Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 28
VIÐTAL
Atli Vigfússon
Laxamýri
Þeim bændum hefur fækkað mikið
sem mjólka kýrnar sínar í fötur.
Mjaltatækni hefur fleygt fram á síð-
ustu árum og á tímum hátæknifjósa
tala menn um sjálfvirkar mjaltir þar
sem mjaltaþjónar vinna verkin. Ör
þróun hefur verið í tækjabúnaði
þeim sem notaður er og allir þeir
sem byggja nýtt hafa það að mark-
miði að fylgja straumnum og taka
þátt í þeirri byltingu sem hefur átt
sér stað í kúabúskap.
Þessu fylgir að gömlu mjaltatækj-
unum er lagt í stórum stíl og nú eru
einungis tveir innleggjendur í land-
inu sem mjólka kýr sínar í fötukerfi.
Annar þeirra er Hildigunnur Jóns-
dóttir, bóndi í Lyngbrekku í Þingeyj-
arsveit, hinn er Sigvaldi Jónsson,
bóndi á bænum Hægindi í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði.
Morgunblaðið tók hús á Hildi-
gunni í Lyngbrekku. Hún segist vera
ánægð með sitt gamla fötukerfi, það
hafi reynst mjög vel í gegnum árin.
„Mér finnst þessar mjaltir miklu
persónulegri og ég hef mun meiri ná-
vist við kýrnar með því að sitja hjá
þeim og mjólka þær í fötu. Ég næ að
fylgjast mjög vel með mjöltunum og
passa að taka tækin af þegar kýrnar
tæmast. Fjósið mitt býður ekki upp á
mjög dýran búnað enda einungis tólf
kýr í mjólk. Kerfið bilar mjög lítið og
það er mjög lítill viðhaldskostnaður
því ekki þarf að fá neina sérfræðinga
til þess að halda því við. Varahlutir
eru víða til og fást þeir fyrir lítið sem
ekkert frá búum þar sem kúabúskap
hefur verið hætt eða byggt hefur
verið upp á nýtt,“ segir Hildigunnur,
en hún býr blönduðu búi ásamt
manni sínum, Hermanni Aðalsteins-
syni, sem vinnur fulla vinnu utan bús
þannig að það kemur aðallega í henn-
ar hlut að sjá um mjaltirnar.
Hún segir að gamla fötukerfið
hennar sé á margan hátt umhverfis-
vænt því hún noti mun minna af
sterkri sápu en aðrir og það sé vegna
þess að með handþvotti sé hægt að
stjórna betur þvottinum en auðvitað
þarf til þess tíma og það þarf að
vanda sig. Allt þetta hefur gengið
mjög vel og stundum hefur hún hlot-
ið viðurkenningar fyrir úrvalsmjólk
sem segir að heilbrigði og hreinlæti
sé eins og best verður á kosið.
Ber ekki mikla fjárfestingu
Lyngbrekka var byggð upp sem
nýbýli árið 1932 og fyrst voru þar
tvær kýr. Árið 1954 var byggt þar 12
kúa fjós með plássi fyrir kálfa og
þótti það breyting að fjölga kúnum
svo mikið. Það er það fjós sem kýrn-
ar eru í núna, en byggt var við það
seinna og bætt við stíum fyrir geld-
neyti.
Árið 1965 var sett upp mjaltakerfi
og mjólkað með einni fötu, en ekki
þótti borga sig að kaupa rörmjalta-
kerfi fyrir svo fáar kýr þegar þau
kerfi voru sett upp í Þingeyjar-
sýslum. Kýrnar þyrftu að vera a.m.k.
14 til þess að það myndi borga sig.
Auðvitað væri það þægilegt á marg-
an hátt en það myndi kosta meira en
eina milljón að koma því upp.
Það sem er erfitt fyrir Hildigunni
er að losa mjólkurföturnar í tankinn
sem er frammi í mjólkurhúsinu og
þar þarf að stíga á stall með þungar
fötur til þess að ná upp í sigtið. Séu
einstakar kýr í tuttugu lítrum í mál
þá verða föturnar engin léttavara en
yfirleitt mjólka kýrnar vel hjá Hildi-
gunni enda vel gefið.
„Mér finnst gömlu, litlu búin í
sveitunum hafa mikið gildi,“ segir
hún. „Það fylgir þeim fólk og þessi
bú eru félagslega mikilvæg. Á litlu
búunum er meiri nýtni og þau eru
umhverfisvæn á mörgum sviðum.
Svo endast gripir oft betur með per-
sónulegu atlæti t.d. eru kýr meira úti
á svona litlu búi og þær eru úti daga
og nætur þegar vel viðrar. Hvert dýr
skiptir miklu máli,“ segir Hildigunn-
ur sem hefur gaman af búskapnum.
„Mitt litla gamla mjaltakerfi gerir
sitt gagn og er á margan hátt í fullu
gildi.“
Gamla fötukerfið í fullu gildi
Ör þróun í mjaltatækni á tímum hátæknifjósa Tveir innleggjendur mjólka sínar kýr í fötur
Lyngbrekka í Þingeyjarsveit er annar bæjanna Persónulegri mjaltir og meiri nánd við kýrnar
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Í fjósinu Hildigunnur Jónsdóttir, bóndi í Lyngbrekku í Þingeyjarsveit, við mjaltir í fjósinu, sem tekur 12 kýr.
Hellt úr fötu Öll mjólk í Lyngbrekku er sigtuð áður en hún fer í tankinn.
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Í Ameríku var árið 1819 fyrst farið að þróa tæki til þess að mjólka kýr með
vélum í stað handafls. Þær vélar voru ófullkomnar í fyrstu en um 1840 var
orðinn mun meiri áhugi á slíkum tækjum. Árið 1878 var búið að finna upp
fyrsta mjaltatækið sem byggðist á sogkrafti og þótt það hafi verið gallað
var það tækið sem var grunnurinn að þeirri tækni sem fram undan var. Árið
1902 var komin vél sem virkaði vel og 1905 var farið að framleiða vélar með
mótor og soglögnum að hverjum bás svo hægt væri að mjólka hverja kú
fyrir sig.
Vélföturnar héldu áfram að þróast og 1927 er farið að flytja þær til Ís-
lands, en árið 1933 voru komnar mjaltavélar af tegundinni Alfa Laval í 28
fjós í landinu. Nokkurt hlé varð á þessari þróun á kreppuárunum og það var
ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina sem nýr kraftur var settur í inn-
flutning á Alfa-Laval-mjaltatækjum og smám saman fjölgaði þeim sem
mjólkuðu með þeim vélum.
Síðar kom enn meiri kraftur í innflutning þegar rafmagn var almennt
komið á sveitabæina og þá fengu allir sér fötukerfi sem þótti mikil bylting.
Fötukerfið var bylting
BREYTINGAR Í MJALTATÆKNI
Básar Geldneytin í Lyngbrekku eru mismunandi skrautleg á litinn.
527
fjós eru starfandi hér á landi
225
fjós eru með maltaþjóna
172
fjós með rörmjaltakerfi
128
fjós eru með mjaltagryfjur
MISMUNANDI TÆKNI
»