Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 46

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 ✝ Lára Maríafæddist í Reykjavík 21. okt. 1971. Hún and- aðist á Heilbrigðis- stofnun Suð- urnesja 7. feb. 2021. Foreldrar hennar: Guðný Þorsteinsdóttir, f. 11.7. 1934, d. 7.5. 1989, og Ingi- mundur Eiríksson, f. 2.12. 1931. Systkini Láru eru Helga S. Ingimundardóttir, f. 10.7. 1954, og Eiríkur Ingi- mundarson, f. 30.4. 1963, d. 20.6. 1983. Dóttir Helgu er Birna Rúnarsdóttir, f. 3.9. 1973. Lára ólst upp í Innri- Njarðvík í foreldrahúsum. Hún hlaut sitt grunnskólanám í Grunnskóla Njarðvíkur og Árið 2003, á ári fatlaðra, var Lára fjallkonan á 17. júní í Reykjanesbæ. Lára hafði mikinn áhuga á körfubolta og var einn af að- alstuðningsmönnum körfu- knattleiksliðs UMFN, Njarð- víkur. Hlaut hún heiðursfé- laganafnbót frá stjórn UMFN. Lára starfaði lengst í Hag- kaupum í Njarðvík við vörslu á innkaupakerrum og síðar við ýmis störf hjá Kaffitári í Njarðvík, síðast sá hún um kaffistofuna hjá starfsfólkinu þar. Lára starfaði síðustu 3 ár- in í Grunnskóla Njarðvíkur við gangavörslu og liðveislu. Útför Láru fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 18. febr- úar 2021 kl. 13. Vegna að- stæðna í samfélaginu og vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina. Hægt verður að fylgjast með streymi, stytt slóð: https:// tinyurl.com/3n01rla6 Virkan hlekk á slóð má finna á: https://www.mbl.is Myllubakkaskóla, sérkennslu. Hún var virkur félagi í íþróttafélaginu Nesi, íþróttafélagi fatlaðra á Suð- urnesjum, og tók þátt í mörgum keppnum og mót- um víðs vegar um landið og erlendis með þeim félags- skap. M.a. tók hún þátt í Special Olympics í Hol- landi og keppti í sundi. Hún tók þátt í mörgum list- viðburðum á vegum „Listar án landamæra“ og kom fram bæði við söng, leiklist og myndlist. Lára söng á tímabili með Kvennakór Suðurnesja og með kirkjukórum Keflavíkur og Njarðvíkur, hvar hún fékk tækifæri til að syngja einsöng. Nú er hún elsku Lára María frænka mín farin frá okkur allt of fljótt. Fyrstu endurminningar mínar um Láru; reyndar veit ég ekki alveg hvort þetta eru endur- minningar eða tilkomið vegna gömlu fjölskylduljósmyndanna sem ég hef verið að skoða und- anfarið af okkur tveimur: tveir hvítvoðungar í skírnarkjólum fyr- ir framan fullhlaðið veisluborð sem svignar undan öllum kræs- ingunum. Þær litlu eru báðar há- grátandi og í minningunni er ég svo lifandis fegin að vera ekki ein í þessum aðstæðum. Lára er þarna líka, hún er mér við hlið. Það sést þó á ljósmyndinni að við erum báðar hundóánægðar með að geta ekki bragðað á góðgætinu sem við erum augljóslega að bjóða upp á í tilefni dagsins. Næsta minning þegar ég fletti í gegnum ljósmynd- irnar: Þrjár ungar konur staddar úti á Reykjanesi í blíðskaparveðri. Steinunn, Birna og Lára að taka ljósmyndir í sumarblíðunni, frænkur og vinkonur. Lára var svo ljúf og góð og mátti ekkert aumt sjá. Hún var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt óvænt og ef svo bar undir. Lára var alltaf í góðu skapi upp á hvern einasta dag lífs síns og getum við hin sem eftir lifum tekið þetta til eftir- breytni. Hún missti móður sína ung að árum en hún var alltaf sól- argeislinn í lífi móður sinnar. Lára saknaði hennar mjög mikið alla tíð. Nú er hún komin heim til Guð- nýjar frænku. Ég sé í hugskoti mínu litla stúlku ljósa yfirlitum og fagra ásýndum, í rauðum kjól, hlaupa yfir akur í átt að sólinni sem er að setjast og í fangið á mömmu sinni. Elsku Lára, gangi þér vel á nýja veginum. Steinunn Björk frænka. Í dag er Lára María Ingimund- ardóttir borin til grafar frá Ytri- Njarðvíkurkirkju eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Lára var dóttir móðursystur minnar og ólst upp í Innri-Njarðvík. Börn Guðnýjar og Maríu móður minnar ólust upp saman, amma þeirra í móðurætt bjó seinni hluta ævi hjá dóttur sinni Maríu. Þeirra börn voru nokkuð eins og systkini. Það kom í ljós að Lára var sem ung fremur veikburða og þroskaðist hægar en gerðist með jafnaldra hennar. Það háði henni alltaf tæknilega, en til- finningalega var hún eins og ann- að fólk. Þetta var henni nokkur fötlun. Sem ung þá urðu yngri börn mín félagar hennar og yngri sonur minn var henni góður félagi á ferðalögum fjölskyldunnar um sumur. En mest sinntu henni, sem félagar, systir hennar Helga Ingi- mundardóttir og Birna dóttir Helgu. Lára María hlaut sérkennslu í Myllubakkaskóla í Keflavík, þar sem sú þjónusta var ekki í Njarð- víkum, og varð alveg sjálfstæður einstaklingur. Hún stundaði vinnu og gekk til vinnu, hvernig sem veður voru, hún var harðger þann- ig. Lára var mikil félagsvera og mjög virkur þátttakandi í íþrótta- félaginu Nesi, íþróttafélagi fatl- aðra, og lét sig ekki vanta. Hún studdi körfuknattleikinn í Njarð- víkum og hún var gerð heiðurs- félagi fyrir störf og stuðning við körfuboltann af stjórn Ung- mennafélags Njarðvíkur. Lára var söngelsk með góða rödd, hún söng með kirkjukórum bæði í Keflavík og Njarðvík og var í kvennakór Suðurnesja. Lára tók þátt í „List án landamæra“ og að syngja með Páli Óskari Hjálmtýs- syni og Jóni Jónssyni var að vera með toppnum og var stolt af. Lára vann lengi í Kaffitári og síðast sem gangavörður í Njarð- víkurskóla. Það var sérstakt við Láru að hún kunni alveg að fara með peninga sem nokkur kunni og var þannig fjárhagslega sjálfstæð. Eiríkur bróðir Láru fórst af slysförum til sjós þá tvítugur að aldri og var henni mikill harm- dauði. Lára missi mikið við það og rakti oft samskipti sín við bróður sinn. Lára missti móður sína þeg- ar hún var á átjánda ári, og var það henni sár missir. Móðir henn- ar, sem var myndmenntakennari, hafði tekið við að auka færni Láru síðustu ár sín og það bar veru- legan árangur fyrir Láru. Eftir lát Guðnýjar studdu þau feðgin Helga og Ingimundur við Láru og þar kom að hún, eftir þátttöku í sambýli, fór að búa ein og sjá um sig, sem sjálfstæður einstakling- ur. Svo félagslega virk sem Lára var, þá setti hún mark sitt á op- inbert líf í Njarðvíkum og hennar mun saknað af stuðningsmönnum körfunnar í Njarðvík. Ég og fjöl- skylda mín vottum Ingimundi, Helgu og Birnu samúð okkar. Þorsteinn Hákonarson. Í dag kveðjum við fallega og góða skólasystur. Lára kom í árganginn okkar í Grunnskóla Njarðvíkur í 4. bekk og var samferða okkur allt til út- skriftar vorið 1990. Lára var fé- lagslynd og skemmtileg stelpa. Ef eitthvað stóð til hjá árgang- inum var hún alltaf til í að mæta og vera með og leggja sín lóð á vogaskálarnar. Hún var traust bekkjasystir. Eftir útskrift lágu leiðir okkar í ýmsar áttir eins og gengur og gerist í þessu undarlega lífi. Lára hélt áfram að mennta sig og var ein af þeim fyrstu sem útskrif- uðust frá starfsdeild Fjölbrauta- skóla Suðurnesja vorið 1998. Hún hélt áfram uppteknum hætti og tók virkan þátt í ýmsu fé- lagsstarfi, starfaði mikið fyrir körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og var alltaf boðin og búin að vinna hin ýmsu störf fyrir deild- ina, allt í sjálfboðavinnu. Lára var mikið fyrir söng og kom meðal annars fram á tónleikum í Hljómahöllinni og söng þar t.d með Jóni Jónssyni og Páli Óskari. Já, henni var sko margt til lista lagt. Lára var dugleg í námi og sigr- aðist á mörgum hindrunum með gleðina að vopni. Þeir sem eitt sinn kynntust Láru gleyma henni aldrei. Hún var ein af þessum manneskjum sem öllum þótti vænt um. Hún var hnyttin í svör- um, fallega hugsandi og umfram allt góð manneskja. Margir minnast þess að hafa séð Láru á gangi um bæinn. Hún var mjög dugleg að ganga og minnast þess margir úr árgang- inum hve gaman var að hitta hana á förnum vegi. Hún fór aldr- ei í manngreinarálit, heilsaði öll- um og spurði frétta. Mörg góð samtöl spruttu upp af þessu frumkvæði hennar. Lára var nefnilega hrein og bein, hún sjálf, alltaf. Lífshlaup hennar var ekki allt- af auðvelt. Hún missti móður sína ung að árum og sjálf barðist hún við illvígan sjúkdóm síðustu árin. En alltaf var hún glöð og bjart- sýn og alltaf gaf hún af sér hvert sem tilefnið var. Elsku kæra Lára, hjörtu okk- ar fylltust sorg þegar við fréttum af andláti þínu. Það er þungt að þurfa að kveðja þig svona langt um aldur fram. En minningin um þig lifir áfram í hjörtum okkar, minning um góða, fallega, dug- lega og skemmtilega stelpu sem lýsti allt upp með nærveru sinni. Hvíl þú í friði. Við vottum aðstandendum Láru okkar dýpstu samúð. F.h. árgangs 1974, Grunnskóla Njarðvíkur Kristján Reykdal Sigurjónsson. Lára María Ingimundardóttir Birgi Svan Sím- onarsyni kynntist ég fyrst ungur að aldri. Hann kom oft í heimsókn með ljóðabækur, sem hann hafði að sið að selja vinum og kunningjum, en móðir mín var bekkjarsystir hans í mennta- skóla. Á þessum tíma var ég í tónlistarnámi og hafði mikinn listrænan metnað sem ég hafði haft frá æsku. Birgir skynjaði strax að við ættum margt sam- eiginlegt og við urðum góðir fé- lagar. Þegar ég var í Listahá- skóla Íslands gerði Biggi ljóðabók með barnalögum sem hann hafði samið og bað mig um Birgir Svan Símonarson ✝ Birgir Svanfæddist 3. nóv- ember 1951. Hann lést 25. desember 2020. Útför Birgis fór fram 8. janúar 2021. að taka upp tónlist- ina við bókina. Ég átti þá lítið af tækj- um en faðir minn reddaði hljóðkorti og fengum við Jó- hannes Hauk Jó- hannesson til þess að syngja, en ég lék á gítar og pabbi á bassa. Platan var síðan tekin upp heima hjá mér. Seinna ferðuðumst við Birgir vítt og breitt um landið og lásum upp ljóð með ljóðafélagi sem hafði fengið ferðastyrk frá mennta- málaráðuneyti. Birgir las á þess- um tíma yfir fyrir mig ljóðabók sem kom út nokkru síðar. Það voru ekki miklir peningar til á þessum tíma, en Biggi bauð mér oft í mat og hjálpaði mér á ýmsa vegu. Síðar fór ljóðahóp- urinn í ferðalag til Svíþjóðar en Biggi reyndar treysti sér ekki með í þá ferð. Þegar ég kom frá Ameríku úr námi tókum við aftur að vinna saman. En þá hafði hann samið mikið af lögum við ljóð sín. Þá tjáði hann mér einnig um veikindi sín. Við tókum upp nokkur lög á þeim tíma, sem eru enn óútkom- in, en vonast ég til að hægt verði að gefa þau út fyrr en seinna. Ég hef kynnst mörgum gúrú- um gegnum tíðina, en Birgir var eins konar ljóðagúrú. Slíkir menn skilja eftir tómarúm þegar þeir falla frá. Því að í ljóðsýn er ákveðið innsæi sem er einstak- lingsbundið. Birgir Svan hafði eitthvert lag á því að lýsa upp hversdagsleikann. Haustið 2019 hringdi hann í mig út af upplestri sem hann var með í skáldahúsi. Þá var að hann að gefa út bók með hækum sem hann hafði þýtt. Hann lék á als oddi og hafði áhorfendur í hendi sér. Þá fannst mér að hann væri læknaður af því meini sem hafði hrjáð hann seinustu 10 árin. Það var ekkert bil milli hans og áhorfenda, því Biggi var fyrst og fremst maður fólksins. Kannski þess vegna var hann ekki mikið fyrir að upphefja sjálfan sig. Hann hafði sérstakan hæfileika í að hvetja annað fólk. Þannig fólk skilur eftir sig hreyf- ingu í samfélaginu sem hefur varanleg áhrif. Ég átti símtal við Bigga skömmu fyrir andlátið og var hann þá nokkuð brattur. Hann lét kófið ekki mikið trufla sig. Ég náði að þakka honum samstarfið og sagðist hann vera nokkuð ánægður með það sem við gerð- um saman. Ég fékk einhvern veginn á tilfinninguna að hann væri nokkuð sáttur. Ég heyrði viðtal við ungt ljóð- skáld um daginn sem sagði að Birgir Svan væri uppáhalds- skáldið sitt. Ég lét Bigga vita og var hann nokkuð ánægður. Hann sagði á móti að ég væri uppáhaldsljóð- skáld sitt, vonandi get ég staðið undir því einhvern tíman. Mér leið eiginlega eins og hann væri að hughreysta mig en ekki öfugt því hann lá fyrir dauð- anum. Þrem dögum eftir Voru glitský á himnum Það var þér líkt Að senda kveðju Með skýjunum Hallvarður Ásgeirsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu laugardaginn 30. janúar. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 13. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan pláss leyfir. Ármann Ó. Guðmundsson Ragnheiður Sölvadóttir Guðmundur Á. Guðmundss. Heiðrún Baldursdóttir Helena Guðmundsdóttir Ólafur Erlendsson Andri Freyr Jónsson Lena Rut Ingvarsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGNÝ ÓSK ÓLAFSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 10. febrúar. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson og ömmubörn Eiginkona mín og frænka okkar, HALLBERA KARLSDÓTTIR, Kirkjubraut 36, Höfn, sem andaðist á Skjólgarði 13. febrúar, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 20. febrúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Slóð birtist á heima- og fésbókarsíðum kirkjunnar. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. Halldór Vilhjálmsson Ásdís Gunnarsdóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA J. THORLACIUS hjúkrunarfræðingur, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 24. febrúar klukkan 13. Allir eru hjartanlega velkomnir svo lengi sem pláss leyfir. Ólafur Þór Thorlacius Margrét Ó. Thorlacius Heimir S. Kristinsson Sigríður Elín Thorlacius Viðar Magnússon Þórdís Thorlacius Haukur Hafsteinsson Theodóra Thorlacius Valgeir Pétursson ömmubörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.