Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
Brennur þú fyrir forvörnum?
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því
að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal
barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Leitað er að drífandi leiðtoga sem brennur fyrir málefninu og hefur til að bera frum-
kvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, framúrskarandi hæfni í samskiptum, getu til að miðla
efni í ræðu og riti, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileika. Þá krefst starfið
þverfaglegs samstarfs og teymisvinnu.
Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Sérstaklega er vakin athygli á því að þeir sem ráðnir verða geta haft starfsstöð utan
höfuðborgarsvæðisins á einhverjum af þeim starfstöðvum sem Byggðastofnun hefur
kynnt fyrir störf án staðsetningar, og má finna á vefsíðu stofnunarinnar eða sambæri-
legri aðstöðu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Fylgja því eftir að forvarnir verði markviss þáttur í skólastefnu sveitarfélaga og
forvarnastefnu hvers skóla og samþættar inn kennslu og skólastarf.
• Veita skólaskrifstofum, skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum stuðning
og fræðslu og styðja við að til verði virk forvarnateymi í hverjum grunnskóla.
• Styðja við forvarnastarf í framhaldsskólum og í félögum og stofnunum, sem starfa
með fötluðum börnum og ungmennum.
• Taka saman upplýsingar um framgang aðgerðaráætlunarinnar og framhald hennar
í samstarfi við skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu og önnur verkefni í
tengslum við framgang áætlunarinnar eftir því sem við á.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur.
• Geta til að stýra verkefnum, setja upp skipulag og áætlanir og fylgja þeim eftir.
• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar, frumkvæði og metnaður
til að ná árangri.
• Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði.
• Mjög góð færni í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur.
Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og
alþjóðasviðs anna.g.bjornsdottir@samband.is eða í síma 515-4900.
Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið
vinnuumhverfi og samheldinn starfsmannahóp. Umsækjendum er bent á að frekari
upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á vefsíðunni, www.samband.is.
Þar er einnig að finna nánari starfslýsingu sem og mannauðsstefnu sambandsins.
Umsóknir merktar Umsókn um starf forvarnarfulltrúa skulu berast eigi síðar
en mánudaginn 15. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni
30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík eða með tölvupósti á samband@samband.is
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Úrskurðarnefnd velferðarmála óskar eftir að ráða
lögfræðing til starfa. Um er að ræða 100% starf,
tímabundið í eitt ár.
Helstu verkefni:
Verkefnin eru fjölbreytt og felast aðallega í túlkun og
beitingu réttarreglna á sviði almannatrygginga, atvinnu-
leysistrygginga, barnaverndarmála, félagsþjónustu- og
húsnæðismála, fæðingar- og foreldraorlofsmála svo og
greiðsluaðlögunarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjendur skulu hafa lokið embættis- eða
meistaraprófi í lögfræði.
• Þekking á sviði stjórnsýsluréttar er æskileg.
• Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni
í vinnubrögðum og sjálfstæðis til verka.
Frekari upplýsingar um starfið:
• Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra
og Stéttarfélags lögfræðinga.
Umsóknir skulu berast til úrskurðarnefndar velferðarmála,
Katrínartúni 2, 105 Reykjavík eða á netfangið
postur@urvel.is eigi síðar en 8. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir
formaður, í síma 551-8200.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
Lögfræðingur
Stofnun Árna Magnússonar flytur í Hús íslenskunnar haustið 2023. Fram undan er
spennandi breytingaferli sem felst í að vinna með starfsfólki stofnunarinnar að því að
móta nýjan vinnustað. Leitað er að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með flutning-
um stofnunarinnar og sem hefur mikinn áhuga á og reynslu af verkefna- og breytinga-
stjórnun, gæðamálum og umbótamenningu. Verkefnisstjóri heyrir beint undir forstöðu-
mann. Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipuleggja flutning gagna, bóka og gripa í nýtt húsnæði með stjórnendum og
starfsfólki stofnunarinnar.
• Vera tengiliður við Framkvæmdasýslu ríkisins og Háskóla Íslands fram að opnun
Húss íslenskunnar.
• Leiða verkefni á sviði gæðamála.
• Taka þátt í að móta stefnu stofnunarinnar ásamt öðrum stjórnendum og starfsmönnum.
Hæfnikröfur
• Meistarapróf í verkefnastjórnun eða háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Þægileg framkoma og mikil samskiptahæfni.
• Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina.
• Góð og fjölbreytt reynsla af verkefnastjórnun og breytingastjórnun.
• Farsæl reynsla af gæðastarfi, umbótastarfi og teymisvinnu.
• Traust kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag
háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur
eru beðnir að skila ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir áhuga á starfinu og hæfni til
að gegna því. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun
starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum
umsóknarfrests.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2021
Sækja þarf um starfið á starfatorg.is.
Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Nordal - gnordal@hi.is
VERKEFNISSTJÓRI FLUTNINGA OG BREYTINGA
intellecta.is