Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 ✝ Jón ÓskarÁgústsson fæddist í Reykja- vík 6. október 1932. Hann lést á Landspítala 1. febrúar 2021. Ósk- ar ólst upp í Garðsvík og Sval- barði á Vatnsnesi, V-Hún. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson, f. 19.8. 1904, og Sigríður Jónsdóttir, f. 9.9. 1903. Óskar var sjálfstæður og duglegur frá unga aldri, starf- aði m.a. við smíðar, sölu- mennsku, rekstur fyrirtækja, sjómennsku, búskap og smá- bátaútgerð frá Reykjavík. Hann var kvæntur Guðrúnu Fanndal Kristinsdóttur frá Kálfshamarsvík, A-Hún., f. 13.4. 1945, d. 28.11. 2020. Síð- ast bjuggu þau á Víðimel 78 í Reykjavík. Börn þeirra: 1) Margrét Ósk Óskarsdóttir matráður, f. 8.3. 1964. Eiginm. Jón Hermann Ingimundarson, f. 14.7. 1974. Börn hennar Enok Óskar, f. 29.8. 1981, eigink. Kristín Marín Holm, f. 16.11. 1983. Börn Unnar Ernir, f. 5.2. 2001, Jóhanna Bára, f. 3.3. 2007, og Sóldís Harpa, f. 29.12. 2009. Erlendur Jón, f. 9.8. 1990, samb. Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 20.12. 1992, börn Enika Hildur, f. 11.6. 2015, og Erik Freyr, f. Orri, f. 24.3. 2017. Svala Dís, f. 7.1. 1992, samb. Dardi Ra- paj, f. 27.7. 1998, börn hennar Ísabella Sif, f. 28.11. 2009, og Eyþór Krummi, f. 24.8. 2013. Viktoría Fanney, f. 2.7. 1993, börn Haukur Snær, f. 19.6. 2016, og Olavia Eir, f. 21.11. 2018. 6) Sverrir Óskarsson fé- lagsráðgjafi, f. 18.5. 1971. Eig- ink. Ingunn Vattnes Jónas- dóttir, f. 1.6. 1974. Börn Jónas Helgi, f. 23.6. 1997, samb. Katla Sigríður Magnúsdóttir, f. 24.2. 1993, Klara Sif, f. 16.12. 2000, og Elín Eyþóra, f. 10.8. 2006. 7) Sigrún Óskars- dóttir viðskiptafræðingur, f. 17.5. 1972. Eiginm. Ásmundur Einar Ásmundsson, f. 30.10. 1963. Synir Ásmundur Óskar, f. 31.10. 1998, og Loftur, f. 10.2. 2002. 8) Óskírð Óskars- dóttir, f. og d. 28.11. 1973. 9) Sigursteinn Óskarsson raf- virkjam., f. 17.8. 1975, eigink. María Gunnarsdóttir, f. 31.12. 1971. Dætur Sóley, f. 5.12. 2009, og Birta, f. 12.2. 2011. Dóttir hans Katrín Þöll, f. 31.10. 2000. Sonur Maríu Svavar Örn Höskuldsson, f. 31.7. 1990, samb. Silvía Rán Ásgeirsdóttir, f. 7.11. 1990, börn Telma Ósk, f. 16.4. 2012, og Ares Örn, f. 29.6. 2017. 10) Þráinn Óskarsson múraram., f. 22.8. 1976, samb. Elma Atla- dóttir, f. 30.4. 1970. Sonur Atli, f. 18.10. 2005. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi 18. febrúar klukkan 13. Útförinni verður streymt á slóðinni: https://tinyurl.com/24da77p4 Hlekk á streymi er hægt að nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 18.2. 2018, Helga Rut, f. 28.7. 1992, börn Kristín Júlía, f. 20.12. 2011, og Guðmundur Liljar, f. 2.9. 2013. 2) Ágúst Sigurður Óskarsson ráð- gjafi, f. 26.5. 1966, eigink. Júdit Alma Hjálmarsdóttir, f. 12.9. 1964. Börn Guðrún Helga, f. 19.7. 1990, samb. Guðmundur Friðbjarnarson, f. 28.11. 1990. Dætur Anna Lísa, f. 20.5. 2013, og Alma Þórunn, f. 8.10. 2019, Anna Halldóra, f. 7.6. 1994, Jón Óskar, f. 26.06. 1996, samb. Sunna Rae George, f. 15.5. 1995. Dóttir Halldóra Rós, f. 14.1. 2021. 3) Stefán Páll Óskarsson pípu- lagningam., f. 24.6. 1967, fv. samb. Sigríður Þorbjörg Ragnarsdóttir, f. 23.11. 1966. Börn Guðrún Berta, f. 10.12. 1989, og Ragnar Páll, f. 6.7. 1998. 4) Haukur Óskarsson byggingatæknifr., f. 19.2. 1969, samb. Ásta D. Bald- ursdóttir, f. 23.6. 1968. Synir Hákon, f. og d. 25.8. 2005, Ísak, f. og d. 26.8. 2005, og Gabríel, f. 1.6. 2007. 5) Magnús Óskarsson vöru- bílstjóri, f. 13.4. 1970, samb. Erla Guðrún Guðbjartsdóttir, f. 17.8. 1965. Börn hans Bene- dikt Snær, f. 25.5. 1990, samb. Sonja Kristín Guðmundsdóttir, f. 7.4. 1994, sonur Hafþór Elsku faðir minn er farinn í sumarlandið til mömmu sem var jörðuð fyrir tveimur mánuðum. Ég vildi verða eins og þú, vinna fram á síðasta dag og verða 88 ára. Ég er að spara fyrir þjóðfé- lagið, sagðir þú. Það eina sem ég myndi gera á elliheimili er að spila félagsvist, sagðir þú þegar ég var að tuða. Elsku pabbi, þú ert búinn að hringja oft á dag í mig og núna þegar þú ert farinn sakna ég samtalanna okkar. Þú áttir bát sem varð að bátum. Þú áttir sjoppu sem varð að sjoppum og þú áttir gröfur. Þú varst svo duglegur. Ég er svo þakklát að hafa haft ykkur mömmu svona lengi, það eru ekki allir svona heppnir eins og ég að vera pabba- og mömmustelpa þangað til ég er 56 ára. Þú stóðst við hlið mér ef eitthvað kom upp á og við ræddum fram og til baka lausnir. Þú stóðst mér við hlið í veikindum mínum sem var ynd- islegt. Þegar þú veiktist fyrir fimm árum varstu svo veikur en ákveðinn að gefast ekki upp, ég kom til að keyra þig heim af spítalanum en ég þurfti að keyra þig niður á bryggju þar sem þú varst að taka á móti nýjum handfærarúllum. Þetta lýsir elj- unni og dugnaðinum. Þú kallaðir mig senjorítu þegar ég var stödd á Spáni en ísdrottningu þegar ég var á Íslandi. Ég votta fjölskyldu okkar samúð. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Margrét Óskarsdóttir. Hinn 28. nóvember 2020 kvaddi amma þennan heim og var jarðsungin 17. desember 2020. Það var því mikið áfall þegar afi veiktist alvarlega og féll frá 1. febrúar 2021, einungis rúmlega tveimur mánuðum á eftir ömmu. Afi var maður margra áhuga- mála og sinnti þeim fram á nán- ast síðasta dag. Hann hafði mik- inn áhuga á sjómennsku og sinnti henni af mikilli natni. Það koma margar minningar upp í hugann þegar hugsað er um afa sem við systkinin erum afar þakklát fyrir. Þær samveru- stundir sem við áttum í Reykja- víkurferðum okkar fjölskyld- unnar voru góðar. Afi hafði margar sögur að segja af sjón- um og var æstur í að bjóða barnabörnunum með í ævintýra- ferð á bátnum sem hann átti. Þegar Guðrún var sex ára gaf hann henni veiðistöng sem var auðvitað strax prófuð og voru köstin æfð í garðinum til að hæfnin í köstunum væri orðin góð þegar að veiðinni kæmi. Afi hafði mikinn áhuga á tungumál- inu íslensku og hringdi af og til í Guðmund og ræddi við hann um ýmis orð eða orðatiltæki. Eitt af því sem afa þótti mjög gaman að gera var að spila, hann var fær í spilum og þá sér- staklega kana og eru margar minningar þar sem hann sigraði nánast alltaf með góðri spila- kænsku. Hann spilaði við okkur frá barnsaldri og var erfiðleika- stigið alltaf viðeigandi miðað við aldur, einnig var hann oft að byggja spilaborg með okkur og hafði gaman af. Hann spilaði líka kúluspil við dóttur Guðrún- ar, Önnu Lísu, í einni af Reykja- víkurheimsóknunum og hafði mjög gaman af. Afi bauð alltaf upp á eitthvað að borða þegar mætt var í heimsókn til hans og ömmu, og af og til bakaði hann eitthvað sjálfur. Hann var dýra- vinur og í minningunni voru bæði hundur og köttur á heim- ilinu hjá þeim á einhverjum tímapunkti, þó að á síðari árum væri þar einn köttur. Hluti stórfjölskyldunnar skellti sér saman til Spánar og voru þá afi og amma með í för. Afi hafði mjög gaman af ferðinni og var duglegur að fara og gera það sem hann langaði. Það er okkur minnisstætt þegar hann fór á markað og keypti handa okkur systkinum náttföt þar sem hann gerði góð kaup á ýms- um nytsamlegum varningi. Afi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og var duglegur að reyna að læra á tæknina, Anna á góðar minningar af því á undanförnum árum að hjálpa afa með tölvu- tækni og forrit sem hann vildi geta notað sjálfur. Það var mikill húmor í afa og stutt í grínið. Þegar Jón Óskar yngri var að byrja með kærustu sinni vildi hann endilega fá prest og gifta þau strax. Nú stöndum við frammi fyrir því að bæði amma og afi hafa kvatt þennan heim á stuttum tíma. Það fá eng- in orð lýst þeim söknuði sem við finnum í garð ykkar beggja elsku amma og afi. Minning ykkar mun vera sem ljós í lífi okkar og ykkur munum við aldr- ei gleyma. Þín barnabörn og makar, Guðrún Helga, Anna Halldóra, Jón Óskar, Guðmundur og Sunna Rae. Jón Óskar Ágústsson Gömul og góð ná- grannakona mín hef- ur kvatt þetta líf. Þóra bjó með fjöl- skyldu sinni á Forn- haganum ekkert mjög langt frá bernskuheimili mínu, og ég kynntist henni fljót- lega, enda léku börnin á Kvisthag- anum og Fornhaganum sér oftar en ekki saman, og þá kynntist maður mæðrunum í leiðinni. Í mínu ungdæmi var það til siðs að ýmsar stofnanir og félög settu merki sín í sölu í ágóðaskyni og við börnin og unglingarnir seldum þau gjarnan farandi hús úr húsi, þar sem við fengum misjafnar undirtektir, eins og verða vill. Þegar ég hafði selt í húsunum kringum bernskuheimili mitt, þá fór ég í húsin á Fornhaganum og byrjaði yfirleitt á þeim, þar sem ég vissi að myndi verða keypt af mér merki, og eitt þeirra var húsið sem Þóra Stefánsdóttir ✝ Þóra Stef-ánsdóttir fædd- ist 2. maí 1933. Hún lést 29. janúar 2021. Útför Þóru fór fram 8. febrúar 2021. Þóra og Gísli bjuggu í. Fljótlega varð það fyrsta hús- ið á Fornhaganum sem ég fór í, því að ég fékk að vita að þau biðu eftir mér og vildu aðeins kaupa merkin af mér. Nú vissi ég að Þóra var frá Fagra- skógi við Eyjafjörð, bróðurdóttir skáldsins þar, enda dvaldi hann yfirleitt hjá þeim þegar hann átti erindi í bæinn. Eitt sinn þegar ég kom til þeirra á merkjasöludegi kom skáldið til dyra. Mér varð heldur betur mikið um það, enda var þetta uppáhaldsskáld mitt og móður minnar, svo að það var kannski eðlilegt að kæmi á mig að standa þarna frammi fyrir skáld- inu. Sem betur fer voru þau Þóra og Gísli ekki langt undan, því að þau vildu fylgjast vel með, hverjir kæmu til að selja merki, og þegar þau sáu að það var ég sem stóð úti fyrir, þá seldi ég tvö merki í því húsi þann daginn, þeim og skáld- inu. Ég var heldur betur uppveðr- uð yfir þessu, þegar ég kom heim að sölu lokinni, kannski sem eðli- legt var. Hvenær sem við Þóra hittumst á förnum vegi eftir því sem árin liðu, þá tókum við yfirleitt tal sam- an, og svo vildi til, þegar ég fór í bókasafnsfræði á háskólaárum mínum, að þá hafði hún innritað sig í þá greinina líka. Það fannst mér mjög sérstakt. Þóra var alltaf hlý og vingjarn- leg í viðmóti og það var mjög auð- velt að kynnast henni og ágætt að vera með henni í náminu. Hún var víðsýn og oft skemmtileg að vinna með í námsvinnunni, enda urðum við ágætis kunningjakonur með tímanum. Svo flutti hún í burtu úr Vesturbænum og ég sá hana ekki oft eftir það, en þegar ég þurfti að vera inni á Landspítalanum eitt sumar, þá hitti ég hana aftur, þar sem hún var að bjóða og deila út bókum til sjúklinganna. Það var alltaf jafn indælt að hitta hana. Þegar ég nú kveð hana hinstu kveðju, þá hugsa ég til hennar með þakklæti í huga fyrir góða viðkynningu og tryggð gegnum árin og bið henni allrar blessunar Guðs, þar sem hún er nú. Stefáni, Önnu Þóru og öðrum aðstandend- um votta ég mína innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning Þóru Stef- ánsdóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTINN FJELDSTED frá Raknadal við Patreksfjörð, lést í faðmi fjölskyldunnar í Perth í Ástralíu föstudaginn 15. janúar, eftir stutt veikindi. Hann verður jarðsettur á Patreksfirði og mun útför hans verða auglýst síðar. Frances Taylor Ragnar Fjeldsted Hrafnhildur Hjálmarsdóttir Kristín Fjeldsted Styrgerður Fjeldsted Jóhannes Héðinsson Helga Fjeldsted Kjartan Björnsson Egill Steinar Fjeldsted Caren E. Capangpangan Júlía Veronica Fjeldsted Aaron Kristinn Fjeldsted Sigursteinn Steinþórsson Þóra Guðrún Grímsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN MAGNÚSSON, vélfræðingur og kennari, Löngulínu 7, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold Garðabæ mánudaginn 15. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Eva Guðmundsdóttir Vilborg Rafnsdóttir Kristinn Rafnsson Sólborg Tryggvadóttir Elsa Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA INGIBJÖRG GESTSDÓTTIR, Háa-Rima, Þykkvabæ, lést á Dvalarheimilnu Lundi föstudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram laugardaginn 20. febrúar klukkan 14 frá Þykkvabæjarkirkju. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á netinu á https://www.facebook.com/groups/jardaformagneu Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat Guðjón Guðnason Gestur Guðjónsson Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir Pálína Kristín Guðjónsdóttir Berglind Ester Guðjónsdóttir Marcus Pettersson Guðni Þór Guðjónsson Lilja Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TURID F. ÓLAFSSON, lést á Hrafnistu Laugarási 2. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 13. Innilegar þakkir til alls starfsfólks Engeyjar fyrir alúð og hlýju. Athöfninni verður streymt og hægt að nálgast virkan hlekk á mbl.is/andlat Gunnar Ástvaldsson Þuríður Guðmundsdóttir Fríða Ástvaldsdóttir Sigurður Þ. Jónsson Jón Ástvaldsson Sigrún Haraldsdóttir Sólveig Ástvaldsdóttir Garðar Haraldsson Pétur Ástvaldsson Sigríður Ástvaldsdóttir Bernharð Heiðdal barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.