Morgunblaðið - 13.02.2021, Qupperneq 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
VA R I E T Y C H I C AG O S U N
T I M E S
I N D I E W I R E T H E T E L E G R A P H
Hörkuspennandi og
Hrollvekjandi
Spennumynd.
M OV I E F R E A K . C O M
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Það er ærinn starfi að fylgjastmeð starfsemi Agalma enplötur streyma reglubundið
inn á Bandcamp-setur útgáfunnar.
Sú fyrsta, Agalma I, kom út í októ-
ber 2019 og innihélt upptökur úr
Mengi frá 23. júlí. Sá frómi vett-
vangur er jafnan notaður í spuna-
tónleikana en leitun er að mikilvæg-
ari uppeldisstöð fyrir íslenska
tilraunatónlist nú um stundir, starf-
semin þar til hreinnar fyrirmyndar
og virði hennar ómetanlegt. Upp-
tökur hafa þó farið fram hér og hvar
um Reykjavík líka. Á plötunni spila
þau Hilde Wollenstein, Ida Schuften
Juhl og Guðmundur Arnalds. Verkin
eru fjögur, frá sjö mínútum og upp í
fjórtán. Ósungnar stemmur hvar
sveiflast er frá sveimgrúvi yfir í há-
vaða og hljóðfæri eins og klarínett
og píanó brúkuð innan um rafhljóð.
Guðmundur tjáði blaðamanni að auk
hans tækju vinir hans þátt í atinu og
aðilar tengdir listasamlaginu post-
dreifing hafa t.a.m. tekið þátt í spun-
anum líka (Örlygur Steinar Arnalds,
Karólína Einars Maríudóttir). Einn-
ig eru þarna sæmilega þekkt nöfn
(Ingibjörg Elsa Turchi, Páll Ivan frá
Eiðum, Jesper Pedersen, Tumi
Árnason) og einnig erlendir aðilar
(Maria-Carmela Raso, Diego Ma-
natrizio, Carola Zelaschi). Fleiri
hafa þátt tekið sem verða ekki taldir
upp hér en ég bendi eindregið á
áðurnefnt Bandcamp-setur.
„Ég byrjaði að vinna í Mengi í
afleysingum árið 2015 á meðan ég
var í mannfræðinámi við Háskóla Ís-
lands,“ segir Guðmundur í stuttu
símaspjalli við blaðamann. „Það end-
aði svo með hálfu starfi og þessi tón-
leikaröð spratt upp úr veru minni
hér. Við vorum nokkur sem vorum
áhugasöm um spuna og okkur vant-
aði einfaldlega vettvang eða ramma
utan um þær pælingar. Þannig að
við stofnsettum þetta og allt gerðist
frekar náttúrulega í framhaldinu.
Ég og Ragnheiður Elísabet, kollegi
minn úr Mengi, renndum þessu af
stað í sameiningu.“
Spuninn er svo tekinn upp og
hann gefin út á stafrænu formi.
Samtengingin er fyrir öllu
„Plöturnar“ eru nú orðnar níu tals-
ins og eru m.a. bundnar saman með
umslögunum sem fylgja öll áþekkri
fagurfræði. „Þar höfum við líka
virkjað myndlistarmenn sem við
þekkjum,“ segir
Guðmundur.
Spuninn fór fyrst
fram með áhorf-
endur í rýminu
en í Covid hafa
eðlilega verið
hömlur á slíku og
upptökulotur
hafa því farið
fram með tón-
listarfólki og upp-
tökumannskap
eingöngu. „Þetta
er mikið til fólk á
mínu reki en það er allt opið með
slíkt,“ heldur Guðmundur áfram.
„Fólkið í post-dreifingu hefur komið
að þessu, en það er yngra en ég (í
kringum tvítugt oft) og það kemur
mikill kraftur inn með þeim, t.d. er
ekkert verið að tvínóna við hlutina í
þeim hópi!“
Guðmundur og blaðamaður
ræða aðeins í framhaldinu aðrar
spunasenur („improv“) en borgir
víða um veröld búa iðulega yfir slík-
um og sumar hverjar, eins og t.d.
þær sem þrífast í New York og Berl-
ín, eru heimsþekktar.
Agalma er í stanslausri þróun
og Guðmundur segir að t.d. hafi ver-
ið hugsað út í það að láta mynda-
vélar rúlla líka og hlaða upp á mynd-
miðil eins og youtube. Útgáfa á
efnislegu formi er líka vel hugsanleg
og til stendur að gefa út safnplötu
þegar tíunda spunakvöldið dettur í
hús.
Það kemur nánast á Guðmund
þegar hann er spurður út í hindr-
anir. „Þetta er bara gaman,“ segir
hann og hlær. „Ofsalega gott flæði á
öllu verð ég að segja. Það er svo
gaman að tengja fólk saman, sjá það
skapa saman og koma á stefnumóti
aðlila sem hefðu kannski aldrei hist
undir svona formerkjum.“
» Við vorum nokkur sem vorumáhugasöm um spuna og okkur
vantaði einfaldlega vettvang eða
ramma utan um þær pælingar.
Aðstandandi Guðmundur Ari
Arnalds er einn af þeim sem halda
um Agalma-spunaþræðina.
Spunnið Ingibjörg
Elsa Turchi, Ágústa
Björnsdóttir og Karól-
ína Einars Maríudóttir
leika af fingrum fram í
Agalma-spuna IX.
Hið kunna tónverk Oliviers Messi-
aens, Kvartett fyrir endalok tím-
ans (Quatuor pour la fin du
Temps), verður flutt á tónleikum í
Norðurljósasal Hörpu á morgun,
sunnudag, kl. 14. Tónleikarnir eru
á efnisskrá Sígildra sunnudaga.
Flytjendur á tónleikunum eru
Laura Liu á fiðlu, Finn Schofield á
klarínett, Steiney Sigurðardóttir á
selló og Jane Ade á píanó.
Oliver Messiaen var franskt tón-
skáld, organisti og fuglafræð-
ingur, og eitt af lykiltónskáldum
síðustu aldar. Einkennist tónlist
hans af flóknum hryn, óvenju-
legum skölum og náttúruhljóðum.
Árið 1940 var Messiaen tekinn
fastur af Þjóðverjum og færður í
fangabúðir. Þar samdi hann kvart-
ettinn og var hann frumfluttur
þar árið 1941. Kvartettinn er eitt
vinsælasta verk tónbókmenntanna
og fékk Messiaen innblástur sinn
af frásögum af endalokum tímans
úr Biblíunni.
Tónskáldið Oliver Messiaen (1908-1992).
Flytja dáðan kvart-
ett Messiaens
Bandaríska
söngvaskáldið
Bruce Spring-
steen á yfir höfði
sér ákæru vegna
ölvunaraksturs.
Var hann staðinn
að því að aka af
stað á stóru bif-
hjóli eftir að hafa
drukkið í garði í
New Jersey í
nóvember. Springsteen, sem er 71
árs, lék nýverið í sinni fyrstu aug-
lýsingu, fyrir jeppaframleiðanda. Í
kjölfar frétta af kærunni hefur
jeppaframleiðandinn hætt að sýna
auglýsinguna og rift samningnum.
Kærður fyrir
ölvunarakstur
Bruce
Springsteen