Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Ey- þór Ingi Jónsson Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arnardótt- ir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnudagskólinn er á sama tíma í safnaðar- heimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur og Thelmu Rósar Arnardóttur. Grímuskylda fyrir fullorðna og tveggja metra reglan höfð í heiðri. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 9.30. Athugið nýja messutímann! Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni Áskirkju, og séra Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugardals- prestakalli, þjóna. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn Kr. Konudagsguðsþjónusta í Bessastaðakirkju í samstarfi við Kvenfélag Álftaness kl. 17. Lærisveinar hans leiða söng- inn og organisti Ástvaldur Traustason. Guðrún Brynjólfsdóttir flytur hugleiðingu og kven- félagskonur lesa ritingarlestra. Margrét djákni og sr. Hans Guðberg þjóna fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Org- anistinn og kórstjórinn Örn Magnússon stjórn- ar félögum úr Kór Breiðholtskirkju. Sunnu- dagaskólinn á sama tíma. Steinunn Leifsdóttir sér um stundina ásamt góðum upprennandi leiðtogum. Alþjóðlegi söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og sunnu- dagaskóli sunnudag kl. 11. Daníel Ágúst, Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum. Guðsþjónusta konudaginn kl. 13. Ath. tím- ann. Vox Gospel syngur undir stjórn Þórdísar Sævarsdóttur. Kantor Jónas Þórir. Messu- þjónar aðstoða. Sr. Pálmi Matthíasson mess- ar. Munum handþvott, tveggja metra reglu og grímur. DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta með skírn verður 21. febrúar kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11 og æðruleysismessa kl. 20. Í guðþjónustunni kl. 11 mun séra Sveinn Val- geirsson prédika og þjóna. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Æðruleysismessa kl. 20-21. Séra Díana Ósk, séra Fritz og séra Sveinn þjóna. Kristján Hrannar leikur á flyg- ilinn. Virðum sóttvarnareglur, notum grímur og pössum tveggja metra fjarlægðina frá þeim sem tilheyra ekki sama sóttvarnahólfi (fjöl- skylda eða vinnufélagar). FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta á konudegi kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar. Konur kórsins syngja í til- efni dagsins undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttur organista. Kaffisopi eftir stundina. Meðhjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta 21. febrúar kl. 14. Konudagurinn. Séra Hjörtur Magni Jóhanns- son safnaðarprestur leiðir stundina. Hljóm- sveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GLERÁRKIRKJA | Sunnudagurinn kl. 11. Guðsþjónusta með kór Glerárkirkju. Sr. Stef- anía G. Steinsdóttir leiðir stundina. Petra Björk Pálsdóttir stjórnar kór og leikur á orgel. GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaginn 21. febrúar kl. 11 verður guðsþjónusta. Sr. Guð- rún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunn- ar sama dag kl. 11. Umsjón hafa Ásta Jó- hanna Harðardóttir, Hólmfríður Frostadóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Guðbjörg Hulda Einarsdóttir djáknanemi flytur hugleiðingu. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin. Ásta Har- aldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum og fermingar- börnum. Þriðjudagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitundarstund kl. 18.15, hvort tveggja opið öllum, einnig á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf sunnudaginn kl. 11. Prestar eru Karl V. Matthíasson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng- ur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá sr. Péturs Ragnhildarsonar og Ástu Guðrúnar. Hvetjum fermingarbörn og foreldra til að koma í kirkju. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkju- vörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sighvatur Karls- son leiðir stundina í kirkjunni. Organisti er Guðmundur Sigurðsson og félagar í Barböru- kórnum syngja. Bylgja Dís sér um sunnudaga- skólann sem verður í Vonarhöfn í safnaðar- heimili kirkjunnar. Öll börn velkomin ásamt foreldrum sem og öfum og ömmum. Við gæt- um að gildandi sóttvarnareglum, m.a. grímu- skyldu fyrir fullorðna. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Móttettukór Hallgrímskirkju syngja og leiða söng. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarfið er í umsjá Rósu Árnadóttur. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kordíu, kór Háteigs- kirkju, syngja. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Miðvikudagur 24. febrúar kl. 20. Passíusálm- arnir í fortíð og nútíð. Kordía, kór Háteigs- kirkju og Bára Grímsdóttir flytja Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. Prestarnir lesa ritn- ingarlestra á undan hverjum sálmi. Dagskrá flutt hvert miðvikudagskvöld fram á föstudag- inn langa. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaginn 21. febrúar kl. 17 verður guðsþjónusta. Sr. Sunna Dóra Möller leiðir guðsþjónustuna ásamt Láru Bryndísi Eggertsdóttur organista. Ekki verður boðið upp á veitingar að guðsþjón- ustu lokinni að svo stöddu. Það er grímu- skylda og fólk er beðið að forðast hópamynd- un í anddyri, fyrir og eftir guðsþjónustu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13 með fyrirbænum, lofgjörð og leikj- um fyrir börnin. Ólafur H. Knútsson prédikar. Athugið að frá og með sunnudeginum 21. febrúar 2021 kemst allt safnaðarstarf í réttar skorður aftur að teknu tilliti til sóttvarna- reglna, en ekki verður boðið upp á kaffi og samveru eftir samkomur enn sem komið er. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 21. febrúar kl. 11 verður konudagsmessa og sunnudagaskóli. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista leiðir okkur í söng og tónum. Jóhanna, Helga og Ingi leiða sunnudagaskólann á sama tíma í Kirkju- lundi. Munum grímurnar og tveggja metra regl- una. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar sem leikur á orgel. Sunnudagaskól- inn í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Íris Björk Gunnarsdóttir söngkona syngur ein- söng. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organ- ista. Marta og Pétur taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum með söng og sögu. Eldriborgarastarfið hefst miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12.10 með helgistund í kirkjunni og allt barnastarfið er í sinni rútínu virka daga. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Kristján Hrannar Páls- son er organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. 22. 2. Kyrrðarkvöld. Kristin íhugun. Kirkjan opnuð kl. 19.30. 24.2. Foreldrasamvera kl. 10-12. 25.2. Opið hús í Áskirkju kl. 12. Virðum fjöldatakmarkanir og sóttvarnir! LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga- skóli kl. 11, 6-9 ára starf á sama tíma. Guðs- þjónusta kl. 20. Félagar úr kór Lindakirkju leiða lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Gengið er beint inn í kirkjuna um aðaldyr kirkjunnar. Sunnudagskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Söngur, leikir, sögur og gleði. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir, Sóley Anna Benónýsdóttir og Ari Agnarsson. Gengið er beint inn í safnaðarheimilið. Sandgerðiskirkja | Messa kl. 16. Félagar úr kirkjukórnum syngja og leiða almennan söng. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukórinn leið- ir söng. Organisti er Rögnvaldur Valbergsson, prestur er Sigríður Gunnarsdóttir. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Bára leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Eintal sálarinnar við sjálfa sig eftir Martin Moller. Þórunn Sigurðardóttir, rann- sóknarprófessor við Stofnun Árna Magnús- sonar, talar. Sunnudagaskóli og guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Elísabet Jónsdóttir flytur hugleiðingu. Konur í Kvenfélaginu Seltjörn lesa ritningarlestra og bænir. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Þorsteinn Freyr Sigurðsson syngur einsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu- dag kl. 11. Prestur er Egill Hallgrímsson. Org- anisti er Jón Bjarnason. Hægt er að skrá sig fyrirfram í gegnum vefsíðuna sregill.net og tryggja þannig pláss í kirkjunni ef aðsókn fer yfir gildandi fjöldatakmarkanir. STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Prestur er Eg- ill Hallgrímsson. Organisti er Jón Bjarnason. Hægt er að skrá sig fyrirfram í gegnum vefsíð- una sregill.net og tryggja þannig pláss í kirkj- unni ef aðsókn fer yfir gildandi fjöldatakmark- anir. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 14. Félagar úr kirkjukórnum syngja og leiða almennan söng. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Útvarpað á rás 1 á RÚV. Alma Möller land- læknir flytur ávarp. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt Ellen Sigurðardóttur messuþjóni. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur og kórstjóri er Davíð Sigurgeirsson. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur einsöng og Ingvar Alfreðsson leikur á píanó. Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 er sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Skráning í hátíðarguðsþjónustuna á hlekk skraning.gardasokn.is. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ingjaldshólskirkja á Snæfellsnesi. Hinn 7. janúar sl. var birt grein í Morg- unblaðinu þar sem undirritaður var að kvarta yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðar og þar á meðal bæjarstjórans. Meðal þess sem und- irritaður kvartaði yfir var að bæjarstjórinn virti hann ekki viðlits, sem kom í ljós að var misskilningur. Þannig er mál með vexti að rétt fyrir jól sendi undirrit- aður tölvupóst til bæjarstjóra Hafn- arfjarðar þar sem hann óskaði eftir að bæjarstjórinn leiðrétti tiltekna stjórnsýslu þar sem starfsmenn bæj- arins höfðu ekki farið rétt að við af- greiðslu tiltekins máls. Bæjarstjór- inn svaraði ekki tölvupóstinum og gerði undirritaður þá ráð fyrir að hann teldi ekki þörf á leiðréttingu. Þegar greinin birtist í Morg- unblaðinu kom í ljós að umræddur tölvupóstur hafði farið fram hjá bæj- arstjóranum og kannast undirrit- aður einnig við að slíkt hafi gerst hjá undirrit- uðum. Þegar bæj- arstjóranum var orðið kunnugt um málið skoðaði hún málið með starfsmönnum bæj- arins og komst að þeirri niðurstöðu að leiðrétta bæri þau mis- tök sem voru gerð. Öll gerum við mistök og þannig mun það verða áfram en á með- an við erum tilbúin að leiðrétta mis- tök ef möguleiki er á og læra af þeim erum við enn á réttri braut. Það átti við í þessu máli og verður að segja að stjórnsýsla bæjarstjórans hafi verið til fyrirmyndar. Stjórnsýsla bæjar- stjóra Hafnarfjarð- ar til fyrirmyndar Eftir Berg Hauksson Bergur Hauksson » Verður að segja að stjórnsýsla bæjarstjórans hafi verið til fyrirmyndar. Höfundur er lögmaður. Það er verið að bólusetja við pestinni út um allan heim og þykir ganga mis- jafnlega. ESB segir að þar verði allir sem vilji búnir að fá bólusetningu í lok sumars. Það tekur sem sé tímann sinn og hvað með þá sem eru svo heppnir að vera framarlega í röðinni? Eru þeir þá í forrétt- indahópi, sem væri frjáls- ari en aðrir? Um þetta eru deildar meiningar á meginlandinu. Þeir sem neita að bólusetning sé forréttindi segja takmarkanirnar vera neyðarráðstöfun, og þegar for- sendur bresti með bólusetningu fái menn réttindi sín aftur og geti um frjálst höfuð strokið. Aðrir segja jafnræðisreglunni fórnað ef einn má fara á konsert en annar ekki, svo lengi sem bóluefni sé takmörkuð auðlind. Þannig virðist vera að rætast sem margur spáði, þegar bóluefnin komu fram, að ekki yrði tóm gleði, heldur væri þarna komið fóður í mikið sundurlyndi, a.m.k. tímabundið. Í restina verður það vonandi eins og þegar valið er í boltaleik í frímín- útum að allir komist í liðið. Megi það verða sem fyrst. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. (For-)réttindi eða jafnræði? Ásberg ehf Fasteignasala Hafnargata 27 421 1420 asberg.is Hrauntún 1, 230 Reykjanesbær Ásberg fasteignasala kynnir glæsilegt 310 m² einbýlishús á tveimur hæðum við Hrauntún 1, Keflavík. Frábært útsýni. Húsið stendur á eignarlóð, vel staðsett gagnvart skóla og fleira. V. 108 m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.