Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 47

Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Kveðja frá Njarðvíkurskóla Mér er það afar ljúft að minnast Láru Maríu Ingimundardóttur en Lára hóf störf við Njarðvíkur- skóla haustið 2017. Kynni okkar af Láru eru þó lengri þar sem Lára gekk í Njarð- víkurskóla og var afar stolt af skólanum sínum alla tíð, þetta var hennar skóli. Þegar hún sótti eftir að starfa við skólann þá tókum við vel í þá beiðni og fundum henni starfsvettvang sem hentaði henni best. Hún var mjög þakklát að fá að starfa við skólann enda fannst henni hún feta í fótspor móður sinnar sem hafði starfað sem kennari hér við skólann á árum áðum. Lára setti mark sitt á starf- ið hér með sinni einlægni, já- kvæðni og litríka karakter. Lára var mjög sýnileg í okkar nærumhverfi og þegar við hitt- umst utan skólans heilsaði hún mér alltaf með „hæ boss“ og svo kom skemmtilegt glott í framhald- inu. Hún var mikill félagsmaður UMFN og dyggur stuðningsmað- ur körfunnar hér í Njarðvík. Á leikdögum vorum við hér í skól- anum minnt á leikinn, þá sérstak- lega ef það var heimaleikur, því á þeim leikjum vann hún sem sjálf- boðaliði. Hún stóð með sínum mönnum og studdi þá alla leið. Láru var margt til lista lagt og hafði einstaklega gaman af því að syngja og var gaman þegar við í skólanum fengum boð frá henni á tónleikana Hljómlist fyrir alla, þegar hún söng með Jóni Jóns- syni. Lára stóð sig líka vel í boccia- keppnum með Nesi og mætti hlað- in verðlaunagripum í skólann eftir þá sigra og stoltið skein úr andliti hennar. Lífið var svo skemmtilegt. Við vorum því afar döpur þegar hún lét okkur vita að nú væri hún komin með annað verkefni sem væri að vinna bug á krabbamein- inu sem hún greindist með og hún ætlaði að hafa sigur þar. Lára ætl- aði ekki að láta það mein stöðva sig og mætti í vinnuna eins og heilsan leyfði og stundum var það meira af vilja en mætti, hún vildi standa sig. Við getum mörg tekið Láru okkur til fyrirmyndar hvernig hún tókst á við lífið og þær áskoranir sem það hafði upp á að bjóða, en öll verkefni, bæði lítil og stór, leysti hún með bros á vör. Við í Njarðvíkurskóla þökkum Láru einstaka samfylgd og send- um aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Kæra vinkona, með örfáum orðum kveð ég þig og um leið þakka ég þér fyrir góða og gefandi samfylgd. Vinátta okkar hófst í byrjun árs 2007 þegar ég hóf störf í frekari liðveislu hjá Reykja- nesbæ, við náðum fljótt vel saman, enda hálfgerðar býflugur báðar tvær, alveg einstaklega iðnar. Lára mín, þú varst einstök per- sóna, traust og umhyggjusöm og snertir svo sannarlega hjörtu margra. Daginn eftir andlát þitt hitt- umst við vinir þínir í frekari lið- veislu við kertaljós í bæn, samtali, hlátri og gráti. Þú varst þeim svo góð og alltaf varstu hvetjandi. Þau syrgja nú sárt góða og trausta vin- konu sem kvaddi allt of snemma. Góðar og dýrmætar minningar eru ómetanlegar og halda áfram að bera ávöxt. Við vinir þínir í frekari liðveislu eigum margar dýrmætar minn- ingar sem verða okkur fjársjóður bæði í huga og hjarta og munu ylja um ókomna tíð. Helga Björg mín sem átti góða vinkonu í Láru sinni mun sakna hlýja faðmsins og háu fimmunnar. Ég bið góðan Guð að hugga ættingja og vini Láru og styrkja þau í sorginni. Guð blessi minn- ingu Láru sem gaf okkur er feng- um að kynnast henni svo mikið, fyrir það er ég óendanlega þakk- lát, fimmtudagarnir verða litlaus- ari án þín, Lára klára mín. Þín vinkona Heiða Björg Gústafsdóttir. Í dag kveð ég yndislega vinkonu mína, hana Láru Ingimundar eins og hún var ávallt kölluð. Við kynntumst í kringum 1990 og frá fyrsta degi urðum við góðar vinkonur. Lára var einstök mann- eskja og sá alltaf þá jákvæða í öll- um. Hún var mikill húmoristi og hafði gaman af því að fíflast og hlæja. Lára var mikill Njarðvíking- ur og vann mikið og gott starf fyrir félagið okkar. Hún tók að sér fjöl- mörg verkefni eins og t.d. að vera í lukkudýrinu okkar ljóninu á leikj- um. Á hverju ári hafði hún sam- band þegar kom að Nettómótinu og spurði hvort það vantaði ekki að- stoð. Þar aðstoðaði hún okkur í unglingaráðinu við hin ýmsu störf, t.d. umsjón í íþróttahúsinu í Njarð- vík og einnig mætti hún ávallt í íþróttahúsið við Sunnubraut til að aðstoða við frágang eftir kvöldvöku og mótslok. Á einu mótinu var hún aðstoð- arþjálfari hjá mér og það þótti Láru mjög skemmtilegt. Lára sá alltaf til þess að ég missti ekki af sýningunni Lista án landamæra, hún lét mig alltaf vita með nokkurra vikna fyrirvara og minnti mig alltaf á þar til að sýning- ardeginum kom. Og á síðustu sýningu Láru söng hún eins og engill með Páli Óskari og Jóni Jónssyni. Lára var góð söngkona og hafði gaman af. Ég fékk þann heiður að greiða henni þegar hún var fjall- kona 2003. Það var góður dagur og Lára stóð sig eins og hetja. Hún kom stolt stuttu eftir þann dag með mynd af sér og hafði hand- skrifað ljóðið Ísland er land þitt á græna stjörnu og færði mér. Þegar Lára fagnaði 40 ára af- mæli sínu hélt hún mikla veislu og bauð fjölda fólks, svo þegar Lára var 45 ára bauð hún mér líka heim til sín. Ég dreif mig til hennar á sunnudegi um miðjan dag á síðustu stundu en þegar ég kom þá sá ég að ég var fyrst og ég sagði: Lára mín, áttu von á mörgum? En það var nú alls ekki raunin því hún hafði bara boðið mér og öðrum vini sínum.Þetta sagði mér hversu miklar vinkonur við vorum í raun og veru. Við áttum margar góðar stundir á hársnyrtistofunni hjá mér og einni setningu mun ég aldrei gleyma sem Lára sagði alltaf þegar ég sýndi henni útkomuna í spegl- inum: „Þetta er allt annar munur.“ Þegar Lára veiktist kom hún sérstaklega til mín og tilkynnti mér um veikindin sín. Lára tók á veik- indum sínum með miklu æðruleysi sem lýsir henni best. Elsku Lára, mér þótti afskap- lega vænt um þig og er þakklát fyr- ir vináttu okkar. Og takk fyrir hvað þú fylgdist vel með mínu fólki, bæði börnunum mínum og barnabörnum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir okkar vináttu, elsku besta Lára mín, þú átt stóran stað í hjarta mínu. Þú mikli Njarðvíkingur. Þín vinkona, Bylgja Sverris. Elsku besta vin- kona mín, Jenný, er látin. Ég veit eigin- lega ekki hvernig líf- ið verður án hennar en eitt er víst að það verður mun fátækara. Jenný var eldklár, töffari, með stórt hjarta og hárbeittan húmor. Einnig var hún mjög góður penni. Orðaforði hennar var ótrúlegur og hvernig hún talaði var yndislegt. Hún var líka ötul við nýyrðasmíði sem fékk mig oft til að skella upp úr. Í samskiptum okkar var mikið hlegið en stundum líka grátið. Hún var eina manneskjan sem ég gat sagt allt við og þá meina ég allt. Jenný var eins og akkeri mitt og áttaviti. Þegar ég fékk mis- gáfulegar hugmyndir var það hún sem dró mig niður á jörðina eða hvatti mig áfram eftir því sem við átti. Hún hafði leiðinlega oft rétt fyrir sér. Saman fengum við líka mjög góðar hugmyndir að eigin mati. Eitt sinn sat ég uppi með hlut í eigu annars og þurfti að losna við hann. Ekkert glæpsamlegt en út- skýring gerir söguna bara alltof langa. Ég hringdi auðvitað í Jen- nýju sem bað mig að sækja sig strax svo við gætum afgreitt dæmið. Ekki kom til greina að henda honum bara í ruslið. Nei, þessum hlut varð að eyða og dreifa á leynilega staði. Hófst svo leitin að hentugum stöðum og við fórum að gámi úti á Granda. Þar tókst ekki að losna við hann því við tókum eftir manni í bíl sem horfði grunsamlega á okkur. Við þvæld- Jenný Anna Baldursdóttir ✝ Jenný AnnaBaldursdóttir fæddist 20. janúar 1952. Hún lést 28. janúar 2021. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. umst um allan bæ og tókst að losna við hlutinn, þar af einn hluta sem við hent- um inn í runna og brunuðum á brott. Við skemmtum okk- ur konunglega í þessari leynilegu að- gerð og hlógum oft að þeirri dellu í okk- ur að henda hlutnum ekki bara í ruslið. En svona urðu lítil ævintýri til hjá tveimur vinkonum með bilaðan húmor. Sálufélagi er sterkt orð en ég ætla að leyfa mér að halda því fram að Jenný hafi verið sálufélagi minn. Saman vorum við Thelma og Louise, Bing og Gröndal, Ingv- ar og Gylfi, Simon og Garfunkel, Silli og Valdi o.s.frv. Ég hef þurft svo mikið að tala Jennýju þessar síðustu tvær vikur síðan hún skildi við og mun þurfa þess alla ævi. Eins súrrealískt og það getur orð- ið þá vantaði mig svo að hringja í hana þegar ég var búin að vera við útförina og bara fá að gráta og fá hennar skilning. Ég er glöð yfir því að seinustu orðin sem við sögðum hvor við aðra voru: „Ég elska þig.“ Stef um minningar Stundum þegar ég heyri fallegt lag þá setur mig hljóðan. Ég hafði heyrt þetta áður; minningarnar síbyljur mannshugans og uppspretta góðs og ills verða að deyjandi draumum. … Mig setur hljóðan - víst semja mennirnir ennþá falleg lög – en lagið mitt litla kemur aldrei aftur (Vilmundur Gylfason) Ég votta Einari, Söru, Maríu og Helgu Björk mína dýpstu sam- úð. Sigþrúður (Dúa). Elsku pabbi minn. Þegar Elín Rós systir mín hringdi í mig og sagði að þú værir látinn þá fannst mér það svo óraunverulegt. Ég varð allur máttlaus og dofinn. Ég horfði til himins og niður runnu tár. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og að við fengum að eiga margar góðar stundir saman. Þú varst svo fallegur, vel greindur og hafðir mikla kímnigáfu. Mér fannst svo gaman að tala við þig um íþróttir og margt annað sem var að gerast hverju sinni og ég gleymdi oft tíma og stað þegar þú rifjaðir upp gamla góða tíma. Fjöl- skyldan var þér mjög kær og mikilvæg og þú varst mjög Helgi Baldvinsson ✝ Helgi Baldvins-son fæddist 6. mars 1945. Hann lést 12. ágúst 2015. Útför Helga fór fram 21. ágúst 2015. stoltur af börnum þínum og barna- börnum. Nú sakna ég að heyra rödd þína og yndislega hlátur þinn. Ég sakna þess að hafa þig hjá mér. Það er svo sárt að þú sért farinn en ég trúi því og treysti að við hittumst á ný. Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Davíð Páll Helgason. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS JÓSEFSSONAR. Fróðengi 9, Reykjavík Helgi Pétursson Lísa María Pétursson Halldór Pétursson Halldóra Ingibergsdóttir Hildur Pétursdóttir Oliver Kentish Hólmfríður Pétursdóttir Arnar Helgi Kristjánsson Arnkell Logi Pétursson Marta María Hafsteinsdóttir Marta María Hafsteinsdóttir Dröfn Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS ÁGÚSTS, Engjavegi 53, Selfossi. Þá eru starfsfólki á dagdvölinni Árbliki og á lyflækninga- og göngudeild HSU sendar þakkir fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Einnig sérstakar þakkir til Karlakórs Selfoss fyrir söng í kirkju og ógleymanlega stund fyrir utan kirkjuna að lokinni athöfn. Guðmunda Auður Auðunsdóttir Auðunn Hermannsson Bergþóra Þorkelsdóttir Birna Gerður Hermannsd. Björn Sigþórsson Hulda Soffía Hermannsdóttir Gunnar Þór Jónsson Auður Ágústa Hermannsd. Guðjón Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, GUÐMUNDUR SVEINBJÖRN MÁSSON, Skólabraut 10, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 22. febrúar klukkan 11. Jóhanna Guðmundsdóttir Mohsen Khajeh Árni Steinsson Jónína M. Árnadóttir Theódór Þór Steinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓHANN SVEINSSON bifreiðastjóri, Vallarbraut 4, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 13. Útförinni verður streymt og má finna hlekk á mbl.is/andlat. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Blóðbankann sem safnar fyrir nýjum blóðbankabíl. Lilja I. Sveinsdóttir Margrét Þóra Sveinsdóttir Sævar Már Kjartansson Sigurður Ingi Sveinsson Signý Leifsdóttir Logi Arnar Sveinsson og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN Á. GUÐJÓNSSON klæðskerameistari, áður til heimilis í Langagerði 28, lést á Hrafnistu Boðaþingi sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 23. febrúar klukkan 13. Ómar Kristinsson Kristín Geirsdóttir Hörður Kristinsson Rut María Jóhannesdóttir Pálmi Kristinsson Salóme Tynes Svandís Kristinsdóttir Sveinn Bragason Reynir Holm barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.