Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.02.2021, Blaðsíða 51
listmálara. Þau fluttu að Hulduhól- um í Mosfellsbæ árið 1969 og bjuggu saman í 25 ár. Steinunn býr enn á Hulduhólum. Sonur Steinunnar og Sverris er Haraldur Sverrisson, f. 14.12. 1961, viðskiptafræðingur og bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 6.4. 1964, viðskiptafræðingur og for- stöðumaður rekstrarsviðs hjá Fjár- sýslu ríkisins. Barnabörn Steinunnar eru Stein- unn Anna Haraldsdóttir, f. 18.7. 1981, kennari, búsett á Hulduhólum; Valgerður Rún, f. 10.7. 1991, félags- ráðgjafi, búsett í Reykjavík; Sverrir, f. 30.9. 2000, námsmaður, búsettur í Mosfellsbæ. Barnabarnabörnin eru fjögur. Systkini Steinunnar eru Guðrún Ásta, f. 8.11. 1938, búsett í Kópavogi; Bjarni, f. 30.12. 1942, d. 20.3. 2018, arkitekt, og Þóra, f. 18.5. 1946, d. 23.8. 1997. Foreldrar Steinunnar voru hjónin Kristín Bjarnadóttir, f. 4.7. 1907, d. 10.9. 1975, píanókennari og bóka- vörður, og Marteinn Guðmundsson, f. 16.7. 1905, d. 23.7. 1952, mynd- höggvari. Steinunn Sigríður Marteinsdóttir Christine Siemsen húsfreyja á Búðum á Snæfellsnesi Sveinn Guðmundsson kaupmaður á Búðum Steinunn Anna Metta Sveinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur í Reykjavík Kristín Bjarnadóttir píanókennari og bókavörður í Reykjavík Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Járngerðarstöðum Sæmundur Jónsson óðalsbóndi og hreppstjóri á Járngerðarstöðum í Grindavík Ingibjörg Jónsdóttir vinnukona á Kalmanstjörn, síðar ráðskona í Merkinesi Sigurður Sigurðsson vinnumaður á Kalmanstjörn í Höfnum, var síðar í Merkinesi Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Merkinesi Guðmundur Sigvaldason útvegsbóndi í Merkinesi í Höfnum Guðrún Friðfinnsdóttir vinnukona víða í Holtum og verkakona í Reykjavík Sigvaldi Sigurðsson bóndi í Framnesi í Holtum, Rang. Úr frændgarði Steinunnar Marteinsdóttur Marteinn Guðmundsson myndhöggvari í Reykjavík Með afa sínum Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur og Steinunn. DÆGRADVÖL 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 www.gilbert.is „ÓKEI, HANN RÆNDI PÍTSUSENDILINN EN ÆTTUM VIÐ AÐ SÝKNA HANN ÞAR SEM VIÐ KOMUMST EKKI AÐ SAMHLJÓÐA NIÐURSTÖÐU INNAN 30 MÍNÚTNA?” „ERTU MEÐ EINHVERN ANNAN MEÐMÆLANDA FYRIR UTAN MÖMMU ÞÍNA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þar sem ferðalagið hófst. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG GERÐI BARA EIN MISTÖK Í DAG AÐ FARA Á FÆTUR HVER HEFUR EKKI SÉÐ EFTIR ÞVÍ? Í FYRSTA LAGI RIGNDI Á MIG Í GOLFI OG SVO EYÐILAGÐIST REGNHLÍFIN MÍN! JAH, MAT- JURTA- GARÐURINN MUN ALDEILIS TAKA VIÐ SÉR! ALLT ER ÞÁ ÞRENNT ER! Ég er ekki frá því, að hröfnumhafi fjölgað hér í höfuðborg- inni. Ég sá eina sjö áðan þegar ég skaust vestur á Granda og byrjaði ósjálfrátt að raula í huganum við- lag Davíðs frá Fagraskógi við ljóðið Krummi: Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. Friðrik Steingrímsson hefur lög að mæla þegar hann brýnir fyrir mönnum „varúð“ á Boðnarmiði: Aldrei konu ógna skalt, á það vil ég benda, að forðum þeirrar glópsku galt Gunnsi á Hlíðarenda. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir: Ástin hún er ógnarsterk, og unað jafnan veitir. Veldur harmi’ og höfuðverk, henni fátt hér breytir. Guðmundur Arnfinnsson yrkir „dróttkvæða hestavísu“: Mósi hnellinn másar, mæðinn gerist æði, brekkusækin brokkar Brúnka undir Rúnka, reiðarljónið rauða Rosti fer á kostum, sprangar yfir sprungur, sprettinn þrífur Gletta. Anton Helgi Jónsson rifjar upp gamla limru að gefnu tilefni, – „Frjálslegur andi á ritstjórninni“: Ég sannleikann set niðrá blað ef samviskan býður mér það, hún kvelur og meiðir en kaupið mér greiðir sem kemur í óvissu stað. Finnbogi Jónsson sendi mér línu og sagðist hafa lært vísu Böðvars Guðlaugssonar, sem hér birtist á þriðjudag eilítið öðruvísi, orðavíxl hefðu orðið í fyrstu hendingu, – og sér fyndist hún betri svona: Lotinn standa leit ég mann leysa band af tösku þar að vanda hafði hann hálfa landaflösku. Jón Þorláksson á Sandfelli og Hólmum orti: Karlinn gamli kom sem fyr kenndur Þorri að nafni sem í mánuð sat hér kyr sá hefur nóg fyrir stafni. Gömul vísa að lokum: Á Jónsmessu ef viðrar vott við því flestir kvíða, þá mun verða þeygi gott að þurrka heyið víða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af hröfnum og hinu og þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.