Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Um síðastliðin ára-
mót var skimun fyrir
leghálskrabbameini
færð frá Krabba-
meinsfélaginu til
heilsugæslunnar.
Jafnframt var ákveð-
ið að semja við
danska rannsókn-
arstofu um að greina
sýnin en sú ákvörðun
var tekin þvert á álit
meirihluta fagráðs
um leghálsskimanir og að því er
virðist án samráðs við aðra en
heilsugæsluna.
Heilbrigðisráðherra segir það
vera öryggismál að fá utanaðkom-
andi aðila til að greina sýnin. Það
er umhugsunarefni að ráðherra
heilbrigðismála skuli tala niður ís-
lenskar rannsóknarstofur og var-
hugaverð þróun að sýni séu send
úr landi á þeim forsendum að ekki
sé hægt að tryggja gæði og öryggi
rannsókna sem gerðar eru innan-
lands.
HPV-veiran veldur nær öllum
forstigsbreytingum og krabba-
meinum í leghálsi og meirihluti
kvenna smitast af veirunni á lífs-
leiðinni. Flestar sýkingar ganga
fljótt yfir en sýking getur orðið
viðvarandi og þá mögulega valdið
frumubreytingum. Með HPV-
veiruprófi er hægt að greina
HPV-sýkingu. Sam-
kvæmt nýju verklagi
verður gert HPV-
veirupróf á legháls-
sýnum þeirra kvenna
sem eru 30 ára og
eldri og síðan ein-
ungis gerð smásjár-
skoðun á þeim sýnum
sem reynast jákvæð í
HPV-veiruprófinu.
Þetta gerir frumu-
skoðun í smásjá hnit-
miðaðri enda fækkar
eðlilegum frumusýn-
um.
Með þessari breytingu verður
meiri þörf á veiruprófum en áður.
Sýkla- og veirufræðideild Land-
spítalans er gæðavottuð rann-
sóknarstofa, með góða fagþekk-
ingu, fullkominn tækjabúnað og
mikla afkastagetu til að greina
HPV-veiruna. Sýkla- og veiru-
fræðideild Landspítalans hefur
auk þess sinnt þessari þjónustu
síðastliðin tvö ár fyrir Krabba-
meinsfélagið.
Innan meinafræðideildar Land-
spítalans er starfrækt frum-
umeinafræðideild þar sem skoðuð
eru frumusýni frá ýmsum líf-
færum. Þessi þjónusta skiptir
sköpum þegar kemur að því að
ákveða áframhaldandi meðferð
sjúklinga. Tækjabúnaður, aðstaða
og mannskapur til að sinna
frumuskoðun á skimunarsýnum
frá leghálsi er ekki til staðar á
Landspítalanum núna. Hins veg-
ar hefði auðvitað með viðeigandi
ráðstöfunum verið hægt að færa
þessa starfsemi inn á Landspít-
alann og tryggja þar viðhalds-
menntun, gæðaeftirlit og þjálfun
starfsmanna.
Félag íslenskra rannsókn-
arlækna harmar að sú leið skuli
ekki hafa verið valin að skimun
fyrir leghálskrabbameini verði
gerð innanlands. Félagið telur al-
rangt að gæði og öryggi rann-
sókna, og þar með heilsa og ör-
yggi kvenna, séu best tryggð með
samningum við erlenda aðila.
Þvert á móti; boðleiðir verða
styttri og skilvirkni meiri með því
að halda áfram að gera þessar
rannsóknir á Íslandi.
Fyrir hönd Félags íslenskra
rannsóknarlækna,
Skimun fyrir legháls-
krabbameini – opið bréf
til heilbrigðisráðherra
Eftir Önnu Mar-
gréti Jónsdóttur
Anna Margrét
Jónsdóttir
» Það er varhugaverð
þróun að sýni séu
send úr landi á þeim
forsendum að ekki sé
hægt að tryggja gæði
og öryggi rannsókna
sem gerðar eru innan-
lands.
Höfundur er formaður Félags ís-
lenskra rannsóknarlækna og sér-
fræðingur í meinafræði.
Lakasta frammistaða
íslenska handknattleiks-
liðsins er staðreynd. Sæti
númer 20. Algerlega óvið-
unandi niðurstaða og gegn
henni finnast engar afsak-
anir. Það hefur held ég
aldrei eða sjaldan áður
verið til efnilegri og stæði-
legri hópur ungra leik-
manna en sá sem sendur
var til Kaíró nú í janúar-
mánuði sl. til að keppa fyrir hönd Ís-
lands. Blandaður hópur hvað aldur
varðar, margir atvinnumenn, reynslu-
boltar og aðrir frábærir úr ýmsum fé-
lögum á þröskuldi atvinnumennsk-
unnar.
Frábær hópur sem landsliðsþjálfar-
anum tókst ekki að gera að sigrandi
klukkuverki. Það sem maður sá til
þeirra og var mest áberandi var að allir
voru þeir með góða skothæfileika; gátu
nánast skorað úr hvaða færi sem gafst.
Enginn hörgull á því. Línuspil var af-
leitt á köflum, lítið um snöggar gólf-
sendingar, áttu í erfiðleikum með að
gera usla í vörn andstæðinga, hraðinn
ekki nægur. Hornamenn skiluðu sínu
þegar þeir fengu boltann. Þetta virtist
vera höfuðlaus her.
Skipstjóri sem ekki fiskar er snar-
lega settur í land. Þjálfari sem kemur
ekki liði sínu í fremstu röð á að fara.
Þjálfari sem gerir lítið annað en að
væla og er sífellt að leita að afsökunum
eins og meiðslum, ungu liði, þreytu og
þar fram eftir götunum yfir hinum laka
árangri er auðvitað villuráfandi og úr-
ræðalaus.
Eitt dæmi: Það arfavitlausa plan
sem Guðmundur Þ. lagði upp fyrir leik-
inn við Sviss er óskiljanlegt, leikmenn
virtust bundnir einhverju óskiljanlegu
leikkerfi og með blý-
klump í skónum, með
bremsurnar fastar í al-
gerlega skipulags-
lausum leik þar sem
þjálfarinn gerði lítið
annað en garga og góla
af hliðarlínunni. Ekkert
plan B eða C eins og
sagt er. Að tapa fyrir
þessu lélega liði Sviss er
skandall.
Fylgir ekki þjálf-
arinn liðinu? Það er
víst. Lið sem lendir í 20. sæti er því
auðvitað með þjálfara sem er einnig í
20. sæti. Sem sagt: Afleit frammistaða
þjálfara, sem hefur ekki náð nógu vel
utan um lið sitt til að veita því léttleika í
leik og fylla það sjálfstrausti.
Öll lið verða fyrir meiðslum, öll lið
þarf að yngja upp jafnt og þétt, þetta er
ekki neitt nýtt og ekki hafandi orð um.
Danir léku veikir með magakveisu
lengi vel en urðu samt heimsmeistarar!
Hvað segja menn við því?
Það var sorglegt að horfa upp á
þennan glæsilega og efnilega hóp sem
hefði getað náð langt ef kunnáttumenn
hefðu verið að verki.
Svo þarf einnig að láta þennan
sænska markmannsþjálfara taka pok-
ann sinn, eftir hann liggur ekkert sem
markvert er, við erum enn með miður
góða markmenn, hann má missa sín.
Það þarf að skipta alveg um í brúnni,
og það sem fyrst, skipið fiskar ekki.
20. sæti
Eftir Jóhann
L. Helgason
Jóhann L. Helgason
» Frábær hópur sem
landsliðsþjálfaranum
tókst ekki að gera að
sigrandi klukkuverki.
Höfundur er húsasmíðameistari.