Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Innköllun hlutabréfa vegna rafrænnar skráningar
hlutabréfa í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
Á stjórnarfundi hinn 04.09. 2020 í Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. kt. 590269-4099 ákvað stjórnin
með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög að ógilda áþreifanleg hlutabréf félagsins og
gefa þau út í staðin með rafrænum hætti í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.
Stefnt er að skráning taki gildi hinn 12.04. 2021 kl. 9:00.
Frá þeim tíma eru hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógild í samræmi við ákvæði 13-14 gr. laga
7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu verðbréfa og 2. mgr. 53. gr.
reglugerð nr. 397/2000 (með áorðnum breytingum), um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verð-
bréfamiðstöð.
Öll áþreifanlega hlutabréf félagsins verða tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru gefin út á nafn
hluthafa og greina fjárhæð hlutar og útgáfudag ásamt öðrum upplýsingum sem greinir í 27. gr.
hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Hver hlutur í félaginu er ein króna og verður það áfram eftir skráningu og fylgir eitt atkvæði hverjum
hlut. Engum hlut í félaginu fylgja nein sérréttindi sbr. 9. gr. samþykkta.
Áskorun:
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að
eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. að staðreyna skráning-
una með fyrirspurn til hlutaskrár félagsins á netfangið: stefan@skn.is innan 3ja mánaða frá fyrstu
birtingu innköllunarinnar í Lögbirtingablaði.
Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau
gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar.
Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðrétt-
indi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 6. gr. laga nr. 7/2020 um verðbréfa-
miðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu
innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning
við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.
Stjórn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn
skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. skuli
arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., sbr. heimild
í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000.
Eigendur réttinda samkvæmt hlutabréfunum geta óskað eftir staðfestum reikningsyfirlitum hjá Nasdaq
verðbréfamiðstöðvar hf. eða reikningsstofnun sinni.
Hluthafar skulu fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.
umsjón með eignarhlut sínum í félaginu og stofna vörslureikning.
Njarðvík 19.11. 2020.
Stjórn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Félagsráðgjöf er fag í örriþróun og mun yfirstand-andi heimsfaraldur hafamikil áhrif á alla þróun
velferðarþjónustu,“ segir Steinunn
Bergmann, formaður Félagsráð-
gjafafélags Íslands. „Síðustu misseri
hefur fólk orðið að halda sér til hlés
vegna sóttvarna
og veikinda, en
nú þegar léttir til
verður staða þess
fólks sem er í
vanda statt betur
ljós. Margir hafa
á síðustu miss-
erum misst at-
vinnu, komist í
fjárhagsvanda,
veikst eða séð á
bak ástvinum sínum. Félagsleg
staða hefur afgerandi áhrif á heilsu-
far og hafa rannsóknir sýnt fram á
skaðsemi langvarandi streitu.“
Styðja fólk til betra lífs
Félagsráðgjafar eru sérfræð-
ingar í félagslegri heilsu og veita
stuðning til að fyrirbyggja að áföll
og streita þróist yfir í frekari vanda.
„Því ber samfélaginu skylda til að
sinna og styðja fólk til betra lífs,“
segir Steinunn um málefnið.
Á morgun, föstudag, stendur
Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir
rafrænni afmælisdagskrá í stað ár-
legs Félagsráðgjafaþings en yfir-
skriftin er Nýsköpun í félagsráðgjöf:
tækifæri og áskoranir á tímum
heimsfaraldurs.
„Nýjar áskoranir í vinnu félags-
ráðgjafa og rannsóknir í faginu kalla
á umræðu,“ segir Steinunn um dag-
skrána og erindin sem flutt verða.
Þar mun Guðný Björk Eydal,
deildarforseti félagsráðgjafar-
deildar Háskóla Íslands, flytja er-
indið Hamfarir og heildarsýn: Hlut-
verk félagsráðgjafa. Þar verður
fjallað um rannsóknir á áhrifum
hamfara á samfélög og stuðning fé-
lagsráðgjafa til að draga úr afleið-
ingum áfalla. Þá mun Regína Ás-
valdsdóttir, sviðsstjóri velferðar-
sviðs Reykjavíkurborgar, fjalla um
þær áskoranir sem borgin hefur
þurft að mæta á tímum Covid og
þann lærdóm og tækifæri sem hafa
skapast.
Tekið sé fljótt á áföllum
„Áföll sem fólk verður fyrir
geta verið margvísleg og mikilvægt
er að taka á þeim sem fyrst. Ef ekki,
geta vandamálin grafið um sig, orðið
meiri en efni standa til og þar með
erfiðari úrlausnar. Fræðimönnum
og þeim sem starfa í faginu verður
þetta æ betur ljóst. Margvíslegar
lausnir ásamt þjónustu hafa verið
þróaðar út frá þessum veruleika
með góðum árangri,“ segir Steinunn
og áfram:
„Persónuleg mál geta reynt
mjög á fólk, en ytri áföllum sem
snerta jafnvel heilu samfélögin er
mikilvægt að gefa gaum. Þar gæti ég
til dæmis nefnt skriðuföllin á Seyðis-
firði, þar sem mörg hundruð manns
urðu að yfirgefa heimili sín og
nokkrir eiga ekki afturkvæmt á
heimili sín. Fólki í þeirri stöðu þarf
velferðarþjónustan að mæta.“
Innan félagsráðgjafar hafa farið
af stað ýmis þróunarverkefni. Þar
má nefna að á vettvangi velferðar-
þjónustu Fljótsdalshéraðs – sem nú
heitir Múlaþing – hefur verið lögð
áhersla á snemmtæka íhlutun að
danskri fyrirmynd sem nefnist Aust-
fjarðamódelið. Fleiri sveitarfélög
hafa farið svipaða leið, til dæmis
Hafnarfjörður með verkefnið Brúin.
Þá hafa Múlaþing og Hafnarfjörður
innleitt þjónustu sem ber yfirskrift-
ina Saman eftir skilnað. Undir þeim
merkjum er tekið utan um foreldra
sem skilja eða slíta sambúð til að
stuðla að velferð barna þeirra og
tryggja að sem minnst röskun verði
á þeirra lífi. Þetta hefur þótt gefa
góða raun og eru skilnaðarmál nú
tekin sömu tökum af velferðarþjón-
ustunni í öllum sveitarfélögum aust-
ur á landi.
„Það er mikilvægt að tryggja
stuðning til alla hópa þannig að rétt
þjónusta sé á réttum stað. Snemm-
tæk íhlutun, inngrip þegar vandamál
eru í fæðingu, gefur góða raun, eyk-
ur lífsgæði allra ef vel tekst til og
sparar útgjöld hins opinbera á síðari
stigum. Þetta eru dæmi um vekefni
sem félagsráðgjafar hafa þróað og
innleitt í velferðarþjónustu og gam-
an er að segja frá,“ segir Steinunn.
Málstofur um
mikilvæg málefni
Í kjölfar afmælisdagskrárinnar
á morgun, föstudag, verða opnar raf-
rænar málstofur á vegum Félags-
ráðgjafafélags Íslands og Félags-
ráðgjafardeildar Háskóla Íslands á
fimmtudögum milli kl. 12-13 í febr-
úar, mars og apríl. Vinnulag í heims-
faraldri, öldrunarmál, starfsendur-
hæfing, stafræn umbreyting og
notendamiðuð hönnun eru málefni
sem verða í brennidepli í þessum er-
indum. Ofbeldi í nánum samböndum
verður svo til umfjöllunar 8. apríl.
Þar verður meðal annars sagt frá
þjónustu sem býðst í Kvenna-
athvarfinu og í Bjarkarhlíð, miðstöð
fyrir þolendur ofbeldis sem Reykja-
víkurborg starfrækir. Þar verður
einnig fjallað um leiðir karla út úr of-
beldi í nánum samböndum og þar
verða til frásagnar þau Guðrún
Kristinsdóttir félagsráðgjafi, pró-
fessor emerita, og Jón Ingvar Kjar-
an, prófessor við menntavísindasvið
HÍ, bæði virtir vísindamenn á þessu
sviði.
Tryggja öllum hópum stuðning
Morgunblaðið/Eggert
Samfélag Barn að leik. Mikilvægt er að möskvar velferðarkerfisins séu
þéttir og sterkir, svo fólk blómstri, geti átt gott líf og notið styrkleika sinna.
Mannlíf! Félagsráðgjöf á tímamótum. Erfið staða
margra nú ljós þegar sóttvörnum léttir. Fagið þróast
hratt, meðal annars í krafti reynslu og rannsókna
sem nú verða kynntar og rökræddar.
Steinunn
Bergmann
Fjáröflunarátak Barnaheilla og veit-
ingastaða, Út að borða fyrir börnin,
hófst nú í vikunni, 15. febrúar. Veit-
ingastaðir styðja átakið með því að
láta hluta af verði valinna rétta renna
til verkefna sem snúa að vernd barna
fyrir ofbeldi. Átakið fer nú fram í 11.
sinn og stendur til 15. mars.
„Við erum afar þakklát þeim veit-
ingastöðum sem sjá sér fært að
styðja verkefni Barnaheilla með þess-
um hætti, þrátt fyrir óvenjulega
tíma,“ segir Erna Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla – Save the
Children á Íslandi.
„Samtökin eru háð velvilja og
stuðningi bæði almennings og fyrir-
tækja og þetta hjálpar okkur að vinna
enn betur að þeim mikilvægu verk-
efnum sem heyra undir þennan mála-
flokk hjá okkur.“
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð-
anna var lögfestur hér á landi árið
2013 og í honum er börnum tryggður
réttur til verndar gegn ofbeldi.
Verkefni Barnaheilla snúa að vernd
barna gegn of-
beldi. Tvö af
stærstu innlendu
verkefnum Barna-
heilla eru Vinátta,
forvarnaverkefni
gegn einelti í leik-
og grunnskólum,
og hins vegar
Verndarar barna,
sem er gagnreynd
fræðsla í for-
vörnum og við-
brögðum við kynferðisofbeldi gegn
börnum.
Barnaheill eru einnig með verkefni í
Sýrlandi, Jemen og Lýðstjórnar-
lýðveldinu Kongó þar sem áhersla er
lögð á að vernda börn gegn ofbeldi.
„Þú getur slegið tvær flugur í einu
höggi með því að fara út að borða með
börnin. Bæði gleður þú börnin og átt
með þeim samverustund og stuðlar í
leiðinni að bættum mannréttindum
barna og vernd þeirra gegn ofbeldi,“
er haft eftir Ernu í tilkynningu.
Út að borða fyrir börnin
Morgunblaðið/Ómar
Börn Unnið er að mikilsverðum málum á vettvangi Barnaheilla.
Fjáröflunarverkefni fyrir velferð
og móti ofbeldi gegn börnum
Erna
Reynisdóttir