Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 4

Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Engin ástæða er til að ætla annað en að notkun DRG-fjármögnunar- kerfis henti ágætlega hér á landi og að þessi aðferðafræði við fjármögnun heilbrigðisþjónustu muni hafa í för með sér marga góða kosti,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra. Viðsnúningur í rekstri Karol- inska sjúkrahúss- ins undir forystu forstjórans Björns Zoëga hef- ur vakið athygli. Björn greindi frá því á fundi Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins fyrr í vikunni hvaða aðferðum hefði verið beitt og útskýrði þá hvata sem unnið sé með til að auka framleiðni í rekstri sjúkrahúsa. Mörgum þykir athyglis- vert að tekist hafi að skila rekstraraf- gangi á Karolinska og bæta þjónustu en um leið fækka starfsfólki og stytta boðleiðir. Á síðustu árum hefur hins vegar framleiðni starfsfólks á ís- lenskum sjúkrahúsum minnkað en starfsmannakostnaður aukist. Björn greindi frá því að 40% fjár- magns spítalans sé breytilegt. Þar er stuðst við framleiðslumælikerfið DRG en samkvæmt því fær spítalinn borgað fyrir það sem hann gerir. Svandís segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að sér hugnist vel hugmyndir um að innleiða þjónustu- tengda fjármögnun hér og vinna þar að lútandi sé þegar hafin. Vísar hún í skýrslu ráðuneytisins frá því í októ- ber. „Eins og þar kemur fram er inn- leiðing aðferðafræði DRG-fjármögn- unar þegar hafin á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég hef unnið að því markvisst að innleiða fjármögnun í heilbrigðisþjónustu með DRG-fjármögnunarkerfi frá því ég tók við sem heilbrigðisráðherra,“ segir Svandís. Hún segir að þessi áhersla komi skýrt fram í heilbrigð- isstefnu til ársins 2030 þar sem segir meðal annars: „Liður í nauðsynleg- um úrbótum er að skilgreina hlut- verk þjónustuveitenda betur en nú er gert, innleiða alþjóðlega flokkunar- kerfið DRG (Diagnosis Related Gro- ups) og í kjölfar þess þjónustutengda fjármögnun heilbrigðiskerfisins þar sem greiðslurnar eru tengdar við skilgreindar gæðakröfur og árangur þjónustunnar þannig gerður sýnileg- ur.“ Í máli Björns hefur komið fram að honum hafi fundist stjórnendur of gjarnir á að fara fram úr fjárlögum og leita til „mömmu“ eftir meiri pen- ing þegar það hefur gerst. Þarf meiri ábyrgð að fylgja rekstri Landspítal- ans? „Ábyrgð forstjóra á fjárhagsleg- um rekstri stofnana er skýr í lögum og hún er afdráttarlaus. Breytt fyr- irkomulag við fjármögnun með inn- leiðingu DRG felur í sér mun gagn- særri aðferðafræði við fjármögnun en við byggjum á núna, bæði gagn- vart fjárveitingarvaldinu og gagn- vart stjórnendum Landspítalans. Um þetta er m.a. fjallað í fyrrnefndri skýrslu, þar sem segir m.a. „Ávinn- ingurinn af innleiðingu DRG-fjár- mögnunar er mikill og gagnkvæmur fyrir veitendur og greiðendur heil- brigðisþjónustu. Núverandi fjár- mögnunarfyrirkomulag skortir gagnsæi á báða bóga. Í dag eru al- mennt ekki til gögn yfir framleiðslu af hálfu þjónustuveitenda og greið- andinn getur því ekki séð hvað er framleitt og hvað hann er að greiða fyrir. Einnig er erfitt fyrir þjónustu- veitandann að skilja hvernig breyt- ingar á fjármögnun eru gerðar og hvernig breytingarnar tengjast framleiðslu/þörfum hans. Með DRG- fjármögnun verður umfang veittrar þjónustu sýnilegt.“,“ segir í svari Svandísar. Fjármögnun spítalans verði gagnsærri  DRG-kerfi sem gefist hefur vel á Karolinska í Svíþjóð verði innleitt hér Morgunblaðið/Eggert Landspítali Breytingar á fjár- mögnun gætu verið í farvatninu. Svandís Svavarsdóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veitingastaðir mega selja veitingar til klukkan 22 á kvöldin og hafa í fram- haldinu eina klukkustund til að láta gesti yfirgefa staðinn. Þetta kemur fram í tölvupósti frá lögreglunni, sem dagsettur er 5. febrúar sl. og Morg- unblaðið hefur undir höndum. Þar segir enn fremur að rýnt hafi verið í reglugerð um takmörkun á sam- komum og niðurstaðan sé sú að gestir megi lengst sitja til klukkan 23 á veit- ingahúsum. Er vísað í lögreglu- samþykktir þar sem fram kemur að veitingastaðir hafi klukkustund frá lokun til að tæma staðinn. Er þetta á skjön við það sem lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu hefur sagt, en mikil áhersla hefur verið lögð á að staðir séu tómir klukkan 22. Aðspurður segir Ásgeir Þór Ás- geirsson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, að skiptar skoðanir hafi verið um af- greiðslutíma veitingastaða meðal embætta á landsbyggðinni. Túlkun heilbrigðisráðuneytisins sé hins veg- ar mjög skýr. „Ráðuneytið setur reglugerðina og túlkar hana þannig að staðirnir eigi að vera tómir klukk- an 22 á kvöldin.“ Í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni sagði Erlendur Þór Gunn- arsson, lögmaður fjölda rekstraraðila í miðborginni, að lögreglan beitti hót- unum í samskiptum við veitinga- húsaeigendur. Lögregluþjónar væru mættir utan við staði rétt fyrir lokun klukkan 22 og krefðust þess að stað- irnir yrðu tæmdir. Sagði Erlendur megna óánægju ríkja með hegðun lögreglunnar meðal rekstraraðilanna. Að sögn Ásgeirs er þetta alrangt en hann segir samskiptin almennt hafa verið mjög góð. Þá sé alveg ljóst að staðirnir verði að vera tómir klukkan 22. „Það var skilningur einhverra embætta í byrjun þegar þessar regl- ur komu að staðirnir mættu hafa gesti í klukkutíma eftir lokun. Við óskuðum hins vegar eftir upplýs- ingum frá ráðuneytinu og þær voru mjög skýrar. Reglugerðir sem til um- fjöllunar hafa verið í fjölmiðlum eiga ekki við að mati heilbrigðisráðuneyt- isins.“ Megi vera með gesti til klukkan 23  Misvísandi skilaboð frá lögreglu til veitingahúsaeigenda Morgunblaðið/Eggert Krá Staðurinn á myndinni tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Þór Steinarsson thor@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra segir tíðindi af kaupum Evr- ópusambandsins á 300 milljón skömmtum af bóluefni Moderna til viðbótar ánægjuleg fyrir bólusetning- arverkefni ESB sem Ísland er hluti af. „Það eru góðar fréttir að berast okkur á hverjum degi af þessari fram- vindu. Framleiðslugetan er að aukast og magnið líka. Verkefnið gengur vel og það er útlit fyrir að það haldi áfram að ganga vel og að við höldum okkar striki í bólusetningum. Það er náttúr- lega gríðarlega dýrmætt að við skul- um vera með svona góðu stöðu í far- aldrinum,“ segir Svandís í samtali við Morgunblaðið. Bólusetningardagatal Kaup Evrópusambandsins eru tvö- földun á því sem áður var, að sögn Svandísar. Hún segir að Íslendingum standi til boða að taka þátt í kaup- unum. „Ég geri ráð fyrir því að við tökum þátt í þessum kaupum eins og öðrum. En ég hef ekki séð neinar afhending- aráætlanir,“ bætir hún við. Svandís gerir ráð fyrir því að bólu- setningardagatal að norrænni fyrir- mynd verði tilbúið og birt í lok vik- unnar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt og við höldum áfram að keyra á það.“ „Framleiðslugetan að aukast og magnið líka“  Ísland fær líklega sinn hlut af aukningu Moderna Morgunblaðið/Eggert Bóluefni Mikils er að vænta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.