Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 „Fjölgun íbúa hér er jöfn og stöðug,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Um áramót- in voru Akurnesingar 7.696, en miðað við líkan okkar um allt að 5-6% fjölgun verðum við væntanlega orðin um 8.000 áður en þetta ár er úti. Íbúðahúsnæði er víða í byggingu á Skaganum og því fylgir auðvitað líka að halda þarf vel á spöðunum með uppbyggingu innviða. Hér er verið að byggja nýjan leikskóla, fimleikahús var opnað í haust, í grunnskólum hefur stofum við Brekku- bæjarskóla verið fjölgað og fyrstu skref hafa verið tek- in í skoðun á stækkun Grundaskóla. Fjölgunin helgast af mörgu, svo sem því að framboð á byggingalóðum á höfuðborgarsvæðinu er takmarkað og því leitar fólk í nágrannabyggðirnar. Hér tengjast margir áhrifaþættir og skapa framvindu.“ Atvinna er undirstaðan í sérhverri byggð. Margt hef- ur breyst á Akranesi á undanförnum árum, sjávar- útvegur sem forðum var undirstaðan í atvinnulífi bæj- arins hefur gefið eftir og fylla hefur þurft í tómarúmið sem myndaðist af þeim sökum. „Í gömlu fiskvinnslu- húsunum á Breiðinni, hér fremst og syðst í bænum, hefur verið komið upp aðstöðu fyrir frumkvöðla á ýms- um sviðum. Sjálfbærni er inntak margra þeirra verk- efni sem þetta hæfileikafólk vinnur að – rétt eins og er leiðarljósið í ýmsum þróunarverkefnum á Grund- artanga. Þetta eru áhugaverð mál og í mörgu tilliti er- um við að skapa nýtt umhverfi í atvinnumálum hér á Skaganum. Sú vegferð er áhugaverð,“ segir Sævar sem telur að sóknarfæri séu svo sannarlega til Skaganum. Síðasta ár hafi verið nýtt til stefnumörkunar til sóknar í atvinnumálum og nú styttist vonandi í uppskeru þess. „Við höfum trú á góðum fyrirtækjum á Akranesi til vaxtar nú þegar hillir undir endalok Covid-19 á árinu 2021,“ segir Sævar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akranes Við verðum væntanlega orðin um 8.000 áður en þetta ár er úti, segir Sævar Freyr bæjarstjóri. Skapa nýtt á Skaganum Nægur snjór er nú í skíðabrekkum á Norðurlandi. Ferðaskrifstofan Nonni Travel býður upp á spennandi skíða- og vetrarpakka á Norðurlandi. Hægt er að velja um alls kyns pakka, þriggja til fimm daga, sem henta hverjum og einum. Í pakka geta til dæmis verið gisting, skíði og sund eða flug, bílaleigubíll, gisting og fleira. „Við höfum fundið mikla eftirspurn eftir ferðapökkum á Norðurlandið. Nonni Travel kynnir núna þessa vetr- ar- og skíðapakka og svo munum við mjög fljótlega kynna sumarpakka á Norðurlandi eins og gönguferðir og fjölskyldupakka,“ segir Ana Korbar hjá ferðaskrifstofunni Nonna Travel. „Það hefur verið mikið um gesti hér eftir að snjóaði og við eigum von á mörgum í vetrarfríinu,“ segir María Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferða- mála hjá Akureyrarbæ. Hinn 19.-21. febrúar verður vetrarfrí í öllum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og búast má við að margir verði á far- aldsfæti. Í Kópavogi er frí í dag, fimmtudag, og á morgun, en í Reykja- vík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Sel- tjarnarnesi er frí á mánudag og þriðjudag í næstu viku. „Við bjóðum gesti velkomna en við hvetjum fólk til að skipuleggja sig vel. Það er takmarkað framboð á sætum á veitingastöðum og eins í fjallið. Það þurfa því allir að bóka fyr- ir fram og fara varlega,“ segir María. Bætir við að aðstæður í Hlíðarfjalli hafi verið hinar bestu að undanförnu og býst við að svo verði áfram. „Svo er líka nóg af öðrum úti- vistarkostum, bæði hér og í ná- grannasveitarfélögum. Það er til að mynda mjög vinsælt að fara á göngu- skíði.“ sbs@mbl.is/ hdm@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Á góðum og sólríkum vetrardegi í skíðabrekkunum góðu. Á skíðum skemmti ég mér Vetrar- og skíðapakkar í snjóinn á Norðurlandi „Því fylgir góð tilfinning að vera kominn aftur á loðnu. Ég er búinn að vera samtals 45 ár til sjós og aldrei á þeim tíma hefur komið jafn langt stopp í loðnuveiðum og nú, þegar tvö ár hafa fallið úr,“ segir Guðmundur Hug- inn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VR. Skipið var á Meðallandsbugt þegar Morgunblaðið ræddi við skip- stjórann. Komin voru 100 tonn af frystingartækri loðnu um borð og vænst var að ná meira í næsta kasti. „Já, þetta er falleg loðna og blöndunin er góð. Okkur telst svo til að í hverju kílói séu 43 stykki og hrognafyll- ingin er 16%,“ segir skipstjórinn. „Annars er það svo að núna þurfa menn hreinlega að koma sér aftur í gír eftir svona langt stopp í loðnunni. Venjulega erum við átján um borð á þessum veiðum, en af því skipinu hefur verið breytt og mannskapurinn óvanur erum við tveimur fleiri um borð nú. En annars gengur þetta vel og við verðum sjálfsagt ekki lengi að ná kvótanum öllum, en okkur til- heyra um 900 tonn. Já, og það er gaman að vera hér út af suðurströndinni þegar er falleg sýn til jökla og fjalla, til samanburðar því að oftast erum við á Hugin á veiðum úti á reginhafi. Ætlunin í þessum túr er að frysta 500 til 700 tonn af loðnu og gangi allt vel náum við 100 tonnum í frystingu á einum sólarhring, sem þá þýðir að yfirstand- andi túr verður ein vika,“ segir Guðmundur Huginn. Loðnunni fylgir góð tilfinning Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skipstjóri Gaman að vera hér út af suðurströnd með fallega sýn til jökla og fjalla, segir Guðmundur Huginn. „Litríkir blómvendir eru fallegir,“ segir Heiða Pálrún Leifsdóttir á Espiflöt í Biskupstungum. Þar er starfrækt ein stærsta gróðrarstöð landsins og undir gleri eru alls um 8.000 fermetrar. Áhersla er á blóma- rækt og aldrei er meira að gera á stöðinni en einmitt nú í aðdraganda konudagsins sem er um helgina. „Við erum alls sautján að vinna hér á stöðinni í dag, sumir inni í húsi að klippa blóm upp úr beðunum. Hér er líf og fjör og stemningin góð,“ segir blómakonan á Espiflöt. „Vinsælasta varan okkar eru vendir þar sem sól- liljur, gerberur, liljur og krusa eru saman í vendi, þar sem bleiki og rauði liturinn eru áberandi. Vendir með gula og appelsínugula litnum koma reyndar sterkir inn. Að vilja halda í hefðirnar er annars svolítið ríkt í góðum mönnum sem vilja gleðja konurnar sínar. Rósavendir einir og sér eru til dæmis alltaf vin- sælir.“ Heiða Pálrún telur gleðiefni hve margir blómum prýddir hátíðisdagar eru nú komnir á almanakið. Dagar tileinkaðir bændum, heilögum Val- entínusi, feðrum, mæðrum og fleiri slíkir gefi fólki tilefni til að gleðjast og blómin geri jafnan kraftaverk. „Já, aðdragandi konudagsins er ver- tíð hér á Espiflöt. Vinnudagurinn er um sextán klukkustundir fram að helgi, og lífið er blómum prýtt.“ Allt fram streymir! Sjómenn fiska og afli skapar aura. Fyrir þá reisir fólk yfir hamingju sína, bæir dafna og skapa þarf sterka innviði svo samfélagið dafni og fólk – ekki síst börnin – geti átt gott líf. Í þessu striti öllu er mikilvægt gæta að gleðinni og leyfa öllu að blómstra. Ljósmynd/Aðsend Blómakonan Góðir menn gleðja konurnar sínar, segir Heiða Pálrún. Blómin gleðja Hobby hjólhýsi 2021 Allar upplýsingar sendist á: kriben@simnet.is • Sími 863 4449 Powrtouch Movers Toppgæði Verð frá 169.000 kr. Stór sparnaður Hobby fyrir vorið beint frá þýskalandi. Við sjáum um allt pöntunarferlið. Takmarkað magn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.