Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 6
Börn um allt land klæddu sig í grímubúninga á öskudeg- inum í gær og fjölmargir fullorðnir gerðu slíkt hið sama í sinni vinnu eða heima fyrir. Búningaveislan fór fram með öðru sniði þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana, þar sem verslunarmiðstöðvar og ýmis fyrirtæki gáfu börnum ekki kost á heimsóknum. Almannavarnir beindu börnunum frekar inn í hverfin eða mæltust til að skólar væru með dagskrá fyrir ung- viðið. Þannig var kötturinn ekki sleginn úr tunnunni á Glerártorgi á Akureyri þetta árið. Kaupmenn í mið- bænum og víðar tóku hins vegar á móti krökkunum, sumir utandyra framan við verslanir en aðrir innandyra. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Ungmenni heimsóttu fyrirtæki í bænum, mismikið grímuklædd, og fengu gotterí. Morgunblaðið/Margrét Þóra Öskudagur Fjórar vel klæddar og kátar stúlkur á ferð í miðbænum á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Nemendur í leikskólanum Hlíð slógu köttinn úr tunnunni með miklum tilþrifum eins og sjá má. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Hægt var að syngja í skjóli ísbjarnar í miðbæ Akureyrar. Öskudagur með öðru sniði 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021 verður haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð. Fundurinn er einnig rafrænn og eru sjóðfélagar hvattir til þátttöku með þeim hætti, nánari upplýsingar verða birtar á vef sjóðsins, www.live.is. Dagskrá fundarins • Venjuleg ársfundarstörf skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins • Önnur mál Reykjavík, 21. janúar 2021 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2021 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Aukinn stuðningur við nautgripa- og kindakjötsframleiðslu, óbreytt gjaldskrá Matvælastofnunar, breytt úthlutun tollkvóta, auknir mögu- leikar til heimaframleiðslu og upp- setning á mæla- borði til að fylgjast með birgðastöðu og sölu. Þetta eru þættir í aðgerða- áætlun til eflingar íslenskum land- búnaði sem Krist- ján Þór Júlíusson landbúnaðarráð- herra kynnti í gær. Hluti að- gerðanna er kominn til framkvæmda en aðrar eru að fara af stað í vinnu sem Sigurður Eyþórsson, áður fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands og nú verkefnisstjóri í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, stýrir. Aðgerðunum er m.a. ætlað að styrkja landbúnaðinn í ljósi áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Tilgangur- inn er að skapa öfluga viðspyrnu fyr- ir íslenskan landbúnað og auðvelda bændum nýja sókn. „Í þessari áætlun er fátt nýtt und- ir sólinni. Þarna eru mál sem eru þegar í vinnslu, hafa dregist og nú eru dagsetningar uppfærðar. Ekki er tekið nema að hluta á vanda kjöt- framleiðslu. Hvíta kjötinu er sleppt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Aðrar aðgerðir eru t.d. aðstoð við bændur sem þurfa að fella sauðfé sitt vegna riðuveiki. Þar er m.a. horft til aðstæðna bænda í Skagafirði sem misstu fé í riðuveiki sl. haust. Til- lögur til að mæta þeim áttu að liggja fyrir í október en eru að koma fyrst fram nú, segir Gunnar. sbs@mbl.is Bændur segja fátt nýtt að finna  Ráðherra með aðgerðir í landbúnaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landbúnaður Stutt verður við sauðfjárbúskapinn með ýmsu móti. Gunnar Þorgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.