Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 23
Rafrænn aðalfundur Marel hf. 2021 Drög að dagskrá: 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 3. Skýrsla forstjóra. 4. Ársreikningar félagsins fyrir starfsárið 2020 lagðir fram til staðfestingar. 5. Ákvörðun hvernig skuli fara með hagnað fyrir árið 2020. 6. Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu félagsins. 7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 8. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna árið 2021. 9. Ákvörðun um greiðslu til endurskoðanda fyrir liðið starfsár. 10. Tillögur um breytingu á grein 15.2. í samþykktum félagsins: Greinin heimilar stjórn félagsins að hækka hlutafé um allt að 100milljónir króna að nafnvirði, semm.a. má nota í tengslum við fyrirtækjakaup. Samkvæmt breytingatillögunni er heimildin lækkuð niður í 75milljónir króna að nafnvirði, sem nemur 9,7% af útgefnu hlutafé, og heimilað er að selja nýtt hlutafé í útboði í umsjón fjármálafyrirtækis. Gildistími heimildarinnar er styttur úr 5 árum í 18mánuði. Breytingatillagan er í samræmi við evrópskamarkaðsframkvæmd. 11. Kosning stjórnar félagsins. 12. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 13. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 14. Önnur mál löglega upp borin. Fundarstörf munu fara fram á ensku. Aðalfundurinn verður aðeins haldinn með rafrænum hætti. Allir hluthafar þurfa að skrá þátttöku á fundinum og eru hluthafar hvattir til að skrá sig tímanlega. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 á hádegi á fundardegi. Skráning á fundinn hefst klukkan 12 á hádegi fimmtudaginn 18. febrúar og lýkur á hádegi á fundardag. Sérstaklega er bent á að hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdam sem óska eftir því aðmæta og kjósa á aðalfundinum þurfa að tryggja að vörsluaðili hlutabréfanna hafi skráðmætingu tímanlega á fundinn í vefgátt ABN AMRO. Þetta gildir um alla hluthafa, innlenda sem og erlenda, sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni, einnig þá sem eiga líka hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi skrá þátttöku á fundinum í Lumi AGM vefgáttinni á https://smartagm.com. Atkvæðagreiðsla á aðalfundinummun fara fram á rafrænan hátt, með Lumi AGM snjallforritinu eða Lumi AGM veflausninni. Stjórn Marel hefur ákveðið að heimila hluthöfum að kjósa með rafrænum hætti fyrir aðalfundinn. Rafræn kosning vegna hlutabréfa sem skráð eru á Nasdaq á Íslandi fer fram í vefgátt Lumi AGM á https://smartagm.com. Kosningin hefst klukkan 12 á hádegi föstudaginn 12. mars nk. og lýkur á hádegi á fundardag 17. mars nk., og geta hluthafar breytt atkvæði sínu fram að þeim tíma. Rafræn kosning vegna hlutabréfa sem skráð eru í Euronext kauphöllinni í Amsterdam fer fram í gegnum vefgátt ABN AMRO. Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdam þurfa að láta vörsluaðila hlutabréfa sinna vita hvernig þeir vilja kjósa og vörsluaðilar skila atkvæðunum í gegnum vefgátt ABN AMRO. Rafræn kosning vegna hlutabréfa skráðra í Euronext kauphöllinni í Amsterdam hefst á hádegi fimmtudaginn 18. febrúar og lýkur á hádegi á fundardegi. Þau sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti 14 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 3. mars n.k. Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 7. mars n.k., á netfangið agm@marel.com. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn. Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm, er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t. frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2020, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 17. febrúar 2020, reglur um rafræna kosningu auk upplýsinga um skjöl sem lögð verða fyrir fundinn. Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum 14 dögum fyrir fundinn á framangreindum vef félagsins. StjórnMarel hf. Rafrænn aðalfundur Marel hf. verður haldinn miðvikudaginn 17. mars nk., kl. 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.