Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 41. tölublað 109. árgangur
EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NETTÓ!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 18.— 21. febrúar
Kalkúnaleggir
Lausfrystir
399KR/KG
ÁÐUR: 887 KR/KG
-55%
-27%
Lamba ribeye
3.153KR/KG
ÁÐUR: 4.319 KR/KG
Avocado
700 gr
365KR/PK
ÁÐUR: 729 KR/PK
-50%
SNJALLTÆKNI
BJARGAR
MANNSLÍFI
ÞEGAR
SÓTTVÖRNUM
LÉTTIR
FÆRA PEN-
INGAR OKKUR
HAMINGJUNA?
ERFIÐ STAÐA 14 SÖLUMAÐUR DEYR 54DAVÍÐ O. ARNAR LÆKNIR 24
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, tilkynnti í gær að sambandið
hefði fest kaup á allt að 300 millj-
ónum skammta af bóluefni Mod-
erna.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra segist eiga von á því að
íslensk yfirvöld taki þátt í þessum
kaupum ein og með öðrum sem hafa
verið hluti af samfloti Evrópuríkja.
Ekki er hægt á þessu stigi að áætla
með nákvæmum hætti hversu mik-
ils bóluefnis Íslendingar mega
vænta í sinn hlut. „Það eru góðar
fréttir að berast á hverjum degi af
þessari framvindu,“ segir Svandís.
Faraldurinn hefur
áhrif á umferð
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
tekur kipp þegar smitum fækkar og
dregið er úr sóttvarnaaðgerðum. Þá
hefur vakið sérstaka athygli að um-
ferðin hafi verið jafn mikil og raun
ber vitni þrátt fyrir stöðuna í hag-
kerfinu, en einkaneysla dróst saman
um 4,4% á síðasta ári.
Faraldurinn hefur þó ekki ein-
ungis valdið usla hér á landi heldur
hafa öll hagkerfi heimsins þurft að
þola þann skell sem kórónuveiran
og tilheyrandi sóttvarnaaðgerðir
hafa í för með sér.
Ísland fái sinn hlut
Gert ráð fyrir þátttöku í kaupum á bóluefni frá Moderna
MKórónuveira »4, 16, 34, 35
AFP
Moderna Bóluefni er væntanlegt.
Endurbótum er nú að ljúka við
Vatnaveröld, sundmiðstöðina í
Reykjanesbæ. Settir voru upp nýir
útiklefar, kaldur pottur, vaðlaug og
heitur pottur auk þess sem gufubað
var endurnýjað og sánu bætt við.
Eftir nokkrar vikur verður ný
rennibraut tekin í notkun og verður
hún tvískipt, sú hærri tíu metra há
og sú minni sex metra há. Sú stærri
verður 74 metra löng. Uppgöngu-
turn að rennibrautunum verður lok-
aður og upphitaður og hvorki meira
né minna en 12 metra hár. Áætlaður
kostnaður við endurbæturnar var
um 100 milljónir króna. »18
Turn rennibrautar
verður 12 metra hár
Rannsókn lögreglunnar á mann-
drápinu í Rauðagerði um síðustu
helgi miðar ágætlega að sögn yfir-
lögregluþjóns. Alls hafa átta verið
handteknir í þágu rannsóknar máls-
ins, fjórir hafa verið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald og farið hefur verið
fram á gæsluvarðhald yfir hinum
fjórum. Lögreglan telur sig vera
með skotmanninn í haldi en útilokar
ekki að fleiri en einn hafi verið að
verki.
Maðurinn sem var skotinn til
bana fyrir utan heimili sitt í Rauða-
gerði hét Armando Beqirai. Hann
var fæddur í Albaníu árið 1988 og
lætur eftir sig ófríska konu og ungt
barn.
Einn angi rannsóknarinnar snýr
að því hvort málið tengist erlendum
skipulögðum glæpasamtökum að
einhverju leyti en allir nema einn
hinna handteknu eru erlendir ríkis-
borgarar, flestir búsettir hér á
landi.
Lögregla telur möguleikann á því
að skotmaðurinn hafi flúið land eftir
morðið ekki mikinn. „Við teljum
okkur vera með hann. En eins og ég
segi þá erum við að skoða þátt hvers
og eins aðila í málinu,“ sagði Mar-
geir Sveinsson yfirlögregluþjónn.
Telja sig
vera með
skotmann-
inn í haldi
Gæsluvarðhald Fjórir einstaklingar sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu í fyrradag voru leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gærkvöldi.
Allir handteknu
erlendir nema einn
MRannsaka þátt annarra aðila »2