Morgunblaðið - 20.02.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2021
✝ Trausti Magn-ússon
rafvirkjameistari
fæddist í Ólafsvík
5. nóvember 1947.
Hann lést 9. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Magn-
ús Kristjánsson, út-
gerðarmaður frá
Ólafsvík, f. 16. júlí
1918, d. 22. mars
1978 , og Arnbjörg Her-
mannsdóttir húsmóðir frá Hell-
issandi, f. 22. september 1919, d.
16. apríl 2008. Trausti var
fimmti í hópi níu systkina, systk-
inahópurinn er einstaklega sam-
rýndur en þau eru: Gylfi Krist-
ján, f. 1942, kvæntur Guðrúnu
Blöndal, eiga þau fimm börn og
fyrir átti Gylfi tvo syni; Elísabet,
f. 1943, en hún var gift Finn-
boga Guðmundssyni og eiga þau
þrjú börn; Björg, f. 1944, gift
Einari H. Kristjánssyni og eiga
þau þrjú börn. Fyrir átti Einar
eina dóttur; Hermann, f. 1946,
giftur Svanhildi Pálsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Steinþór,
f. 1949, giftur Sigrúnu Harð-
ardóttur; Ágústa, f. 1951, gift
Jóni Guðmundssyni og eiga þau
tvö börn en fyrir átti Ágústa
Bergþóru Kristinsdóttur og
eiga þau tvær dætur, Þorbjörgu
og Jóhönnu Kristínu. 3) Viðar
Örn, f. 28. janúar 1974, giftur
Lóu Birnu Birgisdóttur eiga þau
tvö börn, Andreu Sigríði og
Mikael Trausta. Fyrir átti Lóa
Birna Gabríelu Rut Vale.
Trausti var fæddur og uppal-
inn í Ólafsvík og því sannkall-
aður Ólsari. Sótti hann hefð-
bundna barnaskólagöngu í
Ólafsvík. Lauk sveinsprófi í raf-
virkjun 1971 frá Iðnskólanum
og meistaraprófi árið 1973.
Hann vann ýmis störf á yngri ár-
um en fór svo snemma að starfa
hjá Rafmagnsveitu Ólafsvíkur,
síðan stofnuðu hann og Jón Arn-
grímsson verktakafyrirtækið
Jón og Trausta sf. Trausti réð
sig svo til starfa hjá RARIK árið
1980 og starfaði þar til starfs-
loka árið 2013.
Hann var félagslyndur mað-
ur, starfaði í mörgum félögum,
hljómsveitinni ÓMÓ og sat einn-
ig í bæjarstjórn.
Eftir hann liggur fjöldi lista-
verka sem leynast víða.
Trausti verður jarðsunginn
frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 20.
febrúar 2021, klukkan 14. Út-
förinni verður streymt á heima-
síðu kirkjunnar:
https://www.kirkjanokkar.is
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
einn son; Svanur, f.
1953, kvæntur Mar-
íu Pétursdóttur og
eiga þau þrjú börn;
Kristín, f. 1959, gift
Jóni Axelssyni,
Kristín átti fyrir
eina dóttur.
Hinn 26. desem-
ber 1971 giftist
Trausti Jóhönnu
Kristínu Gunnars-
dóttur, f. 13. mars
1949, í Ólafsvíkurkirkju. For-
eldrar hennar eru Ebba Guð-
björg Jóhannesdóttir, f. 23. sept-
ember 1931, og Gunnar
Björgvin Jónsson, f. 1. ágúst
1916, d. 30. júlí 1983. Þau skildu.
Seinni maður Ebbu var Kristinn
Hallbjörn Þorgrímsson, f. 6.
nóvember 1927, d. 22. maí 1999.
Þau bjuggu alla tíð í Ólafsvík.
Trausti og Jóhanna Kristín
eignuðust þrjá syni en þeir eru:
1) Gunnar Bergmann, f. 9. ágúst
1965, kvæntur Berglindi Long
og eiga þau tvo syni, þá Daníel
Berg og Mána Berg. Fyrir átti
Gunnar fjögur börn, Stellu
Björt, Birtu Hlíf, Jóhann Stein
og Trausta Leó, og fyrir á Berg-
lind þrjú börn, Ágúst, Elmu Sól
og Dag Snæ. 2) Kristinn Steinn,
f. 2. september 1971, giftur
Elsku pabbi nú er komið að
því að kveðja.
Þetta er búið að vera langt og
strangt ferðalag. Þú varst fal-
legur maður að innan sem utan
og skildir eftir þig arfleifð sem
mun lifa um aldur og ævi. Þú
varst góður faðir og afi. Þú
hafðir einstakan húmor og náð-
argáfu til að gleðja fólk með
skemmtilegum tilsvörum og
gerðir oft grín að þér sjálfum.
Þú varst sannur Ólsari og
kannski Ólsarinn og þú varst
stoltur af því. Adda amma var
gríðarlega stolt af sínum stóra
hópi og það er gott að vita að
þið séuð nú sameinuð á ný og
þið getið spilað og þú farið að
hjálpa Guði með rafmagnið á
meðan amma bakar fyrir ykkur
eitthvað gott með kaffinu. Það
fyrsta sem ég man eftir þér var
að við vorum að fara saman í
vinnuna til þín hjá Jóni og
Trausta sf. en þangað var stutt
að fara þegar við bjuggum á
Lækjarbakka. Þú varst dugleg-
ur að taka okkur með í það sem
þú varst að gera í vinnu eða
leik, að sinna hestunum og
heyja.
Þú tókst okkur stundum með
í vinnuna til að lesa á mæla, þá
kynntumst við ýmsu fólki sem
þú þekktir vel. Þú varst ein-
staklega hjálpsamur við allt og
alla, þegar einhver hringdi
varstu rokinn af stað. Því feng-
um við bræðurnir að kynnast
þegar við vorum að byggja,
komst oft í bæinn, mættir fyrst-
ur og oftast þurfti að sendi þig
heim á kvöldin, fórst í hvaða
verk sem er, kunnir allt og gast
allt enda sérlega útsjónarsamur.
Þú kenndir stelpunum mínum
margt, sagðir þeim sögurnar af
Tuma, sem þú sagðir okkur
þegar við vorum litlir. Þessar
sögur munu alltaf verða afasög-
ur. Þú sýndir þeim ávallt mikla
ást og athygli og voru þær það
dýrmætasta sem þú áttir. Þið
mamma voruð mjög dugleg að
taka stelpurnar með ykkur í
ferðalög eða vestur til Ólafs-
víkur þar sem var dekrað við
þær.
Við náðum að búa til margar
góðar minningar, saman fórum
við til Spánar en sérlega eft-
irminnileg er ferðin til Færeyja
þegar þú varðst sjötugur. Þín
draumaferð, sem verðmætt er
að minnast nú.
Undir það síðasta var bar-
áttan ansi hörð. Ég man sér-
staklega eftir einu atviki þegar
þú varst mjög lasinn. Þú varst
tengdur í alls konar græjur
þannig að það sást varla í þig.
Þá spurði læknirinn þig hvar þú
værir en þú rétt komst upp orði
og sagðir „ég er um borð í
geimskipi“ og læknir hváði, þá
svaraðir þú „nei bara grín, ég er
á sjúkrahúsinu á Akranesi“ og
þá hlógu allir. Svona varst þú,
tókst á við þetta allt með æðru-
leysi og húmor. En núna í byrj-
un þorra hófst lokabarátta og
smám saman varð okkur það
ljóst að ekki yrði aftur snúið því
miður. Búið var að tína af þér
allar skrautfjaðrirnar og lífs-
gæðin orðin lítil.
Elsku pabbi, þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur og allar fallegu minningarnar
sem við eigum um þig sem ég
mun ætíð geyma. Einnig langar
mig að þakka mömmu fyrir
hversu dugleg hún hefur verið
og öllu því góða fólki sem hefur
aðstoðað þig undanfarin ár.
Góða ferð elsku pabbi.
Þinn sonur,
Kristinn Steinn Traustason.
Elskulegi tengdafaðir minn
hann Trausti hefur kvatt þetta
jarðlíf. Betri tengdapabba var
vart hægt að hugsa sér og gaf
hann mikið af sér til allra sem
kynntust honum. Hann Trausti
var einstakur á svo margan hátt
og fékk hann í guðsgjöf marga
hæfileika sem hann nýtti til
fulls. Hann var mikill íþrótta-
maður á yngri árum og er ég
viss um hann á enn einhver hér-
aðsmet í sundi. Hann hafði líka
einstaka listræna hæfileika og
er verk hans að finna víða því
ekki mátti bréfsnifsi eða serví-
etta vera fyrir framan hann þá
varð til listaverk sem samferða-
fólk hans naut góðs af. Með ein-
stakri jákvæðni tókst hann á við
áskoranir lífsins og sinn sjúk-
dóm sem fylgdi honum frá 43
ára aldri. Aldrei lét hann bar-
áttuna við parkinson skilgreina
sig og hef ég ávallt dáðst að því
hvernig hann tókst á við þann
sjúkdóm og á sama tíma gaf
hann endalaust af sér. Hann lét
sjúkdóminn ekki stoppa sig og
fór alltaf lengra en líkaminn í
raun leyfði og þá tóku hugurinn
og viljinn yfir. Í þessu samhengi
minnist ég nokkuð krefjandi
göngu á ættarmóti fyrir nokkr-
um árum þar sem löngunin til
að ganga með barnabörnunum
og fólkinu sínu tók þennan bar-
áttumann miklu lengra en hann
hefði í raun átt að geta og göng-
una kláraði hann og naut þess
út í ystu æsar.
Trausti var líka okkar stoð og
stytta og ávallt tilbúinn að
hjálpa og redda hlutunum og ég
minnist ekki þeirrar heimsóknar
til okkar að Trausti var vart
kominn inn fyrir dyrnar þegar
hann var búinn að hengja upp
eitt ljós, festa kranann betur
eða bara gera eitthvað sem
þurfti að dytta að. Svona var
Trausti Magnússon
✝ Magnea Ingi-björg Gests-
dóttir fæddist í
Reykjavík 3. maí
1947. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Lundi 12. febrúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Est-
er Árnadóttir og
Gestur Jónsson.
Systur Magneu eru
Lind, f. 1945, látin sama ár;
3) Berglind Ester, eiginmaður
Marcus Pettersson, synir þeirra
eru Stefán og Róbert. 4) Guðni
Þór, eiginkona Lilja Guðnadóttir,
börn þeirra eru Guðjón Logi,
Guðrún og Gísli. Langömmu-
börnin eru fjögur.
Magnea ólst upp í Selásnum í
Reykjavík, fór ung sem vinnu-
kona í Þykkvabæinn þar sem hún
og Guðjón kynntust, hófu þau síð-
an búskap árið 1964 í Háa-Rima.
Útför Magneu fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag, 20.
febrúar 2021, klukkan 14. At-
höfninni verður streymt á vef-
slóðinni:
https://tinyurl.com/1p5qu4td
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ragnheiður Gunn-
laug; Berglind Jón-
ína og Árney.
Eiginmaður
Magneu er Guðjón
Guðnason. Börn
þeirra eru: 1) Gest-
ur, eiginkona Þór-
unn Ósk Sigbjörns-
dóttir. Börn þeirra
eru Selma Rut,
Rannveig og Gylfi.
Sonur Gests er
Hrannar Máni. 2) Pálína Kristín.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Takk fyrir kærleikann, um-
hyggjuna og ástina sem þú sýnd-
ir okkur elsku mamma. Sofðu
rótt.
Gestur, Pálína
Kristín, Berglind
Ester og Guðni Þór.
Elsku amma, það er svo sárt
að kveðja þig. Eftir standa allar
minningarnar sem við eigum um
þig.
Við vorum öll svo heppin að fá
að vera í Háa-Rima hjá ykkur afa
brot úr sumri þegar við ólumst
upp. Á kvöldin, eftir annasaman
dag í leik og starfi í sveitinni, var
svo ljúft að fá heimabakaða kan-
ilsnúða og tebollur með stóru
mjólkurglasi. Þér var svo umhug-
að um að öllum liði vel í kringum
þig, þú varst svo næm fyrir því að
koma til móts við okkar ólíku per-
sónuleika á þinn einstaka og
hlýja hátt. Þú varst alltaf tilbúin
að gefa af þér hvort sem það var
með kvöldstund yfir spili eða með
þínum einstaka húmor. Okkur er
minnisstætt þegar við röltum í
átt að kindunum út í haga og þú
hrópaðir fullum hálsi „gibba
gibba gibb!“ annaðhvort í von um
að kindurnar kæmu hlaupandi til
okkar eða bara til að gleðja lítil
eyru. Kettirnir voru þér líka kær-
ir, Hetta og Tímon. Við rákum
upp stór augu þegar þér datt í
hug að fara úr inniskónum og
klappa þeim með fótunum, uppá-
tæki í þeim dúr voru okkur þó
ekki alls ókunn. Kettirnir áttu
það til að sofa á daginn og þegar
þeir fóru út á kvöldin sagðir þú að
þeir væru að fara á kisudansleik,
við hlógum en í huganum sáum
við þennan kisudansleik algjör-
lega fyrir okkur.
Þegar við vorum sem yngst
fengum við að sofa á dýnu inni í
herbergi hjá ykkur afa, þrátt fyr-
ir að hafa sofnað við háværan
hrotukór ykkar vildum við hvergi
annars staðar vera. Orðatiltækin
„ég á ekki til eina einustu krónu“
og „þú ert nú alveg milljón“ voru
algeng viðbrögð þegar við sögð-
um þér hvað á daga okkar hafði
drifið, til að undirstrika hvað þér
fannst það sem við höfðum að
segja merkilegt. Þú varst alltaf
svo vel tilhöfð og það var alltaf
svo snyrtilegt í kringum þig. Allt
við nærveru þína var svo hlýtt og
þannig minnumst við þín, hvíldu í
friði elsku amma.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Úr Bæn eftir Gísla frá Uppsölum)
Selma Rut,
Rannveig og Gylfi.
Magnea Ingibjörg
Gestsdóttir
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar ástkæra
HAUKS GUÐMANNS GUNNARSSONAR
endurskoðanda.
Umhyggja ykkar og hlýhugur hefur verið
okkur ómetanlegur stuðningur.
Elín J.G. Hafsteinsdóttir
Anna S. Guðmundsdóttir
Ingunn Hafdís Hauksdóttir Þórlindur Kjartansson
Hafsteinn Gunnar Hauksson Daði Már Sigurðsson
Anton Haukur Þórlindsson Elín Katrín Þórlindsdóttir
og systkini Hauks
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir og afi,
SIGURÐUR INGI GUÐMUNDSSON,
Syðri-Löngumýri,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
laugardaginn 13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 27. febrúar
klukkan 14. Vegna aðstæðna verða einungis nánasta fjölskylda
og vinir viðstödd en hægt verður að nálgast vefstreymi frá útför
á facebooksíðu Blönduóskirkju.
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir
Halldór Ingi Sigurðsson Vala Björk Óladóttir
Guðbjörg Pálína Sigurðard.
barnabarn og systkini
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar kærs föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR
frá Arkarlæk.
Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk
hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða Akranesi fyrir hlýhug
og góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ingibjörg Guðjónsdóttir
Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
Guðmundur Guðjónsson
Ásdís Guðjónsdóttir
Pétur Guðjónsson
Björn Guðjónsson
Kristín Guðjónsdóttir
Ævar Guðjónsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
ELÍAS GUNNLAUGSSON
frá Gjábakka í Vestmannaeyjum,
síðast til heimilis á Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum,
lést föstudaginn 5. febrúar.
Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
föstudaginn 26. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá
athöfninni á landakirkja.is.
Hjördís Elíasdóttir Hannes G. Thorarensen
Björk Elíasdóttir Stefán Örn Jónsson
Viðar Elíasson Guðmunda Áslaug Bjarnad.
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUNNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR,
Kjarrmóum 6, Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 17. febrúar. Útför hennar fer
fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 26. febrúar klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HERU heimalíknarþjónustu
Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
alúð þeirra og hlýju.
Hannes Scheving
Ingunn L.H. Scheving Jón Kristinn Gíslason
Magnús Þór Scheving Sigrún Íris Sigmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn