Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 1
Grænt millifjalls og fjöru Ný röddí útvarpi Kristjana GuðmundsdóttirMotzfeldt kynntist Grænlandi ung að árum. Um fertugtgiftist hún forsætisráðherraGrænlands, Jonathan Motz-feldt, og bjó þar næsta aldar-fjórðunginn þar sem húnstarfaði við gróðurrannsóknir. Kristjana segir Grænland engu líkt og fólkið gott og glatt.Þar segist hún upplifa aðvera hluti af náttúrunni. 14 21. FEBRÚAR 2021SUNNUDAGUR Leikkonan ogsöngkonanAnna MaggaKáradóttirer í Helgar-útgáfunniá K100. 2 Nikótín-púðar taka yfirVinsældir nikótínpúða aukast sífellt.Ungt fólk ánetjast fljótt enda er nikótínálíka ávanabindandi og heróín. 12 Hallar senná karla? Ein birtingarmynd vanda drengja í skólakerfinu er sú að mikill meirihluti þeirra sem ljúkaháskólaprófi er konur. 8L A U G A R D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  43. tölublað  109. árgangur  HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur Škoda Superb iV Allt að 57 km drægni á rafmagni Verð frá 5.490.000 kr. STÚLKA TRÚIR Á KRAFTAVERK YRKIR UM PÍLAGRÍMS- GÖNGU MARGRÉT LÓA 14SÝNING 10 FINGRA 48 Átta eru nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Rauðagerði um síðustu helgi. Í gær var karlmaður úrskurð- aður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar. Sömuleiðis var gæsluvarðhald fram- lengt yfir litháískum karlmanni sem handtekinn var í íbúð í Garðabæ skömmu eftir morðið. Samkvæmt heimildum blaðsins er umræddur aðili grunaður um morðið og hafa ummerki um skotvopn fundist á heimili hans. Einstaklingarnir sem nú eru í haldi eru allir á fertugs- aldri, að einum undanskildum en hann er á fimmtugsaldri. Sá síðast- nefndi er enn fremur eini Íslending- urinn í haldi. Hann var umsvifamik- ill í undirheimunum um árabil en hefur verið í þröngri stöðu eftir að upp komst um uppljóstranir hans til lögreglunnar á árum áður. Í smá- skilaboðum frá meintum uppljóstr- ara til aðila sem sakaður er um að hafa lekið skjölum um uppljóstranir hans kemur fram að tjónið „verði aldrei bætt“. Skilaboðunum fylgir jafnframt óbein hótun um líkams- meiðingar. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa hótanir gengið á víxl milli manna sem tengjast morðmálinu. Ekki er enn vitað hver aðild Íslend- ingsins að morðmálinu er. Maðurinn sem skotinn var til bana utan við heimili sitt í Rauða- gerði hét Armando Beqirai og lætur eftir sig ófríska konu og ungt barn. Fram kemur í albönskum fjölmiðl- um að hann hafi verið spyrtur við peningaþvætti. Hér á landi starfaði hann hjá Top Guard ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í dyravörslu og ör- yggisgæslu. Samkvæmt viðmælend- um Morgunblaðsins hafa borist hót- anir um hefndaraðgerðir en lögreglan hefur sagt að erfitt sé að segja til um slíkt. Hótanir um líkamsmeiðingar  Hætta talin á hefndaraðgerðum vegna morðsins  Fundu ummerki um skotvopn Ræst var til keppni í lengsta hundasleðahlaupi á Íslandi á Húsavík í gærmorgun, Musherice 2021. Hlaupið er 150 kílómetra langt. Keppendur beita fimm til sex hundum fyrir sleða sína. Þrír keppendur höfðu skráð sig til þátttöku í gær en einn forfallaðist og því lögðu tveir kepp- endur af stað. Hilmar Freyr Birgisson frá Húsa- vík beitti sex husky-hundum fyrir sleðann sinn, eins og sjá má á myndinni. Erna Sofie Árnadóttir keppti með fimm husky-hunda. Keppa átti í gær og í dag samkvæmt dagskrá. Fyrsti leggurinn var frá Húsavík, upp Reykja- heiði og í Þeistareykjaskála. Svo átti að fara 50 km hring þar og síðan aftur til Húsavíkur. Á morgun fer fram verðlaunaafhending. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Lengsta hundasleðahlaup á Íslandi „Ég hef mikla reynslu af notkun nikótínpúða. Ég hef notað þá síðan í október 2019, þegar þeir komu fyrst á markaðinn. Áður notaði ég ís- lenska neftóbakið í vör,“ segir 28 ára gamall maður sem segist vera mjög háður notkun nikótínpúða. „Ég er 100% háður þessu. Ég nota fjórar dollur á viku, eða svona 12-15 púða á dag,“ segir hann og segist vilja hætta notkuninni. „Ég náði einu sinni þremur dög- um. Ég fékk hita, uppköst og var veikur. Þetta voru rosaleg fráhvörf, eins og eiturlyfjasjúklingar upplifa. Ég hef lesið lýsingar heróínfíkla í fráhvörfum, mér leið bara þannig. Ég fór svo beint upp í búð, keypti mér dollu og lagaðist á innan við klukkutíma. Ég hef ekki reynt að hætta síðan. Þetta er rosalega sterkt. Þetta er eins og eiturlyf.“ Í Sunnudagsblaði helgarinnar er nánar fjallað um nikótínpúða og rætt við lækni og fagaðila. Morgunblaðið/Eggert Sterkt Magn nikótíns í púðunum er oft meira en í tóbaksvörum. Rosaleg fráhvörf  Eins og eiturlyf  100% háður Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir sér vonir um að selja heita potta fyrir milljarð króna á þessu ári. Hann undirbýr flutning pottasölunnar frá Höfða- bakkanum yfir á Fosshálsinn og kostar til þess hálfum milljarði. Máli sínu til stuðnings vísar hann til þess að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið, ásamt því sem gæði pottanna muni spyrjast út. Nú séu kaldir pottar í tísku, sala á gufuböðum á uppleið og mikil þörf skapist fyrir endurnýjun á heitum pottum. »22 Hálfur milljarður í heita potta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.