Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 64
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-25% Sparadu- af borðstofu- húsgögnum 11. feb. – 1. mars 20% Sparadu- af öllum borðbúnaði RICHMOND BORÐSTOFUBORÐ m/fiskibeinamynstri. Olíuborinn eikarspónn. 220x95 cm. Áður 129.900 kr. Nú 103.920 kr. SPARAÐU 25.980 kr. Sýningin Dýrslegur kraftur verður opin gestum í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá og með deginum í dag. Er hún samsýning Errós og fimmtán annarra lista- manna, hverfist um Erró og eru verk hans hryggjar- stykki hennar. Verk fjölbreytts hóps listamanna eru sett í samhengi við verk Errós og er sýningin sögð end- urspegla kraft og hugmyndaauðgi en sækja inntak sitt í hugleiðingar um viðfangsefni og vinnuaðferðir Errós. Sýningarstjóri er Birgir Snæbjörn Birgisson. Dýrslegur kraftur í verkum Errós og 15 annarra listamanna í Hafnarhúsi FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 49. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Níu Íslendingar skipa íslenska landsliðshópinn sem hefur leik á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cort- ina D’Ampezzo á Ítalíu í dag. Hólmfríður Dóra, Hjördís Ingvadóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir taka allar þátt í svigi og stórsvigi. Bjarki Guðmundsson, Georg Fannar Þórðarson og Sturla Snær Snorrason taka allir þátt í svigi og stór- svigi. Þá keppir Gauti Guðmundsson í svigi og Tobias Hansen í stórsvigi en í dag fer fram undankeppni karla í stórsvigi og aðalkeppni í stórsvigi kvenna. »52 Íslenska landsliðið í alpagreinum hefur leik á HM í Cortina í dag ÍÞRÓTTIR MENNING Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Tónlistarkonan Salóme Katrín Magnúsdóttir hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir framlag sitt í þætti Helga Björns um helgina. Salóme á ekki langt að sækja sönghæfileikana en Helgi er frændi hennar; Kata amma hennar og Maja mamma Helga eru systur. Salóme ólst upp á Ísafirði, fór í Menntaskólann á Ísafirði en flutti tvítug suður og útskrifaðist úr Tón- listarskóla FÍH. Hún hefur síðan unnið að eigin tónlist. „Draumurinn hefur alltaf verið að vera tónlistarkona. Ég spila sjálf á píanó og syng og sem öll mín lög sjálf frá toppi til táar,“ segir Sal- óme. Í fyrra gaf Salóme út sína fyrstu EP-plötu, Water. Þessa stundina vinnur hún að nýju efni. „Núna er ég að fara í að taka upp aðeins fleiri lög eftir sjálfa mig og gefa þau út. Síðan er ég að gefa út vínylplötu með efninu af EP- plötunni sem ég gaf út,“ segir hún. „Mögulega er ég að lofa upp í erm- ina á mér, en ég er frekar vongóð um að það muni gerast rétt eftir páska,“ segir Salóme þegar blaða- maður reynir að veiða upp úr henni hvenær megi eiga von á nýju efni. Lítur mikið upp til Helga Á tónleikunum um helgina söng Salóme þrjú lög, þeirra á meðal Kata rokkar, sem hún tileinkaði ömmu sinni. Hún segir gaman að fá að spreyta sig á öðrum lögum en sín- um eigin. Viðtökurnar hafa verið góðar, en Salóme segist hafa fengið falleg skilaboð úr ýmsum áttum og amma hennar hafi verið mjög ánægð. Salóme ber Helga frænda sínum vel söguna, en segir aðspurð að tón- list þeirra sé nokkuð ólík enda eru þau af ólíkri kynslóð. „Ég lít mjög mikið upp til hans enda alveg magn- að hvað hann hefur áorkað miklu,“ segir Salóme. Þau hittist ekki mjög oft, enda Salóme alin upp á Ísafirði en Helgi á stöðugu flakki. „En það er alltaf gaman að hitta hann og hann er mjög ljúfur frændi að eiga.“ Hún segir tímann munu leiða það í ljós hvort þau muni vinna meira saman í framtíðinni. Sér það jákvæða í Covid Tækifærin fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri hafa verið af skornum skammti síðustu mán- uði og því vafalítið kærkomið að fá loksins að syngja fyrir framan fólk, jafnvel þótt það sé í gegnum tölvu- skjáinn. Salóme trúir því þó að áhrif faraldursins á listina séu ekki ein- göngu neikvæð. „Fólk hefur kannski haft meiri og öðruvísi tíma til að hlusta á tónlist,“ segir hún. Fólk leiti ekki að sama stanslausa stuðinu öllum stundum, sem færi tónlistarmönnum öðruvísi andrými. Ljósmynd/Mummi Lú Í hlöðunni Salóme Katrín tekur hér í lagið í þættinum hjá Helga Björns, frænda sínum, um síðustu helgi. Draumurinn alltaf að verða tónlistarkona  Salóme Katrín söng með frænda sínum, Helga Björns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.