Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Aðvörunarorð Eyþórs Arnaldseiga sannarlega erindi:
Nú hafa veriðkynnt drög
að borgarlínu þar
sem útfærslan
kemur loks fyr-
irsjónir almenn-
ings. Það er gott.
Þetta eru reyndar ekki baradrög, heldur frumdrög.
Það sem vekur athygli margraer að nú stendur til að taka
akreinar úr almennri umferð
undir borgarlínu.
Þetta samræmist ekki því semsamþykkt var af samgöngu-
nefnd Alþingis þar sem sér-
staklega var tekið fram að ekki
mætti draga úr afkastagetu
vegakerfisins með tilkomu borg-
arlínu.
Samkvæmt frumdrögunum á aðtaka helminginn af akreinum
á Suðurlandsbraut úr almennri
umferð.
Jafnframt að taka Hverfisgöt-una að mestu leyti undir
borgarlínu.
Rétt er að benda á að 95% far-þega sem fara með vél-
knúnum farartækjum fara með
einkabíl. Flest erum við sammála
um að bæta þurfi samgöngur í
Reykjavík. Ekki síst almennings-
samgöngur.
Sú leið að þrengja að umferðleysir ekki samgöngu-
vandann.“
Eyþór Arnalds
Dellulausn sem
eykur vanda
STAKSTEINAR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsmenn verktakafyrirtækisins
Grjótverks hf. í Hnífsdal luku á
fimmtudag við lengingu hafnargarðs
í Ólafsvík. Bætt var 80 metrum við
svonefndan Norðurgarð, sem lokar
höfninni fyrir opnu hafi. Með þessari
framkvæmd er gert ráð fyrir meiri
kyrrð innan hafnar, svo bátar sem
liggja við bryggju verði fyrir sem
minnstri hreyfingu við bryggjukant.
Innsiglingin á sömuleiðis að verða
öruggari.
Framkvæmdir hófust í nóvember
2019 og tóku því 16 mánuði. Grjót í
garðinn var fengið í námu á Rifi.
„Þetta var mjög mikilvægt verkefni
og þarft,“ segir Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri í Snæfellsbæ, í samtali
við Morgunblaðið. Samanlagður
kostnaður við verkefnið var um 170
milljónir kr. og eru þeir fjármunir að
talsverðu leyti fengnir frá ríkinu.
Alls eru um 40 bátar að staðaldri
gerðir út frá Ólafsvíkurhöfn; þá mest
minni bátar og svo stærri sem eru á
dragnót.
Í Ólafsvík er næsta mál á dagskrá
að endurnýja kantinn á löndunar-
bryggjunni. Rekið verður niður stál-
þil og steypt ný þekja. Verkið verður
boðið út alveg á næstu dögum.
Lengja hafnargarðinn í Ólafsvík
Bátar í kyrrð við bryggju Mikil-
vægt verkefni Kostaði 170 milljónir
Ljósmynd/Heimir Berg
Hafnargarður Lygnari sjór og inn-
siglingin verður nú öruggari.
Niðurstaða liggur fyrir í hönnunar-
útboði borgarlínu, sem auglýst var á
evrópska efnahagssvæðinu. Það
sneri að hönnun á fyrstu lotu lín-
unnar, sem er um 14,5 km að lengd.
Artelia Group, í samstarfi við
verkfræðistofurnar MOE og Hnit
og arkitektastofurnar Gottlieb Pa-
ludan og Yrki arkitekta, var hlut-
skarpast í hönnunarútboðinu.
„Hönnunarteymið er öflugt og hefur
umfangsmikla og fjölbreytta
reynslu af hönnun innviða fyrir vist-
vænar hágæða-
almenningssamgöngur,“ segir í frétt
á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Teymið tekur við tillögum sem
koma fram í frumdrögum, sem
kynnt voru í byrjun mánaðar, og
mun útfæra verkefnið nánar í sam-
starfi við Vegagerðina.
Artelia Group mun leiða teymið
en það er alþjóðlegt verkfræði-
fyrirtæki sem starfar í 40 löndum og
hefur yfir 6.100 starfsmenn. Artelia
hefur mikla reynslu og þekkingu af
hraðvagnakerfum (BRT) og hefur
hannað yfir 175 km af BRT og 255
af léttlestarkerfum víða um veröld,
meðal annars Pau BRT-kerfið í
Pýreneafjöllunum og Lens BRT-
kerfið í N-Frakklandi, segir í frétt-
inni. MOE eru sérfræðingar í sjálf-
bærum innviðaverkefnum, og sáu
m.a. um grunn- og forhönnun fyrir
léttlestarkerfið í Kaupmannahöfn.
Danska stofan Gottlieb Paludan
Architects er þekkt fyrir að hanna
lausnir fyrir innviði á borð við létt-
lestir, hraðvagnakerfi og umferð-
armiðstöðvar víða um heim. Þá séu
Yrki arkitektar og Hnit lykilaðilar í
teyminu og með nauðsynlega stað-
bundna þekkingu. Hnit verkfræði-
stofa sérhæfir sig í alhliða verk-
fræðiráðgjöf á sviði mannvirkja-
gerðar og Yrki arkitektar bjóða upp
á alhliða þjónustu á sviði arkitekt-
úrs og skipulags. sisi@mbl.is
Teymi valið til að
hanna borgarlínu
Fyrsta lota lín-
unnar verður 14,5
kílómetrar að lengd
Borgarlínuvagn Alþjóðlegt teymi
mun hanna fyrsta áfanga.
S P U R T & S V A R A Ð
Í B E I N N I Á F A C E B O O K
Þ r i ð j u d a g i n n 2 3 . f e b r ú a r
k l . 1 2 : 0 0
N á n a r á x d . i s
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/