Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 50
50 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 60 ára Sesselja er Grindvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er náms- og starfs- ráðgjafi að mennt frá HÍ og er náms- og starfsráðgjafi við Fjöl- brautaskólann í Breið- holti. Sesselja hefur einnig umsjón með Kvöldskóla FB. Maki: Finnbogi Alfreðsson, f. 1956, við- skiptafræðingur og hagfræðingur. Börn: Hildigunnur, f. 1987, Alfreð, f. 1989, Margrét, f. 1995, og Alma, f. 1997, Finnbogabörn. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Sigrún Jónsdóttir, f. 1932, húsmóðir, og Pétur Antonsson, f. 1934, var með eigin rekstur. Þau eru búsett í Kópavogi. Sesselja Pétursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lífið hefur leikið við þig að undan- förnu, ekki vera hissa þótt aðrir öfundi þig af því. Einhver spyr þig spjörunum úr varðandi gamalt mál. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert eins og milli steins og sleggju í ákveðnu máli. Láttu samt ekki setja þig út af sporinu. Þér finnst þú bundin/n í báða skó. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að nota daginn til að taka til í ástamálunum, þessi óvissa gerir engum gott. Hlustaðu án þess að dæma og segðu þínum innri gagnrýnanda að fara í frí. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað þung/ur í skapi núna svo kannski er best að þú sért ekkert að reka hornin í aðra svona rétt á meðan. Fjöl- skyldan færir þér skemmtilega gjöf. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Farðu þér hægt í dag, krafturinn eykst eftir því sem líður á vikuna. Sláðu á létta strengi og vertu jákvæð/ur, það auðveldar allt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Treystu á innsæi þitt og þá munu hjólin fara að snúast eins og til er ætlast. Allt er gott sem endar vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gerir bara illt verra með því að stinga hausnum í sandinn og láta sem þú sjáir ekki það sem gera þarf. Lestu smáa letrið betur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að ganga frá smá- atriðum sem tengjast skattamálum. Frum- leiki þinn vekur kátínu og þú færð tilboð sem þú getur ekki hafnað. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þegar margs er spurt má alltaf reikna með að fá einhver þau svör sem falla manni misjafnlega í geð. Spilaðu út öllum þínum trompum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er allt í lagi að hægja aðeins á ferðinni. Þú þarft ekki að eignast allan heiminn strax. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú tekur hugsanlega þá ákvörð- un í dag að hætta að eiga samskipti við ein- hvern sem veldur þér bara áhyggjum. Þú ert eitthvað týnd/ur þessa dagana. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhverra hluta vegna tekst þér ekki að einbeita þér að því sem máli skiptir. Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem þú sækist raunverulega eftir. Reyndu ekki að sýnast meiri en þú ert. íslenskri náttúru, sjálfur Snæfells- jökull, í aðalhlutverki. Sú sýning er opin til 12. mars næstkomandi. „Á sýningunni eru myndir alveg frá 1987 og fram á síðasta ár,“ segir Steinunn enn fremur um sýninguna. Þegar Steinunn er ekki að vinna að list sinni þá kýs hún helst að ganga úti í náttúrunni og hefur verið í gönguhópum. „Göngur eru mér mik- ið ánægjuefni og uppspretta hug- mynda í myndlistinni.“ vinnustofum í París og Helsinki, ver- ið bæjarlistamaður Mosfellsbæjar (2003) og er heiðursfélagi í Leirlist- arfélagi Íslands. Hún gaf árið 2016 út bók um líf sitt og verk sem nefnist Undir regnbogann. Steinunn hefur haldið allmargar málverkasýningar og í tilefni 85 ára afmælis hennar er nú opin mál- verkasýning í Listasal Mosfells- bæjar sem ber nafnið Jökull Jökull, en þar er nágranni hennar og vinur í S teinunn Sigríður Mar- teinsdóttir er fædd 18. febrúar 1936 í Reykjavík. Fjölskyldan bjó í húsi afa hennar, Bjarna Sæ- mundssonar fiskifræðings við Þing- holtsstræti 14. „Við áttum líka hús í Merkinesi í Höfnum, en pabbi er þaðan og við vorum þar á sumrin,“ segir Steinunn. Hún hóf að loknu námi í Kvenna- skólanum og Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956 myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskólann og hélt því áfram 1957-1960 við Hoch- schule für Bildende Künste í Berlín. Heim komin starfaði hún um tíma hjá keramikverkstæðinu Gliti en stofnaði eigið keramikverkstæði árið 1962. Á Hulduhólum hefur Steinunn bú- ið og starfað síðan hún flutti þangað og hefur rekið þar keramikskóla „Ég var fyrst með keramiknámskeið í bænum þegar ég bjó þar og það var afskaplega mikil þörf á námskeiðum á þessum tíma. Það hópaðist að mér fólk og ég var með biðlista,“ en Stein- unn hóf að vera með námskeiðin fljótlega eftir að hún stofnaði verk- stæðið. Á Hulduhólum hefur Stein- unn einnig haldið fjölda sýninga, bæði einkasýninga og samsýninga. Alls hefur hún allt frá árinu 1961 tek- ið þátt í hátt í þrjátíu samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. Steinunn hélt fyrstu stóru einka- sýningu sína á Kjarvalsstöðum árið 1975 og hefur haldið nær tuttugu einkasýningar síðan, stærri og smærri. Framan af sýndi hún nær eingöngu leirlistaverk en hefur í vax- andi mæli lagt stund á málverk sl. þrjá áratugi. „Ég teiknaði alltaf og málaði eitthvað meðfram leirlista- verkunum. En þegar ég var í lista- mannaaíbúð Íslendinga í París 1986 í tvo mánuði málaði ég eingöngu. Eftir það hef ég eiginlega meira verið að mála þótt ég hafi oft skipt á milli þess að mála og vera í leirnum.“ Verk Steinunnar eru í eigu fimm safna og allmargra stofnana og fyr- irtækja. Steinunn hlaut heiðurs- verðlaun á alþjóðlegri keramiksýn- ingu í Valauris í Frakklandi árið 1976. Hún hefur dvalið á gesta- Fjölskylda Sambýlismaður Steinunnar er Árni Bergmann, f. 22.8. 1935, rithöf- undur og fyrrverandi ritstjóri. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Stef- ánsson Bergmann, f. 1906, d. 1996, sjómaður og bifreiðarstjóri, og Hall- dóra Árnadóttir, f. 1914, d. 2006, hús- móðir. Þau voru búsett í Keflavík. Steinunn giftist árið 1956 Sverri Haraldssyni, 18.3. 1930, d. 22.2. 1985, Steinunn Marteinsdóttir myndlistarmaður – 85 ára Afmælissýning í Mosfellsbæ JÖKULL JÖKULL Eitt af verkunum á sýningunni. „Þetta er ákall til Snæfells- jökuls sem hefur fengið á sig kvenleg form þarna,“ segir Steinunn. Myndlistarmaðurinn Steinunn sækir mikið í náttúruna og fær hugmyndir að verkum sín- um þaðan. Hér er hún stödd við Jökulsárlón. Við Skógafoss Árni og Steinunn. 50 ára Halldóra er Reykvíkingur en býr í Reykjaskóla í Hrúta- firði. Halldóra hefur ásamt manni sínum séð um rekstur og kennslu í Skólabúð- unum í Reykjaskóla sl. 20 ár, og er Halldóra rekstrar- og dag- skrárstjóri þar. Þau reka hópahótel þar á sumrin. Maki: Karl B. Örvarsson, f. 1954, fram- kvæmdastjóri Skólabúðanna. Börn: Kristín Karen, f. 1995, og Dagbjört Dögg, f. 1999, Karlsdætur. Synir Karls eru Unnar Vilhelm og Ívar Daníel. Foreldrar: Árni Þorvaldsson, f. 1950, húsasmíðameistari, og Katrín Kristins- dóttir, f. 1952, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík. Halldóra Árnadóttir Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | www.kjotsmidjan.is Opnunartími8:00-16:30 Kíktu í verslun okkar að Fosshálsi 27 Gefðu elskunni þinni gott að borða á konudaginn Til hamingju með daginn Reykjavík Bríet Heiða fæddist á fæð- ingardeild Akraness hinn 6. ágúst 2020 kl. 17.43. Hún vó 3.690 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Val- gerður Rún Haraldsdóttir og Ellert Heiðar Vilhelmsson. Nýr borgari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.