á Akureyri í dag, laugardag,
klukkan 14 til 16 í tilefni yfirlitssýn-
ingarinnar á verkum Þorvaldar
Þorsteinssonar, Lengi skal manninn
reyna, sem nú stendur yfir í safn-
inu.
Aðgangseyrir að safninu gildir
jafnframt að málþinginu en einnig
verður hægt að fylgjast með á
Zoom og er skráning á heimasíðu
Listasafnsins, listak.is. Sigurjón B.
Hafsteinsson, prófessor í safnafræði
við Háskóla Íslands, hefur umsjón
með útsendingunni. Fundarstjóri er
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og
á mælendaskrá eru Hlynur Halls-
son, safnstjóri Listasafnsins á
Akureyri, Ágústa Kristófersdóttir
sýningarstjóri, Ragna Sigurðar-
dóttir, rithöfundur og myndlistar-
maður, Þorgeir Tryggvason texta-
höfundur, Arna Valsdóttir,
myndlistarmaður og kennari, og
Finnur Arnar, myndlistarmaður og
höfundur og leikstjóri Engilsins,
eins leikverka Þorvaldar.
Þorvaldur Þorsteinsson (1960-
2013) var afkastamikill listamaður
og kennari sem nýtti sér flesta
miðla í listsköpun. Auk þess að fást
við myndlist í ýmsu formi samdi
hann skáldsögur á borð við Blíðfinn,
vinsæl leikrit, ljóð og tónlist og varð
hann landsþekktur fyrir Vasaleik-
húsið sem flutt var fyrst í Ríkis-
útvarpinu 1991 og síðar sýnt í sjón-
varpi.
Sýningin Lengi skal manninn
reyna stendur yfir í Listasafninu á
Akureyri til 11. apríl næstkomandi.
Hún verður síðan sett upp í
Hafnarborg í Hafnarfirði í haust.
Málþing í dag um verk
Þorvaldar Þorsteinssonar
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Listamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson var afar fjölhæfur og frumlegur.
Þú veist hvað allir heimsins hlutir kosta
en ef þér er ekki kunnugt um virði sálar þinnar
er þetta allt kjánaskapur.
Þú hefur kynnst heilladrjúgum stjörnum og öðrum
sem ekki vita á gott –
en þú veist ekki enn hvort þú ert sjálfur
lánsamur eða óheppinn.
Þetta, einmitt þetta, er höfuðatriði
allra vísinda –
að þú vitir hver þú ert þegar dagur Uppgjörsins
rennur upp.
Mathnawi III, 2652-2654
Virði þitt
ÚR BÓKINNI LJÓÐASAFN RUMI – SÖNGUR REYRSINS
Ljósmynd/Wikipedia
Rumi Stytta af meistaranum.
inn og bætir við að í millitíðinni hafi
hann byrjað að skrifa sjálfur og
vinna við þýðingar, og fyrir nokkr-
um misserum tók hann til við að
þýða úrval af textum Rumi.
„Við verkið styðst ég einkum við
enskar útgáfur af verkum Rumi,
bæði nýrri þýðingar en líka klass-
ískar útgáfur hans helstu ljóða-
bálka. Sumar nýrri útgáfur markast
mjög af þýðendunum en ég styðst
fremur við eldri útgáfur og þýð-
Atvinna