Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 52
52 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Lengjubikar karla Fylkir – ÍBV.............................................. 3:2 Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: Porto – Juventus.................................... (2:0) Sevilla – Borussia Dortmund................ (1:3)  Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport. England Burnley - Fulham..................................... 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli á 40. mínútu hjá Burnley. Everton - Manchester City................... (1:1)  Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu hjá Everton.  Leiknnum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/enski. Staðan: Manch. City 24 16 6 2 47:15 54 Manch. Utd 24 13 7 4 50:31 46 Leicester 24 14 4 6 42:26 46 Chelsea 24 12 6 6 40:24 42 West Ham 24 12 6 6 37:28 42 Liverpool 24 11 7 6 45:32 40 Everton 23 11 5 7 35:31 38 Aston Villa 22 11 3 8 36:24 36 Tottenham 23 10 6 7 36:25 36 Arsenal 24 10 4 10 31:25 34 Leeds 23 10 2 11 40:42 32 Wolves 24 8 6 10 25:32 30 Southampton 23 8 5 10 30:39 29 Crystal Palace 24 8 5 11 27:42 29 Burnley 24 7 6 11 18:30 27 Brighton 24 5 11 8 25:30 26 Newcastle 24 7 4 13 25:40 25 Fulham 24 3 10 11 20:32 19 WBA 24 2 7 15 19:55 13 Sheffield Utd 24 3 2 19 15:40 11 B-deild: Millwall - Birmingham............................ 2:0  Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður hjá Milwall á 71. mínútu. Spánn Levante – Atlético Madrid ...................... 1:1 Staðan: Atlético Madrid 22 17 4 1 45:14 55 Real Madrid 23 15 4 4 41:19 49 Barcelona 22 14 4 4 49:21 46 Sevilla 22 14 3 5 32:16 45 Real Sociedad 23 10 8 5 37:20 38 Villarreal 23 8 12 3 32:24 36 Real Betis 23 10 3 10 31:38 33 Granada 23 8 6 9 27:38 30 Celta Vigo 23 7 8 8 29:34 29 Athletic Bilbao 22 8 4 10 32:26 28 Levante 23 6 10 7 32:33 28 Osasuna 23 6 7 10 22:31 25 Valencia 23 5 9 9 28:32 24 Getafe 23 6 6 11 17:29 24 Cádiz 23 6 6 11 20:39 24 Alavés 23 5 7 11 20:34 22 Eibar 23 4 9 10 19:26 21 Real Valladolid 23 4 9 10 22:34 21 Elche 21 3 9 9 19:31 18 Huesca 23 2 10 11 18:33 16 Ítalía C-deild: Padova - Arezzo....................................... 2:0  Emil Hallfreðsson lék fyrstu 85 mínút- urnar með Padova. Belgía Oostende - Genk....................................... 3:1  Ari Freyr Skúlason var ekki í leik- mannahóp Oostende.  Jóhann Berg Guðmundsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, fór meidd- ur af velli á 40. mínútu í leik Burn- ley og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann fór í tæklingu, lá eftir á vellinum og meiddist líklega í fæti. Í lýsingu BBC kemur fram að Jó- hann hafi strax gefið merki um að hann þyrfti að fara út. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrj- unarliði Everton gegn Manchester City en leiknum var ekki lokið þeg- ar blaðið fór í prentun. Jóhann Berg fór meiddur af velli AFP Burnley Jóhann Berg Guðmunds- son hitar upp fyrir leikinn í gær. Íslensku leikmennirnir Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hans- dóttir verða varla sakaðar um tapið hjá liði þeirra Vendsyssel gegn Randers í næstefstu deild danska handknattleiksins í gær. Randers hafði betur 22:20 á heimavelli sínum en Elín Jóna varði frábærlega í marki Vendsyssel. Varði hún 21 skot í leiknum og var með liðlega 54% markvörslu. Steinunn skoraði 3 mörk og nýtti marktækifærin vel en hún átti fjög- ur skot á markið. Vendsyssel er í neðsta sæti með 3 stig. kris@mbl.is Elín með 54% markvörslu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Danmörk Elín Jóna Þorsteinsdóttir sýndi hvað í henni býr í gær. ALPAGREINAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skíðakonan Hólmfríður Dóra Frið- geirsdóttir er hluti af íslenska lands- liðinu sem hefur leik á heimsmeist- aramótinu í alpagreinum í dag en mótið fer fram í Cortina D‘Ampezzo á Ítalíu. Hólmfríður, sem er 23 ára gömul, byrjaði að æfa skíði þegar hún var fjögurra ára gömul en hún keppir í stórsvigi í Olympia della Tofane síðar í dag. Alls taka níu Íslendingar þátt í mótinu í ár en þær Hólmfríður Dóra, Hjördís Ingvadóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir taka allar þátt í svigi og stórsvigi. Bjarki Guðmundsson, Georg Fann- ar Þórðarson og Sturla Snær Snorra- son taka allir þátt í svigi og stórsvigi. Þá keppir Gauti Guðmundsson í svigi og Tobias Hansen í stórsvigi. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er virkilega spennt að hefja leik á morgun [í dag],“ sagði Hólmfríður í samtali við Morgunblaðið. „Ég er búin að taka tvær mjög góð- ar stórsvigsæfingar undanfarna daga sem hafa báðar gengið vonum framar. Stórsvigið er mín sterkasta grein og ég er eins tilbúin og hægt er að vera myndi ég segja. Ísingin verður meiri í bakkanum í keppninni sjálfri en á æf- ingabrautinni en ég er nokkuð vön því enda búsett í Åre í Svíþjóð og það get- ur verið ansi kalt þar þegar mest lætur. Ég flutti til Svíþjóðar haustið 2018 til þess að elta skíðadrauminn enda komin á hálfgerða endastöð heima á Íslandi. Ég byrjaði í háskólaliði sem var í Östersund en svo var liðið flutt til Åre. Ég hef verið þar síðan, ásamt því að stunda fjarnám í Háskólanum í Akureyri. Ég get alveg viðurkennt það að þetta getur verið mikið hark en ég er með gott bakland í fjöl- skyldunni sem styður þétt við bakið á mér,“ sagði Hólmfríður. Æft af fullum krafti Ólíkt nokkrum liðsfélögum sínum í landsliðinu hefur Hólmfríður getað æft af kappi fyrir HM þar sem hún er búsett í Svíþjóð. „Ég er búin að vera úti í Svíþjóð síðan í ágúst þegar undirbúnings- tímabilið hófst. Vanalega æfum við mest í Noregi á undirbúnings- tímabilinu en vegna kórónuveiru- faraldursins náðum við einungis tveimur æfingaferðum þangað. Planið var að fara í þriðju æfingaferðina til Noregs en þar sem öllu var skellt í lás og landamærunum lokað vegna kór- ónuveirufaraldursins þar í landi ákváðum við að fara til Ítalíu í æf- ingaferð í staðinn. Við ákváðum að keyra þangað, frekar en að fljúga, því við vildum ekki taka neina áhættu ef einhver myndi smitast af veirunni. Það var geggjað að fá tækifæri til þess að æfa þar en ég hef svo bara æft af krafti í Svíþjóð síðan í október. Keppnis- tímabilið byrjaði aðeins seinna í Sví- þjóð en annars staðar í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins en ólíkt Ís- landi sem dæmi þá hef ég í raun bara getað æft af fullum krafti síðan í haust.“ Markmiðið að gera betur Það er langt síðan Hólmfríður byrj- aði að undirbúa sig fyrir heimsmeist- aramótið á Ítalíu og hún viðurkennir að það hefðu verið gríðarlega von- brigði ef mótinu hefði verið aflýst. „Ég er búin að undirbúa mig fyrir þetta mót, bæði andlega og líkamlega undanfarin tvö ár. Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur og það hefði ver- ið virkilega leiðinlegt ef mótinu hefði svo bara verið aflýst. Tímabilið í ár hefur auðvitað verið mjög skrítið og ég hef þurft að vera með grímu í öll- um mótum sem ég hef keppt á og það er ekkert grín í -20° frosti. Gríman á það til að frjósa í andlitinu á manni en fyrirkomulagið hérna á Ítalíu er öðru- vísi og skipulagið til fyrirmyndar. Þetta er mitt annað heimsmeist- aramót og ég hafnaði í 49. sæti á síð- asta heimsmeistaramóti í Åre stór- sviginu. Markmiðið er að gera betur í ár og reyna að standa sig gegn þessum bestu skíðakonum heims í dag. Ég hef lagt mjög mikið á mig undanfarin ár og mig langar virki- lega að sýna fólki afrakstur þess á stærsta sviðinu og vonandi gengur það eftir,“ bætti Hólmfríður við. Óvanalegt á þessum árstíma Dagbjartur Halldórsson, afreks- stjóri Skíðasambands Íslands, er fararstjóri íslenska liðsins á Ítalíu og hann viðurkennir að það sé sér- stakt að vera staddur á einu vinsæl- asta skíðasvæði Evrópu án áhorf- enda og skíðafólks á þessum tíma árstíma. „Allur undirbúningur fyrir mótið í ár hefur gengið mjög vel fyrir sig hjá Skíðasambandinu,“ sagði Dag- bjartur í samtali við Morgunblaðið. „Ég kom til Ítalíu tveimur dögum á undan liðinu til þess að fara yfir hótelið, staðsetningar, æfingasvæð- ið og keppnissvæðið. Ég vildi vera með allt á hreinu áður en liðið kæmi út og ég get alveg viðurkennt það að þetta hefur verið frekar skrítið. Ég fór að skoða brautina þar sem forkeppni í stórsvigi karla fór fram í gær [fyrradag] og þar var enginn nema bara starfsmenn sem voru á fullu að undirbúa sem er mjög óvenjulegt á svona stóru skíða- svæði. Það voru allir með grímur í fullri vinnu við að gera brautina klára og það var mjög sérstakt að sjá þetta allt saman og eitthvað sem maður er alls ekki vanur.“ Prófatörn í undirbúningnum Þrátt fyrir heimsfaraldur kom aldrei til greina að hætta við þátt- töku á mótinu í ár. „Kórónuveirufaraldurinn gerði allt skipulag í kringum mótið mjög flókið í framkvæmd. Við þurftum til dæmis að fara í þrjú kórónuveiru- próf áður en við fengum að fara inn í þorpið. Við fórum í eitt próf heima á Íslandi, átta til tíu dögum áður en við fórum út. Síðan þurftum við að skila öðru neikvæðu prófi, sem mátti ekki vera eldra en 72 klukkustundir, áður en við komum til Ítalíu. Svo þegar við komum á staðinn fórum við beint inn í stórt tjald þar sem við þurftum að fara í þriðja prófið þannig að þetta hefur verið ágætis prófatörn hjá öll- um hópnum. Það er heldur betur sérstök til- finning að þurfa að sækjast sér- staklega eftir því að vera neikvæður alltaf enda markmiðið á svona móti að halda fast í alla jákvæðni. Við eig- um landsliðsfólk sem er búsett er- lendis og hefur því getað æft sem er auðvitað frábært en þeir keppendur sem koma frá Íslandi hafa ekki getað undirbúið sig jafn vel vegna þeirra takmarkana sem gilt hafa hér í landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þrátt fyrir hátt flækjustig þá kom í raun aldrei til greina að hætta við þátttöku á mótinu. Markmiðið hjá skíðafólkinu okkar er að taka þátt á þessum stærstu mótum og við erum bjartsýn á góðan árangur,“ bætti Dagbjartur við í samtali við Morg- unblaðið. Langar að sýna árangur erfiðisins á stóra sviðinu  Íslenska landsliðið í alpagreinum hefur leik á HM í Cortina á Ítalíu í dag Ljósmynd/SKÍ Stórsvig Landsliðskonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er búsett í Åre í Svíþjóð en hún keppir í stórsvigi í dag sem er hennar sterkasta grein. Keppnisdagar Íslendinganna 18.2 - Stórsvig karla, undan- keppni 18.2 - Stórsvig kvenna, aðal- keppni 19.2 - Svig kvenna, undan- keppni 19.2 - Stórsvig karla, aðal- keppni 20.2 - Svig karla, undankeppni 20.2 - Svig kvenna, aðalkeppni 21.2 - Svig karla, aðalkeppni Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona - Nantes.............................. 30:29  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hóp Barcelona.  Barcelona 24, Veszprém 17, Motor Zapo- rozhye 12, Aalborg 10, Kiel 9, Nantes 8x, Celje 6, Zagreb 0. Evrópudeild karla C-RIÐILL: CSKA Moskva - Alingsås .................... 28:27  Aron Dagur Pálsson skoraði 3 mörk fyr- ir Alingsås og gaf eina stoðsendingu.  Magdeburg 12, CSKA Moskva 10, Mont- pellier 8, Nexe 8, Alingsås 4, Besiktas 0. Þýskaland B-deild: Hamburg - Bietigheim........................ 24:21  Aron Rafn Eðvarðsson varði sextán skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Gummersbach - Grosswallstadt ........ 28:29  Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Wilhelmshavener - Aue ...................... 20:25  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði tíu skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. Danmörk Bjerringbro/Silkeborg - Kolding...... 34:24  Ágúst Elí Björgvinsson varði þrjú skot í marki Kolding. Randers - Vendsyssel.......................... 22:20  Steinunn Hansdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 21 skot í marki liðsins.  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.