Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 24
Sidekick var stofnað árið 2014 og sérhæfir sig í þróun á staf- rænum heilbrigðislausnum og fjarheilbrigðiskerfum til að bæta líðan sjúklinga, auka meðferðar- heldni og draga úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk með því að fjarvakta einkenni sjúklinga svo styðja megi þá í daglegu lífi utan stofnana. Fjarheilbrigðismeðferð Sidekick er m.a. notuð til að styðja við fólk með langvinna sjúkdóma, eins og hjartabilun eða krabba- mein. Sidekick tryggði sér nýlega þriggja milljarða fjármögnun, sem var leidd af erlendu vísi- sjóðunum Wellington Part- ners og Asabys Partners auk aðkomu fyrri fjár- festa, Frumtak Ventures og Novator. „Íslenska heilbrigðiskerfið er að mörgu leyti vel í stakk búið til að inn- leiða tæknilausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga utan stofn- ana. Þar starfar fram- sækið og vel menntað fólk og við getum ekki hugsað okkur betri samstarfsaðila en hjarta- deild Landspít- alans,“ segir Tryggvi Þor- geirsson, for- stjóri og stofn- andi Sidekick. „Það er eng- inn vafi á því að sjúklingar eru tilbúnir til þess að nota stafrænar lausnir,“ segir Tryggvi og bendir á góðar viðtökur víða erlendis líkt og hér á landi. „Verkefnið með hjartadeildinni hefur farið einstaklega vel af stað, áhugi notenda er mikill og við erum að stíga fyrstu skrefin í átt að breiðari notkun fjarheilbrigðis- lausna í íslensku heil- brigðiskerfi og færa mikilvægan hluta þjónustunnar heim til fólks. Það má líkja þessu við þró- unina í bankakerfinu, þar sem stór hluti bankaþjónustu er nú aðgengilegur í gegnum snjalltæki. Við erum að fara sambærilega leið í heilbrigðis- geiranum.“ Snjalltæki og heilbrigðistækni færa heilbrigðisþjónustu heim FYRIRTÆKIÐ SIDEKICK HEALTH Tryggvi Þorgeirsson 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Hjartadeild Landspítala og heilbrigð- istæknifyrirtækið SidekickHealth eru að hefja samstarf um að rannsaka nýja nálgun í eftirliti hjartasjúklinga með öppum í snjalltæki. Rannís veitti nýlega 135 milljóna króna styrk til þessa verkefnis, sem er óvenjuhár styrkur til vísindaverkefnis hérlendis. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjarta- deildar Landspítala, hefur haft for- ystu um rannsóknina þar á bænum, svo það liggur beint við að biðja hann um að útskýra verkefnið. „Tækninni í snjalltækjum – símum, úrum og þess háttar – fleygir fram og þar á meðal við skráningu á alls kyns heilbrigðisupplýsingum, en þær koma ekki að miklu gagni fyrir heilbrigð- isstarfsfólk nema við setjum upp ferla og farvegi fyrir þau. Þar kemur sam- starfið við SidekickHealth einmitt til sögunnar. Við á hjartadeildinni erum búin að eyða mikilli vinnu í að bæta aðstöð- una, efla tækjakost og fjölga sérfræð- ingum, en upp á síðkastið höfum við hins vegar verið að velta fyrir okkur hvernig við getum bætt eftirlit með hjartasjúklingum, hvaða eftirlit eigi að vera hjá okkur, hvað henti betur fyrir heilsugæslu eða sérfræðilækna úti í bæ. Tryggvi Þorgeirsson hjá Sidekick var einn af hinum fyrstu sem við töl- uðum við, enda hafði SidekickHealth reynslu af þróun á stafrænum heil- brigðismeðferðum. Hann sýndi því strax áhuga að þróa það lengra og bæta við þessum þætti, að fylgjast með sjúklingnum með fjarvöktun og bæta viðlykillífsmörkum. Við fáum þær upplýsingar um snjallforrit, sérstakt algrím vinnur úr öllum þessum upplýsingun og gefur vísbendingu um hvar sjúklingurinn er staddur heilsufarslega. Þetta er kjarninn í því sem við vilj- um gera, en síðan fer hjúkrunar- fræðingur yfir niðurstöðurnar hjá sjúklingnum, en hann getur svo kallað til lækni, næringarráðgjafa, sjúkra- þjálfa, sálfræðing o.s.frv., eftir því sem þörf er talin á. Þá er haft sam- band við sjúklinginn, eða hann kall- aður inn ef það eru veruleg frávik, nú eða bara senda honum stutt skilaboð ef allt er í góðu lagi. Þetta veitir bæði betri og markvissari þjónustu, þar sem við erum að nýta okkar sérþjálf- aða heilbrigðisstarfsfólk betur.“ Og í betri tíma, ekki satt? „Einmitt, af því að það er þannig með langvinna sjúkdóma, að þegar það verður bráð versnun, þá á það sér iðulega aðdraganda. Með þessari leið verðum við þeirra fyrr vör, frekar en að sjúklingurinn fái einkenni, fari að líða verr en komi ekki til okkar fyrr en allt er komið í óefni 4-5 dögum síðar. Þá jafnvel í sjúkrabíl á bráðamóttöku og svo inn á hjartadeild, þar sem þeir liggja kannski í viku til 10 daga. Ef við gætum séð merki um þessa versnun á öðrum degi og kallað fólk inn, þá gæt- um við hlynnt að því á göngudeild og komið í veg fyrir að fólk verði mikið veikt. Sem myndi vitaskuld auka lífs- gæði og lífslíkur, minnka biðröðina á bráðadeildinni, fækka innlögnum og nýta okkar krafta betur.“ Og bjarga mannslífum? „Já, einmitt. Og gaman að geta sagt frá því að þessar rannsókir hafa sennilega þegar bjargað mannslífi. Við gerðum í sumar 8 vikna fýsi- leikarannsókn á því hvernig svo ný- stárleg nálgun gengi fyrir sig, hversu viljugt fólk væri að nota svona nýjung og hvernig okkur gengi að vinna með það. Þetta var vissulega skammur tími og ekki nema 17 sjúklingar, en niðurstaðan var sú að allir nema einn voru mjög ánægðir með viðmótið, okkur fannst mjög þægilegt að taka á móti þessum upplýsingum og þetta gekk vel. En við fundum einn sjúkling sem svaraði á þann hátt að okkur leist ekki á blikuna. Hann bjó úti á landi, þannig að hann átti langt að sækja til læknis, en af því að við sáum að eitthvað var að, þá fór hann af stað og komst sam- dægurs undir læknishendur. Þá kom í ljós að hann var að þróa með sér hjartaáfall, sem hægt var að afstýra.“ Það sakar varla að nánast allir séu komnir með snjalltæki? „Nei, svo sannarlega ekki og áhugi almennings er mikill til þess að nota þessa nýju tækni sér til svo beinnar heilsubótar. Þar blasa við ótal tæki- færi til þess að færa 2. stigs forvarnir nær almenningi og nýta heilbrigð- isstarfsfólk betur og fyrir veikasta fólkið.“ Eykur það þekkinguna líka? „Vafalaust. Ef gögnin eru gerð ópersónugreinanleg er ljóslega mikill læknisfræðilegur ávinningur í því. Við höfum aldrei rýnt með kerf- isbundnum hætti í svo mikil heilsu- farsleg gögn og þau myndu örugglega segja mjög áhugaverða sögu. Þá gæt- um við líklega lært sitthvað nýtt og mögulega fengið fyrirboða um það fyrr að eitthvað sé að fara úrskeiðis, gert eitthvað í því strax og vonandi af- stýrt heilsubresti. Það gæti verið heilsugæsla framtíðar, sem þarf þó ekki að vera langt handan við hornið.“ Er Ísland vel til þess fallið? „Já, svo sannarlega. Hér er vel upplýst og vel menntað fólk, sem býr við nokkra velmegun og jöfnuð, það er nýjungagjarnt og vill gjarnan taka þátt í rannsóknarstarfi, hér eru fram- úrskarandi fyrirtæki í heilbrigðisgeir- anum á borð við Íslenska erfðagrein- ingu og SidekickHealth, við höfum samræmda og bráðum samtengda sjúkraskrá um allt land og erum með nokkuð þróað heilbrigðiskerfi sem heldur vel utan um sitt fólk.“ En hver eru næstu skref? „Samvinna okkar við Sidekick- Health hefur gengið afar vel og við hyggjumst halda áfram á þeirri braut. Við erum langt komin með að þróa snjallforrit við hjartabilun, við erum að byrja að þróa sams konar forrit fyrir kransæðasjúkdóma og gáttatif. En miðað við hvað þetta hefur gengið vel, þá vonumst við til þess að geta hafist handa við rannsóknir af fullum krafti seinna á þessu ári.“ Nú var faðir þinn, Gústaf Arnar, yf- irverkfræðingur Pósts og síma. Teng- ist áhugi þinn á símtækni því? „Já kannski, en ég held það sé blanda af mörgu. Hjartalækningar eru svolítið tæknilega sinnað fag, svo jú, sennilega kemur tækniáhuginn dá- lítið frá honum. En leiðin hingað var löng og ströng og ég verið heppinn með að fá tækifæri til að vinna með snjöllu fólki, sem hefur haft sameig- inlegan áhuga á að nýta möguleika tækninnar til fulls. Ég brenn fyrir því og margt afar spennandi fram und- an.“ Hefur þegar bjargað mannslífi  Rannsóknarverkefni um hjartaeftirlit með snjalltækni gefur góðar vonir  App frá Sidekick gefur góða raun við heimaeftirlit  Eykur líkur á að uppgötva megi fyrirboða í tíma og afstýra heilsubresti Morgunblaðið/Ásdís Hjartadeild Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, hefur stýrt rannsókninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.