Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vorumeirihátt-ar mistök
af íslenskum yfir-
völdum að hengja
sig aftan í ESB
þegar brýnast
var að tryggja
þjóðinni bóluefni
sem fyrst. Reynt var að
bjarga málinu í horn þegar
ljóst var hvernig komið var.
En bóluefnaframleiðandinn
sem rætt var við treysti sér
ekki til samninga við Ísland,
undir sérstökum formerkj-
um, vegna stórkostlegra
vandræða sem ESB hafði
komið sér í, og bar því fyrir
sig ómöguleika sem fælist í
smitleysi hér! Til að milda
áfallið var tilkynnt um
„dagatal um bólusetningar“
sem átti að birta í gær
(18./2.). Nú er komið í ljós að
boðskapur um það stenst
ekki „en Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra
staðhæfði í viðtali við mbl.is
í gær (17./2.) að umrætt
dagatal yrði birt í dag“ eins
og sagði í Morgunblaðinu í
gær. Aðstoðarmaður land-
læknis, Kjartan Hreinn
Njálsson, sagði að vonir
hefðu staðið til að hægt yrði
að „setja þetta
fram þannig að
fólk geti áætlað
gróflega hvenær
það megi eiga von
á að vera kallað
inn í bólusetn-
ingu“. En hann
segir jafnframt
að ekki liggi fyrir hvenær
bólusetningardagatal verði
gefið út. Kjartan segir að
þótt fyrir liggi hvert heildar-
magn bóluefnis sem hingað
berst á fyrsta ársfjórðungi
verði, sé enn beðið eftir af-
hendingaráætlun. „Við bíð-
um eftir að fá frekari upp-
lýsingar. Það er enn smá
óljóst með afhendingartíma
og sú áætlun mun eflaust
taka breytingum, jafnvel inn
í næsta ársfjórðung.“
Ruglandi af þessu tagi
bætir ekki úr skák. Þegar
horft er til árangurs landa
sem ekki eru bundin á klafa
ESB í bóluefnamálum og
þeirra fáu þúsunda sem hafa
verið bólusett hér er munur-
inn sláandi. Þjóðin má ekki
við því að við þann dapur-
lega árangur bætist svo
óþarfar misvísandi upplýs-
ingar frá þeim sem best eiga
að þekkja til.
Nauðsynlegt er að
setja upp neyðar-
nefnd innan ríkis-
stjórnarinnar til að
stöðva hik og fum í
brýnasta málinu}
Illa haldið á stóru máli
Viðsnúningurhefur orðið á
rekstri Karol-
inska sjúkrahúss-
ins í Stokkhólmi
eftir að Björn
Zoëga tók þar við
stöðu forstjóra
fyrir tveimur árum. Í fyr-
irlestri á vegum Sænsk-
íslenska viðskiptaráðsins í
fyrradag sagði hann að það
hlyti að vera hægt að minnka
skriffinnsku með því að
fækka skrifstofufólki og færa
völdin og boðskiptin nær gólf-
inu á sjúkrahúsum hérlendis
líkt og gert hefði verið með
góðum árangri á Karolinska
sjúkrahúsinu.
Sjúkrahúsið í Svíþjóð skilar
nú afgangi í rekstri eftir mik-
inn halla, þjónustan hefur
aukist þrátt fyrir færra
starfsfólk og það er ánægt í
starfi.
Björn kom víða við á fund-
inum eins og rakið var í ræki-
legri frétt frá fundinum á
mbl.is. Kom fram að til að
vinna bug á biðlistum hefði
verið gripið til þess að þyrfti
sjúklingur á sjúkrahúsinu að
bíða eftir þjónustu í meira en
90 daga gæti hann leitað ann-
að eftir henni á
kostnað Karol-
inska.
Það kann að
hljóma undarlega
að tala um fram-
leiðni hjá sjúkra-
húsum frekar en
afköst, en einhverja mæli-
kvarða verður að nota um
starfsemi þeirra. Fram hefur
komið að hér hefur framleiðni
minnkað á undanförnum
fimm árum og hlýtur að vera í
forgangi að snúa þeirri þróun
við.
Vitund um að ekki verði all-
ur vandi leystur með því að
ausa í hann peningum og nær
sé að fara ofan í saumana á
því hvernig þeir verði best
nýttir virðist fara vaxandi.
Árangur Björns í Stokk-
hólmi er athyglisverður og
vert að athuga með opnum
huga hvernig yfirfæra megi
þær hugmyndir, sem þar
leiddu til viðsnúnings, yfir á
rekstur sjúkrahúsa hér.
Kórónuveirufaraldurinn hef-
ur lagst þungt á ríkissjóð og
því hefur sjaldan verið
brýnna að fjárframlög heil-
brigðisþjónustu nýtist sem
best má verða.
Getur árangur
Björns Zoëga í
rekstri Karolinska
sjúkrahússins nýst
til hagræðingar hér?}
Lærdómur af viðsnúningi
F
erðaþjónustan um allan heim
hefur orðið fyrir slíku áfalli að
stjórnvöld ríkja, sér í lagi þeirra
sem byggja sitt efnahags- og at-
vinnulíf mikið á þessari atvinnu-
grein, verða að bregðast við með skýrum að-
gerðum. Í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli
urðum við svo heppin að verða miðpunktur
athygli ferðamanna frá öllum heimshornum.
Fljótlega eftir að lækur ferðamanna varð að
beljandi fljóti var rætt um skort á stefnu
stjórnvalda í þessari stóru atvinnugrein.
Rætt var um komugjöld, gistináttagjald og
innviðauppbyggingu og sýndist sitt hverjum
um hversu langt mætti ganga. Sveitarfélögin
ræddu skarðan hlut sinn af þessum tekjum
og var það verkefni óleyst þegar heimsfar-
aldur reið yfir. Núna bera sveitarfélögin
höggið með stórauknu atvinnuleysi á öllum helstu
svæðum ferðaþjónustu.
Stjórnvöld verða að stíga mjög fast til jarðar og
skapa hér framtíð greinarinnar. Engin atvinnugrein
hefur farið eins illa út úr Covid-kreppunni og ferða-
þjónustan, en ekki má horfa fram hjá því að hún er líka
sú atvinnugrein sem mun leika stærsta hlutverkið við
að ná árangursríkum efnahagsbata og fjölgun starfa.
Það er nefnilega þannig að þessi heimsfaraldur er líka
faraldur mikils ójöfnuðar. Tekjufall er algjört hjá hluta
mannkyns en annar hluti finnur sáralítið fyrir efna-
hagslegum áhrifum faraldurs. Þeir efnameiri eru oftar
en ekki þeir sem fara í lengri ferðir á dýrari áfanga-
staði eins og Ísland.
Grundvöllur farsældar okkar út úr heims-
faraldri felst í að stjórnvöld tryggi líf ferða-
þjónustunnar. Þannig er brýnt að stjórnvöld
stórauki fjárfestingar í innviðum ferðaþjón-
ustu og styðji með ríkulegum hætti við lítil
og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki í gegn-
um kreppuna. Það gerist ekki af sjálfu sér
að þau standi af sér áfallið heldur verður að
tryggja skýran ramma og stuðning. Tryggja
verður að fyrirtæki um allt land, sem sköp-
uð voru af framtakssemi frumkvöðla í upp-
lifun og ævintýrum, lognist ekki út af eða
renni öll saman við hin vel stæðu stórfyrir-
tæki í ferðaþjónustu sem hafa greiðari að-
gang að lánsfé. Það er sérstakt áhyggjuefni
ef rétt er að risarnir á ferðaþjónustmark-
aðnum séu að sölsa undir sig meira eða
minna öll fyrirtækin því það skaðar stórlega
samkeppni og minnkar fjölbreytileikann. Öll litlu og
meðalstóru fyrirtækin, sem spruttu upp af nýjum hug-
myndum skapandi fólks um allt land gera Ísland að
ákjósanlegum áfangastað ævintýraþyrstra ferðalanga.
Það eru þau fyrirtæki sem stjórnvöld eiga fyrst og
fremst að huga að með skattaívilnun eða öðrum upp-
byggilegum og styðjandi hætti. Loks verða stjórnvöld
að huga að náttúru okkar og vernd hennar gegn ágangi
ferðamanna. Treysta innviði svo við náum hvort
tveggja að bjóða ferðafólk velkomið en um leið vernda
viðkvæma náttúru.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Ferðaþjónusta til framtíðar
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flestir sem sendu umsagnirum drög að frumvarpi umbreytingu á lögum um raf-rettur og áfyllingar fyrir
þær (nikótínvörur) vilja að ráðstaf-
anir verði gerðar til að koma í veg
fyrir að ungt fólk verði háð nikótín-
púðum. Umsagnafresti lauk 31. jan-
úar og bárust 25 umsagnir.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir
og doktor í lýðheilsuvísindum, segir
m.a. að sé vilji til að útrýma nikótín-
fíkn ætti að
hækka aldurs-
takmark í 25 ár,
þegar heilinn
hefur náð full-
um þroska.
Flestir ánetjist
nikótíni fyrir
þann aldur. Í
frumvarpinu er
miðað við að einungis 18 ára og eldri
geti keypt nikótínvörur.
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga telur mjög mikilvægt að koma í
veg fyrir að börn og unglingar byrji
að nota nikótínvörur, þar á meðal
nikótínpúða. Mikilvægt sé að missa
ekki niður þann einstaka árangur
sem náðst hefur í tóbaksvörnum.
Lyfjafræðingafélag Íslands
(LFÍ) telur að ganga þurfi lengra en
gert er í frumvarpinu. Markhópur-
inn við markaðssetningu nikótínvara
sé m.a. ungir einstaklingar sem ekki
hafi ánetjast tóbaki.
„Því telur LFÍ að skoða þurfi
hvort fella ætti nikótínpúða undir
tóbaksvarnar- eða lyfjalög til að
vernda börn og unglinga frá heilsu-
tjóni af völdum nikótíns.“ LFÍ telur
að ef banna eigi sölu nikótínvara
yngri en 18 ára þurfi að banna sölu
og markaðssetningu varanna á net-
inu og samfélagsmiðlum.
Telja að ganga þurfi lengra
Samtök foreldra grunnskóla-
barna í Reykjavík (SAMFOK) telja
að ganga þurfi lengra en gert er í
frumvarpinu. „Aukning hefur orðið
á notkun nikótínpúða hjá ungmenn-
um og eru samfélagsmiðlar og
áhrifavaldar notaðir til að auglýsa
þessar vörur. Einfalt er að kaupa
vörurnar á netinu og jafnvel gefinn
magnafsláttur,“ segir SAMFOK.
Þau vilja að tekið verði fyrir net-
verslun með þessar vöru.
Ungmennafélag Íslands lýsir
ánægju með að frumvarpið sé komið
fram og bendir á að aðgengi barna
og ungmenna að nikótínvörum sé
meira en að reyktóbaki. Mikil hætta
fylgi því að ekki séu skýrar reglur
um markaðssetningu og notkun á
nikótínvörum. Þá bendir UMFÍ á
niðurstöður könnunar haustið 2020
sem sýndi að næstum 10% nemenda
í 10. bekk grunnskóla notuðu nikó-
tínpúða daglega. Verði ekkert að
gert megi búast við að notkunin auk-
ist enn meir.
British American Tobacco
(BAT) sem m.a. framleiðir nikótín-
púða bendir á að púðarnir séu að
leysa íslenska neftóbakið af hólmi.
BAT bendir m.a. á að skaðsemi
vegna tóbaksreykinga megi rekja til
efna í tóbaksreyknum en ekki nikó-
tíns. Því þurfi að gera greinarmun á
tóbaksvörum og nikótínvörum.
Fjöldi fólks hafi hætt hefðbundinni
tóbaksneyslu og notað í staðinn
nikótínpúða.
Embætti landlæknis telur að
skýra þurfi betur hámark nikótíns í
hverri einingu af vöru. Mikilvægt sé
að vörur á markaði séu þannig úr
garði gerðar að þær lágmarki hættu
á eitrunaráhrifum, til dæmis þegar
börn innbyrða vörur sem innihalda
nikótín. Þá þurfi að tryggja virkt og
reglubundið eftirlit með að ákvæð-
um frumvarpsins verði framfylgt
verði það að lögum.
Vilja hindra nikótín-
neyslu unga fólksins
Lagt er til að heiti laganna verði: Lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyll-
ingar fyrir rafrettur. Með frumvarpinu er ætlunin að setja skýrar reglur
um sölu, markaðssetningu og notkun á nikótínvörum. Þær verða felldar
undir sömu reglur og gilda um rafrettur og áfyllingar í þær. T.d. verði ein-
ungis leyft að selja 18 ára og eldri nikótínvörur.
Heilbrigðisráðuneytinu hafi borist fjölmörg erindi varðandi tóbaks-
lausa nikótínpúða. Þá hafa borist erindi frá eftirlitsstofnunum með
vörum á íslenskum markaði þar sem þær hafa lýst ákveðnum vand-
kvæðum við flokkun slíkra vara undir gildandi löggjöf.
Frumvarp skerpi reglur
NIKÓTÍNVÖRUR
Morgunblaðið/Eggert
Nikótínpúðar Notkun hefur aukist hratt, ekki síst á meðal ungs fólks. Á
sama tíma hefur dregið úr sölu neftóbaks sem margir hafa tekið í vörina.