Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is VOR 2021 LURDES BERGADA Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Síð skyrta Kr. 10.900 - str. 42-52 Síður bolur Kr. 11.900 - str. 36-52 Nýjar vörur Nanni buxur kr. 7.900 str. S-XXL Skipholti 29b • S. 551 4422 VORIÐ ER KOMIÐ Í LAXDAL Skoðið laxdal.is TRAUS Í 80 ÁR Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Fulltrúar fimm sveitarfélaga úti á landi, sem öll eru fremur fámenn, vilja að horft sé til styrkleika þeirra fremur en lágmarksfjölda íbúa þegar kemur að umræðum um hugsanlega samein- ingu. Þetta er mótleikur við þeirri fyr- irætlan sveitarstjórnarráðherra að lög- festa að íbúar sveitarfélaga skuli ekki vera færri en 250 eftir næstu byggða- kosningar árið 2022 og 1.000 árið 2026. Lýðræði og sjálfbærni Í tilkynningu segir að ljóst hafi orðið á landsþingi Sambands íslenskra sveit- arfélaga í desember sl. að ekki ríki sú samstaða sem áður var haldið fram, um lögfestingu lágmarksfjölda íbúa. Á þinginu var felld, frekar naumlega, til- laga um að horfið yrði frá íbúalágmarki en sú var lögð fram af fulltrúum Hval- fjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Reykhólasveitar, Tálknafjarðar, Súða- víkurhrepps, Bolungarvíkur, Árnes- hrepps, Kaldrananeshrepps , Skaga- byggðar, Skagastrandar, Akrahrepps, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtu- bakkahrepps, Tjörneshrepps, Sval- barðshrepps, Langanesbyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Tillaga sem nú hefur á umsagnatíma verið send til umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis byggir, segir í kynn- ingu, á grunngildum um lýðræði og sjálfstjórnarrétt. Er skv. meginsjónar- miðum í áætlun um eflingu sveitarfé- laga, einkum rætt um lýðræði, sjálf- stjórnarrétt og sjálfbærni. Ráði við verkefnin Að tillögunni standa um 20 sveitar- félög og meginstef hennar er að sex mánuðum eftir hverjar kosningar skuli sveitarstjórnir taka ákvörðun um hvað ef eitthvað skuli gera í sameiningar- málum. Þegar sveitarstjórn meti hvort horfa beri til sameiningar við önnur sveitarfélög, skuli meðal annars horft til fjárhagslegra og félagslegra þátta, svo sem hvort sveitarfélagið ráði við verkefnin sem því beri að sinna. Sé mat sveitarstjórnar að rétt sé að skoða sameiningu við annað eða önnur sveit- arfélög hefst viðræðuferill. Sveitar- stjórn skuli kynna niðurstöðu al- mennrar umræðu fyrir íbúum – svo sem ef ekki sé talin þörf fyrir samein- ingu. Íbúar geti þá með undirskriftum að lágmarki 15% kosningabærra manna, óskað eftir að sameiningar- kostir verðir metnir og boðað til kosn- inga um þá. sbs@mbl.is Styrkur ráði en ekki íbúafjöldi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagaströnd Íbúar um 450 og sameiningarmál hafa lengi verið í umræðu.  Efast um sam- einingu í fámenn- um sveitarfélögum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyf- ingarinnar – græns fram- boðs í Norð- austur- kjördæmi, hefur ákveðið að þiggja annað sætið á fram- boðslista flokksins í alþingis- kosningum í haust. Stefna Bjarkeyjar var að leiða listann og ná sæti Steingríms J. Sigfússonar sem hættir nú í stjórnmálum, eftir að hafa setið 38 ár á þingi. Niðurstaða forvals VG í kjördæminu var sú að Óli Halldórsson á Húsavík náði efsta sætinu. Bjarkey hefur setið á þingi frá 2013 og er formaður þingflokks VG. Bjarkey tekur 2. sæti á lista VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Starfsmenn Veitna hafa nýlega sett upp vöktunarbúnað til að fylgjst með mögulegum breyt- ingum á innihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heið- mörk komi til eldgoss á Reykja- nesskaga. Með gosi þar gætu gosefni borist til höfuðborgar- svæðisins, fallið niður á vatns- tökusvæðin og ógnað drykkjar- hæfi vatnsins. Búnaðurinn sem keyptur var mælir grugg, leiðni, sýrustig, hita og flúorinnihald og miðlar gögnum inn á vefinn. Sett voru upp tvö tæki sem vakta vatnið frá vatnstökusvæðunum í Vatns- endakrikum og Gvendarbrunna- og Myllulækjarsvæði. Jafnframt hafa Veitur útfært vöktunaráætlun til að fylgjast með þáttum sem haft geta áhrif á vatnið en ekki er auðsótt að mæla í rauntíma. Markmiðið er einnig að vera í stakk búin til að miðla upplýsingunum til vatns- veitna í nágrannasveitarfélögum sem að öllum líkindum myndu verða fyrir sambærilegum áhrif- um af eldgosi og Veitur. Veitur vakta vatnsbólin í Heiðmörk Bílar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.