Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
✝ RagnheiðurÞorvaldsdóttir
fæddist 28. júlí
1957 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum Hring-
braut 7. febrúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guðríður
Bjarnheiður Ár-
sælsdóttir frá
Eystri-Tungu, f.
17.2. 1923, d. 13.7. 2013, og Þor-
valdur Jónsson frá Hemru í
Skaftártungu, bóndi á Skúms-
stöðum í Vestur-Landeyjum, f.
6.8. 1885, d. 18.7. 1962.
Hálfsystkini Ragnheiðar sam-
feðra voru: Hildur, f. 1912, d.
1933, Sigríður Lóa, f. 1913, d.
1985, Rósa, f. 1916, d. 1940,
Tryggvi, f. 1917, d. 1994, Helga,
f. 1919, d. 2008, Sigurður, f.
1921, d. 2010, Hrefna, f. 1923, d.
meistaranemi, f. 30.3. 1995,
maki Arnór Bjarki Grétarsson
rafiðnfræðingur og dóttir
þeirra Ragnheiður Rósa, f. 29.1.
2021.
Ragnheiður og Ásbjörn
Björnsson eignuðust eina dótt-
ur, Ólafíu Bjarnheiði, f. 13.8.
1977, bú- og viðskiptafræðing.
Maki Hafsteinn Sigurbjörnsson
verktaki og dætur þeirra eru
Heiða Sigríður, f. 31.1. 2002, og
Hanna Birna, f. 1.8. 2006. Ragn-
heiður ólst upp á Skúmsstöðum
við hefðbundin sveitastörf, þá lá
leið hennar til Reykjavíkur í
nám. Hún lauk ljósmæðranámi
árið 1982 frá LMSÍ og hjúkrun-
arfræði frá NH 1986. Hún starf-
aði sem deildarljósmóðir á SV
1982-1983 og sem ljósmóðir á
fæðingarvakt Landspítalans frá
1998.
Hún var sveitakona í húð og
hár og vildi helst vera í sveitinni
sinni innan um dýrin, náttúruna
og börnin sín sem voru henni
allt.
Útför Ragnheiðar fór fram
frá Akureyjarkirkju í Vestur--
Landeyjum í kyrrþey 16. febr-
úar 2021.
2017, Þórunn, f.
1925, d. 2020, og
Sveinn, f. 1926, d.
2005.
Seinni maður
Guðríðar var
Bjarni Halldórsson
frá Króki í Flóa-
hreppi, skólastjóri,
f. 1918, d. 2006.
Maður Ragn-
heiðar er Ófeigur
Grétarsson, f.
11.10. 1962, rafeindavirki og
rafvirki.
Börn þeirra eru Grétar, f.
22.10. 1986, vélstjóri og skip-
stjóri, Ragnheiður, f. 5.3. 1992,
d. 5.3. 1992, Guðríður Bjartey,
meistaranemi í verkfræði, f.
18.3. 1993, maki Alex Kári Ív-
arsson hugbúnaðarsérfræð-
ingur og sonur þeirra Fannar
Ófeigur, f. 5.8. 2020, Ragnheið-
ur Lilja, viðskiptafræðingur og
Elsku ástin mín. Ég vil þakka
þér fyrir lífið, við eigum ótal
góðar og dýrmætar minningar
saman. Þú auðgaðir líf mitt og
ég vil þakka þér fyrir yndislegu
og duglegu börnin okkar sem við
eigum saman.
Þú gafst þeim alla þína
hjartahlýju, stóðst með og
hvattir þau í hverju sem þau
tóku sér fyrir hendur. Ég veit að
þú munt fylgjast með börnum og
barnabörnum okkar, senda þeim
styrk og hlýju og halda áfram að
vaka yfir þeim. Margs er að
minnast og margt er að þakka
þér Ragnheiður. Þú varst mikil
fagmanneskja í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Þú varst
einstök ljósmóðir og vel liðinn
starfskraftur. Ávallt stóðstu
með þínu fólki og studdir ef eitt-
hvað bjátaði á.
Ég elska þig og sakna þín.
Hvíldu í friði elsku Ragnheið-
ur mín.
Ófeigur Grétarsson.
Það er með mikilli sorg í
hjarta að ég kveð mína ástkæru
móður. Lífið er svo tómlegt án
þín, ég mun hugsa til þín alla
daga og það verður erfitt að
halda áfram veginn án þinnar
fylgdar. Áfallið er gífurlega mik-
ið og söknuðurinn er óbærileg-
ur, enda varstu stóri kletturinn
minn og studdir mann í öllu sem
maður tók sér fyrir hendur. Það
eru ekki til nægilega sterk lýs-
ingarorð til að lýsa hve stolt ég
er af þér að berjast við veikindi
þín og hve mikið ég elska þig.
Hjarta þitt var risavaxið og
sýndir þú mér mikla ást og
væntumþykju á hverjum degi.
Þú varst svo mikil mamma og
nærvera þín var með eindæmum
góð þar sem þú sýndir ávallt hve
heitt þú elskaðir okkur, börnin
þín. Þú varst besta mamma í
heimi. Þú varst óeigingjarnasta
kona sem ég þekki og sýndir það
sérstaklega sem móðir og ljós-
móðir. Alltaf varstu tilbúin að
taka á móti börnum, hvort sem
þú varst á vakt eða ekki. Margir
báðu þig að vera ljósmóðir sín og
ljósubörn þín voru ansi mörg.
Þú byrjaðir ung að taka á móti
lömbum í sauðburði í sveitinni á
Skúmsstöðum. Ekki slæmt fyrir
kindurnar á Skúmsstöðum að
hafa faglærða ljósmóður á vakt.
Þú unnir sveitinni þinni mikið og
varst mikið náttúrubarn enda
þitt æskuheimili. Saman fórum
við í ófáar sveitaferðir saman.
Sem barn fékk ég þó nokkrum
sinnum leyfi í skólanum til að
fara í sveitina með þér og þótti
mér það gaman. Þú varst ótrú-
lega sterkur og skemmtilegur
karakter. Það var alltaf gleði í
kringum þig enda mikill húmor-
isti og gleðigjafi. Þakka þér fyrir
allar gleðistundir okkar saman.
Ég mun sakna þess að hlæja
með þér og fagna öllum sigrum
smáum og stórum með þér því
þú gerðir það svo vel.
Ég er þér ævinlega þakklát
að þú varst með í fæðingu dóttur
minnar hinn 29. janúar síðastlið-
inn. Þú stóðst þig eins og hetja,
gafst mér gífurlega mikinn
styrk og veittir mér mikið ör-
yggi. Ég mun aldrei gleyma
þegar hún fæddist og þú fórst
ekki frá mér þegar það þurfti að
skoða hana betur. Þú hélst fast í
hendur mér og við grétum sam-
an gleðitárum yfir því að hún
væri loksins komin í heiminn til
okkar. Frá því ég vissi kynið á
dóttur minni kom ekki annað til
greina en hún yrði skírð í höf-
uðið á þér og fékk nafnið Ragn-
heiður Rósa. Þú fékkst að vita
nafn hennar áður en þú kvaddir
okkur og þykir mér það ótrúlega
dýrmætt. Eftir fæðingu dóttur
minnar get ég vel skilið af
hverju margir leituðu til þín
enda gífurlega fær og frábær
ljósmóðir.
Ég mun alltaf vera góð við
Ragnheiði Rósu eins og þú baðst
mig svo oft um. Ég mun sýna
henni myndir af þér og segja
henni margar góðar sögur af hve
einstök og frábær þú varst.
Mamma, hin mikla baráttu-
kona, skilur eftir sig stórt skarð
í hjarta mér. Mun sakna þín
ákaflega en er þakklát fyrir allar
minningarnar og fyrir allt það
sem þú hefur gert fyrir okkur.
Því kveð ég elsku mömmu mína
með þakklæti efst í huga.
Guð veri með okkur elsku
hjartans mamma mín, ég elska
þig.
Ragnheiður Lilja
Ófeigsdóttir.
Elsku mamma mín. Ég trúi
ekki að þú sért búin að kveðja
mig í hinsta sinn. Söknuðurinn
er ólýsanlegur og missirinn
óbærilegur. Þú varst stoð mín
og stytta og stóðst með mér í
öllu sem ég tók mér fyrir hendur
og varst svo hreykin af mér og
systkinum mínum. Ég er svo
heppin að þú varst móðir mín.
Þú varst svo mörgum
dýrmætum eiginleikum gædd og
persónutöfrar þínir voru engum
líkir. Þú varst ákveðin, dugleg
og mikil baráttukona og ef þér
líkaði ekki eitthvað sagðir þú
skoðun þína umbúðalaust. Þú
stóðst fast á þínu og stóðst alltaf
svo þétt við bakið á fjölskyldu
þinni. Þrautseigja og styrkur
þinn var undraverður og þú
barðist eins og hetja, enda voru
sigrarnir í þínu lífi margir og þú
skilur eftir þig svo mikið.
Þú naust þín í sveitinni og
kenndir mér að bera virðingu
fyrir hverju einasta strái sem
þar vex. Umhyggja þín fyrir
dýrunum var eftirtektarverð og
þegar kom að sauðburðinum
blómstraðir þú. Þú kenndir mér
að vera með bein í nefinu, að
vera ákveðin og vita hvað maður
vill en á sama tíma að vera ein-
læg. Það var nú ekki erfitt þar
sem ég erfði skíðabrekkunefið
þitt. Einnig kenndir þú mér að
vera hvetjandi, hjálpsöm og að
það mikilvægasta í lífinu væru
börnin.
Þegar ég komst að því að ég
ætti von á barni var ég búsett
erlendis en það var eitthvað sem
togaði mig svo fast heim til þín
að ég kom strax heim. Í snemm-
sónar til að athuga hvernig með-
gangan gengi hélstu fast í mig
og þegar við heyrðum hjartslátt
byrjuðu tárin að streyma.
Þú stóðst við hlið mér gegn-
um alla meðgönguna og passaðir
upp á mig og ófædda ömmugull-
ið. Svo þegar kom að stóra deg-
inum, 5. ágúst 2020, kynntist ég
þér í nýju ljósi; á heimavelli þín-
um þegar þú komst 18 marka
ömmustráknum þínum, Fannari
Ófeigi, heilbrigðum í heiminn.
Þú stóðst eins og klettur við hlið
mér og hvattir mig til dáða og
hafðir svo mikla trú á mér.
Nærvera þín var svo góð og
það var ómetanlegt að þú varst
hjá mér. Þarna áttaði ég mig á
hversu stórkostleg þú varst og
stóðst svo sannarlega undir und-
urfagra starfsheitinu ljósmóðir.
Þú varst kletturinn okkar fyrstu
mánuðina eftir að Fannar fædd-
ist og ég gat ávallt leitað ráða
hjá þér úr viskubrunni þínum.
Ég er svo þakklát fyrir allar
samverustundirnar sem við
fengum og fyrir að Fannar fékk
að kynnast þér á þessum sex
mánuðum sem hann er búinn að
vera hjá okkur. Ég skal kyssa
litla ömmustrákinn þinn á
hverju kvöldi frá þér eins og þú
baðst mig um og passa upp á að
hann muni eftir þér í gegnum
minningar og myndir af ykkur.
Ég er þér óendanlega þakklát
fyrir alla þá ást og umhyggju
sem ég fékk frá þér og allt það
sem þú gerðir fyrir mig.
Hvíldu í friði elsku mamma
mín. Ég elska þig og mun hafa
þig í hjarta mínu um alla ævi.
Þín dóttir,
Guðríður Bjartey
Ófeigsdóttir.
Elsku Ragnheiður, tengda-
móðir mín og amma stráksins
okkar. Það er svo sárt að þurfa
að kveðja þig en efst mér í huga
er mikið þakklæti. Þú hefur
stutt okkur Guðríði í gegnum
svo margt og þá sérstaklega
þegar þú tókst á móti stráknum
okkar Fannari Ófeigi seinasta
sumar. Þú hjálpaðir okkur mikið
fyrstu sex mánuðina í lífi hans
og það var yndislegt að finna
hvað þér þótti vænt um hann og
vildir honum allt það besta.
Ég mun segja Fannari sögur
af ömmu sinni og frá því hversu
einstaka ömmu hann á. Minning
þín mun lifa áfram í hjörtum
ömmubarna þinna og okkar
allra. Þér þótti svo vænt um
okkur fjölskyldu þína og sveit-
ina þína. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með þér í sveitastörf-
unum og hvað þú hugsaðir vel
um öll dýrin. Þá helst í sauð-
burðinum þar sem þú stóðst
vaktina allan sólarhringinn og
sást til þess að allt gengi vel.
Síðan ég kynntist þér fyrir
rúmum sex árum hafa skapast
ótrúlega margar ljúfar og góðar
minningar. Þú fagnaðir öllum
áföngum svo innilega og varst
óendanlega stolt af öllum þínum
nánustu, hvort sem það voru af-
mæli, sem þú vildir helst fagna
frá miðnætti til miðnættis, út-
skriftir, trúlofanir eða allt hitt.
Þú varst alltaf tilbúin í ævintýri
sem þú leitaðir oft uppi ásamt
nýjum upplifunum. Þegar ég les
þennan bút úr Gunnarshólma
hugsa ég um þig á sólbjörtum
sumardegi í sveitinni þinni.
Skein yfir landi sól á sumarvegi,
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtærri lind.
(Jónas Hallgrímsson)
Hvíldu í friði elsku Ragnheið-
ur og Guð geymi þig.
Alex Kári Ívarsson.
Elsku amma mín. Ég trúi því
ekki ennþá að þú sért farin, mik-
ið á lífið eftir að vera tómlegt án
þín. Hver hefði trúað því að tím-
inn væri svona stuttur? Þetta
var engan veginn það sem mér
gat dottið í hug því aldrei sýnd-
ist neitt hrjá þig, þú barst þig
svo vel og hefur alltaf gert, sama
hvað var í gangi. Ég er svo
óendanlega þakklát fyrir allar
stundirnar sem ég fékk að eyða
með þér og að hafa fengið að
kíkja til þín í lok janúar, þótt
sóttvarnareglurnar hafi ekki
gefið kost á löngu og sterku
knúsi eins og ég fékk í hvert
skipti sem við hittumst. Ég fékk
að minnsta kosti að heyra rödd
þína og spjalla við þig góða
stund. Á síðustu vikum hafa
margar hugsanir og minningar
flogið í gegnum kollinn á mér.
Þótt sumar þeirra ýti þungum
tárum niður kinnarnar fá flestar
þeirra mig til að brosa og fylla
mig þakklæti fyrir að hafa átt
þig að, allt frá degi eitt, þegar þú
tókst á móti mér á köldum
morgni seint í janúarmánuði.
Það sem einkenndi fæðingardag
minn á hverju ári var að þú
komst alltaf með herinn þinn
austur til þess að fagna því að ég
væri orðin árinu eldri, sama hve
gömul ég var orðin. Við áttum
svo margar góðar stundir saman
hvort sem það var við búðaráp
eða í bíltúrum. Allar stundir
með þér voru fullar af dæma-
lausri gleði, gríni og gamni.
Stundum mátti vart greina hvor
okkar væri unglingur, hama-
gangurinn var slíkur. Þú reyndir
að láta manni líða sem allra,
allra best í kringum þig elsku
amma. Við áttum það sameigin-
legt að una okkur einstaklega
vel í sveitinni okkar, Skúmsstöð-
um.
Hvergi leið okkur betur en í
frelsinu þar, umkringdar hross-
um og kindum. Þaðan á ég
margar minningar af skemmti-
legum dögum með þér sem ég
mun ávallt varðveita.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf
(Ómar Ragnarsson)
Vertu alltaf guði falin.
„Ástarblómið hennar ömmu
sinnar“,
Heiða Sigríður.
Ragnheiður
Þorvaldsdóttir
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS FINNUR HAFBERG,
áður til heimilis í Sæviðarsundi 16,
Reykjavík,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi, laugardaginn 13. febrúar.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Eva Þórðardóttir
Margrét Magnúsdóttir Marinó Þór Tryggvason
Þórður Magnússon
Olga Magnúsdóttir Helgi Ómar Þorsteinsson
Þórdís Guðný Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐFINNA SVEINSDÓTTIR,
Garðafelli, Eyrarbakka,
lést á Sólvöllum á Eyrarbakka að morgni
miðvikudagsins 10. febrúar.
Trausti Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir
Viðar Sigurðsson Guðbjörg Bjarnadóttir
Soffía A. Jóhannsdóttir
Dísa Sigurðardóttir
Eygló Alda Sigurðardóttir Sigvard Hammer Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Dóttir mín, systir okkar, mágkona
og frænka,
HILDUR STEINGRÍMSDÓTTIR
lyfjafræðingur,
varð bráðkvödd á heimili sínu 12. febrúar.
Ingibjörg Pála Jónsdóttir
Einar Steingrímsson Eva Hauksdóttir
Þóra Steingrímsdóttir Haukur Hjaltason
systkinabörnin Ragnhildur, Elín,
Steinunn, Freyr, Halla og makar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN Þ.G. JÓNSDÓTTIR,
Lalla,
Njálsgötu 1, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt
þriðjudagsins 16. febrúar. Útförin verður auglýst síðar.
Ingibjörg Þóra Marteinsd. Hilmar Teitsson
Kristinn Óskar Marteinsson Þóra Stefánsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Okkar ástkæra
RAGNHEIÐUR ÞORVALDSDÓTTIR,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
frá Skúmsstöðum,
V-Landeyjum,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
7. febrúar í faðmi fjölskyldunnar. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey þar sem tvö yngstu barnabörn hennar voru skírð.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur.
Fjölskylda Ragnheiðar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HAUKUR SÖLVASON,
lést miðvikudaginn 17. febrúar.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Sigrún Hrönn Hauksdóttir Leifur Örn Svavarsson
Elín Helga Hauksdóttir Konráð Vilhjálmsson
Svanhildur Hrund Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn